Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Blaðsíða 15
LAUGARDÁGUK 7. NÓVEMÉER 1992. „Þú ert rembusvín" Stundum fær maður þannig meldingar að maður stendur orð- laus og veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Pistilskrifari fékk eina slíka á dögunum og veit ekki hvað hann hefur til saka unnið. Þannig var mál með vexti að ég sótti þriggja ára dóttur mína á leik- skólann í hádeginu. Hún er nýbyU- uð þar og er að læra á kerfið. Ég taldi mig nokkuð góðan því að ég fór og sótti bamið án þess að fá um það beiðni frá mínum betri helm- ingi. Við feðgin fórum síðan heim þar sem ég reif í mig brauðsneið með osti og gaf barninu súrmjólk með púðursykri. Fullkominn faðir Þetta er að mínum dómi til fyrir- myndar. Míúkur maður sem sækir barnið og gefur því að borða án þess að vera beðinn um það. Það fór vel á með okkur feðginum enda góðir vinir. Þegar aðeins leið á há- degið fékk ég fyrirmæli frá móður- inni að koma með bamið til hennar þar sem hún var stödd nokkm austar í bænum. Ég hlýddi þessu orðalaust, eins og góðum eigin- manni og föður ber að gera, og klæddi stúlkuna í galla, húfu og vettlinga. Úti í bíl batt ég hana sam- viskusamlega í bílstólinn og síðan héldum við af stað. Ég gat ekki annað en dáðst að framförum mín- um í bamauppeldi og heimilishaldi öllu. Þama sinnti ég frumþörfum bamsins án allrar aðstoðar kven- kynsins. Ég taldi prikastöðu mína með besta móti. Pabbi-þú ert rembusvín! Ég kveikti á útvarpinu í bílnum og fylgdist með baminu í speglin- um. Stúlkan var hin besta í .bíl- stólnum, eins og þriggja ára stúlku- böm eiga að vera. Þá gerðist það sem ég átti síst von á og alls ekki eftir frábæra frammistööu mína í eldhúsinu. „Pabbi,“ sagði stúlkan til að ná athygli minni og bætti strax við: „Þú ert rembusvín!“ Það lá við að ég missti stjóm á bílnum og víst er að ég fór allt of hratt yfir hraðahindrun sem lá þvert yfir götuna. „Hvað segirðu, bam?“ stamaði ég eftir að ég náði aftur valdi á bfinum. „Þú ert rembu- svín,“ endurtók stúlkubarnið. Þar með taldi hún máhð útrætt og gaf ekki frekari skýringar. Eftir sat ég og staða mín var í uppnámi. Faðir sem sjálfur hafði náð í bamið og gefið því að borða. Faðir sem taldi sig á tuttugu ára ferh hafa tekið umtalsverðum framfömm í bamauppeldi. Eigin- maður sem taldi sig eftir atvikum góðan í sambúð. Hvar náði barnið í þetta voðalega orð, rembusvín? Var það hugsanlegt að móðir bamsins talaði um föður þess og eiginmann sinn sem karlrembu- svín? Kom þetta kannski frá eldri systur barnsins, mágkonum mín- um, systram, móður eða tengda- móður? Hef ég ekki reynst öllum þessum konum hins besti sonur, bróðir, eiginmaður eða faðir? Hvað var að gerast? Ég blótaði kvennahreyfingunni allri en gerði það í hljóði svo bam- ið heyrði ekki. Nóg var nú samt. Ekki mátti það spyrjast að rembu- svínið væri oröljótt. Eðlileg verkaskipting Ég get að vísu viðurkennt, ef ég ht aftur, að ég var ekki duglegur að taka tfi í herberginu mínu í æsku. Ég þvoði ekki upp, enda á ég tvær systur. Mamma straujaði líka fötin mín eftir að hún þvoði þau og tók tfi nesti handa mér í skólann. Hún vakti mig líka á morgnana og gaf mér kakó og brauð svo ég færi ekki svangur af stað. Finnst ykkur þetta ekki sjálf- sagt? Mér þótti það að minnsta kosti og hef ekki séð annað kerfi taka þessu fram. Þegar við systkin- in vorum saman í sveit sótti ég kýmar og var í heyskap. Systm- mínar hjálpuðu til við elchiússtörf- in. Finnst ykkur þetta ekki eðlilegt líka? Segja má að eiginkona mín hafi tekið að sér að annast mig eftir að ég flutti að heiman. Ég gerði að vísu nokkrar athugasemdir fljót Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri lega eftir að við hófum búskap. Blessuð konan gleymdi nefnilega reglulega að setja upp kartöflur og þar kom að ég setti upp miða fyrir ofan eldavélina þar sem á stóð: Mundu eftir kartöflunum! Þetta var mitt framlag til matargerðar innar og raunar þáttur í að ala upp eiginkonu og móður. Það fyrsta sem ég gaf konuefninu var mat- reiðslubók Helgu Sigurðardóttur. Þar stóð aht um sláturgerð, sultur og beijasaft, auk þess sem tíma- mæhngar fylgdu á fisk- og kjöt- suðu. Ég var hreykinn af þessu framtaki mínu og skil ekki enn hversu fálega konan tók bókargjöf- inni. Stöðug framför Þegar frumburður okkar fæddist þótti ég heldur klaufalegur í með- ferð smábama. Ég haföi mér það til málsbóta að ég hafði varla tekið á smábami og treysti því alveg á móöurtilfinningima. Er hún ekki meðfædd? Ætlast náttúran ekki th þess að móðirin sjái um afkvæmi sitt? Gengur hún ekki með bamið og gefur því brjóst? Ég bara spyr. Gallinn var hins vegar sá að þegar okkur fæddist annað barn, rúmum ' þremur árum síðar, haföi mér htið farið fram. Ég viöurkenni þetta og sýnir þaö um leið að ég er ekki al- veg fullkominn. Ég ákvað því að taka mig á þegar okkur fæddist dóttir enn nokkrum árum síðar. Hún er nú ellefu ára gömul og frá þeirri stundu tel ég mig hafa verið í stöðugri framför. Þó var mér ekki treyst tfi ahs og ég minnist þess að áður en kona mín kom heim af fæðingardefidinni fóra tengdamóð- ir mín og mágkona eins og hvítir stormsveipar yfir íbúðina. Þetta geröu þær óumbeðnar. Ekki veit ég af hverju. Þær og fleiri góðar konur höfðu að vísu boðið mér og börnunum reglulega í mat. Það fannst mér eðlilegt enda var enginn til að hugsa um okkur meðan kon- an var á fæðingardeildinni. Sem nýr maður Ég tel mig hins vegar hafa verið sem nýjan mann frá því að yngri dóttir okkar fæddist fyrir rúmum þremur árum og skfi því ahs ekki hvemig það er komið inn í kollinn á baminu að faðir þess sé rembu- svín. Sem dæmi má nefna að ég náði fuhkomnum tökum á bleiu- skiptum og skipti um án þess að móðir bamsins færi fram á það. Þá var ég jafnvel skihnn einn eftir með bamiö fljótlega eftir fæðingu. Ég gat klætt stúlkuna sjálfur, þótt það tæki nokkurn tíma, og stappað- ur fiskur, bananar og skafin eph fóra ofan í bamið sem ekkert væri. Er þetta ekki til fyrirmyndar? Er hægt að hugsa sér betri föður? Ég hefði verið thbúinn til að halda fyr- irlestra á uppeldisþingum og leiö- beina þeim sem skemmra væra á veg komnir. Þaö fór hins vegar enginn fram á það við mig. Vegna þess hversu langt ég er kominn á þroskabrautinni kom fifilyrðing stúlkubamsins mér algerlega á óvart. Naflaskoðun Síðan þetta gerðist hef ég hugsað máhð. Er eitthvað í fari mínu sem fóður, húsbónda og eiginmanns sem má betur fara? Ég viðurkenni eftir þá naflaskoðun að ég bý sjald- an tfi mat og þá aðeins einfalda rétti eins og að hita pitsur, pylsur og búa til eitthvað úr nautahakki. Ég hef aldrei lært á þvottavélina enda er hún óumdeilt kvennatæki. Þá kann ég htið með straujám aö fara og skemmi jafnvel flikur ef ég reyni það. Ryksugan er svo hávær að ég hef komið mér hjá notkun hennar. Þetta getur hugsanlega tal- ist neikvætt í fari mínu. En miklu fleira er jákvætt. Ég lærði til dæmis á kaffivélina og hehi nú í seinni tíö skammlaust upp á kaffi. Þá leikur uppþvottavél- in í höndum mér og sérstaklega ef mér tekst að fá börnin til þess að setja leirinn í hana. Enn eitt yljar mér um hjartarætur þegar ég rifja kosti mína upp. Ég er farinn að hreinsa sjálfur hár og sápufroðu úr sturtubotninum. Þá má einnig geta þess að undantekning er nú oröin ef ég gleymi að hengja upp jakkann minn þegar ég kem heim úr vinnunni. Ég held alveg jafnað- argeði mínu ef konan er sein með matinn, th dæmis ef hún kemur seinna heim en ég, og æsi mig ekki teljandi ef ég finn ekki straujaða skyrtu. Þá set ég gjarnan saman sokkana mína áður en konan þvær þá. Það er svo annað mál og þessu óskylt að sokkar koma yfirleitt út úr þvottavélum sem einstakhngar en ekki pör. Óþægilegur grUnur Eftir þessa lauslegu upptalningu hlýtur flestum að vera Ijóst að fuh- yrðing litlu dóttur minnar er úr lausu lofti gripin. Hún á sér enga stoð enda framfarir mínar óum- deildar. En varla hefur hún fundið þetta upp hjá sjálfri sér. Þeirri spumingu er enn ósvarað hvar bamið heyrði þessa vitleysu. Ég hef ekkert nefnt þetta við komma enda vfi ég ekki koma neinum ranghugmyndum inn hjá henni. Stundum hvarflar þó að mér að bamiö hafi þetta beint úr móður sinni en ég segi bara eins og er, ég trúi því ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.