Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Síða 44
56
LAUGARDAGUR 28. MARS 1992.
F YLLIN G AREFNI
Höfum fyrirliggjandi grús á hagstæðu veröi.
Gott efni, lítil rýmun, frostþoliö og þjappast
Ennfremur höfum viö fyrirliggjandi
sand og möl af ýmsum gróíleika.
Sævarhöföa 13 - sími 681833
Tónleikar í
Norræna húsinu
Tónlistarskólinn í Reykjavik heldur tón-
leika í Norræna húsinu mánudaginn 30.
mars kl. 20.30. Á tónleikunum flytja Hild-
ur Þórðardóttir flautuleikari og Anna
Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari
Sónötu nr. 2 i Es-dúr eftir J.S. Bach, Inn-
gang og tilbrigði við „Trockne Blumen"
í E-dúr op. 160 eftir Schubert, Bergingu
fyrir einleiksflautu eftir Atla Ingólfsson
og Sónötu nr. 2 í D-dúr op. 94 eftir Prokofi-
eff. Tónleikamir eru síðari hluti einleik-
araprófs Hildar frá skólanum og er að-
gangur ókeypis.
Einsöngstónleikar Öldu
Ingibergsdóttur
Alda Ingibergsdóttir sópransöngkona
heldur tónleika í Hafnarborg í Hafnar-
firði mánudagskvöldið 30. mars kl. 20.30.
Á efnisskránni eru m.a. sönglög og aríur
eftir Purcell, Mozart, Bellini, Verdi, Biz-
et, Puccini, Richard Strauss og Þórarinn
Jónsson. Ólafur Vignir Albertsson hefur
lengst af unnið með henni sem píanóleik-
ari og verður hann meðleikari hennar á
tónleikunum.
Vortónleikar Lúðra-
sveitarinnar Svans
Hinir árlegu vortónleikar Lúðrasveitar-
innar Svans verða haldnir í Bústaða-
kirkju sunnudaginn 29. mars kl. 17. Nýtt
yfirbragð verður á þessum tónleikum þar
sem nýlega hefur verið skipt um stjóm-
anda. Stjórnandaskiptin fóm fram í lok
janúar og hefúr lúðrasveitin síðan æft
af kappi undir stjóm nýja stjórnandans,
Amar Óskarssonar, sem tók við af Ro-
bert Darling. Meðal verkefna á efnis-
skránni er íslenskt verk, Svite Arctica,
eftir Pál Pampichler Pálsson í útsetningu
Roars Kvam. Einnig verða flutt Sverða-
dansinn eftir Khachaturian, West Side
Story, þema úr „Grikkjanum Zorba“, An
Outdoor Overture eftir Copland og fleira.
Tónleikar Kórs Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti
Kór Fjölbrautaskólans í Breiðholti held-
ur tónleika í Fella- og Hólakirkju laugar-
daginn 28. mars kl. 17. Stjómandi kórsins
er Ema Guðmundsdóttir og meðleikari á
píanó í nokkrum lögum, sem kórinn
syngur, er Vilberg Viggósson. Á efnis-
skrá er fjölbreytt tónlist frá ýmsum tím-
um. Sönghópurinn 1 og 8 villt syngja.
Allir em velkomnir á tónleikanna.
Andlát
Anna Stefánsdóttir fyrrverandi
; kennari frá Eyjardalsá, lést á Akur-
eyri að morgni 27. mars.
Námskeið
Breyttu áhyggjum í upp-
byggjandi orku
Fundarstjóm, framkoma, vald og skyld-
ur, fundarsköp, kosningar, atkvæða-
greiðsla, að koma máli á framfæri, tfl-
löguflutningur og margt fleira. ITC held-
ur þetta námskeið tvö kvöld, 30. og 31.
mars kl. 20, bæði kvöidin í Síðumúla 17,
Reykjavik, húsnæði frimerkjasafnara.
Öllum er heimfll aðgangur, jafnt félags-
mönnum ITC sem öðrum. Állar nánari
upplýsingar veitir blaöafulltrúi ITC,
Guðrún Lilja Norðdahl, sími 91-46751.
Ferðalög
Ferðafélag íslands
Sunnudagsferður 29. mars
1. kl. 10.30 Skíðaganga yfir Leggja-
brjót. Gamla þjóðleiðin frá Þingvöllum
í Hvalfjörð. Heimkoma um kl. 18.
2. Kl. 10.30 Þingvellir í vetrarskrúða.
Stutt og skemmtileg ganga fyrir alla fjöl-
skylduna. Heimkoma um kl. 15.30.
3. Kl. 13 Skíðaganga á Hellisheiði. Góð
skíðaganga við allra hæfi.
4. Kl. 13 Skálafell-Hellisheiði. Eitt af
bestu útsýnisfjöilum suðvestanlands þótt
ekki sé það mjög hátt. Brottfór frá Um-
ferðarmiðstöðinni, austanmegin. (Við-
koma við nýja félagsheimili Ferðafélags-
ins að Mörkinni 6).
Fundir
Kattavinafélag
íslands
Aðalfundur Kattavinafélags íslands
verður haldinn sunnudaginn 29. mars kl.
14 í húsi félagsins, Kattholti, Stangarhyl
2, Reykjavík. Venjuleg aðalfundarstörf.
Tapaðfundið
Lyklar fundust
Tveir lyklar fastir við spjald fundust á
Grandavegi 20. mars sl. Upplýsingar í
síma 33384.
Tónleikar
Kaffikonsert á
Eyrarbakka
Laugardaginn 28. mars kl. 16 halda fiðlu-
leikarinn Hlíf Sigurjónsdóttir og gítar-
leikarinn Símon H. ívarsson tónleika í
samkomuhúsinu Stað í samvinnu við
kirkjukór Eyrarbakkakirkju. Á efnis-
skránni er fjölbreytt tónlist frá ólíkum
tímabilum tónlistarsögunnar en þar gef-
ur m.a. að heyra verk eftir Hándel, Beet-
hoven, Paganini, Sarasate, Gunnar Reyni
Sveinsson og Albeniz: Kirkjukórinn ann-
ast kaöiveitingar og fjöldasöngur við-
staddra verður í lok tónleikanna í tilefni
af ári söngsins.
Innilegar þakkir til ailra þeirra er minntust mín á sjötíu ára
afmæli mínu, 12 mars sl.
Bestu þakkir fyrir allar árnaðaróskir skeyti, blóm og allar
aðrar góðar gjafír.
Margir glöddu mig með nærveru sinni og gerðu mér þessi
tímamót ógleymanleg.
Kærar kveðjur til ykkar allra.
Guðmunda Júlíusdóttir, Siglufirði
STANGAVEIÐISKOLINN
Veiðimenn
Fyrsta námskeið vorsins hefst
mánudaginn 30. mars í sal
SVFR, Háaleitisbraut 68, kl. 20.
Hvert námskeið stendur tvö
kvöld (mánud. og þriðjud.).
Þátttökugjald kr. 6.500.
Innritun er i
Veiðideild,
sími 679955
2
Vortónleikar Lúðra-
sveitar verkalýðsins
Laugardaginn 28. mars verða árlegir vor-
tónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins
haldnir í Langholtskirkju og hefjast þeir
kl. 17. Að vanda verður efnisskráin fjöl-
breytt og væntanlega viö allra hæfi.
Stjómandi lúðrasveitarinnar er Malcolm
Holloway. Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis
Tilkyimingar
Fornbókamarkaður í
Undralandi
Fombókamarkaður verður á markaðs-
torgi Undralands, Grensásvegi 14, í dag,
28. mars kl. 11-18 og sunnudaginn 29.
mars kl. 12-18. Þama verða tfl sölu um
800 titlar nýlegra og eldri bóka og tíma-
rita, það elsta frá árinu 1730. Bækumar
em úr einkasafni og geta allir fundið eitt-
hvað við sitt hæfi, ævisögur, ferðabækur,
skáldsögur, ljóðabækur, guðsorð, fomrit
og margt fleira.
Myndgáta i>v
Félag eldri borgara
Félagsvist spiluð á sunnudag kl. 14. Dans-
að í Goðheimum kl. 20.
Silfurlínan
s. 616262. Síma- og viðvikaþjónusta fyrir
eldri borgara alla virka daga kl. 16-18.
Aðstoð við að versla, menn til viðgerða
og fleira.
Laugarneskirkja
Nýöldin í Ijósi kristninnar
Mánudaginn 30. mars kl. 20.30 verður
síðasta safnaðarkvöldið í Safnaöarheim-
ili Laugameskirkju í vetur. Fyrirlesari
verður dr. theol Einar Sigurbjömsson
prófessor en hann ræðir um efnið: „Ný-
öldin í ljósi kristninnar". Einnig munu
Gústaf Jóhannesson og Sigrún Gústafs-
dóttir flytja tónlist fyrir flautu og píanó.
Þá verður boðið upp á kaffi en kvöldinu
lýkur með helgistund i kirkjunni. Safnað-
arkvöldið er öllum opið.
Kvöldmessa í Hafnar-
fjarðarkirkju
Sunnudaginn 29. mars fer fram kvöld-
messa í Hafnarfjarðarkirkju og hefst hún
kl. 20.30. Kvenfélagskonur úr Útskála-
sóknum heimsækja þá kirkjuna. Séra
Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur á
Útskálum, predikar og þjónar fyrir altari
ásamt sóknarpresti. Fermingarböm sýna
helgfleik. Kaffisamvera fer fram í boði
Kvenfélags Hafnaríjarðarkirkju eftir
messima í Álfafelli.
Samtök herstöðva-
andstæðinga
Dagskrá verður á Hótel Borg mánudag-
inn 30. mars kl. 20.30 að vegum Samtaka
herstöðvaandstæðinga. í tilefni þess að í
ár em samtökin 20 ára. Á dagskrá verður
m.a. upplestur, ávörp, söngur og fleira.
Pizza Hut opnar
nýjan veitingastað
Sunnudaginn 29. mars mun Pizza Hut
opna nýjan veitingastað í Mjódd, nánar
tfltekið í húsi Strætisvagna Reykjavikur.
Þessi veitingastaður mun verða númer
8410 í heiminum hjá Pizza Hut-keðjmmi.
Staðurinn tekur 60 manns í sæti og mun
bjóða sömu þjónustu eins og Pizza Hut á
Hótel Esju. Jafnframt em bjór og léttvin
á boðstólum. Þjónað er til borðs. Heim-
sendingarþjónusta frá Pizza Hut í Mjódd
verður í Breiðholt, Árbæ, Grafarvog,
Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Þönt-
unarsími Pizza Hut í Mjódd er 682208.
Pizza Hut á íslandi er algjörlega í eigu
íslenskra aðfla.
Nýjungar í rafsuðu
Fjölmargar nýjungar á sviði rafsuðu og
rafsuöuvéla frá Lincoln/Norweld verða
kynntar í sýningarsal Sindra í Borgar-
túni 31 laugardaginn 28. mars frá kl.
10-16.
„Opið hús“ í Háskóla
Islands
Hið árlega „opna hús“ Háskóla íslands
verður nú haldið öðm sinni í Þjóðarbók-
hlöðu sunnudaginn 29. mars kl. 13-19.
Kynnt er starfsemi Háskóla íslands og
aðrar námsleiðir sem í boði em eftir eða
upp úr miðjum framhaldskóla. Um er að
ræða kynningu á öllum námsleiðum Há-
skólans. Auk þess er nám innan 20 sér-
skóla kynnt. Háskólabíó býður bömum
gesta tfl kvikmyndasýninga kl. 13 og 15.
„Prinsessan á bauninni"
í bíósal MÍR
Sl. sunnudag var fræg Hamlet-mynd með
rússneska leikaranum Innokentíj Smokt-
únovskfj í titflhluverki sýnd í bíósal MÍR.
Nk. sunnudag, 29. mars, kl. 16 verður
önnur kvikmynd með þessum fræga leik-
ara sýnd á sama stað. Það er mynd úr
allt annarri átt, „Prinsessan á bauninni"
(Printsessa na goroshine). Kvikmynd
þessi er byggð á ævintýri H.C. Andersen
þar sem sagt er frá leitinni að prinsessu
sem væri samboðin prinsinum, erfingja
krúnunnar í konungsríkinu. Auk Smokt-
únovskíjs fara margir aðrir kunnir leik-
arar með hlutverk í myndinni: Alísa
Freindlikh, Svetlana Orlova og Alexand-
er Kaþagin. Leikstjóri er Boris Rytsarév.
Rússneskt tal er í myndinni en skýring-
artextar á dönsku. Áðgangur er eins og
vant er ókeypis og öllum heimill.
Ráðstefnur
Ráðstefna á Hvanneyri
Dagana 30. og 31. mars verður haldin
ráðstefna á Hvanneyri um nýtingu bú-
fjáráburðar á íslandi. Ráðstefnan er
skipulögð af Búvísindadefldinni á
Hvanneyri og er haldin til heiðurs Guð-
mundi Jónssyni, fyrrum skólastjóra
Bændaskólans á Hvanneyri, en búfjárá-
burður og nýting hans var eitt þeirra
verkefna sem hann lagði mesta áherslu
á í kennslu sinni á Hvanneyri. Á ráð-
stefnunni verður fjallað um rannsóknir
á búfjáráburði. Einnig verður fjallað um
efnamagn og verðmæti búfjáráburðar,
tækni við meðhöndlun og þjöppun jarð-
vegs.
Fyrirlestrar
Málstofa í hjúkrunarfræði
Hrund Sch. Thorsteinsson, hjúkrunar-
fræðingur og lektor, og Elín J.G. Haf-
steinsdóttir hjúkrunarfræðingur flytja
fyrirlesturinn Meðferð verkja af völdum
krabbameins: könnun á þekkingu, við-
horfum og reynslu íslenskra hjúkrunar-
fræðinga. Málstofan verður haldin
mánudaginn 30. mars kl. 12.15 í stofu 6 á
1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34.