Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992. Gylfi Kristjánsaon, DV, Akureyri: Á bænum Hraunkoti í Aðaldal í Þingeyjarsýslu býr ung kona sem kemur viða við þegar saumaskapur er annars vegar. Hún heitir Hulda Ragnheiður Ámadóttir, er frá Húsa- vík og hefur lært kjólasaum. Ekki situr hún alla daga og saumar fína kjóla fyrir „fínar frúr“ þótt hún geti sem best gripið í slíkan saumaskap og hafi gert það. Hulda Ragnheiður hefur hins vegar vakiö athygli fyrir ýmislegt annað sem hún hefur saum- að og þessa dagana eru það vesti fyr- ir ijúpnaskyttur sem hún saumar af krafti. Hulda Ragnheiður segir aö tildrög þess að hún fór að sauma vesti sem Hulda Ragnheiður með rjúpnavesti. Hún saumaði fyrsta vestið handa eiginmanninum í jólagjöf en síðan hafa pantanir streymt til hennar. Hundamir á leðurskóm Hulda Ragnheiður kemur víða við í saumaskapnum. Um þessar mundir er hún að hefja vinnu við kjólasaum fyrir Leikfélag Akureyrar, fyrir sýn- ingu félagsins á óperettunni Leður- blökunni. Þar er um að ræða ellefu kjóla og Hulda Ragnheiður segir þetta mjög áhugavert verkefhi og skemmtilegt. En enn er ekki allt upp taliö og sennilega er Hulda Ragnheiður eina saumakonan hér á landi og þótt víðar væri leitaö sem hefur saumað skó fyrir hunda. „Ég gerði þaö bæði í fyrrahaust og núna að sauma skó úr leðri fyrir hundana áður en þeir fóru í göngumar. Þeir verða sárfættir Ung saumakona í Þingeyjarsýslu: Saumar „hundaskó'' og glæsilega bmðarkjóla - ogalltþar ámilli eru sérhönnuð fyrir ijúpnaskyttur hafi verið þau að hún hafi ekki vitað fyrir ein jólin hvað hún átti að gefa manninum sínum, Kolbeini Kjart- anssyni, í jólagjöf og þá gripið til þess ráðs að sauma slíkt vesti fyrir hann. „Rjúpnavestin" eru vönduð, þau eru tvöfóld og með vasa allan hringinn á milli laga þannig að þar geta menn stungiö rjúpunum inn á sig. Framan á vestunum eru svo vas- ar, t.d. einn fyrir nesti, annar fyrir skot, einn fyrir áttavita og enn einn fyrir sjónauka. Vestin selur Hulda Ragnheiður á sjö þúsund krónur sem hún telur mjög sanngjarnt verð. Hún segist hafa auglýst vestin í blöðum fyrir norðan og innan skotveiðifélaga en hún vilji helst ekki selja þau ööru- vísi en beint til rjúpnaveiðimanna; hún hefur ekki mikinn áhuga á að millihðir séu að hirða bita af þeirri kökunni. Saumar fyrir fatlaða „Ég útskrifaðist sem kjólasaumari úr Iðnskólanum í Reykjavík sl. vor og var alltaf ákveðin í að fara norður og vinna þar. Ég hafði árið áður en ég útskrifaðist farið á námskeið í Noregi þar sem ég lærði að sauma föt fyrir fatlaða og ætlaði mér aö hafa þann saumaskap í bakhöndinni ef ekki væri nóg að gera á öðrum sviðum. Reyndin hefur hins vegar oröið sú að ég hef meiri áhuga á aö sauma fyrir fatlaða en annað fólk og Hulda Ragnheiður Arnadóttir býr á sveitabæ en vinnur sem saumakona. Hún sérhæfir sig i fötum fyrir fatlaða og rjúpnavestum en saumar rándýra brúðar- og samkvæmiskjóla þess á milli. hef farið meira út á þá braut. Þetta eru alls kyns föt og sérhönn- uð. Maður í hjólastól þarf t.d. buxur sem eru háar aö aftan og lágar að framan til að þðsr fari vel þar sem hann situr alltaf. Fatlað fólk hefur ýmsar sérþarfir og þá þarf að taka tillit til þeirra, taka mál af viðkom- andi og sauma samkvæmt því. Ég er sú eina sem fæst við þennan sauma- skap hér á landi, eftir því sem ég best veit, og ég hef reýndar ekki heyrt að aðrir hafi lært þetta sérstak- lega. Ég bý reyndar ekki á mjög hentug- um stað til að sinna þessu en í fyrra vann ég hjá Sjálfsbjörg í Reykjavík, bjó reyndar í Sjálfsbjargarhúsinu þar þegar ég var í skólanum og þá kynntist ég fólki þar og náði mjög vel til þess. Ég hef síðan fengið nokk- uð af verkefnum við að sauma fyrir fatlaða. Ég fer suður af og til og tek þá mál og þess háttar og sauma svo hér fyrir norðan. Fyrir karlmennina sauma ég aðallega buxur en fyrir konurnar eru það pils, blússur og fleira. Það er ipjög mikið atriði að ná góðu sambandi við þetta fólk, fá það til að segja mér hvaö það er sem það virkilega þarf og að hvaða leyti vepjuleg föt henta því ekki. Ég þarf oft að hitta fólk oftar en einu sinni til að ræða við það svo að það verði sátt viö að leyfa mér að taka mál af sér. Þama era ýmsar sérþarfir á ferðinni og ýmislegt sem þarf aö hugsa út í.“ greyin að ganga í hrauninu og eru voöalega hrifnir af þvi að fara á leð- urskóm í göngumar. Ég hef ekki selt þessa hundaskó, heldur saumað þetta fyrir okkar hunda og hunda vina og vandamanna. Ýmsum þætti það líka sennilega of dýrt að kaupa klæðskerasaumaða leðurskó handa hundinum sínum.“ Meira hugsað um notagildið - Hefur þú gert eitthvað af þvi aö sauma fína samkvæmiskjóla? „Ég hef ekki gert mikið af því und- anfarið en gerði talsvert af því meðan ég var í skólanum, enda er meiri markaður þar fyrir slíkan fatnað. Konur í sveitum hafa ekki eins mörg tækifæri til að klæðast samkvæmis- kjólum og eru reyndar allt öðruvísi þenkjandi í fatavali sínu. Konur hér fyrir norðan sem ákveða að fara til kjólasaumara eru fyrst og fremst að hugsa um notagildið og vilja t.d. fá dragtir og þess háttar fatnað en eru ekki að eyða peningum í fína sam- kvæmiskjóla. En ég hef saumað brúðarkjóla sem eru reyndar mjög dýrar flíkur og kosta um 100 þús. kr. Já, ég kem víða við, og ég geri það sem ég þarf að gera í það og það skipt- ið. Með fjölbreytninni vinn ég það líka að hafa stöðugri vinnu allt árið. En ég hef aldrei saumað kjólföt. Það er draumurinn að fá að sauma slík föt,“ segir Hulda Ragnheiður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.