Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992. 55 Hvers vegna stökkva menn fram ai bryggju í blautbúningum eins og menn nota gjarnan um borð í togur- um? Þeirri spurningu er ekki auð- velt að svara en þrír strákar í Grund- arfirði gera það vegna þess að það er „svo skemmtilegt". Þeir Svavar, Gisli og Guðbjartur eru allir í grunn- skólanum á staðnum og þeir sögð- ust síður gera ráð fyrir að þessi „íþróttagrein" næði almennum vin- sældum. Þess má geta að fallið er fimm metrar! DV-mynd ask Skákþing ís- lands verður í Hafnarfirði Keppni í landsliðsflokki á Skák- þingi íslands verður í Hafnarfirði dagana 17.-29. ágúst í boði bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar og með stuðn- ingi íjölmargra hafnfirskra fyrir- tækja. Keppendur verða að venju 12 og búist er við þátttöku stórmeistara. Á sama stað mun einnig fara fram íslandsmót kvenna. Það hefst 26. ág- úst og lýkur 29. ágúst. Tefldar verða 5 umferðir. íslandsmót kvenna verð- ur að þessu sinni opið, þ.e. aflar kon- ur og stúlkur geta tekið þátt í því. Tímamörkin í landsliðsflokki eru 2 klukkutímar á fyrstu 40 leikina og 20 leikir á hvern klukkutíma. Ólafsflöröur: Furðu gott at- Helgi Jónsson, DV, Ólafefirði; „Ástandið í atvinnumálum Ólafs- firðinga er furðu gott um þessar mundir, ekki síst ef miðað er við það sem er að gerast víða um land. Hér er nánast ekkert atvinnuleysi og hef- ur varla verið að nokkru marki síðan hraðfrystihúsiö hóf starfsemi sína eftir sameininguna," segir Ágúst Sig- urlaugsson hjá Einingu. Fjórir voru á atvinnuleysisskrá í síðustu viku en það er fólk sem getur af einhverjum ástæðum ekki unnið hvaða vinnu sem er. Ágúst segir að engir skólakrakkar hafi leitað til þeirra í sumar og er það óvenjulegt. „Bærinn hefur gert vel við skóla- krakka og margir fengu vinnu í sjó- húsunum." Leiðrétting í afmælislista 7. ágúst var rangt farið með nafn eins afmælisbamsins. Viðkomandi heitir Guðlaug Dahl- mann, f. 7.8. 1907, tfl heimilis að Birkimel lOa, Reykjavík. Er hún hér með beðin afsökunar. _____________________________________________Fréttír Bundin sparisjóðsbók í Búnaðarbankanum: Tók út af 18 mánaða bók eftir hálft ár Eigandi svokallaðrar Metbókar hjá Búnaðarbankanum, Vesturbæjarúti- búi, varð fyrir þeirri reynslu að tekið var út af bókinni eftir að hún hafði verið bundin í aðeins sex mánuði. Metbókarreikningur á að vera bund- inn í eitt og hálft ár. Bókin hafði verið stofnuð af manni sem skuldaði eigandanum 8 milljónir króna. Varð að samkomulagi milli aðila að skuldarinn borgaði af láni sínu á þann hátt að hann legði reglu- lega inn á Metbókina. Skuldarinn var jafnframt handhafi bókarinnar. Hafði handhafmn lagt inn á bókina 80.000 krónur. Fyrir stuttu komst svo eigandinn að því að helmingur þeirr- ar fjárhæðar hafði verið tekinn út. Höfðu starfsmenn Vesturbæjarúti- búsins þó fuflvissað eigandann um að ekki væri hægt að leysa út af bók- inni fyrr en að þessum 18 mánuðnum flðnum. Er haft var samband við sparisjóðs- deild aðalútibús Búnaðarbankans fengust þær upplýsingar að afls ekki væri hægt að taka út af bundnum bókum fyrr en þær væru lausar, nema hvað vextir slíkra bóka eru alltaf lausir. Hægt er að gera undan- tekningu á þessu ef eigandinn getur sannað að hann þurfi á peningunum að halda, er t.d. stórskuldugur. „Það er til í því að það sé tekið út af svona bókum með samkomulagi við aðila innan bankans," sagði Gunnar Kristjánsson, útibússtjóri Búnaðarbankans á Vesturgötunni. „í ákveðnum tflvikum er hægt að taka út af þessum bókum. Það geta verið nefndar afls konar ástæður sem við getum ekki rætt á almennum nótum. Það geta skapast aðstæður, sem við vegum og metum hverju sinni, er við leyfum úttekt af bókunum," sagði Gunnar. -GHK Vegaframkvæmdir standa nú yfir á Hafnarfjarðarvegi milli Kaplakrika og Engidals. Um er að ræða eins kilómetra kafla. Verið er að breikka veginn þannig að umferðareyjur koma í miðjuna með útskotum til að beygja til vinstri. Áfram verður ein akgrein í hvora átt. Verktaki er JVJ í Hafnarfirði og á verkinu að vera lokið í september. Alls voru tæpar 28 milljónir króna veittar til framkvæmdanna. Einhverjir voru að vona að þetta væri byrjunin á tvöföldun Reykja- nesbrautar en svo er ekki. DV-mynd Brynjar Gauti Ólaf sf irðingum fjölgar og skortur á húsnæði Helgi Jónsson, DV, Ólafefirði: Ólafsfirðingum hefur fjölgað tals- vert á þessu ári. í desember 1991 voru þeir 1171 en samkvæmt síð- ustu talningu voru þeir komnir vel yfir 1200 og hefur fjölgað um 40 á nokkrum mánuðum. Frá 14. des- ember til 22. apríl fluttust 23 til Ólafsfjarðar. Frá 22. apríl fluttust 36 manns í bæinn en 9 fóru burt. Þá hafa fjölmargir tilkynnt aðset- ursskipti. Nú er mikfll skortur á húsnæði í bænum og er það af sem áður var að fólk auglýsti eignir sínar mán- uðum saman án árangurs. Eftir- spurnin er miklu meiri en fram- boðiö. Einnig vantar leigmbúðir. Tréver hf. er að byggja 8 kaupleigu- íbúðir og munu þær væntanlega bæta ástandið þegar þær verða teknar í notkun. Friðþjófsson en móðir hans, Sigriður Magrét Vigfúsdóttir, stóð við stjórnvöl- inn. Ungi maðurinn heitir Magnús Þór Jónsson og við hlið hans er móðir hans, Ásthildur Magnúsdóttir. Þau tvö eru búsett i Reykjavík. Sigríður Margrét og Sindri Rafn eru hins vegar frá Rifi. DV-mynd ask Kúluhraðahindrun á Nesinu: Hættulegar og tor- velda snjóhreinsun - strætóbílstjórarkvarta Haraldur Sigþórsson hjá umferð- ardefld Reykjavíkurborgar sagði í samtali við DV að stálkúlur, eiris og þær sem settar hefðu verið á Nesveg á Seltjamamesi, væru ekki til um- ræðu varðandi hraðahindranir á göt- um Reykjavíkur. „Þetta er engan veginn heppileg hraðahindrun. Bæði er hún óþægfleg fyrir hjólafólk og torveldar snjó- hreinsun. Við höfum fengið þær upp- ' lýsingar frá löndum í Evrópu að slæm reynsla væri af kúlunum þar. Reykvíkingar geta því verið rólegir," sagði Haraldur. I frétt DV í gær um stálkúlurnar á Nesvegi var haft eftir bæjartækni- fræðingi Seltjarnarness að kúlurnar væm algengar í Bandaríkjunum. Fjöldi manns, sem farið hefur víða um Bandaríkin, hafði samband við DV og sagðist alls ekki hafa seð hraðahindranir af þessu tagi vestra - og varla séð hraðahindranir yfir- leitt þar í landi. Þegar málið var kannað nánar kom í ljós kom að Prófun hf. í Reykjavík flutti stálkúlumar inn frá Þýska- landi. Kúlurnar em hins vegar fram- leiddar í Bandaríkjunum. Auk Sel- tjamamesskaupstaðar keypti Reykjavíkurborg nokkrar stálkúlur af Prófun fyrir nokkmm árum. Emb- ætti gatnamálastjóra staðfesti orð Haraldar um að ekki væri á döfinni að setja kúlumar niður. Strætisvagnabflstjórar hafa kvart- að mikið undan stálkúlunum á Nes- vegi. Bæjartæknifræðingur sagði við DV að kúlumar yrðu á Nesvegi til reynslu en líklega fæm þær ekki á fleiri strætisvagnaleiðir. -bjb HöfníHomafirði: Hjón kaupa línuveiðara Júlia Imsland, DV, Höfii: Línuveiðarinn Stefán Þór RE 77 hefur verið keyptur til Hornaíjarðar og em eigendur hjónin Edda Bjama- dóttir og Jón Gunnar Helgason á Höfn. Stefán Þór er 271 tonns stálskip smíðað 1982 í Noregi og Njarðvíkum. Skipinu fylgir 600 tonna þorskígfld- iskvóti. Edda og Jón Gunnar eiga fyrir fiskiskipið Vísi SF. Skipiö verður afhent nýju eigend- unum 25. ágúst nk. og fer þá beint á veiðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.