Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992. 41 Helgarpopp Fyrsta plata Jet Black Joe fær göðar viðtökur: Tókum upp í minnsta og besta stúdíói landsins Athygli vekur að textar við lögin" eru aJlir á ensku. íslensku hijóm- plötuútgáfumar hafa verið tregar til að gefa út plötur með enskum text- um. Til að mynda kom aldrei út plata með Hafnarfjarðarhljómsveitinni efnilegu E-X vegna þessa skilyrðis. „Þeir reyndu að fá okkur til að semja íslenska texta við lögin,“ segir Gunnar Bjami. „Við neituðum og höfðum okkar fram. Ég viðurkenni vel að textarnir em misjafnir. Sumir em ágætir og aðrir síðri. Þeir eru dálítið sýrðir á köflum og torskildir öðnun en okkur. En þessir textar hæfa lögunum og aðrir ekki. Þvi verður ekki breytt.“ - Og þar með er það útrætt. Hljómsveitin Jet Black Joe hefur haft nóg að starfa í sumar og haust. Hún lék víða um land með Sálinni hans Jóns míns, Todmobile og Stjóminni auk þess að koma sjálf fram sem aðalhljómsveit. Gunnar Bjami segir að nóg verkefni bíöi í næstu framtíð, bæði tónleikahald, dansleikir og annað sem fylgir út- komu plötunnar. „Maður sér varla fram úr þessu öllu,“ segir hann, „en þetta er gam- an. Svona viljum við hafa lífið." Formlegir útgáfutónleikar vora í Verkmenntaskólanum á Akureyri á miðvikudaginn var. Ætlunin er aö endurtaka þá í Tjamarbíói um næstu mánaöamót. Rúmlega eins árs hugsjónavinna Gunnars Bjama Ragnarssonar og Páls Rósinkrans Óskarssonar hefur skilað áþreifanlegum árangri. Plata þeirra og félaga þeirra í hljómsveit- inni Jet Black Joe er komin út. Við- tökur kaupenda em góðar. Platan fór rakleiðis í fyrsta sæti vinsældalista DV í síðustu viku. Gunnar Bjami er ánægður með viðtökumar og sömuleiöis plötuna. „Ef ég ætti að gagnrýna eitthvað er það kannski það að í tónlistinni er enginn fastur stíll,“ segir hann. Umsjón Ásgeir Tómasson - segir Gunnar Bjami Ragnarsson gítarleikari „En fyrir bragðið er hún þá fjöl- breyttari en ella. Útkoman er betri en ég bjóst við fyrirfram. Við vorum heppnir með upptökustjóra og upp- tökumann og unnum í minnsta og besta stúdíói í bænum. Vegna þess hversu lítið það er gaf það okkur svigrúm til afis konar tilraunastarf- semi. Ég tel að platan sé fyrir bragð- ið ferskari en ef við hefðum tekið hana upp þar sem fullkominn tækja- búnaður er fyrir hendi.“ Það var í október í fyrra sem Gunn- ar Bjami og Páll snem sér alfarið að tónlist. Síðan bættust þeir við einn af öðrum: Starri Sigurðsson, Jón Öm Amarson og Hrafn Thoroddsen. Þeim var stohð úr hinum og þessum hljómsveitum og er þeir höfðu sam- þykkt ströng inntökuskilyrði, meðal annars að hætta í skóla og snúa sér alfarið að tónlist, bættust þeir í Uðs- mannahóp hljómsveitarinnar Jet Black Joe. „Það er senn Uðið ár síðan það var fullskipað í hljómsveitina,“ segir Gunnar Bjami. „Fáir höfðu trú á okkur til aö byija með en það breytt- ist þegar við fengum plötusamning hjá Steinmn. Við PalU töldum okkur vita nákvæmlega frá byijun hvað við ætluðum að gera. Eða öUu heldur vissum við hvað við áttum ekki að gera. Við höfðum báðir verið í ýms- um bílskúrshljómsveitum og lærð- um í þeim hvemig á ekki að standa aö hljómsveit." Enskirtextar Jet Black Joe vakti fyrst athygU í sumar þegar safnplatan Bandalög 5 kom út. Á henni vöm lögin Rain og Big Fat Stone. Þau em jafnframt á nýju plötunni sem kom út síðast í október. Gunnar Bjami Ragnarsson segir að sum lög hljómsveitarinnar hafi orðið til þegar hiann og PáU Rós- inkrans vora enn tveir einir að æfa sig og leggja á ráðin um framtíðar- hljómsveitina. Rain er til dæmis frá þeim tíma. Gunnar Bjami segir að nóg sé til af lögum. Aðeins brot af þeim komst á plötuna og aðeins þau sem allir fimm vom sammála um að ættu að koma út. Jet Black Joe á sviði. Hljómsveitin lék að mestu á órafmögnuð hljóðfæri til skamms tíma en hefur nú rafvæðst. DV-mynd RaSi um mánaðamótin Nýdönsk kynnir efni af nýrri plötu stnni þann þrítugasta. Fjögurra hljómsveita Hljómsveitimar Nýdönsk, SáUn hans Jóns mins, Pís of keik og Plast sika á stórtónleikum sem efht verður til á Hótel ísland! 30. nóv* ember. Tveir ungir menn, Harald- ur Amórsson og Þröstur Karels- son, standa fyrir tónleikunum. „Okkur langaði bara aö gera eitt- ivaö sniðugt^og þetta var ú*om- ætiuöum við að hafa hjjómleika- haldið minna í sniðunum en kom- umst fljótlega að þvi að fyrst við ætluðum að gera eitthvaö í þessa veruna var best að hafa það al- mennilegt. Dagurinn varð fyrir valinu þvíaðfrierí skólum daginn eftir, fýrsta desember. Við erum því að vonast til að framhalds- skólanemar, átján ára og eldri, lyfti sér upp þennan dag, skömmu »ð Nýdönsk og Sálin kynna báðar efni af nýjum plötum sínum á tón- leikunum. Písofkeikverðureinnig meö eitthvaö nýtt 1 fórum sínum. Piast, sem er að sögn Þrastar ung hijómsveit og efiiiieg, hefur nýlega gefið út myndband með laginu Fuliorðinn. Hún hefur aö hans sögn ýmislegt annað athyglisvert í pokahomino. leikana. Þeir verða seldir á Hótel Islandi og einnig er ætlunin að bjóða miða til sölu í nokkrum stærstu framhaldsskólunum á höf- uðborgarsvæöinu. „Það er engin launung aö viö stil- um nokkuð inn á framhaldsskóla- nemendur," segir Þröstur Karels- >n. „En að sjálfaögðu eru ailir Ný vinnubrögð við nýja plötu Sálarinnar -hráni og rokkaðri en nokkru sinni fyrr, segir Guðmundur Jónsson Nýja platan með Sáiinni hans Jóns míns hijómar öðmvísi en aðrar plöt- ur hljómsveitarinnar. Ástæðan er sú að ailt öðmvísi var gengið til verks en áður. Platan kom út á fimmtudag og nú bíða sexmenningamir í Sálinni spenntir eftir viðbrögðum hlustenda. „Við tökum vissa áhættu með því að koma með allt öðravísi plötu en hingað til,“ segir Guðmundur Jóns- son gítarleikari. „En við vorum ein- huga um að taka öðruvísi á hlutun- um - eyða ekki fleiri mánuðum í hljóðveri heldur ganga markvisst til verks og vera snöggir. Við vorum í íjóra mánuði að ganga frá plötunni sem kom út fyrir síðustu jól. Að þessu sinni voram viö þrettán daga í stúdíói. Það tók sex daga að hijóö- rita lögin og sjö dagar fóm í hljóð- blöndun.“ Guðmundur hefur hingað til verið helsti lagahöfundur Sálarinnar. Að þessu sinni em lögin samin í samein- ingu. Hfjómsveitin byijaði að æfa og semja í júní síðastliðnum og eftir langar og strangar æfingar í bland við spilamennsku á dansleikjum um allt land lágu lögin fyrir. Þrettán þeirra vom hljóðrituð. „Þetta er miklu meira rokk en við höfum verið með hingað til. Gítarar og trommur hljóma mun sterkar en áður og spihð er allt mjög gróft,“ seg- ir Guðmundur. „Textamir era meira að segja talsvert opinskárri en hing- að til. Stefán Hilmarsson semur tæp- an helming þeirra en ég, Friðrik Sturluson og Birgir Bragason skipt- um hinum með okkur. Við renndum blint í sjóinn þegar við ákváðum að hafa plötuna svona. Við fengum prýðilegan upptökumann frá Los Möguleikinn fyrlr nýjum vinnu- brögðum var ekki fyrir hendi fyrr en nú. DV-myndir RaSi Angeles, Eric Zobler, til að vinna með okkur og hann á sinn þátt í útkom- unni. Fyrir nokkrum dögum kynnt- um við efnið fyrir völdum hópi manna. Viðtökumar vora svo já- kvæðar að okkur létti verulega!" Guðmundur Jónsson segir að grundvöllur fyrir þessum nýju vinnubrögðum í Sáiinni hans Jóns míns hafi ekki verið fyrir hendi fyrr en nú. Mannabreytingar hafa ætíð verið talsverðar í hijómsveitinni en nú hefur sami hópurinn spilað sam- an í næstum tvö ár. Hann hefur sent frá sér þrjár stórar plötur og átt lög Stefán Hilmarsson á meirihluta text- anna á nýju plötunni. Þeir eru opin- skárri en nokkru sinni fyrr. á fjölda annarra, til dæmis tveimur kvikmyndaplötum sem komu út í haust. Jafnframt hefur hljómsveitin stöðugt leikið á hijómleikum og dansleikjum. „Nú er líka komið nóg í bih,“ segir Guðmundur. „Við höldum áfram sem hingað til fram í mars. Þá ætlum við að fara í frí. Langt frí. Ég veit ekkert hvenær við komum saman aftur. Tveir okkar em að fara í skóla og ýmis verkefni bíða hinna. Ég er ekki að segja að við ætlum að hætta en framtíöin er með öllu óijós.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.