Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992.
Veiðivon
Stöð tvö:
Fer víða til að
mynda veiðimenn
Stöð tvö hefur svo sannarlega veriö
iðin við stangaveiðina í sumar og
fyrir fáum dögum voru þeir Börkur
Baldvinsson og Pálmi Gunnarsson á
bökkum Veiðivatna. Stöð tvö var svo
á bökkum Hofsár í Vopnafirði og síð-
an átti að heimsækja Laxá í Aðaldal.
Þá átti að koma við á bökkum Sogs-
ins, mynda sjóbirtingsveiði við
Kirkjubæjarklaustur og skreppa svo
í veiði í ám og vötnum á Homströnd-
um.
Þessir veiðiþættir verða síðan
sýndir á Stöð tvö í vetur og veiði-
menn eiga svo sannarlega von á góm-
sætum veiðimyndum.
Áhugi Ríkssjónvarpsins á veiði er
ekki sá sami og Stöðvar tvö; þar á
bæ sést varla lax- eða silungssporð-
ur. Á Stöð tvö eru miklir veiðimenn,
ems og Ingvi Hrafn Jónsson, Ólafur
E. Jóhannsson og Eggert Skúlason,
enda sést það greinilega í fréttatím-
um þeirra.
Maður þarf ekki að vera hár í loftinu
til þess að veiða fyrsta laxinn eins
og hann Guðni Þór Þorvaldsson
gerði fyrir skömmu i Svínafossá á
Skógarströnd.
Kristján Stefánsson með 13 punda lax úr Andakilsá við veiðihúsið.
DV-mynd JH
Landssamband
stangaveiðifélaga
með ruslapoka
Það hefur verið eitt af höfuðmark-
miðum Landssambands stangaveiði-
félaga, aUt frá stofnun þess, að hvetja
veiðimenn til bættrar umgengni við
veiðivötnin, „að þeir láti ekki eítir
sig annað en sporin sín“, og hvetja
þá til að vanda skrásetningu á afla
sínum í lok hvers veiðidags.
Fyrir nokkrum árum stóð stjóm
LS að framleiðslu ruslapoka til dreif-
ingar meðal veiðimanna og mæltist
það vel fyrir. Landssamband stanga-
veiðifélaga hefur nú tekið þetta upp
aftur og dreift þessum pokum til að-
ildarfélaga sinna til að afhenda veiði-
mönnum eða setja í veiðihús.
Pokar þessir, sem heildverslunin
I. Guðmundsson & Co. hf. greiddi
framleiðslukostnaðinn fyrir, eru úr
plastefni sem sagt er að brotni niður
1 náttúrunni.
Þessir plastpokar em sannarlega
þarfir núna þegar of margir veiði-
menn ganga illa um veiðiámar. Und-
irritaður var fyrir skömmu á göngu
við Flekkudalsá á Fellsströnd og sá
þá heliing af bjórdósum. Slíkir hlutir
eiga ekki að sjást við veiðiámar held-
ur í ruslapokum og svo í endur-
vinnslu.
Gatekkisofið
fyrirskítalykt
Laxá á Ásum er einhver besta veiðiá
landsins en það sama verður ekki
sagt um veiðihúsið við ána. Veiði-
maður, sem gisti þar fyrir skömmu,
gat ekki sofið fyrir skítalykt sem
lagði frá rotþró rétt við húsið. Hann
sagði það ekkert skrítið að flestir
veiðimenn, sem renndu í ána, gistu
ekki í húsinu eftir slíka „skíta-
reynslu“. -G.Bender
Ein ósönn
Sundurlynd hjón á Selfossi sátu
i eldhúsinu hjá sér þegar olíu-
kynditækið sprakk. Hjónin rönk-
uöu við sér úti í garði og var það
í fyrsta sinn í 35 ár að þau fóra
saman út.
Ólíklíðan
. „Og hvernig líður svo bræðrum
þínum?“
„Ja, annar er giftur én hinum
liöur vel.“
Séra Stefán Ólafsson skáld í
Vallanesi var áárunum 1641-1642
sveinn Brynjólfs biskups í Skál-
holti. Einhvetju sinni bar svo til
að einn af „þénurum" biskups
drakk síg ofurölvi í vísitasíuferð.
Er Stefán var spurður hvernig
manninum liöi svaraði hann:
Ölinu fylgja ósköp slík,
allir verða að svíni.
Segðu hann liggi í Syöri-Vík
Seyddur af brennivíni.
Háralit-
urinn
„Hvemig stendur á þvi Ómar
að þú ert dökkhæröur en Jón,
bróðir þinn, er ljóshæröur?"
„Nú, Jón bróðir fæddist eftir að
mamma lét lýsa á sér hárið.“
Konumar
Úr skólastíl 10 ára gamals
barns:
„Konur í Afríku kosta mjög
mikla peninga. Hér á íslandi eru
þær hins vegar alveg verð-
lausar."
Finnur þú fímm breytingar? 165
Nú gefst þér tsekifæri á aö sýna í verki hversu heitt þú elskar mig. Nafn:.............
Heimilisfang:
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í íjós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfangi. Að
tveimur vikum hðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1. verðlaun: TENSAI ferðaút-
varpstæki með kassettu frá
Sjónvarpsmiðstöðinni, Síð-
umúla 2, Reykjavík, að verð-
mæti 5.220 krónur.
2. verðlaun: Fimm Úr-
valsbækur, að verðmæti kr.
3.950.
Bækumar, sem eru í verðlaun,
heita: Falin markmið, 58 mínútur,
Október 1994, Rauði drekinn og Víg-
höfði. Bækumar era gefnar út af
Frjálsri fjölmiðlun.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 165
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir 163. get-
raun reyndust vera:
1. Hlíf Kristófersdóttir
Fannafold 115,
Reykjavík.
2. Linda Björk Guðjónsdóttir
Höfðabraut 7,
300 Akranes.
Vinningamir verða sendir
heim.