Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992. Robert Altman: Geri mín bestu verk á milli kvikmynda sem almenningur sér liggur eftir hann fjöldi kvikmynda, allar athyglisverðar, en misgóðar, sumar að vísu frábærar. Engin mynda Altmans hefur samt náð þeirri hylli sem MASH naut á sín- um tíma. Að vísu náði eitt meist- araverka Altmans, Nashville, mynd orðið hefur klassísk með ár- unum, mikilli aðsókn og The Play- er stefnir einnig í mikla aðsókn en yfirleitt hefur ekki verið góð að- sókn að myndum hans og má þar x kannski segja að sé um að kenna frumleika Altmans sem kvik- myndagerðarmanns og því mikla sjáifstæði sem hann hefur tileinkað sér. Altman hefur aldrei legið á skoðunum sínum á Hollywood og er The Player að hluta til uppgjör hans við glingurborgina. í fyrmefndu viðtali segir hann meðal annars að það sé ekki skrifað um þaö í Hollywobd þegar fyrir- tæki Paul Newman (salöt og mat- aroliur) skili 54 milljónum dollara í hagnað, hagnað sem allur fer í góðgerðarmálefni. Aftur á móti eru blöðin þar uppfuU af fréttum um ótrúlegan gróða manna eins og Steve Ross, Michael Eisner og ann- arra kvikmyndajöfra, en það séu menn sem láta ekki krónu af hendi nema að sjá einhvern gróöa og eru orðnir svo gegnsýrðir að gróði hef- ur enga sérstaka merkingu fyrir þá lengur vegna þess að þeir kunni ekki að eyða peningum lengur. Og um andrúmsloftið í HoUywwod segir Altman að það sé nákvæm- lega eins og andrúmsloftið sem lýst er í The Player, þvingað af hræðslu. „AUir sem ráða einhverju í HoUy- wood séu eingöngu í þessum bransa vegna eiginhagsmuna og þar sé sýndarmennskan er hvergi meiri. „Sjálfsagt hefur aUtaf verið sjónarmiðiö í HoUywood að græða sem mest,“ segir Altman, „en áður fyrr var kvikmynd gerð þannig að handrit var skrifað, oft í kringum vinsælan leikara, góður leikstjóri fenginn, myndin gerð og síðan reynt aö selja myndina. í dag hefur þetta snúist við. Nú er fyrst reynt að selja kvikmyndina, síðan er reynt að gera þá kvikmynd sem þegar hefur verið seld.“ Og Altman heldur áfram: „Þegar ég hafði lokið við að gera The Play- er aftók ég með öUu að hún yrði markaðssett fyrirfram, en það vUdu stóru fyrirtækin gera sem voru að bjóðast tíl að dreifa mynd- inni. Þetta gerði þaö að verkum að tvö fyrirtæki hættu við að bjóða í hana og önnur gerðu lægri tilboð en eUa. Núna sjá sjálfsagt aUir eftir að hafa ekki boðið hærra.“ Þess má geta að um dreifingu í Bandaríkjunum sér FineLine Feat- ure sem er deUd innan New Line Cinmema sem meðal annars dreifði My Own Idaho. Um sjálfan sig í dag segir Robert Altman: „Þaö sem ég kann að gera eru kvikmyndir. Ég hef átt því láni að fagna að geta lifað á þessu starfi og á að baki hetri og árangursrík- ari feril en flestir aðrir í þessari grein. Ég hef gert nærri fjörutíu kvikmyndir og auk þess leikstýrt leikritum og óperum. Sumar mynda minna hafa hlotið góða að- sókn, aðrar mjög góða dóma. Kvik- myndir mínar eru kennsluefni í kvikmyndaskólum og nærri áUar mínar kvikmyndir eru sýndar enn þann dag í dag einhvers staðar í heiminum. Auðvitað hef ég einnig lent í mUdum vandræðum en ávaUt komið aftur og bestu verk mín tel ég einmitt vera gerð á milii þeirra kvik- myndasemalmenningursér.“ -HK Ef það er einhver kvikmyndaleik- stjóri vestan hafs sem farið hefur eigin leiðir án afskipta stóru fyrir- tækjanna þá er það Robert Altman sem nokkrum sinnum hefur verið afskrifaður en ávaUt komið aftur og aftur fram á sjónarsviðið. Nú er hann enn á ný á hvers manns vör- um eftir að alUr sem einn hafa hrif- ist af nýjustu kvikmynd hans, The Player, sem sýnd hefur verið við góða aðsókn um aUan heim að und- anfomu og hafa fáar kvikmyndir verið jafn mikið í umræöunni und- anfarin misseri. Og þótt The Player hafi ekki fengið gullpálmann í Can- nes í vor vom flestir á því að hún hefði verið besta kvikmyndin sem þar var sýnd. íslenskir kvikmyndaáhugamenn fá að sjá myndina í Regnboganum í haust og um sama leyti kemur bókin, sem myndin er gerð eftir, út á íslensku undir heitinu LeUc- maðurinn og mun myndin einnig fá það nafn hér á landi. The Player íjaUar mn háttsettan starfsmann hjá kvikmyndafyrir- tæki, GrifTin MiU, sem leikinn er af Tim Robbins. Hann er ófyrirleit- inn og kemst upp með ýmislegt sem öðram myndi verða hegnt fyrir. Robert Altman ásamt Tim Robbins sem leikur aðalhlutverkið i The Play- er. Kvikmyndir Hilmar Karlsson unni, breytingar sem hæfa kvik- myndaforminu: „Skáldsagan er notuð í myndina, frekar en að myndin sé gerð eftir skáldsög- unni.“ Þá hefur það auglýst mynd- ina upp að margra frægar Holly- woodstjörnur tóku að sér að leika sjálfar sig í atriðum í myndinni og þykir sú ráðstöfun sérlega vel heppnuð. Og sýnir það best þá virð- hafði hann misst áhugann á frek- ara námi. Hann hóf því störf við skriftir fyrir blöö og útvarp. Það leiddi síðan til ýmissa starfa við heimUdarkvikmyndir. 1957 leik- stýrir hann síðan fyrstu kvikmynd sinni, The Delinquents, sem gerð var fyrir Utinn pening og er flestum gleymd í dag. Altman skrifaði handritið, leUcstýrði og framleiddi myndina. Það Uðu þrettán ár þar til hann leikstýrði sinni næstu leiknu mynd. í miUitíðinni vann hann við að leikstýra sjónvarpsleikritum og gerði heinúldarmyndir fyrir sjón- í veisluatriði í The Player situr þekkt fólk I Hollywoood við öll borð. Hér má sjá fremstan Nick Nolte. Tim Robbins leikur Griffin Mills, framapotara í kvikmyndaheiminum. ingu sem Altman nýtur, að allir sem hann leitaði tU vom til í að koma fram, meðal annars er í myndinni veisluatriði þar sem þekkt fólk í HoUywood situr við öU borð. Altmanhefur komið og farið Robert Altman fæddist 20. febrú- ar 1925 í Kansas City. Hann gekk í Missouri háskóla og hóf nám í raf- magnstæknifræði en lauk aldrei prófi. Síðari heimsstyrjöldin kom í veg fyrir þaö en hann gerðist þar flugmaður. Þegar herþjónustu lauk varp og leikstýrði einnig ýmsum sjónvarpsseríum. 1970verðurheld- ur betur breyting á hans högum, þegar hann leikstýrir kvikmynd, sem að margra dómi er ein besta gamanmynd allra tíma. Það var auövitað MASH sem vann tíl fjölda verðlauna og fékk meðal annars guUpálmann í Cannes. Þar komu fyrst fram á sjónarsviðið tveir leik- arar sem áttu eftir að gera garðinn frægan, EUiot Gould og Donald Sutherland. Síöar var gerð geysi- vinsæl sjónvarpssería eftir mynd- inni. AUt frá því MASH kom fram hef- ur Altman unnið hörðum höndum við sjálfstæða kvikmyndagerð og Hefur persónan vakið mikið umtal og þykir Altman lýsa vel í mynd- inni andrúmsloftinu í HoUywoood í dag og hvemig kaupin á eyrinni gerast. Önnur aðalpersóna myndarinnar er hin íslenska June Gudmunds- dottir sem breska leikkonan Greta Scacchi leUcur. í viðtaU við FUm Comment fyrir stuttu setti Altman spumingamerki við uppruna hinn- ar ísköldu Gudmundsdottur þegar hann sagði aö hún væri íslensk, eöa er hún það? Og í sömu málsgrein talar harm um að hann hefði aldrei getaö hugsað sér bandaríska leik- konu leUca persónuna. Hann hafi veriö fyrst með hugann viö ung- verska eða pólska leikkonu en fannst enski framburðurinn henta best hlutverkinu. Þess má geta að í bókinni er June aUs ekki íslensk, heldur amerísk og heitir þar June Mercator. Er það nokkuð merkilegt, þegar haft er í huga að handritshöfundur mynd- arinnar er Michael Tolkin sem einnig er höfundur skáldsögunnar. Það verður að Uta svo á að þama hafi Robert Altman sjálfur haft þau áhrif að gera persónuna utanað- komandi. Það er ekki aðeins að The Player þyki afburða góð kvUcmynd og skemmtileg, heldur hefur sögu- þráðurinn sem er mjög óvenjuleg- Breska leikkonan Greta Scacchi leikur hina íslensku June Gud- mundsdottir sem er annað aðal- hlutverkið í The Player. ur vakið mikla athygU og á ömgg- lega eftir að koma væntanlegum áhorfendum á óvart. Altman segir að vissulega hafi verið gerðar breytingar á skáldsög-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.