Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992. Veiðivon Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur: Stefnir 1 spenn- andi stjómarkjör Það styttist i aö aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur verðí haldinn en þar mup Noröurá í Borgarfirði bera oft á góma. Á myndinni eru þeir Walter Lenz og Hermann Jónsson með 9 laxa úr ánni. DV-mynd FER Það styttist í aðalfund Stangaveiöi- félags Reykjavíkur en hann verður haldinn núna í lok nóvember. Margir bíða spenntir eftir þessum fundi og þá sérstaklega stjómarkjörinu. Jón G. Baldvinsson, formaöur síð- ustu sex árin, ætlar ekki að gefa kost á sér lengur sem formaður, höfum við frétt. Jón hefur staðið sig vel þessi ár sem hann hefur verið við stjóm- völinn og komið mörgum málum í gegn eins og til dæmis upptöku neta í Hvítá í Borgarfirði. í framboði til formanns er Friðrik Þ. Stefánsson en hann er varafor- maður félagsins. DV hefur ekki heyrt um neinn ennþá sem gefur kost á sér á móti Friðriki. En það gæti orðiö flör í kosningu um stjómarmenn þar sem kosið verður um tvö sæti. Það verða alla vega .sex sem gefa kost á sér í þessi tvö sæti í stjóminni sem verða laus núna. Tapið á Stangaveiðifélaginu þetta árið em nokkrar miUjónir og þá mest á Norðurá í Borgarfirði en upp- hæðin verður ekki gefin upp fyrr en á aðalfundinum. Það er rétt að það komi héma fram að Jón G. Baldvinsson formaður sagði á aðalfundi Landssambands Stangaveiðifélaga í Munaðamesi að 90% fyrirtæKja sem keyptu laxveiði- leyfi versluðu við þá í Viðidalsá, Vatnsdalsá og Þverá. 5% betri endurheimt- ur í hafbeitina Endurheimtir laxar í hafbeit þetta árið vom um 5% fleiri en árið 1991 en þá endurheimtust 133.203 laxar. Þó þetta sé betra en í fyrra era haf- beitarmenn alls ekki hressir með þessar endurheimtur og vilja víst miklu, miklu meira. Sjóbirtingsveiðin betri en oft áður Sjóbirtingsveiðinni lauk núna 20. október og em lokatölur aö koma í Ijós þessa dagana. Sjóbirtingsveiðin er aöeins að koma til í veiðiánum eftir heldur mögur ár. En uppi era háværar raddir um að hætta vor- veiðinni alveg og leyfa þá kannski haustveiðina aðeins lengur. Það finnst mörgum þjóðráð í stöðunni. Fullar tunnur af silungi með vorfiski era ekkert augnayndi og koma eng- um til góða. -G.Bender Þjóðar- spaug DV Af séra Bjama Prestur einn, séra Pétur Magn- ússon aö nafhi, var einhverju sínni tekinn fastur að næturlagi, grunaður um að hafa gægst inn um glugga á herbergi stúlku nokkurrar. Sagt er að mál þetta hafi ein- hvem tíma borið á góma milli séra Bjama Jónssonar, þáver- andi dómkirkjuprests, og Páls ísólfssonar organista. Á Páll að hafa spurt: „Finnst þér nú að þetta geti gengið fyrir prest, séra Bjarni, ef það sannast að séra Pétur hafi verið að gægjast á gluggann hjá stúlkunni þama um nóttina?'‘ „Það held ég ekki," svaraöi séra Bjarni. „Þaö gæti í hæsta lagi gengið fyrir organista, en ekki fyrir prest, ónei, óneL“ Sundsprett- urinn „Hann Emil var um það bil tvo klukkutíma aö synda út i Viðey en aðeins fjórar mínútur til baka." „Hvemig má þaö vera?" „Jú, teygjan í sundskýlunni hans var fóst í nagla í Sunda- höfn." Giftingin Það var í sveitakirkju einni noröanlands fýrir mörgum árum, að ung hjónaefni komu að máli við prestinn og báðu hann að gefa þau saman að aflokinni guðsþjón- ustu sem þá var aö hefjast. Er guðsþjónustunni var lokið sneri presturinn sér að söfnuöin- um og sagði: „Viija þau sem óskuðu eftir að veröa samemuö í heilögu hjóna- bandi gjöra svo vel aö ganga fram.“ Það varð almenn hreyfing með- al kirkjugesta og fyrr en varði höfðu þrettán konur og einn karl- maöur gengið upp að altarinu. Finnur þú fimm breytingai? 178 „Fyrst klípur hún laust og hringir síðan mjög hátt. Þá skýtur hún nokkr- Nafn:.......... um skotum og skvettir kvartlitra af vatni framan i yður. Ef það vekur yður ekki hringir hún á skrifstofuna og tilkynnir að þér séuö veikur.“ Heimilisfang: Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimiiisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: TENSAI ferðaút- varpstæki með kassettu að verðmæti 5.220 krónur frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síð- umúla 2, Reykjavík. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækumar, sem eru í verð- laun, heita: Falin markmið, 58 mín- útur, Október 1994, Rauði drekinn og Víghöfði. Bækurnar eru gefhar út af Frjálsri íjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 178 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað sjötugustu og sjöttu getraun reyndust vera: I.Sigurveig Buch Túngötu 9,640 Húsavik. 2. Jónas Elíasson Safamýri 11,108 Reykjavík. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.