Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992.
Erlend myndsjá
Líf prinsessu á
bak viö tjöldin
Díana, prinsessa af Wales, ásamt sonum sínum tveimur: Vilhjálmi, sem
væntanlega verður konungur einhvern tíma á næstu öld, og Harry.
Þegar konungssonurinn féll fyrir
Öskubusku í ævintýrinu giftu þau
sig snarlega og lifðu hamingjusöm
upp frá því.
Þannig ganga hjónabönd kónga-
fólks hins vegar sjaldnast fyrir sig í
raunveruleikanum. Aö minnsta
kosti ekki innan kunnustu konungs-
fjölskyldu Evrópu, þeirrar bresku.
Þar enda hjónaböndin yfirleitt ekki
í hamingjurús heldur skilnaði eða
vansælu ástleysis og tilfinninga-
kulda.
Nú í sumar hafa breskir fjölmiðlar
skrifað um fátt annað af meiri
áfergju en hjónabandavandræði
breska kóngafólksins. Fyrst voru það
hertogahjónin af York, en Andrés,
yngri bróðir ríkisarfans, og Fergie
kona hans, ákváðu að skilja eftir
fimm ára hjónaband. Skilnaðurinn
varð að kröfu Fergie sem þoldi ekki
lengur vistina í steinrunnum faðmi
konungsfjölskyldunnar.
Fjölmiðlafár
Enn meira
umtal varð þó
um hjónaband
ríkisarfans,
Karls, prins'af
Wales, og konu
hans, Díönu,
eftir að bókin
„Diana - Her
True Story,,
kom út á miðju
sumri. Breskir
fjölmiðlar hafa ekki náð sér enn eftir
hamaganginn og breska sjónvarpið,
BBC, hefur látið gera sex þætti um
hjónaband ríkisarfans - þætti sem
eiga að vera tilbúnir til útsendingar
þegar þau skilja.
Höfundur bókarinnar, sem hratt
þessu fjölmiðlafári af stað, Andrew
Morton, hefur um langt árabil haft
af því atvinnu að skrifa um bresku
konungsfj ölskylduna í blöð og bækur
og hefur aðgang að mörgum heimild-
armönnum sem þekkja til mála í
konungsranni. Að þessu sinni voru
það nánustu vinir og félagar Díönu
sem ákváðu - vafalaust með sam-
þykki hennar - að segja Morton allt
af létta um ömurlegt og einmanalegt
líf prinsessunnar og þannig skýra frá
því sem gerst hefur að tjaldabaki í
vistarverum konungsfj ölskyldunnar
síðustu árin.
Það er saga sem kom mörgum
breskum þegnum, sem eru yfirleitt
stoltir af prinsessunni og þykir hún
standa sig vel, verulega á óvart. Ekki
síst óvæntustu uppljóstranir bókar-
innar, svo sem um endurteknar
sjálfsmorðstilraunir Díönu, andlega
og líkamlega vanhðan hennar og það
algjöra ástleysi og jafnvel fjandskap
sem virðist einkenna hjónaband
hennar og ríkisarfans.
Óviss framtíð
Þessar frásagnir hafa vakið um-
ræður um stöðu bresku konungsfjöl-
skyldunnar og óvissa framtíð henn-
ar. Dregin er upp í bókinni mynd af
sérkennilegu, lokuðu samfélagi sem
er í litlum tengslum við veruleikann
utan hallarmúranna - samfélagi þar
sem sérstakar, oft óskráðar, reglur
gilda. Fyrir þá sem eru aldir upp inn-
an múranna er lífið ef til vill bæri-
legt. En þeir sem koma utan frá eiga
erfitt með að finna sig í lokuðum
klúbbi kóngafólks þar sem áhuga-
málin og hugsunarhátturinn, er
venjulegu fólki einstaklega fram-
andi. Og enginn leggur sig niður við
að leiðbeina aðskotadýnmum sem
finnst þess vegna - eins og Díönu
lengi vel - að þau séu fangar í kaldri,
tilfinningalausri prísund.
Tíðir skilnaðir
Þetta telja margir Bretar alvarlega
þróun þar sem framtíð bresku kon-
ungsfjölskyldunnar er háð slíkum
tengslum út í þjóðfélagið. Hjónabönd
breska kóngafólksins og „óbreyttra"
borgara hafa nefnilega ríka tilhneig-
ingu til að fara í hundana. Þannig
hafa Margrét, systir drottningar,
Anna, dóttir konungshjónanna, óg
Andrés, sonur þeirra, öU skihð við
maka sem komið hafa utan frá.
Og það hriktir í hjónabandi ríkis-
arfans sem aldrei fyrr. Deilt er um
hversu rétt mynd er' gefin af KarU
prinsi í bókinni, en þar er honum
lýst sem kaldlyndum eiginmanni og
afskiptalausum föður sem sé í senn
afbrýðisamur vegna vinsælda eigin-
konu sinnar og fráhverfur henni sem
maka, en leiti sífeUt huggunar hjá
æskuvinkonu sem hann elski og hafi
sem nánasta trúnaðarvin.
Það hefur annars sjaldan verið
friður innan bresku konungsíjöl-
skyldunnar, eins og skilmerkilegast
má greina í leikritum Shakespeares
um breskt kóngafólk. Morton lýsir
flokkadráttunum vel og drjúgum
þætti kunningja og starfsmanna
hirðarinnar í að magna deilumar og
er þá einskis svifist til að sverta
raunverulegan eða ímyndaðan
keppinaut - jafnvel þótt um eigin-
konu ríkisarfans sé að ræða.
Verður Karl ekki kon-
ungur?
FuUyrt er í bók Mortons að Díana
hafi enga trú á að Karl verði konung-
ur Bretlands og hún þar með drottn-
ing. Og víst er talið aö óvissan í
hjónabandi ríkisarfans hafi ráðið
mestu um að Elísabet drottning
ákvað nýverið að draga sig ekki í hlé
á næstunni.
Díana er sögð lifa fyrir börn sín tvö
og hafa þá trú að elsti sonur þeirra
hjóna, Vilhjálmur, muni taka við
konungdæmi af ömmu sinni. Hún
leggi mikla áherslu á að ala hann upp
í ástríki og samneyti við jafnaldra
sem búi utan fílabeinsturns hins lok-
aða samfélags konungsfjölskyldunn-
ar. Kannski felst í því uppeldi helsta
von Breta um að konungsfjölskyldan
eigi sér framtíð á næstu öld.
DIANA. HER TRUE STORY.
Höfundur: Andrew Morton.
Michael O’Mara Books, 1992.
Metsölukiljur
Bretland A YEAR IN PROVENCE. 2. John Grisham: 1S. Timothy zahn: 4. Laföí Fortescue: A TIME TO KILL. HEIR TO THE EMPIRE.
Skaidsogur: 1. Jeffrey Aretíen AS THE CROW FUES. PERFUME FROM 3. John Grisham: - , provence. THE firm. W* almenns eðlis:
2. Joanna Trollope: THE RECTOR’S WIFE. , NEITHER HERE NOR THERE. NEEDFUL THINGS. ME: STORIES OF MY LIFE. 6. Hannah Hauxwell: 5. Anne Rivers Siddons: 2. Peter Mayle:
PARAOISE NEWS. . '4. Jullan Barnea: v:-- TALKING IT OVER. 5. Barbara Taylor Bradford: REMEMBER. 6. Jllly Cooper: POLO- HANNAH: THE COMPLETE OUTER BANKS. A YEAR IN PROVENCE. STORY. 6. Lawrence Sanders: 3. D.L.Barlett & J.8. Steeie: 7. B. Watterson: THE SEVENTH AMERICA: WHAT ATTACK OF THE DERANGED COMMANDMENT. WENT WRONG? KILLER MUTANT MONSTER 7. Judith Michael: 4. B. Williams & C. Kreski: SNOW GOONS. SLEEPING BEAUTY. GROWING UP BRADY. 8. Michael Slnger: 8. Fredertck Forsyth: 5. Peter Mayle: BATMAN RETURNS - THE THE DECEIVER: TOUJOURS PROVENCE.
7. John Grisham: THE FIRM. 8. Terry Pratctíett: OFFICIAL MOVIE BOOK. 9. Fannie Flagg: 6. Tony Chiu: 9. Julia Phlllips: DAISY FAY AND THE ROSS PEROT: IN HIS
REAPER MAN. 9. Anita Brookner: TUv LL IyLVImH * MlHAvUl. WIAW. UWN WvHuO< LUNCH IN 10. Fannie Flagg: 7. Deborah Tannen: THIS TOWN AGAIN. FRIED GREEN YOU JUST DON’T
A CLOSED EYE. 10. Wllbur Smlth: ELEPHANT SONQ. 10. M. Balgent & R. Leigh: TOMATOES AT UNDERSTAND. THE DEAO SEA SCROLLS THE WHISTLE STOP CAFE. 8. P.J. O’Rourke: DECEPTION. 11. Tom Clancy: PARLIAMENT OF WHORES. /Rumt á Yhfi fiunrtnu HmAgt PATRIÖT AAMFA Q Knn Fnll»H*
Rit almenns eðlis: 1. Laurle Lee: ' A NINEBT IF WAR. ;; 2. Peter Mayle: TOUJOURS PROVENCE. 3. Peter Mayle: ^ , .., 12. Jude Deveraux: ON WINGS OF EAGLES. Bandartkin the ouchess. 10. m. scott Pectc oifátrisnanr- 13. Amy Tan: THE ROAD LESS oivh'usumui. THE KITCHEN GOP'S WIFE. TRAVELLED. 1. Tom Clancy: 14. Amanda Qulck: (By90i í Hew Yor* rin,«> a<»k Raview) THE SUM OF ALL FEARS. RAVISHED.
Umsjón: Elías Snæland Jónsson
E DWARD BEHR
i ANYONE HERE BEEN
j RAPED AND
SPEAKS ENGLISH?
WtTN A «•««* «>H.OftUt
Fréttamenn á
átakaslóðum
Stríð, bylting, uppreisn, leið-
togamorð - þvíhkir atburðir hafa
verið algengir í heiminum síð-
ustu áratugina. Og með þeim
fyrstu á staðinn eru gjarnan
fréttamenn vestrænna fjölmiðla;
dagblaða, fréttatímarita og sjón-
varps- og útvarpsstöðva.
Edward Behr er einn þeirra
sem gjaman var sendur á staðinn
þegar upp úr sauð - hvort sem
það var í Kongó eða Alsír, Ind-
landi eða Pakistan, Kína eða Víet-
nam.
Þessi bráðskemmtilega bók
hans kom fyrst út árið 1978 en
hefur nú verið endurútgefin enda
nánast orðin sígild frásögn af lífi
stríðsfréttaritara. Hér segir hann
á gamansaman hátt stórkostlegar
sögur af sjálfum sér og öðrum
fréttamönnum í ævintýralegum
vandræðum á átakastöðum víða
í veröldinni. Hann er næmur á
fyndnu hliðina á því sem frétta-
menn þurfa stundum að láta yfir
sig ganga til aö ná í fréttina og
koma henni frá sér til fjölmiðla
sinna - þótt þeim sjálfum hafi síst
verið hlátur í huga í hita augna-
bliksins.
ANYONE HERE BEEN RAPED AND
SPEAKS ENGLISH?
Höfundur: Edward Behr.
Penguin Books, 1992.
Skip með ógnar-
farm í ísnum
Hammond Innes er löngu
kunnur víða um lönd fyrir
spennusögur sínar, en margar
þeirra hafa komið út í íslenskri
þýðingu. í bestu sögunum fjallar
hann gjaman um sjómenn sem
eiga í átökum við Ægi engu síður
en hættulega andstæðinga. Hon-
um tekst yfirleitt vel upp í sjó-
mennskulýsingum enda sjálfur
vanur sighngum.
Nýjasta spennusaga Innes tek-
ur nafn sitt af skipi, Isvik, sem
söguhetjumar fara á inn á hafís-
svæði við Suðurskautslandið.
Það er æði sundurleitur hópur
manna sem siglir á Isvik í leit að
öðm skipi sem ætlað er að verið
hafi fast einhvers staðar í ísnum
árum saman. í ljós kemur að
þetta skip geymir ógnvænlegt
leyndarmál sem tengist atburð-
um í Argentínu á valdatíma her-
foringjastjómarinnar þar.
Það era ágætir sprettir í þessari
sögu þótt hún sé langt frá því aö
vera besta bók höfundarins.
ISVIK.
Höfundur: Hammond Innes.
Pan 1992.