Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992. ! Bíöum spennt eftir tvíburunum - segja Árdís Indriðadóttir og Bjöm Ingi Óskarsson sem eiga von á glasatvíburum „Ég fór fyrst í aðgerð 1988 til að opna eggjaleiðarana. Þá var mér sagt af þeim lækni sem gerði aðgerðina að árið 1990 yrði byijað á glasafrjóvgun hérlendis svo við ákváðum að bíða,“ segir Árdís Indriðadóttir. Hún og eig- inmaður hennar, Bjöm Ingi Óskars- son, eiga von á glasatvíburum í þess- um mánuði. Þau búa ásamt 11 ára gömlum syni Árdísar, Davið Braga Björgvinssyni, í litlu raöhúsi á Skagaströnd. Bæði vinna þau í rækjuverksmiðjunni en Árdís hefur verið frá störfum síðustu mánuði. Árdís hafði auk þess vinnu sem bókavörður og hefur unnið við það nokkra tíma á viku á meðgöngutím- anum. Bjöm er 29 ára og Árdís 33 ára og hafa þau verið saman síðan 1982 eöa í tíu ár. Árið 1986 fóm þau að leita læknis vegna bamleysis. Fram til þess að glasafrjóvganir hófust hér á landi var algengt að hjón leituðu aðstoðar lækna í Englandi. Bjöm og Árdís leiddu aldrei hugann að þeim möguleika af því að til stóð að byrja hérlendis með slíkar aðgerð- ir. Fljótlega voru þau sett á biðhsta hérna heima og í fyrrahaust hófst aðgerðin eftir viðtöl og ýmsar rann- sóknir. Aðgerðin heppnaðist strax í byrjun desember voru egg tekin til frjóvgunar. Sú aðgerð er tiltölu- lega einföld og mátti Árdís fara heim samdægurs. Tveimur dögum síðar vora frjóvguðu eggin sett upp í legið. Þau vora svo lánsöm að aðgerðin heppnaðist strax. Að aðgerð lokinni tók við hálfsmánaðar erflð bið fyrir þau áður en úr því fékkst skorið að um þungun væri að ræða. „Ég held ég hafi aldrei keyrt eins varlega til Skagastrandar og eftir aðgerðina enda var ég með dýrmæt- an farm,“ segir Björn hressilega. Árdís var ekki eins bjartsýn í fyrstu. „Mér fannst aUt eins líklegt að aðgerðin hefði misheppnast. Þeg- ar maður hefur farið í ýmsar aðgerð- ir til þess að eignast barn verður maður ósjálfrátt svartsýnn og gerir sér engar vonir," segir Árdís. Tvíburar í nýársgjöf Staðfesta þurfti þungunina með blóðprufu og þurftu þau að fara eina ferð ennþá til Reykjavíkur. Aftur fóra þau til Reykjavíkur um áramót- in og 2. janúar var gerð sónarskoðun sem sýndi að Árdís gekk með tví- bura. „Ferðimar til Reykjavíkur í sam- bandi við þetta era orðnar nokkuð margar," segir Björn. „Fyrst meðan á undirbúningi stóð, meðan aðgerðin var framkvæmd og eftir að frjóvgun hafði tekist." Kostnaður í sambandi við glasa- fijóvgun er töluverður. Þegar Árdís og Björn fóra í aögerðina kostaði hún ekkert en frá áramótum var heimil- uð gjaldtaka sem er 105 þúsund krón- ur í fyrstu aðgerð, 60 þúsund fyrir aðra og 60.000 fyrir þriðju. Hvað fmnst þeim um þessa gjaldtöku? „Mér finnst þetta ipjög óréttlátt," segir Árdís. „Konur geta farið í fóst- ureyðingu án þess að borga og allir geta farið í áfengismeðferð án þess að leggja fram pening. En ef þú vilt eiga barn verðurðu að greiða fyrir það sérstaklega." En þótt þau hafi ekki þurft að greiða fyrir aðgerðina sjálfa hefur hún kostað töluverð fjárútlát. Ferð- irnar frá Skagaströnd til Reykjavík- ur era ófáar en húsnæði fengu þau hjá vandamönnum í borginni. í hvert sinn, sem þau fóru til Reykjavíkur, urðu þau að taka sér launalaust frí. Glasafrjóvgun telst ekki til veikinda og því fengu þau hvorki veikinda- greiðslur frá vinnuveitanda né tryggingum til að byija með. Af því að Árdísi var bannað að vinna þegar leið á meðgönguna fékk hún veik- indagreiðslur og síðan tóku trygging- ar við. Stuðningur vinnuveitenda „Það skal tekið fram að vinnuveit- endur okkar hafa stutt okkur með þvi að greiða mér laun fyrirfram sem ég vinn smátt og smátt upp í,“ segir Björn. „Ferðirnar tóku okkur lengri tíma en ella þvi við stóðum í þessu um miðjan vetur þegar allra veðra er von. Mér fmnst allt 1 lagi að taka tillit til aðstöðumunar þeirra sem búa úti á landi." Flýgur fiskisagan Foreldrar Árdísar pössuöu Davíð Braga í öll skiptin meðan þau vora í Reykjavík. Þau sögðust hafa hjildið Árdís og Björn bíða spennt eftir tvíburunum. Hún segist aldrei hafa verið glasafijóvguninni fyrir sig og nán- svona fyrirferöarmikil áður. DV-myndGVA ustu fjölskyldu til að byrja með. Glasafrjóvgunardeild Landspítalans heimsótt: Fjörutíu glasaböm á leiðinni Starfsfólk glasafrjóvgunardeildar er nýkomið til starfa eftir sumarfrí og fyrsta glasabarnið komið í heiminn. F.v. Sigríður Þorsteinsdóttir, Svafa Sig- urðardóttir, Júlíus Gísli Hreinsson, Áslaug Hauksdóttir og Þórður Óskars- son. DV-mynd GVA Fyrsta íslenska glasabamið er fætt og rúmlega 40 era á leiðinni. Biðin er núna eitt ár en það þýðir 25 pör á mánuði tíu mánuði ársins eða 200 til 250 pör á ári. Þetta kemur fram í samtali við Þórð Óskarsson, lækni og sérfræðing í glasafrjóvgunum. Þórður er eini sérfræðingurinn hérlendis í glasa- fijóvgunum og lærði hann í Skot- landi og starfaði síðan á Hammer- smith sjúkrahúsinu í London. Glasaflóvgunardeildin á kvenna- deild Landspítalans lætur lítið yfir sér. Rétt við innganginn, þar sem ritarar vpra áður, hefur verið útbúið htið hom fyrir starfsemina. Þar er sónarherbergi, aðgerðarstofa, ein- angrað herbergi fyrir líffræðinga, tvö rúm og móttaka. Deildin er því lítil og heimilisleg, eins og þeir vitna um sem hana hafa sótt. Fastir starfs- menn era aðeins fimm að Þórði meðtöldum. Það era hjúkranarfræð- ingamir og ljósmæðumar Áslaug Hauksdóttir og Sigríður Þorsteins- dóttir og líffræðingamir Júlíus Gísh Hreinsson og Svafa Sigurðardóttir. Biðlistar styttast Þórður segir að líklegast komi bið- hsti með að styttast því nú sé verið að vinna niður þær beiðnir sem safn- ast hafi saman meðan á undirbún- ingi að stofmm stóö. „Stærsti hlutinn er fólk sem hefur beðið eftir þessu hér heima, aðrir hafa reynt 2-3svar erlendis án árang- urs eða hafa lokið þeim þremur skiptum sem Tryggingastofmm að- stoðar við,“ segir Þórður. „Til lang- frama tel ég að þetta sé hæfilega stór deild til þess að sinna íslandi en í byijun verða biðhstarnir nokkuð langir." Raðast fólk inn á biðlistana eftir því hvenær það sækir um eða er til forgangshópur? „Þegar við byijuðum var bunki á borðinu með rúmlega hundrað beiðnum. Því var reynt að raða niður eftir því sem beiðnimar bárust. Eins var tekið tilht til aldurs og reynt að láta það fólk bíða skemur. Svo bæt- ast nýjar beiðnir á listann og þær raðast eftir því hvenær þær koma inn.“ Yfirfimmtíu þunganir Hvað hafa verið geröar margar aðgerðir í dag? „Við höfum framkvæmt 99 egg- heimtur og khnískar þunganir eru jdir 50 talsins," segir Þórður. „Th skoðunar hafa komið fleiri en nærri tuttugu pör hafa ekki komist það langt að eggheimta hafi verið gerð. Þaö helgast að því að þegar hormóna- meðferð byijar hafa eggjastokkar ekki svarað meðferðinni nægilega vel til þess að hægt sé að halda áfram.“ Þórður segir að meðganga sé alveg eins hjá þeim glasaþunguðu og nátt- úrulega þunguðu og ekki séu meiri líkur á fósturláti hjá glasamæðram. „Þegar á heildina er htið er það ipjög svipað og viö venjulegar þung- anir. Viðmiðunartölur geta orðið hærri því við rannsökum og skráum öll fósturlát sem verða eftir glasa- fijóvgun. Fósturlát eftir náttúruleg- ar þunganir koma ekki öh til með- ferðar á sjúkrahúsi og era því aldrei skráð. Eins eru jafnar líkur á að eitt- hvað sé að barni sem veröur til við glasafijóvgun og því sem verður til við náttúrulega þungun." ítarlegar rannsóknir Eftir að egg hafa verið tekin úr konunni era þau fijóvguð með sæði mannsins. Fijóvgun verður við samruna eins eggs og einnar sæðis- frumu. í sumum tilfehum renna saman eitt egg og tvær sæðisfrumur. Það er óeðhleg fijóvgun og aldrei getur orðið bam úr því. „Það vinsum við út eftir ítarlegar rannsóknir. Við verðum að skoða eggin á nákvæmlega réttum tíma th þess að koma í veg fyrir aö við setjum upp fósturvísa sem aldrei geta orðið að bami. En að tryggja einhver ákveðin einkenni í barni er útilokað. Sums staðar erlendis era menn byij- aðir að úthoka ættgenga gaha sem hægt er að leita uppi og setja aðeins upp heilbrigð egg hvað þennan eina galla varðar." Líkur á fjölburafæðingum eru meiri við glasafijóvgun en í náttúr- unni. Náttúrulegar líkur á tvíburam era einn á móti 85 en við glasafrjóvg- un era hkurnar nærri 30%. „Við setjum ekki fleiri en þrjú frjóvguð egg upp. Nokkrir tvíburar eru á leiðinni en engir þríburar. Lík- ur á erfiðleikum vaxa eftir því sem bömin verða fleiri og við erum ekk- ert spennt fyrir því,“ segir Þórður. Skilyrði til glasafrjóvgunar Hvaða skhyrði þarf fólk að undir- gangast áður en það telst hæft til glasafjóvgunar? „Þegar fólki finnst þetta vera orðið vandamál, segjum eftir að hafa reynt í tvö ár án getnaðarvama, snýr það sér th sérfræðings í kvenlækningum. Ákveðnar rannsóknir eru geröar og eftir þeim niðurstöðum er ákveðið hvaða meðferð skal beitt. Glasa- fijóvgun er endastöðin þegar aðrar einfaldari aðgerðir hafa ekki borið árangur," segir Þórður. „Engin lög eða reglur eru th um þessa starf- semi. Við setjum okkur þó ákveðnar vinnureglur hér. Meðan biðhstamir eru þetta langir gengur það fólk fyrir sem ekki á bam saman. Meðferðin er fyrir þá sem ekki hefur tekist að verða bamshafandi þrátt fyrir aðrar aðgerðir og konan ekki eldri en 42 ára. Við höfum tekið fólk inn sem á eitt bam saman en hjón sem eiga tvö eða fleiri hafa ekki komist á biðhsta. Það fólk langar kannski jafn mikið að eignast bam og hin. Þetta er kannski þjónusta sem fólk á að hafa möguleika á. Hvort það mun þá greiða eitthvað meira en hinir á eftir að ákveða. Reyndar er sú ákvörðun ekki læknisfræðhegur hlutur heldur póhtískur." Ástæður ófrjósemi margar Ástæður ófijósemi geta> verið margar. Þórður segir þriðjungslíkur á því að þær séu hjá konunni, sömu líkur era á að vandinn hggi hjá karl- 39 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST;1992. Fyrst th að byija með vissi Davíð Bragi ekkert hvers vegna þau vora sífeht á leið suður. „Við vhdum ekki gefa honum nein- ar tálvonir og sögðum honum fyrst frá væntanlegum systkinum þegar á leið meðgönguna," segir Árdís. En reyndu þau að halda glasa- frjóvguninni leyndri fyrir öðrum ut- an fjölskyldunnar? Bjöm hlær bara við þegar hann er spurður að þessu. „Það er ekki hægt að halda neinu leyndu á svona smástað eins og Skagaströnd. Áður en varði vissi ah- ur bærinn af þessu og fékk jafnframt skýringu á þessum suðurtúrum okk- ar. Okkur fmnst þetta eðhlegasti hlutur í heimi og viljum gjarnan hvetja fólk th þess að reyna þessa leið ef engin önnur er fær,“ segir Bjöm. Heimilisleg deild Bjöm og Árdís láta vel af starfs- fólki Landspítalans og segja það hafa staðið sig vel í aha staði. „Þetta er frekar smátt í sniðum, fátt fólk og mjög heimhislegt. Dehdin er líth og þú kynnist starfsfólkinu strax. Góður andi skiptir ekki minnstu máli um árangurinn," segja þau. Sit og bíð Árdísi hefur hðið vel ahan með- göngutímann. Hún mátti ekki fara að vinna strax á eftir, svo kom jóla- frí í verksmiðjunni sem var langt og síðan fékk hún grindarghðnun og var ráðlagt að vinna ekki. Hún hefur haldið vinnunni á bókasafninu svona til þess að hafa eitthvað að sýsla við meðan beðið er. „Að öðra leyti hefur mér liðið ágætlega á meðgöngunni. Ég þori aldrei að segja annað því það væri voðalegt vanþakklæti að kvarta," segir Árdís. „Þó líður mér aht öðru- vísi núna heldur en á fyrri með- göngu. Það munar nú um eitt barn umfram. Ég hef aldrei verið svona fyrirferðarmikil áður. Nú er komin í mig óþohnmæði og ég sit bara spennt og bíð,“ segir Árdís sem pijónar tvennt af öllu meðan Björn snýst í kringum hana, ákaflega hróð- ugurogspenntur. -JJ inum eða þeim báðum. „Það er hreint ekki óalgengt að vandamálið liggi hjá karlmönnunum og sá fjöldi fer vax- andi því þetta var sá hópur sem ekki var reynd glasafrjóvgun hjá áður. Nú sýnir sig að það er möguleiki að ná árangri þó sæðissýni eiginmanns sé ekki gott. Það er góður möguleiki að hjón geti eignast barn saman án þess að þiggja gjafasæði," segir Þórð- ur. Þrátt fyrir alla tækni er ekki hægt að hjálpa öllum pörum sem stríða við ófijósemi. En nú hefur fólk þann möguleika að reyna til þrautar með hjálp tækninnar. Frysting fósturvísa Víða er farið að frysta fósturvísa til þess að nota síðar ef aðgerð mis- heppnast eða parið vhl eiga annað bam saman. Shk tækni er ekki fyrir hendi hérlendis. Frysting frjóvgaðra eggja eða fósturvísa hefur verið möguleg lengi en árangur hefur ekki verið mjög góður. Helmingur fóstur- vísa hefur lifaö af frystinguna en á síðustu árum hefur árangur batnaö að sögn Þórðar. „Mér finnst líklegt að frysting verði tekin upp hér og ég styð það hehs- hugar. Áður en það verður þarf að setja lög og reglur um það sem við verðum að starfa eftir. Hvað eigum við geyma fósturvísa lengi? Hver á þá ef fólk þarf ekki á þeim að halda? Má nota þá fyrir aðra eða á að eyða og þá hvernig? Hvaö ef fólk skilur eða missir maka? Þetta er ekki lækn- isfræðhegur vandi heldur getur hver sem er haft skoðanir á honum,“ seg- ir Þórður. Finnst þér þú eiga meira í þessum væntanlegu glasabörnum heldur en annar fæðingarlæknir? „Glasafjóvgun er fyrst og fremst aðstoð við fólk með ákveðin vanda- mál. Aðrir kvenlæknar hjálpa með öðram hætti og sú aðstoð leiðir kannski th sömu niðurstöðu. Ég held að thfinningin sé ósköp svipuð,“ seg- irÞórðuraðlokum. -JJ Foreldrar fyrsta íslenska glasabamsins: Alsæl með Ásrúnu Lilju - segja Birgir Ástráðsson og Guðrún Kristjana Jakobsdóttir Það ríkir mikil gleði á heimili hjón- anna Birgis Ástráössonar og Guð- rúnar Kristjönu Jakobsdóttur. Litla dóttirin, Ásrún Lhja, er komin heim og dafnar vel. Ásrún Lhja er fyrsta bamið sem fæðist eftir glasafijóvgun hérlendis. Við fæðingu þann 31. júlí var hún 14 merkur og 54 sentímetr- ar. Aðeins vikugömul sat hún sæl og ánægð í fangi móður sinnar og átti meira að segja th bros handa Gunn- ari ljósmyndara. Birgir og Guðrún eru búin að vera saman í átján ár. Hann er nýlega orðinn fertugur og hún er 34 ára. í mörg ár höfðu þau reynt að eignast bam en án árangurs. „Fyrir löngu var okkur boðið að fara út í glasafijóvgun en við gerðum aldrei neitt í því. Svo fór ég í Fóstur- skólann og ákvað að klára hann áður en ég hugsaði um annað. Svo var hringt snemma í fyrravor og okkur boðin glasafijóvgun hér heima," seg- ir Guðrún. „Ég hikaði aðeins í fyrstu en svo ákváðum við að slá til og ég var alveg viss um að þetta myndi ekki takast." Stundaði skólann af kappi Hormónameðferðin byijaði í okt- óber og varð Guðrún að sprauta sig daglega í tæpar íjórar vikur. Birgir og Guðrún þurftu ekki að vera lengi frá skóla eða vinnu þar sem hver aðgerð tók aðeins part úr degi. Eggin vora tekin th fijóvgunar 6. nóvember og sett upp þann 8. nóvember. Þetta var fyrsta aðgerð af þessu tagi hér- lendis. „Lífið hélt bara áfram og ég stund- aði skólann. En mér var bent á að reyna ekkert á mig,“ segir Guðrún. „Ég hugsaði stundum um þetta en ekki alvarlega. Ég fór í blóðprufu eftir hálfan mánuð. Síðdegis sama dag hringdi Þórður og sagði að það hefði mælst smáhækkun en gaf ekk- ert meira th kynna. Ég fór í nokkrar sónarskoðanir th viðbótar án þess aö fá úrskurð. Þegar Þórður heyrði fyrst hjartsláttinn óskaði hann mér th hamingju og tilkynnti formlega að ég ætti von á barni.“ Fyrsta glasafijóvgunaraðgerð á Landspítalanum hafði þar með heppnast fuhkomlega. Leiðvelámeð- gongunm Guðrúnu Kristjönu leið vel á með- göngunni og hélt áfram í skólanum. Reglulegar mæðraskoðanir tóku þá við og meðgangan var í aha staði venjuleg, segir hún. „Eg fékk smáógleði í byijun en að öðra leyti leið mér ágætlega. Námið hjálpaði mér að leiöa hugann frá þessu. Hugsanir um hvemig þetta myndi takast vora þó ahtaf í undir- meðvitundinni,“ segir hún. Hún útskrifaðist úr Fósturskólan- um í lok maí en sleppti útskriftar- ferðinni th London. „Maður hættir ekki á neitt þegar svona stendur á,“ segir hún brosandi. Efdr útskrift tók við tveggja mánáða bið eftir nýja baminu. Að sögn Guðrúnar gekk fæðingin mjög vel. „Ég missti vatnið kortér fyrir þijú um nóttina og hálftíma síð- ar var ég komin upp á fæðingardehd. Guðrún Kristjana og Birgir alsæl með létt í öxl hennar. Ásrún Lhja kom í heiminn níu mín- útur fyrir tvö þann sama dag,“ segir hún. ÞórðurogÁslaug tóku á móti Birgir og Guðrún lofa starfsfólk glasafrjóvgimardehdar fyrir þeirra Ásrúnu Lilju. Birgir minnir þá litlu á að starf. Dehdin var lokuð meðan á fæð- ingunni stóð en starfsfólkið var kah- að út th þess að vera viðstatt fæðingu fyrsta glasabamsins sem það hafði átt hlut að. Þórður og Áslaug tóku á móti og auðvitað var pabbinn við- staddur. „í gamni var hún köhuð Þórlaug á fæðingardeildinni. Nafnið Ásrún er bara út í loftið en Liljunafnið er frá hafa svolitið lægra með þvi að pikka DV-mynd GVA langömmu hennar,“ segja Guðrún og Birgir. Þegar þau era spurð hvort þau myndu fara aftur í glasafijóvgun hta þau hvort á annað. „Við höfum ekk- ert hugleitt þaö. Við erum svo ánægð með það sem við höfum," segja þau og horfa á Ásrúnu Lhju. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.