Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Page 20
20 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992. Kvikmyndir Síðasti móhíkaninn Hér sést leikstjórinn, Michael Mann, viö vinnu. Það hefur mikið vatn runniö til sjávar síðan fyrsta indíánamyndin var gerö. Á tímum þöglu mynd- anna voru framleiddar margar myndir sem íjölluöu um indíána, eins og An Indian Wife’s Devotion og Heart of an Indian. En þegar tímabil tónmyndanna hófst virðist sem hlutverk indíana í kvikmynd- um hafi breyst því þeir voru í flest- um tilvikum látnir vera vondu mennimir. Hver man ekki eftir gömlu kúrekamyndunum þar sem hetjumar vom látnar brytja niður indíána og hljóta lof fyrir? Þar gilti lögmáhö að eini góði indíáninn væri dauður indíáni og var þessi skoðun ótrúlega útbreidd. Það var ekki fyrr en þegar Broken Arrow var gerð um 1950 að breyting varð á þessu. Þar vom indíánamir í aðalhlutverki og hetjur myndar- innar. Viðhorfsbreyting Smátt og smátt fóm einnig að koma fram kvikmyndir sem fjöll- uðu um indíána út frá sögulegu samhengi og að hluta til reyndu að endurmeta og leiðrétta hlutskipti þeirra í hugum bandrísks almenn- ings. Þar fór fremst í flokki myndin hans Johns Ford, Cheyenne Aut- umn (1964), sem fjallaði um sorgir og sigra indíánaættbálks. Fjórum árum síðar fylgdi Robert Siodmak eftir með Custer of the West þar sem hann gekk svo langt að líkja drápinu á Cheyenne indíánunum við fjöldamorð nasista. En samtím- is vora geröar myndir sem geröu indíánum ekki eins hátt undir höfði, samanber Stalking Moon (1968), Tell Them Willie Boy Is here (1969) og A Man Called Horse (1970). Líklega hafa fáar myndir snortið áhorfendur eins mikiö og Soldier Blue sem fjallaöi um fjöldamoröin í „Sand Creek“ 29. nóvember 1864 þegar bandarísk riddarasveit drap 500 Cheyenne indíána, jafnt konur, karla og böm. Frá þessum tíma stendur einnig upp úr mynd Art- hurs Penn, Little Big Man (1970). Úlfadansinn Svo farið sé hratt yfir sögu þá hafa nokkrar góðar indíánamyndir veriö gerðar undanfarinn áratug en líklega er fólki ferskust í minni óskarsverðlaunamyndin Dances with Wolves þar sem Kevin Costri- er fór á kostum bæði í hlutverki leiksfjóra og leikara. Vinsældir myndarinnar hafa ef til vill ýtt undir Michael Mann að leggja út í gerð Siðasta móhíkanans sem var fi-umsýnd fyrr á árinu. Þótt hér sé um bandaríska mynd að ræða var hún frumsýnd í ágúst sl. 1 París áöur en hún var tekin til almennra sýninga í Bandaríkjunum i lok september. Ástæðan er sú að höf- undur bókarinnar, sem myndin byggist á, bjó í París á árunum 1826-1833. Síðasti móhíkaninn er byggð á bók James Fenimore Cooper, sem er raunar fyrsti bandaríski skáld- sagnahöfundurinn sem eitthvaö kvað að. Hann vakti athygli fyrir skáldsögm1 sínar úr frelsisstríði Bandaríkjanna og er þekktastur fyrir skáldsögur sem gerast á slóö- um indíána, eins og Síöasti móhí- kaninn (1826), Ratvís (1849) og Hjartarbani (1841). Allar þessar bækur hafa verið þýddar yfir á ís- lensku. Spennandi söguþráður Síðasti móhíkaninn gerist 1757 þegarsjö ára stríðið stóð yfir milii Prússa og Breta annars vegar og bandalags Rússa, Frakka, Spán- veija, Svía, Austiuíkismanna og margra annamþýskra ríkja hins vegar. Þótt stríöið hafi einkum ver- ið háð í Þýskalandi þá áttust Bretar og Frakkar jafrihiiða við á höfun- um og í nýlendum handan hafa. Það er nefriilega þetta nýlendustríð Breta og Frakka í Ameríku sem er sögusvið myndarinnar. Franskir- hermenn undir sfjórn Marquis de Montcalm og indíánar á hans bandi hafa umkringt Fort William þar sem Bretamir hafast við. Tvær systur, þær Alice (Jodhi May) og Cora Munro (Madaleine Stowe), era ásamt fylgdarhði á leið til fóður síns, sem er ofursti í áöumefndu virki. Einn af bresku hermönnun- um, sem er í fylgdarliöi systranna, Hayward að nafrii, er jafnframt að gera hosur sínar grænar fyrir Cora með takmörkuðum árangri. Umsátur En hópurinn verður fyrir árás og allt í einu standa dætur Munros ásamt Hayward berskjaldaðar gagnvart óvinveittu umhverfi. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst, því þeim er bjargað af Haw- keye (Daniel Day-Lewis), bróður hans og Jósturfóður þeirra. Þar með er sögusviðið komið. Hawkeye hefur allt það til bera sem á aö prýða góðan dreng. Hann hafði verið munaðarleysingi hjá ný- lendubúunum en var síðan ætt- leiddur af indíánunum sem tóku hann upp á sína arma. Til að auka á enn meiri spennu í myndinni hafa nokkur ástarævintýri verið vafin inn í söguþráðinn milli Cora og Hawkeye, viö htla hrifningu Haywards. Einnig kemur við sögu Magua sem tilheyrir Huron indí- ánáættbálknum. Hann er njósnari fyrir Frakka og hefur það verkefni að koma Munro fjölskyldunni fyrir kattamef. Alinn upp í sjónvarpi Eins og sjá má af þessum efriis- þræði ætti hann að bjóða upp á eitt- hvað fyrir alla. Það ætti heldur ekki aö koma svo á óvart ef htið er á feril leikstjórans, Michaels Mann. Hann hefur sl. 15 ár unnið aðahega fyrir þann fiölmiöil sem sérhæfir sig í að hafa ofan af fyrir fólki sem er sjónvarpiö. Mann fæddist 1 Bandaríkjunum 1943 og stundaöi nám bæöi við háskólann í Wiscons- in svo og London Intemational Film School. Áriö 1979 fékk hann sitt tækifæri þegar hann gerði verðlaunamyndina The Jericho Mile. Það var svo tveimur áram síðar að hann gerði kvikmynd í fuhri lengd sem var The Thief. Hún fjallaði um þjóf með gott hjartalag sem lendir í útistöðum við spihtar löggur og harðsviraða viöskipta- menn. Þaö var James Caan sem lék þjófinn og fór hann á kostum. Árið 1983 gerði Mann aðra mynd í fuliri lengd eða The Keep sem gerist í seinni heimsstyijöldinni. Það fór htið fyrir þessari mynd enda var hún talin hálfmislukkuð. Höfundurinn að MiamiVice Manhunter kom svo 1986 en hún var byggð á bókinni Red Dragon eftir Thomas Harris. Myndin fjall- ar um leynilögreglumann hjá alrík- islögreglunni sem sérhæfir sig í fjöldamoröingjum. Hann reynir að sefja sig í spor þeirra, hvernig þeir hugsa, til að finna þá. Síðan tók viö Síðasti móhíkaninn. En það era ekki kvikmyndir í fullri lengd sem hafa verið sterk- Umsjón Baldur Hjaltason asta hhð Michaels Mann heldur sjónvarpsmyndir. Hann átti hug- myndina að og skapaði sjónvarps- þáttaröðina Starsky and Hutch og Pohce Störy og framleiddi sjálfur Miami Vice og Crime Story. Þvi má segja með sanni að Mann hafi markað djúp spor í gerð sjónvarps- efnis í Bandaríkjunum á árunum 1984-1990. En htum riánar á Síðasta móhí- kanann. Mann viðurkennir að hafa gengið í smiðju Phihps Dunnes, en hann skrifaði 1936 handrit að sam- nefndri mynd efdr bók James Feni- more Cooper sem leikstýrð var af George Seitz. Raunar hafa fleiri útgáfur verið gerðar af Síðasta móhíkananum því árið 1977 leik- stýrði James L. Conway sjónvarps- útgáfu af verkinu. Mann segist ekki hafa lesið bók James Fenimore Cooper heldur hafi hann einungis séö myndina hans Seitz þegar hann var smástrákur, fimm ára gamah. Þetta var rétt eftir stríðið og telur Mann að þetta hafi verið fyrsta kvikmyndin sem hafði djúpstæð áhrif á hann. Vönduð mynd Mann segist hafa byggt verk sitt á handriti Dunnes vegna þess að hann hafi skrifað það á merkileg- um tímamótum í bandarískum stjómmálum. Dunnes hafi því náð þeim anda sem þyrfti til að lyfta myndinni upp á það plan að efni hennar næði tíl áhorfenda. Síðasti móhíkaninn virðist faha áhorfendum vel í geð og hefur myndin fengið þokkalegar móttök- ur. Leikarar jafrit sem tæknifólk stendur sig vel og Michael Mann virðist takast mjög vel að byggja upp spennu í myndinni með góðum lokapunkti. Einnig era bardagaat- riðin vel gerð þótt þau séu oft á tíö- um 1 blóðugra lagi. Ekki er gott að segja hvemig næsta mynd verður sem fjahar um indíana. Myndir eins og vora gerð- ar á árunum 1930-1950 heyra von- andi sögunni th og það er ábyggi- legt aö bæði Síöasti móhíkaninn og Dances with Wolves hafa breytt hugmyndum manna um lífsbaráttu indíána á sínum tíma. Helstu heimildir: Variety, Chaplin, Film Comment.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.