Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 8. ÁGUST 1992.
25
Vísnaþáttur
Hve lengi
varir
frægðin?
Um síðustu aldamót voru ekki
margir menn á íslandi sem gátu
lifað af ritstörfum, jafnvel vafa-
samt að hægt væri að nefna einn,
hvað þá heldur tvo, sem höfðu slíkt
að aðalstarfi. Þeir lifðu að ein-
hverju leyti af eignum sínum eða
arfi, leyndum tekjum og ýmiss kon-
ar hlunnindum. Engu að síður
væri hægt að nefna þó nokkra
bjartsýnismenn sem á þessum
árum, jafnvel fyrr, létu sig dreyma
um að verða ritstjórar og rithöf-
undar. Nokkrir höfðu fyrir og eftir
aldamót aflað sér menntunar í
Danmörku og síðan ráðið sig til
blaðamennsku og ritstjómar við
íslensku Vesturheimsblöðin. Þótt
undarlegt kunni að virðast varð
vesturfarahópurinn allstór sem
lagði út í þetta ævintýri. Örfáum
þessara manna farnaðist svo vel
aö segja mætti að þeir næðu því
lokamarki að geta á miðjum aldri
lifað af ritstörfum heima á íslandi
og orðið þjóðkunnir rithöfundar. í
svipinn ætla ég að nefna einn, það
er Einar Hjörleifsson Kvaran,
1859-1938.
Einar var prestssonur og settur
til mennta, fyrst hér heima og síðan
í Kaupmannahöfn. Þá var tími Ge-
orgs Brandesar og raunsæisstefn-
unnar. Upptendraðist hið unga
skáldefni af henni eins og flestir
jafnaidrar hans í gáfumannahópn-
um íslenska. Seinna varð hann
öðru fremur kristilegur samúðar-
stefnumaður og stofnaði ásamt
séra Haraldi Níelssyni prófessor
Sálarrannsóknarfélag íslands.
Þessara kenninga gætti meira í
bókum Einars en sumum þótti hóf-
legt í skáldritum.
Einar var ritstjóri heima og er-
lendis, fékkst við þýðingar og
margs konar ritstörf. Á árunum
1880-1923 birti hann sjö smásagna-
söfn, frá 1908-33 fjórar skáldsögur
og Qögur leikrit, ennfremur eina
ljóðabók. Hann varð mest lesni rit-
höfundur sinnar samtíðar hér-
lendra manna, ýmsir menntamenn
hér og erlendis stungu upp á því
við akademíuna sænsku að honum
yrðu veitt bókmenntaverðlaun Nó-
bels. Um það getur enginn borið
hvort nokkru sinni voru líkur á að
til þess kæmi. En þótt vinsældir
Einars og virðingarstaða væru
ótvíræð þótti sumum bókmennta-
og lærdómsmönnum vafasamt
hvort ekki væri fuilsnemmt að hin
virtu bókmenntaverðlaun féllu
okkur í skaut eða þá hvort Einar
H. Kvaran væri réttur fulltrúi okk-
ar, prédikunaráhuginn bæri
kannski skáldskapinn ofurliði. Um
þetta voru deilur hérlendis á sínum
tíma og kom Sigurður Norðdal þar
við sögu. En kannski var hér aðeins
um að ræða bollaleggingar norr-
ænna blaðamanna. Þetta var sárs-
auka- og hitamál á sínum tíma. En
hvað sem þessum hugleiðingum
líður er undarlega hljótt um nafn
Einars H. Kvaran núorðið og er það
óhugnanlegt dæmi um hve hylli
heimsins viU oft verða hverful og
skammvinn. Er hið sama að gerast
á okkar dögum? Verður ekki furðu
hljótt um suma okkar andans
menn þegar ekki þykir lengur
svara kostnaði að auglýsa þá?
Lengi biðum við eftir lærðum bók-
menntafræðingum. Nú þykir sum-
um þeir skólagengnu vera orðnir
nógu margir.
Hér koma ljóð og stökur eftir Ein-
ar H. Kvaran:
Bylur
Hann sendist áfram og syngur við.
Það svellur und fótum hans engið.
Hann drekkur nú erfi að íslenskum
sið
þess alls, sem í dauðann er gengið.
Hann dansandi hleypur um holt og
börð.
Og hestinn fennir og sauðinn.
Það er fátt sem dansar eins fjörugt
um jörð
eins og fjúkið helkalt og dauðinn.
Þýfinu skilað aftur
Hann kvað um hana sín ljúfustu
ljóð.
Hún lét engan blíðskap falan.
Svo kom hann þar að, sem hún
kýmileit stóð,
og kossi frá meyjunni stal hann.
Hún leit til hans snúðugt með
byrsta brá,
þá brast hann allt þor og kraftur,
svo þegar hann skúdi, hve skapi
hún brá,
þá - skilaði hann þýfinu aftur.
Öfugur Darwinismus
Þér finnst það vera grátlegt, góði
vin,
ef gömlu trúnni um Edens-líf vér
töpum,
og ljót sú speki, að manna kristið
kyn
sé komið út af heimskum, loðnum
öpum.
Þú segir, allt sé orðið vesalt þá,
ef ættargöfgi vorri þannig töpum.
Hitt er þó miklu verri sjón að sjá,
er synir manna verða að heimskum
öpum.
Stökur, sín úr hvorri áttinni:
1.
Með þökk fyrir skínandi sumar-
sól
samvistar þinnar-
og ósk um góð og yndisleg jól
til elskunnar minnar.
2.
Verði þér að andans auð
ótal góðar bækur.
Veröld aldrei verður snauð,
ef vitsins döggvast lækur.
3.
Geymdu hér þinn gleðisjóð,
guÚin andans fogur.
Þú hefur löngum elskað óð,
ævintýr og sögur.
4.
Sigurður, þökk fyrir sérhverja
stund,
er saman við undum.
Hvað þú varst ávallt hreinn í lund
og hnyttinn - og vondur stund-
um.
5.
Okkur hefur orðsins hst
örlög dýrust spunnið,
íslands sál þar oftast gist
eldurinn skærast brunnið. -
6.
Öðrum þjóðum auðnu bar
auðsins djúpi lækur.
íslendingsins arfur var
ekkert nema bækur.
Jón úr Vör,
Fannborg 7, Kópavogi
ÚRVALS
SPENNUSAGA
| Háttsettur
maður verður gagn.
tekinnafástíiibafn-
ungrar stúlku.
Bók þarf ekki
að kosta 2000 krónur
til að vera góð.
Úrvalsbækur kosta
790 krónur
og ennþá minna
í áskrift.
Áður
nýútkomin
r
Urvals
bók
Kolstakkur
Nú endursýnd í Regnboganum
A næsta sölustað eða í áskrift
í síma (91) 63 27 00