Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992. 21 Meiming Bíóhöllin/Laugarásbíó - Beethoven: ★★ Fín fjölskyldumynd Framboð og etlirspurn eru ekki alltaf í jafnvægi í Hollywood, sér- staklega ekki hvað varðar íjöl- skyldumyndir. Þær eru sjaldgæfar og þegar loks koVna sæmilegar myndir þá raka þær inn peningum, eins og t.d. Beethoven sem fór fram úr björtustu vonum framleiðenda. Allt sem Ivan Reitman (Kinder- garten Cop, Twins, Ghostbusters) snertir verður að gulli þessa dag- ana og þótt hann sé bara framleið- andi á Beethoven þá ber myndin stimpil hans út í gegn. Sagan er einfóld og auðmelt. Markið er sett lágt, sem er skynsamlegt í þessu tílfelli. Kvikmyndir Gísli Einarsson Háskóiabíó - Bara þú: ★ !4 Hvoraáaðvelja? Andrew McCarthy leikur ung- an mann sem setur markið hátt hvað konur varðar. Hann lítur ekki við þeim nema þær gætu prýtt fors- íður helstu tískublaða og miðopna. Vandamálið er bara það að hann er ekkert sérstaklega eftírsóknar- verður sjálfur en hefur, sennilega vegna glópaláns, komist upp með þessa lífsskoðun sína. Hann neyð- ist til að skoða hug sinn upp á nýtt þegar nýjasta skotmarkið (Kelly Preston), sem hann hélt sig vera búinn að töfra alla leið til Hawaii, reynist hin mesta daðurdrós sem nýtír sér hvert tækifæri til að skemmta sér með öðrum og föngu- legri mönnum. Þá kynnist hann ljósmyndara (Helen Hunt) og þeim kemur vel saman. Hin verður af- brýðisöm og það sem eftir er mynd- arinnar skoppar hann á milli þeirra án þess að vita nokkuð hvað hann er að gera eða á að gera. Ekki slæm hugmynd en úrvinnsl- an gerir lítið úr henni og eyðileggur allan séns fyrir myndina að verða eitthvað annað en miðlungs vídeó- fóður. Glæsipían er gerð að algjörri gufu sem er jafn tilbúin að fara illa með karlmenn og að láta þá fara illa með sig. Hann eltist við hana alla myndina, sama hvað hún nið- urlægir hann oft, en er ekki stað- fastari en svo að hann tekur hinni um leið og hún býðst. Til að sagan gangi upp þarf „góða“ stúlkan að falla fyrir honum. Hún er jafnvit- laus og hin að sjá ekki að hann á við alvarlegan vanda að stríða. En þar sem þetta er nú bíómynd þá geta menn gert á fimm mínútum það sem í hinum raunverulega heimi kostar fólk tveggja til þriggja ára sálræna meðferð, ef heppnin er með. Hvemig kvikmyndagerðarfólkið hefur ætlað sér að skapa einhverja spennu eða óvissu um útkomuna er mér ráðgáta og það er ansi pín- legt að þurfa að siija undir svona sögu. Það sem gerir setuna þolan- lega er að handritshöfundurinn, eins og hann hefur misreiknað sig á aðalatriðinu, er nokkuð fyndinn þegar kemur að smærri einingum. Það er mikið um góða brandara og það væri eflaust hægt með gífurleg- um viljastyrk að einbeita sér að þeim og horfa fram hjá sögunni. Fyrir okkur strákana sakar síðan ekki að hafa hina föngulegu eigin- konu Johns Travolta, Kelly Pres- ton, fyrir sjónum, hálfklædda, í einn og hálfan tíma. Það er það eina í myndinni sem höfðar til ímynd- unaraflsins. Only You (Band. 1992) Handrit: Wayne A. Rice (A Class Act). Leikstjórn: Betty Thomas. Leikarar: Andrew McCarthy (Weekend at Bernle's 1&2, Less than Zero), Kelly Preston (Twins, The Ex- perts, Run), Helen Hunt (Project X, Miles from Home, Net of Kin). Beethoven er St. Bernharðs- hundur sem er rænt úr gæludýra- búð á unga aldri en sleppur frá ræningjunum sem eiga eftir að koma aftur við sögu seinna. Hvuttí kemur sér þægilega fyrir á heimili Newton-fjölskyldunnar og falla bömin þrjú um leið fyrir honum. Pabbinn er ekki hundavinur en lætur undan þrýstingi fjölskyld- unnar og þjáist næstu mánuði með- an Beethoven stækkar og stækkar og stækkar. Það besta við Beet- hoven er að hann er ekki neinn ofur-hundur. Hann er klár en ekki öfgakenndur. Myndin heldur sér því í raunverulegri kantinum og virkar bæöi sem gamanmynd og svohtið sem drama í seinni hlutan- um. Áhersla hefur verið lögð á að gera fjölskyldumynd og þetta er ein af þeim sem munu ekki svæfa foreldr- ana og jafnvel ekki eldri systkini ef þau skyldu slæðast með. Ef þetta hljómar eins og afrek þá er um að kenna hve fáar myndir ná þessu takmarki í dag. Beethoven (Band. 1992) 88 min. Hand- rit: Edmond Dantes, Amy Holden Jones. Leikstjórn: Brian Levant (Problem Child 2). Leikarar: Charles Grodln (Midnight Run), Bonnie Hunt, Dean Jones, Nich- olle Tom, Christopher Castile, Sarah Rose Karr (Kindergarten Cop), Oliver Platt (Honey I Shrunk the Kids), Stanley Tucci, David Duchovny. Newton-fjölskyldan ásamt hinum stórvaxna Beethoven. með eftirsóknarverðum fríðindum SÉRSTAKT KYNNINGARTILBOÐ - 12 MYNDIR ÓKEYPJS gildir frá l.júní til 30. september Þú kaupir KODAK GOLD II, filmutvípakka með 24 mynda og 36 mynda filmum, á verði tveggja 24 mynda filma. Þú færð sem sé 12 myndir ókeypis. Þegar pú kemur með filmu I framköllun og skilar umbúð- irnar af filmutvípakkanum færðu einnig þessar T 2 myndir framkallaðar ókeypis gegn framvísun klúbbkortsins. FRÍÐINDI KLÚBBFÉLAGA: Framköllun á KODAK EXPRESS stöðunum 5. hver filma: 50% afsláttur. 10. hver filma: Einnig ein stór stækkun 28x35 cm + ein minni. Eftir 20 filmur: Einnig 10% afsl. af römmum. Eftir 30 filmur: Gullkort sem veitir 50% afsl. á 4. hverri filmu og aukasett af myndum á hálfvirði. KODAK EXPRESS klúbburinn mun gefa út fréttabréf nokkrum sinnum á ári þar sem m.a. verða kynnt ný tilboð til félagsmanna. Klúbburinn mun jafnframt standa fyrir fræðslustarfsemi af ýmsu tagi. Kfúbbkortið gildir á ölfum KODAK EXPRESS stöðunum um afft land Verslanir Hans Petersen hf.: Bankastræti, Glæsibæ, Austurveri, Kringlunni, Lynghálsi, Laugavegi 178, Hólagarði og Skeifunni 8. Kaupstaður í Mjódd. Ljóshraði i Hamraborg, Kópavogi og Eiðistorgi. Filmur og Framköllun, Strandgötu, Hafnarfirði. Hljómval, Keflavík. Bókaverslun Andrésar Níelssonar, Akranesi. Bókaverslun Jónasar Tómassonar, Isafirði. Pedrómyndir, Skipagötu 16, Akureyri. Bókabúð Brynjars, Sauðárkróki. Vöruhús K.Á., Selfossi. Hraðmynd, Egilsstöðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.