Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992. 59 Afmæli Friðrik Haraldsson Friðrik Haraldsson bakarameistari, Vogatungu 37, Kópavogi, verður sjö- tugurámorgun. Starfsferill Friðrik er fæddur í Vestmannaeyj- um og ólst þar upp. Hann lærði bak- araiðn hjá Magnúsi Bergssyni, bak- arameistara í Vestmannaeyjum. Friðrik var við framhaldsnám í Kaupmannahöfn 1946. Friðrik rak bakarí í Vestmanna- eyjum í 2 ár, tók við bakaríi á Eyrar- bakka og var þar í 2 ár, 4 ár við brauðgerð KA á Selfossi og hefur rekið Bakarí Friðriks Haraldssonar (Ömmubakstur) í íjóra áratugi og á seinni árum með syni sínum, Har- aldi bakarameistara. Fjölskylda. Friðrik kvæntist 8.12.1945 Steinu Margréti Finnsdóttur, f. 10.6.1926. Foreldrar hennar voru Finnur J. Sigmundsson, verkamaður í Vest- mannaeyjum, og kona hans, Þórunn Einarsdóttir, þau eru bæði látin. Böm Friðriks og Steinu: Harald- ur, f. 19.11.1944, bakarameistari, maki Ásrún Davíðsdóttir, skóla- stjóri Söngskólans í Reykjavík; Finnur Þór, f. 7.6.1951, flugmaður hjá flugfélaginu Atlanta, maki Jó- hanna Bjömsdóttir, bókari hjá Raf- veitu Sauðárkróksbæjar, þau eiga tvö böm; Dröfn Hulda, f. 29.2.1960, tækniteiknari, maki Amþór Þórð- arson rafmagnsverkfræðingur en nú við nám í London, þau eiga tvö böm. Systkini Friðriks: Haraldur, lát- inn, rennismiður, hans kona var Vigdís Hannesdóttir húsmóðir; Rú- rik, leikari, maki Anna Sæbjöms- dóttir húsmóðir; Ása, verslunar- maður, maki Þráinn Sigtryggsson vélstjóri. Hálfsystkini Friðriks, sammæðra: Björgvin Siguijónsson, látinn, vélstjóri, hans kona var Guö- rún Jónsdóttir húsmóðir; Guð- munda Siguijónsdóttir, látin, hús- móðir, hennar maður var Jón Jóns- son verkamaður, látinn; Valgeir Sig- uijónsson verkamaður, hans kona var Hansína Jónsdóttir, látin, hús- móðir. Hálfsystkini Friðriks, sam- feðra: Unnur, látin, húsmóðir, hennar maður var Sigurbjöm Þor- kelsson, látinn, kaupmaður; Kal- mann, látinn, rennismiður, hans kona var Auður Hjálmarsdóttir húsmóðir; Ragna, látin, húsmóðir, hennar maður var Jóhann G. Ólafs- son, látinn, sýslumaður; Trausti, látinn, múrarameistari, hans kona var Margrét Guðnadóttir, látin, hús- móðir; Sigurður, látinn, verslunar- maður, hans kona var Sigríður Guð- jónsdóttir, látin, kennari; Fjóla, hús- móðir, hennar maður var Guð- mundur Sigurðsson, látinn, rithöf- undur. Fóstursystir Friðriks: Bima Blöndal húsmóðir, maki Sveinbjöm Blöndal listmálari. Foreldrar Friðriks vom Haraldur Sigurðsson trésmiður og Kristjana Einarsdóttir húsmóðir, þau bjuggu á Sandi í Vestmannaeyjum, þau era bæðilátin. Ætt Haraldur var sonur Sigurðar Ól- afssonar frá Butra í Fljótshlíð og Guðbjargar Sigurðardóttur frá Barkarstöðum í Fljótshlíð, þau Friörik Haraldsson. bjugguáButra. Kristjana var dóttir Einars Niku- lássonar, bónda á Búðarhóh í Land- eyjum, og konu hans, Valgerðar Oddsdóttur, Einar og Valgerður vora bæði frá Krossi í Landeyjum. Friðrik tekur á móti gestum á af- mælisdaginn kl. 17-20 í húsi Lions- manna, Lundi, aö Auðbrekku 25 í Kópavogi. Amór Valgeirsson Arnór Valgeirsson deildarstjóri, Se- ljugerði 10, Reykjavík, verður sex- tugurámorgun. Starfsferill Amór er fæddur að Gemlufalli í Mýrahreppi en ólst upp á ísafirði. Hann tók próf frá Samvinnuskólan- um 1951. Að loknu prófi starfaði Arnór á ýmsum deildum Sambands ís- lenskra samvinnufélaga til 1961. Hann var fulltrúi framkvæmda- stjóra Dráttarvéla hf. 1961-69 og framkvæmdasfjóri Dráttarvéla hf. 1969-80. Arnór hefur síðan starfað sem deildarstjóri hjá Fóðurvöra- deild Jötunshf. Amór sat í stjórn Starfsmannafé- lags Sambandsins og var formaður þess um skeið. Hann á sæti í fulltrú- aráði Framsóknarfélags Reykjavík og hefur setið í ýmsum nefndum F.R. og í sfjórn félagsins um skeið. Fjölskylda Arnórkvæntist 19.11.1958 Elísa- betu Hauksdóttur, f. 12.3.1939, læknaritara. Foreldrar hennar: Haukur Lárasson, látinn, yfirvél- stjóri hjá Eimskip, og Edith Claus- en. Sonur Amórs og Elísabetar er Valur, f. 8.12.1958, tryggingaráðgjafi hjáVIS. „ Systkini Arnórs era: Guðbj örg, f. 28.3.1926; Jón Kristinn, f. 25.10.1927; Elín, 21.2.1929; Anna Jónína, f. 4.4. 1931; Guðrún, 11.8.1934; ElísabefifT 6.7.1936; Halldór, f. 11.2.1940; Guð- mundur,f.6.8.1942. Foreldrar Arnórs: Valgeir Jóns- son, f. 3.4.1899, d. 1981, bóndi á Gemlufalli og Ingibjörg Margrét Guðmundsdóttir, f. 15.9.1901, hús- Arnór Valgeirsson. móðir. Fósturforeldrar Amórs vora Indriði Jónsson, skipstjóri á ísafirði og síðar verkstjóri hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur, og kona hans Gyða Guðmundsdóttir. Þau era bæði látin. Sveinbjöm J. Jóhannesson Sveinbjöm Jóhann Jóhannesson, íyrrv. bóndi og verkamaður, Hofs- stöðum, Garðabæ, verður áttræður á mánudaginn. Fjölskylda Sveinbjöm er fæddur í Fagradal Hólsfjöllum og ólst þar upp. Hann stundaði nám í Bændaskólanum á Hvanneyri og lauk þaðan prófi 1938. Sveinbjöm fór alfarinn af Hólsfjöll- um 1939 og vann ýmsa vinnu þar til hann tók við búskap á Hofsstöðum 1952. Sveinbjöm kvæntist 27.10.1944 Sigríði Gísladóttur, f. 20.2.1921, hús- freyju. Foreldrar hennar: Gísh Jak- obsson og Sigrún Sigurðardóttir, bændur á Hofsstöðum. Böm Sveinbjöms og Sigríðar: Sigrún Kristín, f. 18.11.1945, gift Jóni Ögmundssyni, þau eiga tvö böm; Kristín Erla, f. 18.1.1947, gift Gylfa Matthíassyni, þau eiga þijú böm; Sólveig Sveina, f. 18.4.1952, d. 10.10.1989, hennar maður var Jóhannes Steingrímsson, þau eign- uðust þijú böm; Jóhannes, f. 15.5. 1954, sambýhskona hans er Sigríður Sofiía Böðvarsdóttir, þau eiga tvær dætur; Áslaug, f. 25.7.1956, gift Sveini Sæland, þau eiga þrjú böm. Systkini Sveinbjöms: Gunnar Kristján, prófastur Stóra-Núps- prestakahs; Jón Eyjólfur, bóndi og fjahapóstur, Möðradal; Sesselja, húsfreyja í Noregi. Þau era öll látin. Foreldrar Sveinbjöms voru Jó- hannes Eyjólfsson, f. 1873, d. 1947, bóndi, og Kristín Jóhannsdóttir, f. 1868, d. 1959, húsfreyja, þaubjuggu íFagradal. Sveinbjörn J. Jóhannesson. Sveinbjöm tekur á móti gestum á heimih sínu sunnudaginn 9. ágúst eftir kl. 15. Allar gjafir eru vinsam- legastafþakkaðar. Guðrún I. Hlíðar Guðrún Ingibjörg Hhðar hjúkr- unarfræðingur, Vesturbergi 175, Reykjavík, verður fimmtug á morg- un. Fjölskylda Guðrún er fædd á Akureyri og ólst upp á Krossum á Árskógs- strönd, í Vestmannaeyjum og Borg- amesi. Hún gekk í bamaskóla í Vestmannaeyjum og Borgamesi, lauk stúdentsprófi frá FB og stund- aði nám í Hjúkrunarskóla Islands 1983-86. Guörún hefur unnið á þjartadeild Landspítalans frá 1986. Guðrún giftist 18.5.1963 Jean Jensen, f. 12.9.1933, rafvfrkja. For- eldrar hans: Alfred Jensen hús- gagnasmiður og Svava Sigurðar- dóttirhúsfrú. Böm Guðrúnar og Jean: Gunnar A.H. Jensen, f. 1963, viðskiptafræð- ingur; Sigurður E. Jensen, f. 1964, líffræðingur; Ásta M. Jensen, f. 1965, húsmóðir; Esther H. Jensen, f. 1969, jarðfræðinemi. Foreldrar Guðrúnar: Gunnar Hhðar, f. 20.5.1914, d. 23.12.1957, dýralæknir og símstjóri, og Ingunn H. Hhðar, f. 10.8.1910, hjúkrunar- kona. Búseta: Vestmannaeyjar og Borgames. Guðrún tekur á móti gestum á heimili sínu á afmæhsdaginn eftir kl. 17. Guðrún I. Hlfðar. Ásta Þorvarðardóttir, Nýbýlavegi 66, Kópavogi. Olga Sigurðardóttir, Hraunbæ, Norðurárdalshreppi. Jenný L. Valdixnarsdóttir, Kjartansgötu 4, Reykjavik. Sólveig Björnsdóttir, Austurbrún 4, Reykjavik. Ólafía Sigurðardóttir, Stekkjarhvammi 38, HafharfirðL Ágústa Jónsdóttir, Kleifarhrauni 3c, Vestmannaeyj- um. Ingólfiir Jónsson, Hjarðarholti 8, Akranesi. Margrét D. Pólsdóttlr, Suðurgötu25, SandgerðL Gunnar Þórðarson, Túngötu3,ísafirði. Unnur Lea Sigurðardóttir, Kleifarhrauni ld, Vestmannaeyj- um. 60 ára Jan Homan, Engjavegi 13, ísafirði. Kristin Sigmundsdóttir, Langholtsvegi96, Reykjavík. Oddný Ásmundsdóttir, Móaflöt 24, Garöabæ. Guðmundur Benediktsson, Dalsmynni, Kjalameshreppi. Nanna Tómasdóttir, Húnabraut 14, Blönduósi. Ásta Hjálmorsdóttir, Akurgerði 14, Vogum. 50ára Knútur Hákonarson, Hraunbæ 170, Reykjavík. María Siggeirsdóttir, Strandgötu 30, Neskaupstað. Ásgeir Christiansen, Markarflöt 55, Garðabæ. Gylfi Sigurðsson, Hjaltabakka 6, Reykjavik. IngólfurSteindórsson, Fagrahjalla 86, Kópavogi. Ingólfur er staddur í Barcelona. Ragnheiður Jónsdóttir, Eyktarási 23, Reykjavík. 40ára_________________________ Ólafur Héðinsson, Oddeyrargötu 17, Akureyri. Baidvin Elíasson, Krosshömrum 9, Reykjavík, Sesselja Geirlaug Pálsdóttir, Búhamri60, Vestmannaeyjum. Jórunn Sigurjónsdóttir, Furugrund 70, Kópavogi. Sigurður V. Hólmsteinsson, Ásbúð64,Garðabæ. Þóra Zophoniasdóttir, Kolgerði, GrýtubakkahreppL Guðjón Reynir Jóhannesson, Barðaströnd 19, Seltjamamesi. Blndlndismenn í Galtalækjarskógi hafa varið hluta af hagnaði af móts- haldinu I að bæta aöstöðuna I skóginum. Leiksvæði bamanna hefur verið stórlega bætt og nokkur ný tækl hafa verið sett upp. Nú vita for- eldrar iðulega hvar þeir eiga að leita að bömunum sínum. DV-mynd Kristján Einarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.