Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Side 17
LAUGARDAGUR 28. MARS 1992.
17
Anette Bening sem eiginkona
Bugsys i samnefndri kvikmynd.
Anette Bening:
Hún
tamdi
Warren
Beatty
Það hefur varla farið fram hjá þeim
sem fylgjast með fræga fólkinu í
Hollywood að Warren Beatty er ekki
lengur laus og liðugur. Það er ekki
nóg með að hann gifti sig á dögunum
heldur eignaðist hann líka bam.
Bleiuskipti og bamagælur em nú
fastur Uður í tiiveru þessa fyrmm
súperpiparsveins.
Eiginkona Beattys er Anette Ben-
ing. Hún er 33 ára gömul og er
skyndilega komin í raðir háaðals
Hollywoodborgar. Hún er ekki að-
eins virt sem hæfileikarík leikkona,
hún er konan sem náði að temja
Warren Beatty og eignast með hon-
um barn - nokkuð sem flestir höfðu
afskrifað sem möguieika í lífi Beatt-
ys.
Um tíma var hún gift leikstjóran-
um J. Steven White en það hjóna-
band gekk ekki. Bening hefur eytt
mestum hluta ævi sinnar á leiksviði
eða framan við myndavélarnar. Hún
er ættuð frá Kansas. Faðir hennar
var tryggingasölumaöur og móðir
hennar hafði atvinnu af kirkjusöng.
Hún er yngst fjögurra systkina og
var einfari í æsku.
„Ég gerði mikið að því að ímynda
mér og leika ýmis hlutverk í þykjust-
unni þegar ég var lítil. Ég man vel
eftir frelsinu sem fólst í að geta þóst
vera hver sem er,“ segir hún.
Bening þótti snemma sýna mikla
leikhæfileika. í leikUstarskóla og síð-
ar buðust henni mörg ýmis stór hlut-
verk í leikritum eftir Ihsen, Tsjek-
hov, Shaw og Shakespeare. En það
var ekki fyrr en hún fór að sjá kvik-
myndina KilUng Fields, sem gerist' í
Kambodíu, að henni urðu almenni-
lega Ijósir hinir gífúrlegu möguieikar
kvikmyndanna. „Þetta verð ég að
reyna," hugsaði hún.
Hún reyndi fyrir sér á öUum mögu-
legum sviðum, kvikmyndum, aug-
lýsingum og fleiru, en fékk margar
neitanir. í dag er hún fegin því að
henni finnst svo mikið af lélegu efni
hafa verið í boði.
Til að gera langa sögu stutta hefur
hún leikið í nokkrum kvikmyndum
og getið sér gott orð. Meðleikarar
eins og Harrison Ford og Robert De
Niro hafa borið á hana lof. í mynd-_
inni Bugsy leikur hún gegn eigin-
manni sínum sem einnig leikstýrir.
Hún leikur þar eiginkonu Bugsys
Malone, glæpons á flmmta áratugn-
um, sem haslaði sér völl í spflavítum
Las Vegas. Hún þykir standa sig bet-
ur en eiginmaðurinn, skapa trúverð-
ugri mynd af eiginkonu Bugsys en
Beatty af Bugsy sjálfum. Hann er þó
tilnefndur til óskarsverðlauna sem
besti leikari en hún ekki. Hamingjan
leynir sér þó ekki: „Þetta er besti tími
Ufs míns og ég er mjög hamingju-
söm,“ segir Bening og hugar að bleiu-
skiptum.
^CGGJA GR^
2? ^fíKUR EINN
* 7\ \ '***’, il|
kWM’áá k
Þegar (dú skráir þig í Vaxtalínuna
opnast þér ýmsir möguleikar:
Félagar fá Vaxtalínubol um leið
og þeir skrá sig - þeim að
kostnaðarlausu.
HRAÐKORT veitir aðgang að 25
hraðbönkum. Hægt er að millifæra af
Gullbókarreikningi yfir á hrað-
bankareikning*. Þeir foreldrar sem
láta unglinga fá vasapeninga geta
samið við bankann um að láta
millifæra af sínum reikningi yfir á
reikninga barna sinna.
*.
AFSLÁTTARKORT veitir þér afslátt á
ýmsum matsölustöðum, sólbaðs-
stofum, myndbandaleigum,
tískuverslunum o.fl. um land allt.
FJÁRMÁLABÓK er hentug til að
fylgjast með stöðu á banka-
reikningnum og færa inn útgjöld og
gera áætlanir.
SKÓLADAGBÓK fyrir félaga 1 byrjun
skólaárs.
FJÁRMÁLANÁMSKEIÐ veitir innsýn í
hinn flókna heim fjármálanna.
VAXTALÍNUVÖRUR Búnaðarbankans
á afsláttarverði fyrir félaga.
Iþróttatöskur, bolir o.fl.
BÍLPRÓFSSTYRKIR eru veittir fjórum
sinnum á ári fyrir hluta af bílprófs-
kostnaði. Hugmyndasamkeppni í
samvinnu við Umferðarráð.
LÁNAMÖGULEIKI fyrir félaga sem
orðnir eru 18 ára.
*Unglingar undir 16 ára aldri sem stofna
Hraðbankareikning þurfa samþykki foreldra.
BÚNAÐARBANKI
ÍSLANDS
HVÍTA HÚSID / SÍA