Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992. Skák Norðurlanda- og svæðismótið í Östersund: Agdestein náði að verj a titilinn - Jóhann og Hellers tefla um sæti á millisvæðamóti Jóhanni Hjartarsyni tókst að leggja Margeir Pétursson í síðustu umferð Norðurlanda- og svæðis- mótsins í Östersund í Svíþjóð og nær að deila 2. sætinu með sænska stórmeistaranum Ferdinand Hell- ers. Jóhann og Hellers þurfa aö tefla um sæti á miilisvæðamótinu sem haldið verður í Biel í Sviss næsta sumar - einungis tvö efstu sætin í Östersund gáfu farmiða til Biel. Helgi Ólafsson hefði náð þeim félögum með sigri gegn Lars Karls- son en skák þeirra lauk með jafn- tefli eftir mikla baráttu. Sigurvegari mótsins og Norður- landameistari varð norski stór- meistarinn Simen Agdestein sem náði þar með aö veija titilinn frá því mótið var síðast haldið í Espoo í Finnlandi fyrir þremur árum. Agdestein slasaði sig á hné á knatt- spymuvellinum skömmu fyrir mótið og haltraði um á hækjum. Hann lét það ekki á sig fá og var vel að sigrinum kominn. Hann er ótrúlegur baráttuskákmaður og er laginn við að snúa erfiðum stöðum sér í vil. Hann tapaði í fyrstu um- ferð fyrir Hellers og ekki aftur, þótt oft hefði hann verið hætt kom- inn. Staða efstu manna var þannig að Agdestein fékk 6,5 vinninga, Jó- hann og Hellers fengu 6 v., Helgi fékk 5,5 v. og Lars Karlsson, Lars Bo Hansen og Tisdail fengu 5 v. Jón L. fékk 4,5 v. og Margeir fékk 4. v. Hársbreidd munaði að Helgi tæki Norðurlandameistaratitihnn af Agdestein en hann átti vinnings- færi gegn honum í næstsíðustu umferð. Allt kom fyrir ekki en ekki skeikaði nema einu „tempói" í endatafli. Helgi átti annars gott mót og tapaði ekki skák. Jóhann tefldi einnig vandað og vel og tapaði held- ur aldrei. Sá er þetta ritar fékk drauma- byijun með þvi að vinna tvær fyrstu skákimar. Eftir fimm um- ferðir deildi ég efsta sætinu en tap- aði þá fyrir Agdestein í 6. umferö, eftir að hafa leikið niður mjög væn- legri stöðu. Eftir það náði ég mér ekki aftur á strik. Margeir var einnig heillum horfinn. Tap fyrir Agdestein í 4. umferð og Hector í 6. umferð gerðu vonir hans um að komast áfram á millisvæðamót að engu. Er þetta er ritað var ekki ljóst hvprt Jóhann og Hellers yrðu eftir í Östersund og tefldu bráðabana um sæti á millisvæðamótinu eða hvort einvígi þeirra yrði frestaö þar til síðar. En skoðum hvemig Jó- hanni tókst að knýja fram sigur í lokaumferðinni og komast upp að hhð Hehers. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Jóhann Hjartarson Enskur leikur 1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 Rc6 4. g3 Bc5 5. Bg2 d6 6. 0-0 0-0 7. d3 h6 8. a3 a6 9. b4 Ba7 10. Bb2 Bg4 11. h3 Be612. Kh2 Hb813. Hcl Dc714. e4?! Rd415. Rxd4 Bxd416. f4 Dd817. Hc2 b5?! 18. f5 Bd719. Bcl?! bxc4 20. dxc4 c5 21. g4 cxb4 22. axb4 Hxb4 23. g5 hxg5 24. Bxg5 Bc6 25. Rd5 Bxd5 26. cxd5 Bc5 27. Ha2 a5 28. h4 He8 29. Bf3 Db6 30. BxfB gxf6 31. Bg2 Kf8 32. Dg4 Hb2 33. Hxb2 Dxb2 34. Hf3 a4 35. Hg3 Ke7 36. Ddl Hh8 37. Dxa4 Hxh4 38. Hh3 Hg4 39. Hg3 Hxg3 40. Kxg3 Df2+ Þaö er ekki á hveijum degi sem stórmeistari tapar sömu skákinni tvisvar! Hvitt: Ferdinand Hellers Svart: Thomas Ernst Sikileyjarvörn I. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 Rc6 8. Bc4 Algengara er 8. Dd2 en eftir texta- leikinn á hvítur kost á aö setja drottninguna á e2, eftir að svartur hrókar. Svartur reynir að færa sér leikjaröð hvíts í nyt og fer nú í peðaveiðar. 8. - Db6 9. Rf5! Dxb2 10. Rxg7+ KfB II. Rd5 Kxg7 Þekktara er 11. - Rxd5 12. Bxd5 Kxg7 13. 0-0 sem gefur hvítum dá- góða möguleika fyrir peðið. 12. Hbl Da3 13. Dd2 h5 14. 0-0 Da5 15. c3 Rxd5 16. axd5 Re5 17. Bd4 f6 18. Hfel! — Þessa stöðu mun Emst hafa feng- ið fram áður. Þá tók hann 18. - Dc7 en tapaði skákinni um síðir, hvítur hefur jú góða stöðu í skiptum fyrir peðið. Nú ákveður Emst að taka áskor- uninni og þiggja mannsfóm hvíts. Hann hafði notað htinn tíma á þessa leiki og næstu leiki lék hann einnig með eldingarhraða. 18. - Rc4 19. Hxe7+ Kf8 20. Df4! Bf5 21. Hbxb7 Re5 I 1 s á 1 A il m k .4 ifgr A A A A A Þessa stöðu hefur Ernst áreiðan- lega haft á „eldhúsborðinu" heima hjá sér. Hvíta staðan er vissulega álitleg, með hrókana í ógnandi stöðu á 7. reitaröðinni. En hvemig getur hann bætt stöðuna? 22. Be3!! Þessi magnaði leikur vinnur skákina. Hvítur hótar 23. Dh6+! Hxh6 24. Bxh6+ Kg8 25. Hg7+ Kf8 26. Hh7+ Kg8 27. Hbg7+ Kf8 28. Hh8 mát. Þótt 22. Dxd5 virðist koma drottningunni í vömina nægir það ekki til þess að hindra þetta. 22. - Kg8 23. Hg7+ Kf8 24. Hge7 Kg8 25. Hg7+ Kf8 26. Hxg6!! Annar þrumuleikur. Ef nú 26. - Rxg6 27. Dxf5 og hótar 28. Dxf6+ eða 28. Dxg6 með vinningsstöðu. Eftir 26. - Bxg6 27. Dxf6+ Rf7 28. Hxf7+ Bxf7 29. Dxh8+ Bg8 30. Bh6+ Ke7 31. Dg7+ Bf7 32. Bg5+ Ke8 33. Dh8+ Kd7 34. Dxa8 átti hvítur einnig að vinna en þetta var þó tvímælalaust besti möguleiki svarts sem getur reynt 34. Bxd5. 26. - Dxd5? 27. Hxf6+ Ke8 28. Dxf5 Dxb7 29. He6+ Kd8 30. Bg5+ Kc7 31. He7+ Nú vinnur hvítur brátt. 31. - Kb8 32. Hxb7+ Kxb7 33. Be7! Hac8 34. Bxd6 Rc4 35. Bc5 Rb6 36. Bd4 Hh6 37. h4 Hc7 38. Kh2 Hhh7 39. Kg3 Hce7 40. a4 Kc7 41. a5 Rc8 42. Be5+ Rd6 43. Dg6 Og Emst gafst upp. Simen Agdestein tefldi siasaður á hné i östersund en tókst engu að siður að verja Norðurlandameistaratitilinn. ■ A j H|: mp wm H A 1 A m §§ (♦) Umsjón: Jón L. Árnason Margeir gafst upp. Eftir 41. Kh3 De3+ 42. Kh2 Df4+ 43. Kh3 Bf2 blasir mát við. Slök heimavinna Sænsku stórmeistararnir Hellers og Emst tefldu skemmtilega skák í 2. umferð mótsins. Þar varð þijóskan Emst að falii. Hann hafði fyir tapað skák í drekaafbrigði Sik- ileyjarvamar sem uppi varð á ten- ingnum í skákinni við Hellers. Hann vildi ekki trúa því að staða sín væri lakari. í 18. leik breytti hann út af og vissulega leit út fyrir að hann kæmist upp með það. Hell- ers þurfti að finna tvo frábæra leiki til þess að sýna fram á hið gagn- stæða. En það nægði. Eftir það gat Emst ekki bjargað taflinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.