Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Síða 4
4
LAU(!AI{Í)A(JUK lfi. NÓVRMHRR 1991.
Fréttir
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði:
.
Fjárhagsáætlun krata
marklaust plagg
ætla að reyna að koma í veg fyrir kollsteypu í fjármálum bæjarins /
„Bæjarstjórnarmeirihluti Alþýðu-
flokks virðist í málflutningi sinum
enga grein gera sér fyrir alvöru
þeirri sem við blasir í fjármálum
bæjarins og gerir lítið úr varnaðar-
orðum þar að lútandi." segir í bækl-
ingi sem bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins í Hafnarfirði dreifðu á bæj-
arstjórnarfundi í vikunni. Segjast
þeir ætla að reyna með öllum tiltæk-
um ráðum að koma í veg fyrir al-
gjöra kollsteypu í fjármálum bæjar-
ins.
í bæklingnum segja bæjarfulltrú-
arnir fjárhagsáætlun Alþýðuflokks-
ins fyrir yfirstandandi ár hafa reynst
marklaust plagg. Með tilvísun til
bókunar, sem þeir lögðu fram við
samþykkt fjáhagsáætlunarinnar í
febrúar, segja bæjarfulltrúarnir níu
mánaða uppgjör bæjarsjóðs leiða í
ljós að nánast öll varnaðarorö þeirra
hafi reynst þörf. Við atkvæða-
greiðslu sátu sjálfstæðismenn hjá
enda tók meirihluti bæjarstjórnar
ekki mark á athugasemdum þeirra.
Máli sínu til stuðnings benda sjálf-
stæðismenn meðal annars á að i
nýrri endurskoðunartillögu meiri-
hlutans sé gert ráð fyrir 144 milljóna
króna útgjaldaaukningu og 250 millj-
ón krónum í auknar lántökur. í sam-
þykktri fjárhagsáætlun hafi hins
vegar verið gert ráð fyrir að skuldir
lækkuðu um 302 milljónir og stór-
felldum niðurskurði á útgjöldum.
Skuldir bæjarsjóðs Hafnarfjarðar í
lok september síðastliðins námu
tæplega 1,4 milljörðum, þar af voru
skammtímaskuldir 422 milljónir.
Samanburður á níu mánaða uppgjöri
bæjarsjóðs fyrir árin 1990 og 1991
leiðir í ljós að heildarskuldir hafa
aukist um 200 milljónir og nettó-
skuldir 123 milljónir, þar af 90 millj-
ónir frá áramótum. Skuldastaðan
jafngildir því að hver fjögurra manna
fjölskylda í Hafnarfirði skuldi um 370
þúsund krónur.
-kaa
Það var skrautleg fylking sem mætti Ijósmyndara DV í gær. Þar fóru gosdósir og tannburstar. Þarna voru saman-
komnir MH-nemar á dimission. Krakkarnir eru nú að hefja upplestur fyrir stúdentsprófið og útskrifast væntanlega
21.desember næstkomandi. DV-myndGVA
Landsbankinn að skoða
Sambandshúsið
Sverrir Hermansson, bankastjóri
Landsbankans, staðfesti við tíöinda-
mann DV að bankinn væri að láta
sérfræðinga skoða fyrir sig hús Sam-
bandsins á Kirkjusandi. Sem kunn-
ugt er hefur Sambandið ákveðiö að
seþa húsiö.
Sverrir sagði að Landsbankinn
væri með húsnæði hingað og þangað
í borginni og því væri vel þess virði
að skoða Sambandshúsiö.
Hann var þá spurður hvort Lands-
bankinn hefði peninga til að borga
það. Hann svaraði á þá leið að þar
þyrfti bankinn ekki að reiða út neitt
fé, aðeins að millifæra og skrifa und-
ir pappíra.
-S.dór
Guömundur Ami Stefánsson bæjarstjóri:
Gagnrýni sjálfstæðis-
manna á sandi byggð
- segir skuldir bæjarsjóös lækka um 170 milljónir á árinu
„Forsendur þessa bæklings bæjar-
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins eru all-
ar á sandi byggðar og staðreyndum
er gjörsamlega snúið við. Það er í
sjálfu sér broslegt aö þeir skuli lýsa
yftr áhyggjum vegna meintra erfið-
leika því þeir sátu hjá þegar fjár-
hagsáætlunin var afgreidd í febrúar
og einnig núna þegar endurskoðuð
áætlun var afgreidd. Frá þeim komu
engar tillögur. í raun hafa þeir skilað
algjörlega auðu í umræðunni, hvort
heldur rætt hefur verið um fjármál
eða bæjarmál almennt. Það hefur
verið lenska hjá þeim að sjá bara
svartamyrkur um miöjan dag og þeir
verða bara að fá að hadda sér í þeirri
þoku,“ segir Guðmundur Árni Stef-
ánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Guðmundur Ámi segir það rangt
hjá sjálfstæðismönnum að skuldir
bæjarsjóðs aukist á þessu ári. Þvert
á móti lækki þær um 170 milljónir.
Um síðustu áramót hafi heildar-
skuldir verið 1.435 milljónir. í lok
september hafl skuldastaðan verið
1.389 milljónir en í árslok sé gert ráð
fyrir að hún veröi um 1.270 milljónir.
Þá segir hann það bera vott um
trausta fjármálastjórn hjá alþýðu-
flokksmönnum aö við endurskoðun
fjárhagsáætlunarinnar frá í febrúar
nam breytingin ekki nema 7 prósent-
um, sé tekið mið af heildarveltu bæj-
arsjóðs.
„Á síðustu mánuöum ársins 1990
stóðum við í miklum framkvæmdum
og skuldirnar jukust. Núna erum við
hins vegar komnir yfir fram-
kvæmdatímabilið þannig að skuld-
imar koma til með að lækka. Staö-
reyndin er sú að við lækkum skuld-
imar eilítið minna en viö ætluðum
okkur. Við höfum ekki verið í stór-
verkefnum en þó fariö í fleiri verk-
efni en við ætluðum. Staðan er mjög
traust og örugg. Það er enginn
harmagrátur í Hafnafirði," segir
Guðmundur Árni.
-kaa
Hótel Stefanía á Akureyri:
Uppboðinu á
húseignum áf rýjað
til Hæstaréttar
- kröfur í innbú og búnaö nema 92 milljónum króna
Oylfi Kristjánsson, DV, Aknreyri:
Gjaldþrot Hótel Stefaníu á Akur-
eyri hefur tekið á sig ýmsar myndir
og viröist sem tafir geti orðið á því
að málið verði til lykta leitt. Fyrsti
skiptafundur hótelsins var haldinn
nú í vikunni og komu fram kröfur
að upphæð 92 milljónir króna í innbú
og búnað hótelsins og þar af em al-
mennar kröfur yfir 60 milljónir.
Húseignirnar Hafnarstræti
83-85-88, sem vom eign samnefnds
hlutafélags, voru seldar á nauðung-
amppboði í síðasta mánuði. Kaup-
endur vom Byggðasjóður og Ferða-
málasjóður. Þessu uppboði hefur nú
verið áfrýjað til Hæstaréttar.
Hótel Stefanía var í eigu samnefnds
hlutafélags og var tekið til gjald-
þrotaskipta en rekstur hótelsins
hafði áður verið leigður Ingunni
Ámadóttur sem er eiginkona Stefáns
Sigurðssonar, fyrrum hótelstjóra og
aðaleiganda hótelsins og fasteign-
anna. Hreinn Pálsson lögmaður, sem
skipaður var skiptastjóri Hótel Stef-
aníu á fyrsta skiptafundi, segir að
leita þurfi leiða til að fá þessum leigu-
samningi rift en hann mun hafa ver-
ið gerður til ársins 2000.
Hreinn sagði einnig í samtali við
DV að búnaður hótelsins, s.s. lausa-
munir á herbergjum, áhöld í eldhúsi
og fleira sem nýtt er af núverandi
leigutaka hótelsins, sé notaður í
heimildarleysi enda eign þrotabúsins
og á því máh þurfi að taka. Það mun
hins vegar vera í verkahring Byggða-
sjóðs og Ferðamálasjóös, sem keyptu
fasteignimar, að losa þær undan
þessum rekstri og samkvæmt heim-
ildum DV eru slíkar aðgerðir fyrir-
hugaðar á næstunni. En þar sem
uppboðinu á fasteignunum hefur
verið áfrýjað til Hæstaréttar kann
að verða bið á að lausn fáist varð-
andi það mál.