Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 11
.seet HAUÍtHÍTí ,SS ÍIUOAOHAOUAJ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1992. Bjami Arason vill syngja með stórhljómsveit vestra: Gömlu lögin eiga best viö mig Bjami Arason syngur um Karen í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Bjarni vann karaoke-keppni með gamla góða „My way“ og hefur hug á að syngja með stórhljómsveit í Bandarikjunum síðar. DV-mynd Brynjar Gauti „Mér líkar langbest við allt þetta gamla í tónlistinni og sú tónlist á best við mig sem söngvara. Söngv- arar eins og Elvis Presley og Tom Jones eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég er farinn að huga að nýrri plötu og geri ráð fyrir að hún verði í gamla stílnum með rokkabillí- tónlist eða slíku. Það er mikill áhug á gamla rokkinu hér eins og aðsókn að rokksýningum með gömlu lög- unum sýnir. Gömlu rokklögin lifa lengst meðan tískusveiflur eins og hipp-hopp, break og fleira dettur upp fyrir og gleymist. Það eru um 200 ár síðan Mozart samdi sína tónlist og ég er sannfærður um að gamla rokkið verður ekki gleymt að 200 árum liðnum," sagði Bjami Arason söngvari í samtali við DV. Bjarni tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fram fer í kvöld og syngur þar lagið Karen. Þetta er í annað skipti sem Bjarni er með í söngvakeppninni en í fyrra skipt- ið, 1988, söng hann lag Jakobs Magnússonar, Aftur og aftur. Bjarni hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu síðustu misserin en þó tekið þátt í rokksýningum á Hótel íslandi og sungið inn á lög fyrir safnplötur. Keppnin í kvöld verður send út í beinni útsendingu, söngvaramn þurfa ekki að „míma“ (hreyfa var- i irnar með) eins og síðast þegar Bjarni var með. „Þetta leggst mjög vel í mig núna. Það er allt annað að syngja „live“ en að „míma“. Það er náttúrlega mikið stress í kringum þannig þætti en menn verða bara að gera sér grein fyrir því að ef þeir geta ekki sungið „live“ í beinni útsend- ingu í sjónvarpssal geta þeir varla sungið á sviðinu í úrslitakeppninni í Svíþjóð." Harður bransi Bjarni vakti fyrst verplega at- hygli þegar hann vann í Látúns- barkakeppni Stuðmanna sumarið 1987. Árið eftir söng hann í hljóm- sveitinni Búningunum, ásamt Lát- únsbarka þess árs, Amari Frey Gunnarssyni. Það ár sendi Bjarni frá sér sólóplötuna Þessi eini þarna sem fékk þokkalegar viðtökur. Síð- an hefur lítið borið á Bjama. Af hverju? „Ég ákvað að draga mig út úr þessum bransa. Ég var aðeins á sextánda aldursári þegar'ég vann í Látúnsbarkakeppninni og fannst ég alls ekki tilbúinn að takast á við jafn harða og miskunnarlausa at- vinnu. Nú hef ég fengið tíma til að ná betur áttum og finnst ég betur undir þetta búinn.“ Bjarni vann við ýmis störf eftir að hann dró sig í hlé, var til dæmis sendibílstjóri um tíma og vann við dagskrárgerð á Aðalstöðinni. Hann sleit aidrei tengslin við tónlistina og komst aftur í fréttimar þegar hann sigraði í karaoke-söngkeppni útvarpsstöðvanna. Karaoke í Newcastle 1 „Útvarpsstöðvamar ákváðu að | reyna með sér í karaoke-söng og t mátti hver stöð senda tvo keppend- | ur.ÉgfórfyrirAðalstöðinaogvann | keppnina með laginu My way sem 1 Frank Sinatra hefur gert ódauð- legt. í verðlaun var ferð fyrir tvo á stóra karaoke-keppni á vegum bjórverksmiðju í Newcastle í Eng- landi. Keppendur komu alls staðar að en voru þó aðallega breskir. Þar söng ég My way aftur og sigraöi. Þetta var mjög skemmtilegt." - Hvernig er fyrir atvinnusöngv- ara að syngja í karaoke? „Það er náttúrlega allt ööruvísi en að syngja á sviði en mjög skemmtilegt. Þá uppgötvast ágætis söngvaraefni í karaoke." Vestur um haf? Bjarni hefur verið að kanna möguleikana á að fá að syngja með stórhljómsveit „big band“ í Banda- ríkjunum. Hefur hann notið að- stoðar konu sem búið hefur þar ytra í 30 ár og þekktir hljómsveitar- stjóra slíkrar hljómsveitar. Þau áform segir hann ekki tengjast ár- angri hans í karaoke-keppnum. „Þetta er ekki hljómsveit í Glenn Miller stílnum heldur meira í ætt við Presley og Tom Jones. Þeir hafa báðir notast mikið við stór- hljómsveitir. Hugmyndin er að spila á skemmtistöðum og í klúbb- um en þetta er allst svo óljóst enn- þá að ég vil sem minnst um það segja. Ég lifi af söngnum í dag en hef áhuga á að gera það til fram- búðar.“ Bjarni var á kafi í undirbúningi fyrir söngvakeppnina þegar DV ræddi við hann. Hann vildi engu spá um hvernig laginu Karen gengi, sagðist ætla að gera sitt besta. Meira væri ekki hægt að gera. Það væri síðan þjóðarinnar að dæma. -hlh FJOLSKYLDUBILL A FINU VERÐI Lada Samara er ódýr og sparneytinn 5 manna fjölskyldubíll sem hentar vel bæði innanbæjar og í ferðalagið. Hann er léttur í stýri og þýður í akstri. Farangursrýmið má stækka til muna efaftursæti er velt fram. Lada Samara er framhjóladrifinn og er fáanlegur bæði með 1300 cnf og 1500 cm3 vél. Hægt er að velja um 3 eða 5 dyra bíl. 1LADA SAMARA BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR HF. Ármúla 13108 Reykjavík Símar 6812 00 & 312 36

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.