Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992.
43
Læknir á
Hresst fólk á útihátíð um verslunarmannahelgi. Læknirinn er einhvers staðar örþreyttur eftir að hafa sinnt
hundruðum manna síðustu þrjá daga.
útihátíð
Hann var heilsugæslulæknir úti
á landi þetta sumar og undi hag
sínum vel. Fólkið var yfirleitt vina-
legt en hringdi þó mikið til hans
um nætur og helgar út af smámun-
um. Þá vildu menn fá fyrirgreiðslu
samstundis svo að stundum varð
nætursvefninn næsta slitróttur.
Þegar dró að verslunarmannahelgi
létti yfir bæjarfélaginu. Einhver
stærsta útihátíð landsins var hald-
in í nágrenni bæjarins og allir sem
vettlingi gátu valdið ætluðu þang-
að. Akfeitir og sveittir forráða-
menn íþróttafélagsins báðu hann
að vera lækni hátíðarinnar og buðu
honum greiðslu fyrir vikið.
Föstudagur
Hátíðin hófst á fostudegi. Þá
bættistfjöldi aðkomufólks með
tjöld og brothætta svefnpoka við
fjölmennan hóp heimamanna.
Starfsmenn ungmennafélagsins í
bláleitum stormjökkum rukkuðu
gesti um stórfé í inngangseyri.
Pulsu-, hamborgara- og gos-
drykkjasalar hækkuðu álagning-
una á ógeðslegum veitingum sínum
um 2000% og græddu á tá og fingri.
Dagurinn var stórtíðindalaus en
um kvöldið var baU. Hljómsveitin
Ófétin lék fyrir dansi og þekktir
brandarakallar sögðu gamla tví-
ræða fyndni við mikinn fögnuð vel
drukkins mannfjöldans. Kynnir
var þekktur, feitlaginn flölmiðla-
fíkiU úr bæjarfélaginu. Hann lék á
als oddi og spurði gestina þráfald-
lega hvort allir væru ekki í stuöi.
Undirtektir voru dræmar. Um mið-
nætti tók að rigna en dansinn dun-
aði dátt þrátt fyrir það. Um nóttina
tók að draga tíl tíðinda. Hann stóð
í skúr ásamt aðstoðarfólki úr
skátahreyfingunni og tók á móti
fólki. Víða á svæðinu höfðu brotist
út slagsmál og margir komu æp-
andi og veinandi með blóðuga vör
eða bólgið nef og heimtuðu umbúð-
ir, örorkuvottorð, lýtalæknisað-
gerð eða lögregluskýrslu í einum
grænum hvelh. Tvær drukknar og
blautar smámeyjar í þröngum Lev-
i’s gallabuxum komu með þá þriðju
og heimtuðu afgreiðslu strax. Hún
datt og er örugglega fótbrotin!
Stúlkan gat vart staðið í fætumar
vegna ölvunar og grét þegar að-
stoðarUðið lagði hana upp á bekk.
Ekki segja mömmu og pabba að ég
sé héma, æpti hún frekjulega miUi
ekkasoganna. Hann skoðaði á
henni fótinn. Þú hefur bara tognað,
sagði hann. Vinkonumar biðu óró-
legar og supu vodka af stút fyrir
utan en brostu breitt þegar staU-
konan haltraði út. Komum inn í
tjaldið þar sem partíið er, sagði
önnur og þær héldu á brott. Næst
saumaði hann svolalegan sjómann
á grænum glansgaUa sem hafði
Á læknavaktíiuii
Óttar
Guðmundsson
læknir
fengið skurð á ennið. Sjómaðurinn
tvinnaði saman blótsyrðum meðan
á aðgerðinni stóð en bar sig vel.
Saumaðu mig ódeyfðan, sagði hann
drafandi röddu. Em ekki
allir í stuði? heyrðist kynnirinn
æpa í mikrófóninn. Undir morgim
var komið með þekktan forystu-
mann úr bæjarlífinu tíl blóðtöku
vegna gruns um ölvun við akstur.
Ég læt gera þig brottrækan úr bæn-
mn, helvítis auminginn þinn, sagði
póhtíkusinn við lækninn þegar
nálin var keyrð inn í æð í olnboga-
bótinni. Þú skalt aldrei fá fyrirgre-
iðslu hjá mér, svikarinn þinn, bætti
hann við en virtist síðan sofna í
fangi lögreglumanns sem studdi
viðhann.
Laugardagur
Samkomugestir sváfu fram eftir
degi en fóra þá að stunda ýmsar
íþróttir á flötunum kringum svæð-
ið. Margir vora enn rykaðir, timbr-
aðir eða fullir svo að jafnvægið var
ekki sem best. Menn duttu og sneru
ökkla eða fengu smáskrámur.
Hann stóð allan daginn og batt um
meiðsl og hlustaði á fólk lofa hann
eða lasta. Nokkrir ungir töffarar
úr Reykjavík komu síðdegis og
heimtuðu róandi lyf en hann gat
varist þeim með aðstoð skátanna.
Um kvöldið var aftur tekið að
dansa. Ófétin keyrðu allt í botn
ásamt kynninum. Brandaramir
hans höfðu elst jafn illa og hann
sjálfur. Eftir miðnætti byrjaði fjör-
ið aftur í sjúkraskúmum. Drukkið
fólk dreif að með skrámur og
eymsli eftir pústra og fóll. Allir
heimtuðu tafarlausa afgreiðslu til
að missa ekki af neinu á ballinu.
Flestir komu í fylgd vina sinna sem
tóku undir það að hér lægi lífið
viö. Ætlarðu að láta manninum
blæða út, æpti leðurklæddur ungl-
ingur sem stóð og drakk brennivín
af stút ásamt manni með blæðandi
sár á augabrún. Læknadjöfull,
sagði sjúklingurinn og hélt klósett-
pappír yfir sárið. Um nóttina var
komið með fingurbrotinn mann og
fótbrotna stúlku. Hann geröi að
fmgrinum en sendi stúlkuna grát-
andi og veinandi með sjúkrabíl til
Reykjavíkur. Hún hafði fest fótinn
í hraungjótu og félagamir verið
fullharðhentir þegar þeir drógu
hana upp úr. Liðlega fimmtugur
maður fékk sáran verk fyrir brjóst-
ið. Hann hafði tekið þátt í dan-
skeppni með nokkrum unghngum
af miklum móði. Konan hans var
ákaflega drukkin með útklíndan
varalit um allt andlitið. Hún bæði
grét og æpti meðan læknirinn
sinnti manninum. Maðurinn jafn-
aði sig fljótt eftir tvær nitroglycer-
intöflur og staulaðist aftur í dans-
inn. Undir morgun var komið með
tvær unglingsstúlkur sem sögðu
að þeim hefði verið nauðgaö í tjaldi
á svæðinu. Þær höfðu sofnað út af
en vaknað þegar einhver strákp-
jakkur var kominn ofan á þær.
Læknirinn hlustaði á frásögnina
og reyndi að ræða við þær. En þær
vora bæði drukknar og miður sín
svo að hann náði htlu sambandi
við þær. Hann fór að sofa um há-
degi næsta dag og dreymdi að hann
væri dáinn og kominn til vítis. Djöf-
ullinn var í líki kynnisins á hátíð-
inni og hann sagði hárri röddu. Ég
dæmi þig fyrir misgjörðir þínar til
að strita og þræla í sjúkraskýli á
útihátíð til eilífðamóns. Ertu ekki
í stuði? Hann vaknaði upp með
andfælmn í svitabaði.
LJÚFFENGIR KÍNVERSKIR RÉTTIR
15% KYN NINGARAFSLÁTTUR
TILBOÐSRÉTTIR FRÁ 11-1 OG 5-7
Opið virka daga kl. 11-22
Opið um helgar kl. 11-23.30
(ATH. heimsendingarþjónusta.)
KINAHOLLIN
Sigtúni 3
sími 629060
Heilsugæslustöð á Eskifirði
Tilboð óskast í byggingu og fullnaðarfrágang á húsi fyrir heilsu-
gæslustöð á Eskifirði.
Húsið er timburhús á steyptum grunni, ein hæð, 510 m2, og lítil
rishæð, 150 m2.
Verktími er til 15. apríl 1995.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Borgartúni 7,
Reykjavík, til og með fimmtudeginum 27. ágúst nk. gegn 10.000
kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11.00 f.h. þriðjudaginn 1.
september 1992.
IIMNKAUPASTOFIMUIM RIKISINS
BORGARTUNI 7 105 REYKJAVIK
úm verkleg próf í endurskoðun
Samkvæmt reglugerð nr. 403/1989, um verkleg próf
til löggildingar til endurskoðunarstarfa, er fyrirhugað
að haldaverkleg próftil löggildingartil endurskoðun-
arstarfa. Ráðgert er að prófin verði haldin á tímabil-
inu 16. nóvember til 11. desember 1992.
Þeir sem hafa hug á að þreyta prófraunir þessar sendi
Prófnefnd löggiltra endurskoðenda, c/o Fjármála-
ráðuneytið, tilkynningu þar að lútandi fyrir 10. sept-
ember nk. Tilkynningunnl skulu fylgja skilríki um að
fullnægt sé skilyrðum til að þreyta prófraunina, sbr.
lög nr. 67/1976, um löggilta endurskoðendur, með
síðari breytingum.
Prófnefndin mun boða til fundar með prófmönnum
í september nk.
Reykjavík, 7. ágúst 1992
Prófnefnd löggiltra endurskoðenda
Framkvæmdastjóri
Ráðstefnuskrifstofa íslands
óskar að ráða framkvæmdastjóra til starfa.
Starfið er laust strax eða samkvæmt nánara
samkomulagi.
Ráðstefnuskrifstofa islands var stofnuð af Ferðamálaráði Islands, Reykjavik-
urborg, Flugleiðum hf., Félagi Islenskra ferðaskrifstofa og Sambandi
veitinga- og gistihúsa.
Tilgangur félagsins er:
- Að koma upplýsingum um Island á framfaeri á alþjóðamarkaði og mögu-
leika landsins til funda- og ráðstefnuhalds og móttöku hvataferða.
- Að miðla á hlutlausan hátt upplýsingum um aðila að RSl og á sama hátt
að miðla upplýsingum á hlutlausan hátt til sömu aðila.
- Að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar af móttöku erlendra ferðamanna,
stuðla að faglegum vinnubrögðum allra þeirra er veita þjónustu við fundi
og ráöstefnur.
- Að afla tölfraeöilegra upplýsinga um ferðamál.
Leitað er að drífandi og kröftugum einstakl-
ingi, sem hefur góða markaðsþekkingu ásamt
skipulags- og stjórnunarhæfileikum er nýtast
í þetta nýja og krefjandi starf.
Góð tungumálakunnátta er skilyrði.
Nánari upplýsingar um starfið fást á skrif-
stofu Guðna Jónssonar, Tjarnargötu 14.
Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun ásamt
starfsreynslu, sendist Guðna Jónssyni, ráðg-
jöf og ráðningarjónustu, Tjarnargötu 14,
Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 20. ágúst nk.
Guðni Tónsson
RÁÐCJÖF & RÁÐNl NCARÞJÓN LISTA
TjARNARGÖTU 14,101 REYKJAVÍK, SÍMl 62 13 22