Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Qupperneq 18
18
Veiðivon
Verða hálfsjálfvirkar byssur bannaðar?
„Skotveiðimönnum er heitt í hamsi
þessa dagana og þeir fjölmenntu á
fundinn í Odda um síðustu helgi.
Frumvarpið á Alþingi um okkar mál
er bæði gott og vont,“ sagði Sverrir
Sch. Thorsteinsson, varaformaöur
Skotveiðifélags íslands, í samtali við
DV í vikunni.
„Það má margt laga í þessu frum-
varpi um vemdun, friðun og veiðar
á villtum fuglum og spendýrum, öðr-
um en hvölum. Ef frumvarpið nær í
gegn þýðir það að allar hálfsjálfvirk-
ar byssur, fimm skota, verða bannað-
ar. En í landinu eru til þúsundir af
þessum byssum sem kosta frá 50 til
150 þúsund. Þær eru 300-400 milljóna
króna virði, sýnist mér. Við viljum
að allir beri veiðikort, hvort sem það
eru skotveiðimenn eða bændur. Þaö
er ýmislegt sem skotveiðimenn ræða
um sín á milli um þessar mundir,
okkur frnnst að okkur vegið," sagði
Sverrirennfremur. -G.Bender
Skotveiðimenn, sem mættu á fundinn í Odda, voru áhyggjufullir vegna þess að þeim finnst að sér vegið þessa
dagana. DV-mynd Sverrir
Verðmæti þeirra
300-400 milljónir
Bakkabræöur
með leynivopnið
fyrir sumariö
Bjarni Jónsson, einn félaga í veiðifé-
laginu Bakkabæðrum, með laxa-
strekkjarann. DV-myndir HÞ
„Við viljum hugsa um alla og þess
vcgna höfum við framleitt þennan
grip,“ sögðu þeir félagamir í veiðifé-
laginu Bakkabræðrum í vikunni.
„Hérna er loksins komið það sem
allir hafa beðið eftir og flestir hafa
þráð. Hinn eini sanni laxastrekkjari.
Þetta frábæra tæki, sem allir veiði-
menn þurfa að eignast, er upprunnið
úr hugmyndasmiðju Bakkabræðra.
Notkunin er mjög einfold sért þú svo
óheppinn að fá t.d. lítinn fisk. Þú
skerð haus og sporð, setur hausinn
og sporðinn á strekkjarann. Sokkur-
inn á ostrekkjaranum á þessum
myndum er silfraður, það er hægt
að fá hann í tveimur htum. Silfur
fyrir vorfiskinn og síðan grágrænan
vegna leginna haustfiska," sögðu
þeir í Bakkabræðrum og tóku fram
að þetta væri ekki það síðasta sem
þeir ætluðu að framleiða fyrir
stangaveiðimenn.
-G.Bender
Og á þessari mynd sýnir Bjarni
hvernig hægt er aö strekkja á fiskin-
um ef hann er lítill.
LAUGARDAGUR 28. MARS 1992.
Neglan
Fyrir mörgum árum þurfti
hrcppstjóri einn, sem ekki var
ýkja vinsæll á meðal sveitunga
sinna, að fá sig feijaðan yflr á-
næsta fjörð. Hann var óvanur sjó-
ferðum og kunni lítt að róa.
Feijubóndinn varenginn vinur
Imeppstjónms en þóttist ekki geta
synjað honum um farið þar sem
lögforja vará bænum. Þegar þeif
komu að ferjubátnum mælti
bóndi: „Báturinn hriplekur svo
að hreppstjórinn sjálfur verður
að ausa rösklega alla leiðina."
Hreppsijórinn sá að ekkí var
um annað aö ræöa, enda erindi
hans brýnt Alla leiðina jós hann
þvi í dauðans ofboði og haföi
naumast undan, svo mikið lak
báturinn.
Þegar þeir voru komnir yfir
fjöröinn steig hreppstjórinn á
land, kófsveittur eftir áusturinn,
glotti meinfýsinn og sagði viö
bónda: „Hvernig ætlar þú svo að
komast yfir aftur, spekingurinn?
Ekki getur þú bæði róið og aus-
ið?“
„Ætli ég setji ekki bara negluna
í,“ svaraðí bóndi, rólega, og end-
urgalt glottið.
Kröftug messa
Eftirfarandi auglýsing hékk eitt
sinn á kirkjudyrum í þorpi aust-
anlands:
„Séra Jón Vigfússon mun
messa klukkan 11 árdegis næsta
sunnudag. Síðan verður kirkj-
unni lokað í mánuð vegna nauð-
synlegra viðgerða."
Vitnið
Skömmu eftir aldamótin 1900
var maður í Reykjavík kæröur
fyrir að hafa stolið hesti. Hann
var þó sýknaður sökum þess að
vitni sór kö þaö hefði vitað hest-
inn í eigu hans frá því „hrossið
var folalú“.
Nokkrum dögum síðar var sarai
maður ákæröur, nú fyrir að hafa
stolið stórri silfurskeið. Aftur var
sama vitni kallað fyrir og fullyrti
það enn sem fyrr að maöurinn
væri alsaklaus „enda heföi silfur-
skeiðin verið i hans eigu alveg frá
þvi hún var lítil teskeið".
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimiiisfangi. Að
tveimur vikum liðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1. yerðlaun: SHARP stereo
ferðaútvarpstæki með kas-
settu að verðmæti kr. 6.380 frá
Hljómbæ, Hverfisg. 103.
2. verðlaun: Fimm Úr-
valsbækur að verðmæti kr.
3.941.
Bækumar, sem em í verðlaun,
heita: Á elleftu stundu, Falin
markmið, Flugan á veggnum, Leik-
reglur, Sporlaust. Bækumar em
gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 132
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir hundrað
fertugustu og sjöttu getraun
reyndust vera:
1. Finnbogi Pétursson
Víðinesi, 270 Mosfellsbæ.
2. Borghildur Baldursdóttir
Laxagötu 2, 600 Akureyri
Vinningamir verða sendir
heim.
Heimilisfang: