Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992. 11 Sviðsljós Eiísabet Bretadrottning fékk inn- brotsþjóf í heimsókn. Alræmdur krimmi braust inn til Breta- drottningar Elísabet Bretadrottning getur ekki verið örugg um líf sitt í Buckinghamhöll þótt hennar sé vel gætt. Fyrir skömmu braust alræmdur ofbeldismaöur og inn- brotsþjófur inn í hölhna og var kominn á þröskuldinn hjá drottn- ingu þegar hann var gripinn. Bretar vilja hafa sem fæst orð um það hvað hefði gerst ef maður- inn hefði komist alla leið. Ofbeld- ismaðurinn er í það minnsta tal- inn mun hættulegri en flöskuþjóf- urinn sem tylltí. sér á rúmstokk- inn hjá drottningu hér um árið. Ivana Trump er með tattóverað- ar augabrúnir Ivana Trump meðtattóverað- ar augabrúnir Ivana Trump, fyrrum eigin- kona auðjöfursins og fasteigna- braskarans Donalds Trump, hef- ur fundið upp nýja aðferð til að flýta morgunverkunum við snyrtiborðið. í stað þess að hlaða málningu á augabrúnirnar á hveijum morgni hefur hún að sögn látíð tattóvera þar svört strik. Farðinn er því tilbúinn á sínum stað jafnt á nóttu sem degi. Marla Maples á mikið safn af skóm. MarlaMaples á 200 pör afskóm Marla Maples, konan sem fyllti skarð Ivönu Trump í lífi Donalds Trump, á 200 pör af skóm. Með þessu kemst hún kvenna næst Imeldu Markos í dálæti á skóm þótt hún komist vart með tæmar þar sem Imelda hafði hælana þeg- ar best lét. Marla hefur látiö þess getið í góðra vina hópi að blaðafulltrúi hennar eigi það til að stela frá henni skóm. Þetta geri hann til að fá kynferðislega útrás því að hann laðist fremur að skófatnaði kvenna en konunum sjálfúm. Bretaprinsessa í sápuóperu Bandaríska sjónvarpstöðin NBC hefur ákveðið aö ráðast í gerð sápuóperu eftir hinni umtöluðu ævisögu Díönu Breta- prinsessu. Forráðamenn sjónvarpsstöðv- arinnar vonast til að saga Díönu slái í gegn rétt eins og bókin og verði stöðinni mikil lyftistöng. Sjónvarpsstöðvar vestan- hafa búið við versnandi hag. En það er htið mál að ákveða að gera spáuóperu um prinsessuna ef rétta fólkið fæst til að leika aðalpersónumar. Nú er það höfuðverkurinn að finna það fólk sem ræður við þessi vandasömu hlutverk. í hlutverk Díönu er helst nefnd Daryl Hannah. Hún er ljóshærð eins og Díana og nóg fræg til að bera uppi sápuóperu. Kevin Kostner er nefndur í hlutverk Karls og Ehsabet Taylor í hlutverk nöfnu sinn- ar. Aht era þetta frægir leikarar en ekk- ert þeirra hefur samþykkt að taka þátt í svo áhættusömu ævintýri sem að endur- skapa í sjónvarpi umtöluðustu fjölskyldu veraldar. Díana má búast við því að umtal um hana fari vaxandi. Daryl Hannah þykir vænleg í hlutverk Diönu prins- essu. Reyndi að þvinga Omar Sharif í rúm- ið með vopnavaldi Leikarinn og bridgespilarinn Omar Sharif varð fyrir þeirri óskemmti- legu reynslu á dögunum að ókunn kona braust inn til hans þar sem hann dvaldi á hótelherbergi í Dallas. Konan otaði skammbyssu að Sha- rif og skipaði honum að fara úr bux- unum, fara upp í rúm og eiga við sig mök. Okkar maður brást hinn róleg- asti við og sagðist ekki hafa áhuga á samræði nema hann fengi fyrst skot- vopnið í hendur. Við það gafst konan upp við ætlun- arverk sitt og hvarf á braut. Til henn- ar hefur ekki spurst aftur. Sharif er nú sextugur og enn eftirsóttur meðal kvenna þótt þær reyni sjaldnast að beita ofbeldi til að komast í kynni við hann. FYRSTA UOSMYNDAMARAÞON AISLANDI haldið á Akureyri 15. ágúst kl. 10.00-22.00 Þann 15. ágúst næstkomandi verður þreytt í fyrsta skipti ljósmyndamaraþon á Akureyri. Slík keppni hefur um nokkurt skeið verið árleg- ur viðburður í nokkmm borgum í nágranna- löndum okkar og notið mikilla vinsælda. Á.L.KA. (Áhugaljósmyndaraklúbbur Akur- eyrar) heldur keppnina í samvinnu við Kodak- umboðið Hans Petersen hf. og Pedrómyndir. 1! Skráning: Þú getur skráð þig til keppni hjá Hans Petersen hf. í Reykjavík í síma 91-675100 og hjá Pedró- myndum á Akureyri í síma 96-23520. Einnig verður unnt að skrá sig samdægurs, að morgni . ágúst kl. 9.00-9.45, í Pedrómyndum, Skipa- götu 16, Akureyri, en þar verður ljósmyndam- araþon á Akureyri 1992 ræst kl. 10.00. MAZDA 626 GLÆSILEIKI! ► MAZDA 626 árgerð 1992 er nú kominn nýr frá grunni, stærri og rúmbetri en aðrir japanskir millistærðarbílar. ► Hér fer saman stórglæsi- leg útlitshönnun, vönduð smíð og ríkulegur búnaður, sem á sér fáa líka, m. a: 4ra þrepa tölvustýrð sjálfskipting, áifelgur, rafknúnarrúðuvindurog loftnet, samlæsingar, rafstýrðir og rafhitaðir útispeglar, hituð framsæti og annar luxus- búnaður. ► Allar gerðir fást að auki með fjórhjóladrifi, rafdrifinni sóllúgu, hraðastilli og læsi- vörðum hemlum (ABS). ► 2 vélar eru í boði, 2.0L, 4ra strokka, 16 ventla og 2.5L, V-6 strokka, 24 ventla. ► Komið, skoðið og REYNSLUAKIÐ MAZDA 626 ásamt öðrum gerðum af MAZDA og kynnist því nýjasta í bifreiðahönnun og tækni! Opið laugardaga frá kl.10-14. SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVÍK S.61 95 50

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.