Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992.
9
Höndlað í
höfuðstað
Ljósmyndir frá fyrri tíð eru hluti
menningarsögu okkar. Ein mynd af
merkum atburðum eða fyrri tíðar
húsum, ffamkvæmdum eða fólki
segir oft meira en margar blaðsíður
af texta. Ljóst dæmi um þetta má
finna þessa dagana á Ijósmynda- og
skjalasýningu í Geysishúsinu, Aðal-
stræti 2 í Reykjavík. Höndlað í höfuð-
stað, þættir úr sögu verslunar í
Reykjavík, heitir sýningin. Þar er
þróun verslunarhátta í borginni rak-
in með ljósmyndum og skjölum.
Margt þessara mynda og gagna hefur
aldrei komið fyrir almenningssjónir
áður. Að sýningunni standa Ljós-
myndasafn Reykjavíkurborgar,
Borgarskjalasafnið og Verslunar-
mannafélag Reykjavíkur. Eyjólfur
Halldórs, forstöðumaður Ljós-
myndasafns Reykjavíkurborgar,
sagði að fram til þessa hefði aðsókn
verið góð að sýningunni, þó svo gott
veður og sumarleyfi hefðu vafalaust
einhver áhrif. Aðstaða til sýningar-
halds væri góð í Geysishúsinu og
fagnaðarefni að þar væri nú komin
vísir að miðstöð í hinum gamla
miðbæ Reykjavíkur.
Meðfylgjandi myndir eru úr Ljós-
myndasafni Reykjavíkurborgar
Þessi mynd er tekin frá Alþingishúsinu og sést yfir horn Austurvallar og
Pósthússtræti. Tímabilið er einhvern tíma fyrir 1928 því að framkvæmdir
við byggingu Hótel Borgar eru ekki hafnar. Við vitum einnig að myndin er
tekin eftir 1916 eða 1917 því að síðarnefnda árið var að fullu lokið að reisa
Austurstræti 16 þar sem nú er Reykjavíkurapótek. Það var fyrirtækið Nat-
han & Olsen sem stóð fyrir byggingunni sem fyrstu árin var hæsta bygging
Reykjavikur. Landsbanki íslands var þarna til húsa árin 1918 til 1924 á
meðan verið var að endurbyggja húsnæði hans eftir brunann 1915. Um
hríð var Hressingarskálinn í Austurstræti 16 þar sem nú er snyrtivöruversl-
un, auk þess sem skrifstofur Reykjavíkurborgar voru til húsa á efri hæðun-
um þar til þær fluttust í nýja ráðhúsið. Reykjavíkurapótek flutti síðan í hús-
ið 1930. Næsta hús er einlyft og hýsti verslunina Nora Magasin fram á
sjötta áratuginn. Líklegast er það í byggingu þegar myndin er tekin. Á lóð-
inni var síðar reist húsið sem enn stendur og hýsti skrifstofur og afgreiðsl-
ur Almennra trygginga hf. og síðar listagallerí og skrifstofur Reykjavíkur-
borgar. í húsinu lengst til hægri, sem að hluta til sést á myndinni, var um
árabil rekin snyrtistofa fyrir konur. Sögur eru um að fyrir hafi komið að
erlendir sjómenn hafi misskilið auglýsingskilti snyrtistofunnar og haldið að
þar væri gleðihús með tilheyrandi þjónustu eins og þekkt eru í hafnarborg-
um víða um alian heim.
í byrjun þessarar aldar rak Thor Jensen, kaupmaður og útgerðarmaður,
verslun i Austurstræti 16. Var hún nefnd Godthaab og seldi alla algenga
vöru að þeirra tíma hætti. Myndin er tekin inni í versluninni. Innan við
búðarborðið er fyrstur f.v. Þórður Bjarnason frá Reykhólum en því næst
Guðrún Hafliðadóttir. Aftar fyrir miðju og lengst til hægri við búðarkassann
er Jón Hafliðason sem síðar varð bókhaldari í Vöiundi hf. Hús þetta brann
árið 1915 þegar fjöldi húsa i miðbæ Reykjavíkur varð eldi að bráö. Skömmu
síðar var bygging hússins, sem nú stendur á lóðinni, hafin.
Þessi unga afgreiðslumær i brauð-
búð í Reykjavik í byrjun aldarlnnar
er fulltrúi verslunarmanna á glæsi-
legu auglýsingaspjaldi fyrir sýning-
una Höndlað í höfuðstað sem nú
stendur yfir í Geysishúsinu á horni
Aðalstrætis og Vesturgötu. Hvorki
er vitað um nafn stúlkunnar né i
hvaða verslun myndin er tekin.
'
:: ■" : ■ :
Magnús Valdimarsson kaupmaður rak um árabil verslun að Réttarholtsvegi 1. Myndin er tekin þar og er gott
dæmi um fyrirmyndarsmásöluverslun eða nýlenduvöruverslun eins og þessi tegund verslunar var gjarnan kölluð
á sjötta og sjöunda áratugnum. Fyrir miðri mynd er Magnús kaupmaður ásamt Guðrúnu konu sinni og starfsfólki.
MAZDA 323
ODYRASTUR
í REKSTRI!
Hið virta þýska bílatímarit AUTO MOTOR UND SPORT hefur
verið með MAZDA 323 í langtímaprófun síðastliðin 2 ár. Nú
nýlega hafði honum verið ekið 100.000 kílómetra og reyndist
hann hafa lægstan rekstrar- og viðhaldskostnað allra þeirra bíla,
sem tímaritið hefur tekið í slíka prófun. Ennfremur var haft
samband við fjölda eigenda og luku þeir einróma lofi á bílinn,
einnsagði m.a.:
„Ánægðari getur maður ekki verið!“
Við bjóðum MAZDA 323 í 4 misstórum útgáfum, sem hafa
gjörólíkt yfirbragð, útlit og eiginleika. Þær eru allar með
vökvastýri og ríkulegum staðalbúnaði. Hægt er að velja um 4
mismunandi vélar, sem eru með bensíninnspýtingu og
mengunarvörn, sjálfskiptingu eða handskiptingu og flestar gerðir
fást nú með ALDRIFI.
MAZDA 323 kostarfrá 885 þúsund krónum.
(3 dyra hlaðbakur LXi, staðgreiðsluverð með ryðvðm og skráningu.) ’
MAZDA endist lengur!
SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVÍK S.61 95 50
auto
motor
sport