Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 8. ÁGUST 1992.
Svipmyndin
Af hverjum er
svipmyndin?
Öllu skiptir aö fara rétt aö þegar
mannsefnis er leitað. í því tilliti
hefur sú óþekkta mikið að kenna
öðrum ungum konum.
Hún á marga vini. En hún á líka
marga andstaeðinga. Sumir þeirra
eru ábyggilega öfundsjúkir út í
hana. Þeir hafa sagst hneykslaðir
á því hvernig hún hafi farið aö beg-
ar hún náði sér í eiginmanninn.
Hún lagði fyrst áherslu á að vera
boðið í þær veislur sem hann sótti.
Það reyndist henni erfitt. En sú
óþekkta hafði góð sambönd. Hún
beitti öllum ráðum. Og ættingjar
hennar hjálpuðu henni. Og auðvit-
að sýndi hún honum bara betri
hliðina á sér.
Þau hittust fyrst þegar hún var
aöeins sautján ára. Hann var þá
þrítugur svo að aldursmunurinn
var tólf og hálft ár. Og hve glæsileg-
ur hann var! Hann leit enn betur
út en á Ijósmyndum. Hvílíkur
draumaprins! Óg skemmtilegur
var hann. ímyndunarafl hennar
gerði mikið úr hverri smávinsemd
sem hann sýndi henni.
Eftil vill gekkst hann dálítið upp
við þá athygli sem hún veitti hon-
um. En um ást af hans hálfu var
ekki að ræða. Hún var nánast bam.
En sú óþekkta hafði tímann fyrir
sér. Mánuðimir liðu. Fleiri veislur
vom haldnar. Og á einhvem hátt
tókst henni alltaf að sjá til þess að
henni var boðiö í þær.
í hvert skipti, sem þau hittust,
reyndi hún að vera sem næst hon-
um. Hún horfði á hann með aö-
dáun. Hún er ekki beinlínis falleg.
En augun voru aðalskart hennar.
Hver haldið þið að hafi skemmt
sér best þegar hann sagöi sögur á
sinn hægláta hátt? Það er ekki erf-
itt að geta sér til um það.
Á sumrin tókst henni að fá að
vera í Cowes vikuna sem siglinga-
keppnin stóð. Þar fékk hún tæki-
færi til að láta hann sjá sig í sund-
bol. Hann sat óaðfinnanlega á
grannvöxnum líkama hennar.
Þetta var sem ákall til hans. Og
allt fór eins og búast mátti við.
Hann féll að lokum fyrir henni.
Þau fóm að vera saman. Þegar
hann hringdi til hennar nolaði
hann ekki rétt nafh sitt heldur
nafniö Renfrew.
Vissulega var sú óþekkta kyn-
þokkafull. En Renfrew hikaöi.
Hæfði hún sem eiginkona hans?
Hann vissi að hann gæti aldrei skil-
iö og því mætti hann ekki gera
mistök.
Allt gekk vel. Hún sagðist hafa
nákvæmlega sömu áhugamál og
hann: útUíf, skotveiðar og stanga-
veiði.
Renfrew er mikill náttúmunn-
andi. Þegar hann var við stanga-
veiði gat hún setið á bakkanum
klukkutímum saman.
En sú óþekkta duldi sitt rétta
eðli. Hún hafði ekki gaman af að
vera úti í náttúmnni. Hún hafði
hvorki áhuga á skotveiði né stanga-
veiði. íþróttimar, sem hún hafði
áhuga á, voru tennis og sund. Hún
gerir ekki upp á milli sundlaugar
og hafsins.
Brátt fóm blööin að fá fréttir af
því að þau væru saman. Frétta-
menn urðu tíðir gestir við heimih
hennar. Hún tók þeim vel og þeir
urðu henni vinsamlegir.
En ástandið fór að verða erfitt.
Þegar Renfrew var með fjölskyldu
sinni um jólin vom kynni þeirra
tekin til umræðu.
Faðir hans hafði ákveðna skoðun
á málinu. Hann lagði til aö sonur-
inn gengi í hjónaband. Hann gæti
ekki haldið áfram að vera ókvænt-
ur. Og ekkert væri að stúlkunni að
finna. Þá yrði líka að taka tillit til
ættingja hennar. Hann yrði jú fyrr
eða síðar aö kvænast.
Amma Renfrews var á sama máli.
Hún var tekin að eldast og langaði
til að eignast barnabamaböm áður
en hún félli frá.
En móðir Renfrews hikaði. Hún
var ekki viss um að sú óþekkta
væri rétta konan fyrir son hennar.
Vissulega var stúlkan indæl þeg-
ar hún beitti töfrum sínum. En
daöraði hún ekki einum of mikið?
Og hvemig var persónuleiki henn-
ar? Hún hafði aldrei hlotið neina
umtalsverða menntun.
Fjölskyldan gat ekki leyst vanda
veslings Renfrews. Hann var enn í
mikilli óvissu um hvað hann ætti
að gera.
Þá greip sú óþekkta til gamals
kvennaráðs. Hún reyndi að forðast
hann. Hún stakk upp í símann.
Þegar Renfrew hringdi var á tali.
Hvers vegna ætti hún líka alltaf
að bíða hans? Hún ákvað að fara í
utanlandsferð. Stjúpfaöir hennar
átti bóndabæ í Ástralíu. Þangað
gæti Renfrew komið ef hann vildi.
Bragðið bar árangur. Renfrew
ákvaö að biðja hennar.
2. febrúar 1981 bauö hann þeirri
óþekktu til hádegisverðar í Buck-
ingham-höll. Þar bað hann hennar.
En hann sagðist ætla aö gefa henni
tíma til að gera upp hug sinn áður
en hún svaraöi.
En sú óþekkta þurftí engan um-
þóttunartíma. Hún játaðist honum
strax.
Hver er hún?
Svariö er á bls. 56.
Matgæðingur vikuimar
íslenskt hvalkjöt
- með austurlensku ívafi
Matgæðingur vikunnar, Bjami Óskarsson, er mikið
á austurlenskri línu. Bjami hefur rekið marga veit-
ingastaði í borginni og má þar nefna Café Ópem, Kaffi
Strætó og Pisa.
Rétturinn sem Bjami gefur hér uppskrift að var
reyndur í veislu austur á fjörðum í vor. í þeirri veislu
var notuð hnísa en nota má hvalkjöt (þegar þaö fæst),
hrefnukjöt, höfrung eða jafnvel lambakjöt. Rétturinn
er áætlaður fyrir fjóra til sex.
700-750 g hnísukjöt (hreinn vöðvi)
2 meðalstórir laukar
2 gulrætur
1 paprika
15 kínverskir sveppir
1 meðalstór púrra
1 heill hvítlaukur (10 rif)
2 teningar, Knorr kjúklingakraftur
1 msk. hunang
2 msk. tómatmauk
2 msk. sojasósa
2 msk. sérrí
3 msk. maisenamjöl (kúfaðar)
olifuolia eða sojaolia
3 msk. Mango Chutney
'h tsk. Sambal Oelec eða Tabasco
'U-'h 1 vatn
salt og pipar eftir tilfinningu
1 búnt steinselja (helmingur geymdur til skrauts)
Skerið laukinn í tvennt og síðan hvern helming í sex
parta. Hreinsið gulrætumar, skerið eftir endilöngu og
síðan á ská í þunnar sneiöar. Hreinsiö kjamann úr
paprikunni og skerið í meðalstóra kubba. Leggið
sveppina í bleyti og skerið síðan í ræmur. Skáskerið
púrruna smátt og saxið hvítlauksrifin.
Kínverskir sveppir fást í Heilsuhúsinu, Kryddkofan-
um og Hjá Nings. Leggja verður þá í bleytí í 2-3 klukku-
stundir en ef tími er naumur má nota heitt vatn sem
flýtir fyrir.
Skerið kjötiö í þunna bita eða ræmur (gott er að
skera kjötið niður meðan lítið frost er í því). Steikið
Bjarni Óskarsson hefur gaman af austurlenskri mat-
argerð. DV-mynd Bryjar Gauti
kjötiö létt í olíunni og kryddið með salti og pipar.
Notið Wok eða djúpa steikarpönnu.
Bætið nú grænmetí saman við og látið krauma allt
saman í 2-3 mínútur. Hellið síðan afganginum saman
við. Vatn, kraft, hunang, tómatmauk, soja, sérrí,
Mango Chutney og tabasko. Látið suðuna koma upp
og þykkið með maisenamjöli sem leyst hefur verið upp
í örlitlu af köldu vatni. Stráið steinselju yfir að lokum.
Borið fram með soðnum hrisgriónum og hvitlauks-
brauði. Til að forðast óþarfa hitaeiningar mælir Bjarni
með spánskri aðferð við hvítlauksbrauð. En hún felst
í því að tekinn er hvítlauksgeiri og hónum núið við
ristaðar brauðsneiðar. Hart brauðið rífur í hvítlaukinn
sem verður eftir í brauðinu.
Bjami ætlar að skora á Þórhall Sigurðsson, Ladda,
sem er mikill sælkeri og hefur verið dyggur viðskipta-
maður Bjama í gegnum tíðina.
Hinhliðin
Atvinnumál kvenna
eru mér hugleikin
- segir Elísabet Benediktsdóttir, forstöðumaður Byggðastofnunar á Egilsstöðum
lín.
Uppáhaldssöngvari: Elvis Presley
og Louis Armstrong.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ég á
mér engan uppáhaldsstjómmála-
mann.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Á
þessu heimili er horft mest á „My
Little Pony“.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég horfi
eiginlega eingöngu á fréttir en góð-
ar bíómyndir em í uppáhaldi.
Ertu hlynnt eða andvíg veru varn-
arliðsins hér á landi? Eg er á móti
því í dag en skil forsendumar sem
lágu að baki ákvörðun um komu
þess hingað.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Ég hlusta eingöngu á rás 2.
Uppáhaldsútvarpsmaður: • Mér
finnst Stefán Jón ágætur og það er
létt yfir Þorgeiri Ástvaldssyni.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Ég horfi jafnmikið á
báðar stöðvar.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Mér
finnst allir mjög frambærilegir.
Uppáhaldsskemmtistaður: Það er
veitingahúsið Ítalía.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Það er
Valur á Reyðarfirði sem hefur stað-
ið sig frábærlega vel.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Að ala bömin mín vel
upp svo þau veröi góðir einstakl-
ingar og standa mig vel í vinnunni.
Hvað gerðirðu í sumarfríinu? Fyrst
fómm við hjónin aöeins til London
og síðan höfum við þrætt ættarmót
norðanlands og austan með böm-
unumokkar. -JJ
Um mánaðamótín tók Elísabet
Benediktsdóttir við nýju starfi sem
forstöðumaöur Byggðastofnunar á
Egilsstöðum. Elísabet er fædd og
uppalin á Reyðarfirði og býr þar.
Hún ekur daglega á milli heimilis
og vinnustaðar á Egilsstöðum. Hún
segir nýja starfið leggjast vel í sig
og af nógu sé að taka.
Frá því hún lauk prófi í rekstrar-
hagfræði í Danmörku árið 1987
hefur hún starfað við ýmis verkefni
tengd atvinnumálum á Austfjörð-
um. Henni em atvinnumál kvenna
sérstaklega hugleikin því hún segir
atvinnutækifæri þeirra fábreytt.
„Þær sem ekki vilja eða geta unn-
ið í fiskvinnu eiga fárra kosta völ
og þurfa að ganga mn atvinnu-
lausar,“ segir hún. „Með aukinni
skólagöngu kvenna gera þær kröf-
ur um fjölbreyttari atvinnumögu-
leika.“
Fullt nafn: Elísabet Benediktsdótt-
ir.
Fæðingardagur og ár: 26.9. 1960.
Maki: Jóhannes Pálsson.
Böm Þau em Bóel 8 ára, Páll 3ja
ára og Jón Brúnsteð 1 árs.
Bifreið: Nissan Sunny árg. ’91.
Starf: Forstöðumaður Byggða-
stofnunar á Austurlandi.
Laun: Ennþá óljós.
Áhugamál: Bamauppeldi, söngur
og ýmislegt.
Hvað hefur þú fengið margár réttar
tölur í lottóinu? Eg spila aldrei af
því líkumar em engar.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Aö vera með bömunum mín-
Elísabet Benediktsdóttir.
um í rólegheitum, syngja í kómum
og vera heima.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Aö þurfa að eiga samskipti
við fólk sem rífst mikið.
Uppáhaldsmatur: Pastaréttir.
Uppóhaldsdrykkur: Vatn og svo
drekk ég mikið kaffi.
Hvaða iþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Landsliðið í
handbolta eins og það leggur sig.
Uppáhaldstímarit: Alt om mad.
Hver er fallegast karl sem þú hefur
séð fyrir utan maka? Elvis Presley.
Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn-
inni? Ég hef fullan skilning á þeim
aðgerðum sem hún er að reyna að
framkvæma.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Hana Birgittu, vinkonu
mína, en hún býr langt í burtu.
Uppáhaldsleikari: Ami Tryggva-
son og Kevin Costner.
Uppáhaldsleikkona: Sigríður Haga-