Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992. 19 Meiming Kantataí Skálholti Tónlist Finnur Torfi Stefánsson Sumartónleikum í Skálholti var fram haldið um verslunarmannahelg- ina. Á laugardag var flutt Kantata eftir Ohver Kentish. Flytjendur voru einsöngvararnir Hjörtur Þorbjömsson, drengjarödd, Hildigunnur Hah- dórsdóttir, sópran, Siginrður Hahdórsson, ait, Guðlaugur Viktorsson, ten- ór, Michael Jón Clarke, barítón, og einleikarar Helga Ingólfsdóttir, semb- al, Peter Tompkins, óbó, Edward Frederiksen, básúna, Ömólfur Kristjáns- son, sehó, Arnia Magnúsdóttir, sembal og orgel, og Reynir Axelsson, org- el. Þá söng kórinn Hljómeyki og strengjasveit lék. Stjómandi var höfund- urinn Ohver Kentish. Ýmis sjónarmið em uppi um nafngiftir á tónverkum. Sumir kjósa að gefa verkum sínum nöfn sem lýsa að einhverju leyti inni- haldi þeirra eða andrúmslofti. Aðr- ir velja nöfn sem lúta að vinnu- brögðum eða tónsmíðaaðferð. Enn aðrir kjósa að nota nafngiftir sem gagngert em fullkomlega hlutlausar um verkið og segja ekkert um það. Hér er hugsunin sú að láta verkið sjálft tala og forðast aht utanaðkom- andi sem truflað getur hinn persónulega skilning hlustandans. Þá er enn önnur leið að nota eitthvað af hinum fjölmörgu heitum sögunnar, eins og t.d. sinfónía eða sónata. Þegar slík heiti em notuð um ný verk verða hlustendur að gæta þess að sónata frá tuttugustu öld er að líkindum frá- bmgðin sónötu frá fyrri öldum og fólk má ekki verða fyrir vonbrigðum þótt ekki heyrist í verkinu endurómur frá Beethoven gamla eða Mozart. Eitt íslenskt tónskáld kahaði verk sitt ópem og fékk svo ákúmr þegar í ljós kom að það var frábmgðið því sem á nítjándu öld gekk undir þessu nafni. Slíkt er auðvitað ekki réttmæt gagnrýni. Sama ghdir einnig um Kantötu Olivers Kentish og er þar með komið að tilefninu fyrir þessum vangaveltum. Þetta verk er í meginatriðum ólíkt því sem flestir kannast við undir nafninu kantata, eins og t.d. Kantötum J.S.Bachs. Er að sjálf- sögðu ekkert út á það setjandi. Verkið er að sögn höfundar byggt á Lilju- laginu og birtist það oft í ýmsum útsetningum. Þess utan em einleikskafl- ar fyrirferðarmestir, stimdum með og stundum án undirleiks. Ennfremur kórkaflar og upplestur. Ýmissa grasa kennir í verkinu og skortir hvergi fjölbreytni. Margt er laglega gert en í heild virtust kórkaflamir best heppn- aðir. Eins og sjá má af upptalningu í upphafi vom flytjendur margir og mik- ið um einsöng og einleik. Stóðu flestir sig vel og sumir með ágætum. Gerðu áheyrendur góðan róm að framtakinu í lokin. Tónleikar Hljómeykis Á sumartónleikum í Skálholti um verslunarmannahelgina var áhersla lögð á sungna tónhst. Hér að ofan er sagt frá flutningi á Kantötu eftir Ohver Kentish. Þá vora einnig tónleikar þar sem sönghópurinn Hljóm- eyki söng verk eför Pablo Casals, Benjamin Britten, Igor Stravinsky og Gunnar Reyni Sveinsson. Stjómandi var Sigursveinn K. Magnússon en Kolbeinn Bjamason lék með á flautu og Gústaf Jóhannesson á orgel. Það er kunnara en frá þurfi að segja hve veraldargengið hefur oft reynst haldskreipt þeim sem leggja stund á fagrar hstir. Þá er oft gott að geta fundið æðri tilgang hstar- innar og þeir em ófáir sem hafa fundið hann í trúnni. J. S. Bach Tónlist Finnur Torfi Stefánsson kenndi nemendum sínum að skrifa út góðan grunnbassa guði til dýrðar og andanum til hæfilegrar upplyftingar. Fáir hafa þó komið betur orðum að þessari hugsun en séra Hallgrímur: „Ó, Jesús, gef þinn anda mér, aht svo verði öl dýrðar þér uppteiknað, sungið, sagt og téð, síðan þess aðrir njóö með.“ Hér er kjami málsins ahur og þarf engu við aö bæta. Þessi vísa var ein af fleirum úr Passíusálmunum sem Gunnar Reynir Sveins- son notar í verki sínu Missa Piccola. Þetta er ágæöega gert verk þar sem sums staðar gæör þjóðlagaáhrifa. í fleiri verkum á þessum tónleikum mátö heyra góðan kveðskap. Hymn to Cecilia eför Britten er samið við samnefnt kvæði W. H. Auden. Verk Stravinskys, Anthem, er samiö viö hluta kvæðisins Litöe Gidding eför T. S. Eliot. Svo einkennhegt sem það má virðast er tónlist Britten and- lega skyldari Ijóði Ehots en Audens. Blær rómanökur er þar ráðandi. Hins vegar dregur kvæði Audens fram andrúmsloft miðalda. Þaðan em tónsmíöaaðferðir Stravinskys í Anthem einnig komnar. Það er rétt eins og haldið er fram í efhisskrá að um það leyö sem Stravinsky samdi þetta verk var hann farinn að nota raðtækni. Hins vegar gæör þess ekki á heyranlegan háö í Anthem. Það verk ber ekki síður keim af Josquin Desprez en Anton Webem. Tónmiðjur, þríhljómar og fleygaðar flölradda hendingar er það sem mest ber á í þessu fagra listaverki. Hins vegar er margt líkara með Webem og Desprez en menn hafa stundum viljað vera láta. 0 vos omnes eför Casals er fahega hljómandi vérk í hefðbundnum söl en það var fyrsta verk tónleikanna. Hljómeyki hefur áður geöð sér orð fyrir vandaðan og fahega útfærðan flutning og brást eigi því rykö á þessum tónleikum. Styrkjafnvægi og blöndun radda var mjög góð og túlkunin skýr og ölfinningarík. Efnis- vahð var mjög gott og í hehd vom þessir tónleikar fyrsta flokks. Sviðsljós Þessar rösku stúlkur voru með hlutaveltu við Skjólabúðina i Sörlaskjóli um daginn. Þær heita Halla Sigurðardótt- ir, Anna Margrét Ólafsdóttir og Betta Magnea Ólafsdóttir Briem. Þegar Ijósmyndara bar að höfðu stúlkurnar ekki ákveðið hvaða aðili ætti aö fá peningana. Það færi allt eftir því hversu mikið myndi safnast. DV-mynd S Rúsínur 1 - Dökkar U KEMUR TIL OKKAR í MÁNAÐARPRÓGRAM 1. Við fitumælum þig og þú færð ítarlega tölvuútskrift sem segir þér í hversu góðu eða slæmu formi þú ert. 2. Þú fyllir út matardagbók og færð ráðleggingar um skynsamlegra mataræði. 3. Þú mætir eins oft og þú vilt í leikfimi og/eða tækjaþjálfun. 4. Þú færð 10 skipti í sólbekkina - glænýjar pemr. 5. Þú kemur svo aftur í fitumælingu að mánuði liðnum og þá sérðu árangurinn svart á hvítu. Misstu ekki af þessu frábæra síðsumartilboði. Aðeins kr. Býðst aðeitis hjá: STÚDÍÓ JÓNÍNU O G ÁGÚSTU Skeifan 7,108 Reykjavík, sími 689868 25 ára 1992

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.