Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Page 30
42 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992. Meiming Blóðið á hreyfingu með Blood, Sweat and Tears David Clayton-Thomas, söngvari Blood, Sweat and Tears, á sviðinu á Hótel Islandi. DV-mynd GVA Árið 1968 þykir merkilegt fyrir margra hluta sakir. Heil kynslóð er kennd við þetta ártal. En sumarið ’68 vorum við unglingam- ir ekkert sérlega uppnæmir fyrir því sem var að gerast í stjómmálum víða um heim. Breytt lífsviðhorf og jafnvel lífshættir fylgdu að vísu - í kjölfarið á næstu árum og hafa trúlega sett mark sitt á okkur sem yngri vomm, eins og á okkur sér ef til viil í dag. En það varð dálít- Tónlist Ingvi Þór Kormáksson iö uppnám þetta sumar. Jón Múli fór að spila lög í morgunútvarpinu af annarri plötu hljómsveitarinnar Blood, Sweat and Tears og það var ekkert með það; Þessa plötu varð að eignast. Þetta var byltingin í eyrum þeirra sem lágu og grufluðu í músík. Djass-rokk, upphafið að þeirri músík sem síðar fékk nafnið „fusion“ eða bræðingur á íslensku. Reyndar má líka rekja upphafið í ýmsar aðr- ar áttir. Ramsey Lewis, Miles Davis, Herbie Hancock, Frank Zappa o.fl. komu þar líka við sögu ásamt Chicago, If og fleiri stórrokk- sveitum. Við félagamir misstum sjónar af hljóm- sveitinni 1976 eftir u.þ.b. 10 plötur sem allar voru góðar en engin alveg eins sérstök og þessi nr. 2. Það virðist einnig álit hijómsveit- arstjórans og söngvarans Davids Clayton- Thomas, ef marka má lagavalið á tónleikum þeirra á Hótel íslandi síðastliðið fostudags- kvöld. Eftir stutt kynningarstef geystist bros- mildi söngvarinn með breiðu röddina inn á sviðið og upphóf svarta messu með „Hi-Do- Ho“, vatt sér svo strax í hvíta messu eða kannski fjöruga jarðarfór sem kom blóðinu á hreyfingu með laginu „And when I Die“ og svo kom„Smiling Phases" með mögnuð- um endalokum. Þá flutti hljómsveitin lag án söngs, „Unit Seven", þekkt lag frá Cannon- ball Adderley kvintettinum. Síðar mátti svo heyra „Give Me That Wine“ eftir John Hen- drix í fónkútsetningu, með frábærum tromp- et- og bassasólóum og „St. Thomas" eftir Sonny Rollins. Það voru djassnúmer kvölds- ins. I lokin flutti svo hljómsveitin Billy Holiday lagið „God Bless the Child“ svo „Spinning Wheel“ eftir Clayton-Thomas sjálfan og lokalagið var auðvitað „You Made Me so very Happy“. Enginn af núverandi liðsmönnum sveitar- innar, að undanteknum söngvaranum, var með, þegar hljómplötuframleiðslan var sem mest, en allt eru þetta öryggir fyrsta flokks hljóðfæraleikarar sem skiluðu vel þessu klassíska B.S. og T. sándi. Homamennirnir og rytmageirinn þéttir í samleik og góðir í sólóum, rokkið í gítamum, djassinn í píanó- inu og David Clayton-Thomas punkturinn yfir i-ið. Dálítil nostalgía auðvitað, en líka merkilegt brot af tónlistarsögunni sem virkar á engan hátt gamaldags eða skrýtiö í dag. Músík sem er alltaf í fullu gildi eins og öll góð músík, enda orðin sígild. - Fagnaðarlátum ætlaði seint að hnna. Stjömubíó - Bitur máni: ★★★ Öfgafull ást Með Bitrum mána (Bitter Moon) hverfur Roman Polanski aftur á vit myrkra sálfræðikannanna sem hann hefur ekki gert af jafnmiklum krafti síðan hann lék í og leikstýrði The Tenant á miðjum áttunda áratugnum. Mest á Bitur máni þó sameiginlegt með þeirri kvikmynd sem gerði Pol- anski frægan, Knife in the Water. Fjórar persónur koma við sögu í Bitrum mána, tvenn hjón sem hittast af tilviljun um borð í lúxusfarþegaskipi. Önnur hjónin eru ensk, Nigel (Hugh Grant) og Fiona (Kristin Scott- Thomas) sem leggja í ferðina til að hressa upp á hjónabandið. Um borð hittir Nigel Bandaríkjamanninn Oscar (Peter Coyote) sem er lamaður fyrir neðan mitti. Hann er á ferð ásamt eiginkonu sinni Mimi (Emmanuelle Seigner) sem er falleg og kyn- þokkafull. Oscar vill segja Nigel sögu sína, sögu um hvernig of mikil ást og öfgar í kynlífi geta eyðilagt líf tveggja persóna. í röð atriða fáum við að kynnast hvernig kynni takast með Oscar og Mimi, allt frá hugljúfri ást við fyrstu sýn til tortímingarinnar. Hvert stig sambands þeirra býður upp á nýja upplifun í kynlífi og þegar allt hefur verið reynt byijar vegur- inn niður á við. Þegar Oscar segist blákalt ekki þola hana lengur, þau séu orðin kynferðislega gjaldþrota, eins og hann orðar það, tekur við sadismi og sjálfspíning. Nigel er hneykslaður á sögunni en um leið finnur hann ákafa löngun til að komast yfir Mimi, löngun sem verður að þráhyggju. Oscar ýtir undir þá löngun á illkvittnislegan hátt. Hver er tilgangurinn hjá Oscari og að hveiju stefiiir hann með þessari sögu sinni? Endirinn kemur jafn mikiö á óvart eins og mörg önnur atriði í þessari eftirtektarverðu og áhrifamiklu kvikmynd. Kvikmyndir Hilmar Karlsson Áhorfandanum er það strax ljóst að það er mikið drama í sambandi Oscars og Mimi og það drama er ekki alltaf sýnilegt, er að mestu leyti í sögðum texta. Peter Coyote leikur Oscar eftirminnilega og það er túlkun hans á textanum ásamt sterkum atriðum, þegar horfið er til fortíðarinn- ar, sem gera Bitter Moon að áhrifamikilli kvikmynd. Coyote fær góða aðstoð hjá Emmanuelle Seigner sem er mjög góð í hlutverki Mimi, eggj- andi og kynþokkafull þegar það á við en einnig aumkunarverð þegar niðurlægingin er sem mest. Hugh Grant og Kristin Scott-Thomas leika peðin í spilinu og gera vel við vanþakklát hlutverk. Þrátt fyrir öfgana er visst raunsæi í Bitrum mána. Oscar og Mimi eru alls ekki slæmar persónur, þau hefðu bara aldrei átt að hittast. Það er helst í lokin að myndin missir trúverðugleikann og erfitt verður að sætta sig við persónumar, sérstaklega Fionu, en Bitter Moon er í heild sterk kvikmynd sem lætur engan ósnortinn. Bitur mánl (Bitter Moon). Lelkstjóri: Roman Polanski. Handrit Gerard Brach, John Brownjohn og Roman Polanskl. Kvikmyndun: Tonino Delli Colll. Tónlist Vangelis. Aðalhlutverk: Peter Coyote, Emmanuelle Seigner, Hugh Grant og Krlstin Scott- Thomas. Steinunn Þórarinsdóttir við eitt verka sinna á sýningunni í Listmunahúsinu. Himinn. jörð og haf - Steinimn Þórarinsdóttir í listmunahúsinu Steinunn Þórarinsdóttir hefur á síðustu árum eink- um fengist við manninn í formlist sinni. Myndir sínar hefur hún unnið í jám og gler að langmestu leyti og em margar þeirra orðnar góðkunnningjar Reykvík- inga, t.a.m. glerverkið 1 stiga Borgarkringlunnar. Steinunn var reyndar einnig á ferð 1 Kringlunni sl. sumar, en þá sýndi hún þar í slagtogi við aðra mynd- höggvara af yngri kynslóð á höggmyndasýningu á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Þau verk, sem hún sýndi þá, bám þess merki að listakonan væri að endur- meta hlutverk mannsins sem myndræns tákns í verk- um sínum. Hluti þessara verka er nú á sýningu Stein- unnar í Lástmunahúsinu. Þar er um að ræða tvískipt verk er nefnist Uppspretta. Þetta em speglar í um- gjörð sem minnir í senn á bát og líkkistu. Annar speg- illinn er bugðóttur eins og hafið - hinn eins og grafreit- ur handa ímynd skoðandans. Fuglar, fískar og plöntur Það var vel til fundið að staðsetja verk þetta við inn- gang sýningarinnar í Listmunahúsinu, því þær spum- ingar, sem verkið vektu- upp, varða hin hinstu rök, líf og dauða - hafiö og moldina. Þegar skoðandinn er svo farinn til síns heima er maðurinn horfinn úr verkinu og nú bregður svo við að Steinunn hefur með öllu þurrkað burt hin mannlegu form. Það er í beinu sam- hengi við inntak fyrrgreinds verks, en gerir jafnframt kröfur um ný efnistök. Listakonan leitar reyndar ekki langt yfir skammt; myndtáknin em nú fúglar, fiskar og plöntur í stað andlits og handa mannsins. Steinunn gerir afsteypu úr blýi af raunhlutnum og því má sjá náttúrulega skreytilist á borð við rauðar rósir slegna blýi á þessari sýningu. Útkoman er áhugaverð í flest- um tilvikum, en Steinunni hættir þó til að ramba á barmi skreyti-, klisju- og hermulistar þegar hún nostr- ar við fúglsmyndir sínar og rósabúnt, samanber mynd- imar Blær og Himinn og jörð (sem þó er efitirminnileg hugmyndalega séð). Myndlist Ólafur Engilbertsson Ytxa form og inntak í myndum á borð við Morgun og Sjónarrönd vinnur ytra form verksins mun betur með hinum innri tákn- um og byggir upp myndræna spennu. Örlítið blaðgull í fyrmefnda verkinu breytir t.a.m. miklu um heildar- svip þess. Hið ytra form byggir inntakið upp; fuglinn steypir sér í hafið. Formræn nálgun er hreinni og geó- metrískari en áður hjá listakonunni. Eins og áður seg- ir er það upp og ofan hvemig formið vinnur með inn- taki verkanna. Samband inntaks og forms hefur nefni- lega tekið talsveröum stakkaskiptum hjá Steinunni. Það er eins og við endurmat inntaksins hafi jafnframt komist los á formið. Það er að sjálfsögðu allt gott um það að segja og bendir einungis til þess að listakonan haldi hug sínum opnum og sé óhraedd við að feta nýj- ar brautir. Verk Steinunnar hafa yfir sér dulúðugan blæ, en það er eins og þau séu á reiki milli minnisvara- yfirbragðs og leikrænna dramatískra sviðsetninga sem áður einkenndu verk hennar. Að því leyti er engu lík- ara en listakonan hafi færst of mikið í fang í senn við að tileinka sér ný vinnubrögð. Sýningu Steinunnar Þórarinsdóttiu- lýkur nk. sunnudag, 8. nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.