Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Qupperneq 30
42 LAUGARDAGUR 28. MARS 1992. In Flammatory og In Memoriam sigruðu í fyrstu lotu Músíktilrauna: Þetta er melódísk músik, segja þessir vígalegu dauðarokkarar úr hljómsveitinni Pystopiu, Maggi bassaleikari og gítarleikararnir Eiríkur og Aðal- steinn. Taktfastar haussveiflur, sem fleygja hárinu fram og aftur, eru nær fastur liður i sviðsframkomu dauðarokksveitanna. DV-myndir GVA „Þetta er melódískt" „Fólk verður að gefa sér tíma til að hlusta, læra að hlusta. Þetta er svo melódísk músík, mun meló- dískari en venjulegt þungarokk," segja meðlimir dauðarokkhljóm- sveitarinnar Pystopia. DV hitti hljómsveitarmeðhmi eftir að þeir höfðu sphað á tíundu Músíktil- raunum Tónabæjar sem hófust á fimmtudagskvöld. Átta sveitir, sem allar spila dauðarokk, hófu Mús- íktilraunimar sem fara fram í fjór- um hlutum. Hljómsveitin In Flammatory sigraði á fimmtudagskvöldið og hljómsveitin In Memoriam varð önnur. Þær leika því á úrslita- kvöldinu 10. apríl. Dómnefnd sá ekki ástæðu til að tilnefna þriðju hljómsveitina. Þegar gengiö var í salinn á fimmtudagskvöld mætti manni dúndrandi rokk sem spilað var af miklum þunga og ósvikinni innlif- un. Ekkert var gefið eftir. Gítararn- ir voru þandir taktvisst undir þungum hraðslætti trommuleikar- ans og yfir öllu rumdi rödd söngv- arans. Textann skildi maður ekki. Salurinn var þéttsetinn og bar þar mest á 13-18 ára unglingum. Meðlimir Pystopiu hafa spilað saman í um ár en að sögn Eiríks hefur verið svolítið um gegnum- trekk í hljómsveitinni. - Hvernig leggjast Músíktilraun- irnar í ykkur? „Mjög vel. Þama fá svo margar hljómsveitir tækifæri til að koma sér á framfæri. Þetta er skemmti- lega öðruvísi hstaviðburður." Frammi á gangi biðu meðhmir annarra hljómsveitá eftir að kom- ast aö og áheyrendur báru saman bækur sínar. Hver hljómsveit flyt- ur fjögur frumsamin lög og gefa áheyrendur hverju lagi einkunn á bihnu 1-5. Hljómsveitirnar bera margar nöfn af latneskum toga, eins og Carpe diem, Cranium og Carpedim. Blaðamaður hitti Helga, bassaleik- ara hljómsveitarinnar Carpe diem, frammi á gangi. Sú hljómsveit treð- ur upp 2. apríl en Helgi vhdi sjá hvernig hinum sveitunum vegnaði. „Carpe diem er latneska yfir orð- tækið gríptu daginn. Hljómsveitin hét áður Dagfinnur dýralæknir en okkur þótti þetta nafn betra. Þessi nöfn eru í tísku núna,“ sagði Helgi. Hann sagði sína hljómsveit ekki vera í.eins þungu rokki og fyhti salinn á fimmtudagskvöldið. „Við viljum ekki spha þetta ahra þyngsta. Annars langar mig að spha öðruvísi músík, músík sem er meira í ætt við nýbylgju." Hljóm- sveit Helga æfir í húsnæði í Súðar- vogi sem sveitin „erfði“ eftir aðra hljómsveit. Gunnhildur, Ingunn og Erna voru ekki í neinum vafa um hvaða hljómsveit mundi vinna Músíkth- raunimar. „Condemned er langbest. Hún vinnur Músíkthraunirnar. Annars er In Flammatory hka mjög góð. Þessar tvær vinna,“ sögðu stelp- urnar sem ekki voru svo fjarri því að spá rétt. Þær voru mjög hrifnar af Músíkthraununum en sögðust líka hlusta á aðra tónlist eins og danstónhst. En hvað er það við dauðarokkið sem hehlar? „Það er krafturinn í tónhstinni og hvernig maður dihar sér undir henni og „slamm-dansinn“ (þar sem alhr hoppa í kássu og hrista höfuðið á æðisgénginn hátt). Cranium eða hauskúpa var kom- in á fulla ferð þegar hér var komið sögu og ekkert gefið eftir frekar en áður. Drynjandi dauðarokk, dauði og djöfull. „Við eram jú alltaf að syngja um dauðann og allt þetta djöfullega," sagði einn söngvarinn. -hlh - sjá einnig á bls. 25 Þær Gunnhildur, Ingunn og Erna, aðdáendur Condemned, eru hrifnar af kraftinum i þungarokkinu. Helgi, bassaleikari Carpe diem, t.v., ásamt fylgismanni þeirrar hljómsveitar. Það fór ekkert framhjá gestunum í salnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.