Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992. Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Fávísleg styrjaldaraðild Bandaríkjastjóm hefur ákveðið að svara tollmúra- stefnu Evrópusamfélagsins með 100% refsitollum á franskar lúxusvörur. A sama tíma eru íslenzk stjórn- völd að stíga fyrsta skrefið í átt til viðskiptastríðs gagn- vart Bandaríkjunum og öðrum ríkjum utan Evrópu. í stjómkerfinu ér verið að vinna að nýjum reglum, sem fela í sér flutning gjalda frá vörum Evrópusamfé- lagsins yfir til vamings frá öðrum stöðum, svo sem Bandaríkjunum og Japan. Þetta getur til dæmis komið niður á japönskum og bandarískum bílum í innflutningi. Með þessum hættulegu ráðagerðum íslenzkra stjóm- valda er verið að taka upp þau vinnubrögð Evrópusam- félagsins að leggja ekki minni áherzlu á að reisa toll- múra út á við heldur en að lækka tolla inn á við. Þessi vemdarstefna stríðir gegn hugmyndafræði fríverzlunar. Ef íslenzk stjómvöld vilja halda óbreyttum tekjum, er bezt að gera það með gjöldum, sem leggjast jafnt á vöruna, hvort sem hún er framleidd hér heima og hvað- an sem hún kemur úr heiminum, en vera ekki að hossa Evrópusamfélaginu á kostnað annarra viðskiptavina. Okkur hefur verið sagt, að þátttaka í Evrópska efna- hagssvæðinu feh ekki í sér neina skylduaðild að toll- múrastefnu Evrópusamfélagsins. Tilraunir í stjómkerf- inu til að gera íslendinga að sjálfboðahðum í þágu þess- arar stefnu stinga í stúf við slíkar fuhyrðingar. Það er stjóm Bush Bandaríkjaforseta, sem ákvað að leita heimildar til gagnaðgerða vegna þvergirðingshátt- ar Evrópusamfélagsins. Flestir eru sammála um, að stjóm Chntons Bandaríkjaforseta muni að minnsta kosti ganga jafn langt í að halda úti viðskiptastríði. Evrópusamfélagið á mesta sök á, hvemig komið er fyrir tilraunum til að efla fríverzlun í heiminum. Það semur reglugerðir, sem stríða gegn því, er ríki þess hafa samþykkt í Alþjóðlega tollaklúbbnum GATT. Og það hefur franskan landbúnað fyrir heilaga kú. Forstjóri Evrópusamfélagsins er franskur miðstýr- ingarsinni, Jacques Delors, sem ætlar sér stóra hluti í franskri póhtík, þegar Evrópa hefur losað sig við hann. Landbúnaðarforstjóri Evrópusamfélagsins hefur ekki fengið að semja um frið vegna ofríkis Delors. Afstaða Delors og Evrópusamfélagsins gegn tilraun- um Alþjóðlega tohaklúbbsins til að efla fríverzlun 1 heiminum hefur sáð frækomum viðskiptastríðs, þar sem ríki munu raða sér í fylkingar til að hefna sín hvert á öðm. Afleiðingin verður ennþá meiri kreppa en nú er. Bandarísk stjómvöld hafa nú ákveðið að láta ekki bjóða sér meira af þvergirðingi Evrópusamfélagsins. Líklegt er, að miðstýringarmenn þess muni reyna að fá aðildarríkin til að svara með auknum verndartollum af sinni hálfu. Þetta verður strax að viðskiptastríði. íslenzk stjómvöld mega ekki glepjast th að reisa neina þá tollmúra, sem stríðandi aðhar í útlöndum geti tahð beint gegn sér. Hagsmunir íslendinga felast í sem víð- tækastri fríverzlun í heiminum, en ekki í óvhjandi aðhd að atkvæðaveiðum Delors á frönsku landsbyggðinni. í tæka tíð verður að stöðva tilraunir í stjómkerfinu th að færa tekjustofna í innflutningi frá afurðum Evr- ópusamfélagsins th afurða Bandaríkjanna og Jaþans. Tilraunimar stríða gegn hagsmunum íslendinga sem þeirrar þjóðar heims, sem mest er háð fríverzlun. Þátttaka okkar í viðskiptakerfum má undir engum kringumstæðum leiða th þess, að við fómm að taka óbeinan þátt í flokkadráttum, sem verða okkur dýrir. Jónas Kristjánsson Einn isminn enn hverfur við lítinn orðstír Þar fór Reaganisminn. Veldi hans stóð í tólf ár í Bandaríkjunum og við getum verið viss um að hann kemur aldrei aftur. Hnignunin hófst þar sem stefna Ronalds Reag- an og manna hans náði sér á strik, í Kalifomíu. Þar voru fyrst settar í allsherjaratkvæðagreiðslu ramm- ar skorður við skattlagningu til al- mannaþarfa. Um það leyti sem prófkjörum var að ljúka í vor fyrir forsetakosningamar var Kaliforn- ía á barmi gjaldþrots. Pete Wilson, fylkisstjóri úr flokki repúblíkana, og fylkisþing undir stjóm demó- krata tókust á um úrræði þangað til allt stefndi í óefni. Afleiðingin af þessu og síðan sprengingunni í fátækrahverfum Los Angeles var að framboð demó- kratanna Bills Clintons og Als Gore átti vísan sigur í Kalifomíu_ frá upphafi. George Bush átti aldrei neina möguleika í þessum kosning- um í því fylki Bandaríkjanna sem ræður fimmta hluta þess atkvæða- magns sem þarf til forsetakjörs, 54 kjörmönnum. Fyrirrennari hans, Reagan, reyndi ekki einu sinni að veija málstað sinn og eftirmanns síns í heimafylki sínu þegar dró að kjördegi heldur þótti frekar gagn í að hann kæmi fram á kosninga- fundum í suðurríkjum austur- strandarinnar, Karólínunum báð- um. í þessu blaöi og öðrum birtast af og til pistlar frá fólki sem neitar að viðurkenna sannleiksgildi þess sem undirritaður eða leiðarahöf- undar Morgunblaðsins hafa haft að segja upp á síðkastið um stöðu mála í Bandaríkjunum. Því verður þessu rúmi variö í dag til aö birta lesendum bandaríska úttekt á stöðu mála. Þetta er álit Wiliiams Pfaffs, dálkahöfundar á vegum Los Angeles Times, rétt fyrir kjördag: „Þýðingarmesta kosningamálið er hvort stefnuleysi í efnahagsmál- um og hrörnun að tiltölu í iðnaði verða stöövuð og Bandaríkjunum beint í nýja stefnu þar sem tillit til félagslegs réttlætis fær í fyrsta skipti í tólf ár að hafa marktæk áhrif á stefnumótun. Á stjórnarárum Reagans og Bush hefur kenning um eintrjáningslega markaöshagspeki og afnám reglu- setningar elda fært hagkerfmu þann aflvaka sem lofað var heldur afiðnvæðingu og glæpsamlegt gróðaball, til hags erlendum keppi- nautum en óhags bandarískum neytendum og vinnandi fólki. Vinnulaun fóru lækkandi þar sem sérhæfð störf hurfu en í stað- inn komu láglaunuð þjónustustörf. Lífeyristryggingar og heilsutrygg- ingar töpuðust í fjölda „endur- byggðra" fyrirtækja. Því fylgdi fækkun staifa í heild og vöxtur örbirgðar og heimilisleysis sem ekki eiga sér líka síðan í kreppunni miklu. Öllu þessu átti svo að fylgja aukin skilvirkni. Staðreyndin er að hagkerfi og iðnaður Bandaríkj- anna hafa verið á undanhaldi fyrir helstu iðnvæddum keppinautum en enginn þeirra aðhyllist hug- myndafræði fijálshyggju í þessari mynd og allir veita þjóðum sínum félagslega vemd á háu stigi og opin- ber þægindi. Meðfram aðalgötum Parísar raða sér ekki betlarar með heimkynni í pappakössum og dyra- skotum eins og víða um Bandarík- in. Atvinnuleysingjar í Frakklandi fá stuðning og endurþjálfun. Sjúkir í Þýskalandi njóta allir trygginga, svo og í Hollandi. Þessi lönd eru í hópi þeirra sem jafnt og þétt ganga á markaðshlutdeild bandarísks iönaðar. Kenningasmiðimir, sem færðu okkur slíka og þvílíka stefnu, bera það enn blákalt fram, í berhögg við sönnunargögnin, að sérhver ríkis afskipti af mörkuðum eða alvarleg tilraun til að breyta tekjuskiptingu eyðileggi samkeppnisaðstöðu þjóð- ar. Þeir neita að viðurkenna að Þýskaland, Japan og Frakkland, ásamt öðrum löndum, sameina meö góðum árangri afar sam- keppnishæfa iðnaðarframmistöðu og félagslegt réttlæti. Auðvitað er ekki í tísku að tala um félagslegt réttlæti. Þeir sem hafa tekið markaðinn í guðatölu neita aö viðurkenna að með þjóð verður að ríkja félagslegur sáttmáli Erlendtíðindi Magnús Torfi Ólafsson þar sem þeir sem sljóma fyrirtækj- um og þeir sem vinna verkin viður- kenna sameiginlega hagsmuni og gagnkvæmar skuldbindingar." Þetta skal látið nægja frá William Pfaff. Hann telst til fijálslyndari dálkahöfunda í bandarískum blaðaheimi. Úr hópi hinna íhalds- samari má taka A.M. Rosenthal, fyirum einn af ritstjórum New York Times og nú dálkahöfund við sama blað. Hann tók í hnakka- drambið á frambjóðendum rétt fyr- ir kosningar og bar þeim á brýn að leiöa hjá sér skæðustu þjóðfé- lagsmeinin. Rosenthal segir meðal annars: „Fíkniefni, glæpir, lamað dóms- kerfi; jú, frambjóðendur senda frá sér einhver stefnuplögg. Þau vekja litla athygli af því þau bera ekki með sér skelfinguna. Hefur nokkuð frá frambjóðend- unum sýnt að þeir skilji hvað „borgarmálefni" þýða núorðið? Hvernig það er að búa í hverfi sem fikniefnabófaflokkar ráða og vita að þeir geta drepið að geðþótta eða af handahófi? Eða þar sem foreldr- ar taka börn sín úr skólunum til að reyna að koma í veg fyrir að þau séu skotin niður á götunni? Og hver frambjóðenda eða hvaða stefnuplagg fjallar um karla og konur, biluð á geði, sem búa, ráfa og gera öll sín stykki á götum úti. Frambjóðendurnir útskýra að með því að efla hagkerfið í heild eigum við auðveldara með að afla íjár til að fást við fíkniefni, glæpi, ofbeldi, jafnvel að hjálpa nokkrum Bosníumönnum og Sómölum. Gott og vel. En frambjóðendur ættu að útskýra annað atriði. Hvernig fara önnur lýðræðisríki að því að hafa götumar hreinni, meira öryggi í borgahverfum og bönkum, minna um fíkniefni, eng- ar byssur, betri sjúkratryggingar, færri niðumídda leigukassa og nið- urbrotið fólk, án þess að bíða eftir að allt mikla, heildar, ofurstóra, altæka efnahagsviðfangsefnið sé komið á koppinn, með einhverri ótiltekinni afbragðsstefnumótun?" Reaganisminn reyndist ekki úr- ræði við vandamálum, hann magn- aði þau verstu sem fyrir vom og skapaði ný. Því fór svo að forset- inn, sem hélt uppi merki hans í lokin, mátti sætta sig viö rétt rú- man þriðjung atkvæða. Magnús T. Ólafsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.