Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Side 4
4 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992. Fréttir Tvær álitsgerðir þriggja lögfræðinga um atkvæðagreiðslur á aðalfimdi Sameinaðra verktaka: Atkvæðagreiðslur aðal- f undar eru ógildanlegar - löglegs aðalfundar krafist ekki síðar en 27. nóvember í álitsgerðum þriggja lögfræðinga kemur fram að aðalfundur Sameinaðra verktaka I september sl. sé ógildanleg- ur og stjórn félagsins umboðslaus. Atkvæðagreiðslur, sem fram fóru á aðalfundi Sameinaðra verktaka 18. september sl., eru ógildanlegar að mati lagaprófessoranna Þorgeirs Örlygssonar og Stefáns Más Stefáns- sonar. Að sömu niðurstöðu kemst Gestur Jónsson hæstaréttarlögmað- ur. Fulltrúar þess hóps, sem lenti í minnihluta á aðalfundinum, hafa því sent stjóm Sameinaðra verktaka bréf þar sem þess er krafist að lögleg- ur aöalfundur verði haldinn í félag- inu í síðasta lagi 27. nóvember nk. og til hans veröi boðað með löglegum hætti innan viku frá dagsetningu bréfsins sem er 5. nóvember. Umboðslaus stjórn Bréfið undirrita Guðjón B. Ólafs- son fyrir hönd Regins hf„ Sverrir Sveinsson fyrir hönd Héðins hf„ Páll Gústafsson, Gissur Símonarson og Guðmundur Einarsson. í því segir meðal annars: „í áhti prófessoranna Stefáns og Þorgeirs kemur fram að aliar atkvæðagreiðslur, sem fram fóru á fundinum, eru ógildanlegar. Þar af leiðandi em allar ákvarðanir fimdarins það þegar af þeirri ástæðu að fyrsta atkvæðagreiðslan var um frestun fundarins. Af því má vera ijóst að stjóm sú, er nú situr, er í raun umboðslaus verði effir því gengið og ákvaröanir hennar óskiúd- bindandi fyrir félagið.“ Síðar í bréf- inu segir: „Jafnframt kreíjumst við þess að sú stjóm, sem nú situr í félag- inu, taki engar ákvarðanir er varða hagsmuni félagsins þann tíma sem hún situr. Verði ekki orðiö viö þess- um kröfum okkar munum við leita þeirra leiða sem okkur era færar til að hnekkja þeim ákvörðunum sem teknar vora á aðalfundinum og sem stjóm sú, sem þar var kosin, hefur tekið síðan.“ Miklar deilur á aðalfundi Miklar deilur urðu á aðalfundi Sameinaðra verktaka. Jón Halldórs- son var kosinn formaður stjómar, meðal annars með atkvæðum Bygg- ingafélagsins Brúar hf. sem hann fór sjálfur með umboð fyrir. Tveir stjómarmanna Brúar hf. veittu Jóni umboð til að fara með atkvæði Brúar á aðalfiindi Sameinaöra verktaka. Veiting umboðsins var ekki tekin fyrir á stjómarfundi í Brú enda vora stjómarmennimir tveir staddir sinn á hvorum staönum í Bandaríkjun- um. Ákvörðun þessara tveggja stjómarmanna Brúar var ekki borin undir Einar Þorbjömsson, stjómar- formann félagsins. Einar mótmælti Stuttu áður en aðalfundur Samein- aðra verktaka átti að hefjast mætti Einar Þorbjömsson á fundarstað og gerði kröfu til þess aö sér yröu af- hentir atkvæöaseðlar Brúar hf. Þessu var neitaö vegna áðumefnds umboðs sem Jón Halldórsson hafði frá stjómarmönnunum tveimur. Einar vildi ekki una þessum mála- lyktum. Hann gerði kröfu til Thors 0. Thors, starfandi stjómarfor- manns Sameinaðra verktaka, um að sér yrðu afhentir atkvæðaseðlar Brúar hf. þar sem engin ákvörðun hefði verið tekin á stjórnarfundi í Brú að Jón Halldórsson skyldi fara með atkvæði félagsins á aðalfundin- um. Við þessari kröfu Einars var ekki oröiö. Einar náði, eftir aö nokkuö var lið- ið á aðalfundinn, sambandi við Guðna Helgason, annan stjómar- manna í Brú. Þar staðfesti Guðni við Einar að hann myndi afturkaUa áður gefiö umboð sitt til Jóns Halldórsson- ar. Áður en gengið var til atkvæða- greiðslu um kjör fundarstjóra kvaddi Einar Þorbjömsson sér hljóðs. Hann vildi fá samþykki fimdarins tíl aö rifta umboði stjómarmanna Brúar til Jóns. Hann taldi Jón hafa misnot- að sér aðstöðu sína sem lögmaöur félagsins og blekkt stjómarmennina til að veita sér umtoðið. Fleiri en Einar létu í ijós efasemdir um laga- legt gildi umboðsins tíl Jóns. Thor, sem enn var við fundarstjóm, kvaö upp þann úrskurð að umboðið væri í alla staði löglegt. Ósk um að fresta fundí í fundargerð aðalfundar Samein- aðra verktaka kemur fram að Baldur Guðlaugsson hæstaréttarlögmaður hafi talið úrskurð fundarstjóra rétt- an en Láras Blöndal héraðsdómslög- maöur hafi verið á þveröfugri skoð- un. Páll Gústafsson og Guöjón B. Ólafsson lögðu til að fundi yrði frest- að um viku vegna þessa máls svo tóm gæfist til að ganga úr skugga um hver færi með atkvæði Brúar hf. Skrifleg atkvæðagreiðsla fór fram um þá tfilögu en hún var felld. Úrslit- um í þeirri atkvæðagreiðslu réðu atkvæði Brúar hf. sem Jón Halldórs- son fór með samkvæmt úrskurði fundarstjóra. Að mati minnihlutahópsins er nið- urstaða í álitsgeröum Gests og pró- fessoranna tveggja staðfesting á því að valdniðsla hafi átt sér stað á aðal- fundinum eins og þeir hafa haldið fram og héldu raunar strax fram á fundinum sjálfum. Minnihlutamenn nefna einnig aö meöan á formanns- kjöri stóð barst inn afturköllun Guðna á umboði sínu til Jóns Hall- dórssonar sem fundarsljóri hafði áð- ur lýst gilt. Þá kröfðust fulltrúar minnihlutans þess að fundarstjóri, sem þá var Pétur Guðmundarson hrl„ krefðist þess að Jón Halldórsson skilaði inn atkvæðaseðlum Brúar hf. Þessu hafnaði Pétur. Bæði Gestur og prófessoramir telja það til starfs- skyldna fundarstjóra aö ganga eftir atkvæðaseðlum þegar umboð er afit- urkallað. Minnihlutahópurinn taldi þetta einnig augljósa valdniöslu. Samdóma álit í greinar- gerðum lögfræðinganna Vegna þessarar niðurstöðu fór Lár- us L. Blöndal hdl. fram á það við Gest Jónsson hrl. annars vegar og- prófessorana Stefán Má Stefánsson og Þorgeir Örlygsson hins vegar, sem óvilhalla aðila, að þeir segðu álit sitt á eftirtöldum áhtaefnum. í fyrsta lagi: Geta einstakir stjómarmenn í hlutafélagi veitt umboð til að fara með atkvæði félagsins á aðalfundi í öðra félagi, án þess að slíkt hafi ver- ið samþykkt á sljórnarfundi, jafnvel þótt meirihluti sljómarmanna standi að slíkri umboðsveitingu? í öðra lagi: Er fundarstjóra á aðalfundi í hlutafé- lagi heimilt og jafnvel skylt að krefja umboðsmann hluthafa um þá at- kvæðaseöla sem hann fékk afhenta út á umboð sitt, ef umboðið qr aftur- kallað meðan á fundinum stendur og krafa um slíkt kemur fram á fund- inum? Niðurstaða Gests var sú í fyrsta lagi: .. að yfirlýsingar einstakra stjómarmanna í hlutafélagi, sem gefnar era utan stjómarfunda, um að þeir ráðstafi málefnum félagsins með tilteknum hætti, teljast ekki lög- mætar ákvarðanir félagsstjórnar- innar.“ Um afturköllun umboðs segir Gestur: „Berist afturköllun umboðs til fundarstjóra hluthafafundar miss- ir umboðsmaðurinn heimild þá sem felst í umboðinu frá og með þeirri stundu. Ráðstafanir, sem hann hefur gert í krafti umboðsins til þess tíma, halda gildi sínu.“ Niðurstaða prófessoranna tveggja, Stefáns Más Stefánssonar og Þor- geirs Örlygssonar, viö sömu spum- ingum er sú aö fundarstjóra hafi borið að úrskurða að Jón Halldórs- son færi ekki með umboð Brúar hf. á aðalfundinum. Þar sem það var ekki gert séu þær atkvæðagreiðslur, sem á eftir fóra, ógildanlegar. „Telj- um við engu máli skipta í því sam- bandi þótt stjórnarformaður Bygg- ingafélagins Brúar hf. hafi síðar á sama aðalfundi lýst því yfir að hann styddi Jón Halldórsson hrl. til sljóm- arformennsku í Sameinuðum verk- tökum,“ segir í niðurstöðu prófessor- anna. Um afturköllun umboðs, sem berst inn á hluthafafund, segja pró- fessorarnir að umboði verði að sjálf- sögðu ekki beitt eftir það tímamark og hvíli sú starfsskylda á fundar- stjóra að sjá til þess að afturköllunin sé virt. Athafnir umboðsmannsins, sem fram fóru áður en afturköllun barst, standist ef um gilt umboð var að ræða. Tekist á um verðmæti, völd og félagsslit Ljóst er að tvær svipað stórar blokkir takast á um mikil verðmæti og völd sem fylgja eignum Samein- aðra verktaka. Talið er að beinhörð peningaeign Sameinaðra verktaka nemi nær tveimur mfiljörðum króna, fyrir utan fasteignir. Páll Gústafsson, fulltrúi þeirra sem undir urðu á aðal- fundinum, sagði í gær að málið sner- ist um hvaö gera ætti við þessi verð- mæti. Ekki væri spurning um að þessi arður hefði orðið til og það með lögmætum hætti. Spumingin væri hver ætti að njóta. Ætti fámennur hópur að nýta hann sem bakhjarl í valdatafli viðskiptalífsins eða eiga allir hluthafar að njóta góðs af sem hefid? Sameinaðir verktakar era ekki með neina starfsemi. Upphaf- legu markmiði félagsins er lokið. Því sé rétt, að mati Páls, að fara að huga að því að slíta félaginu. Þjóðarhagur að greiða út hlutaféð Páll sagði að þar sem starfsmaöur Sameinaðra verktaka væri 'aðeins einn þá hefðu sht félagsins engin áhrif á atvinnustarfsemi á Suður- nesjum. Raunar mætti Uta svo á að peningamir, sem bundnir era í félag- inu, væra þarflausfr fyrir félagið nema þefr væru greiddir út. Menn væra tilbúnir að axla þær skyldur sem því fylgdu, meðal annars með skattgreiðslum. Ríkið fengi þannig til sín miklar upphæðir sem til dæmis mætti nýta til atvinnuuppbyggingar á Suðumesjum. Peningamir, sem hluthafar fengju í sinn hlut, nýttust síðan úti í samfélaginu. Fráleitt er einnig, að mati Páls, að umræður um Sameinaða verktaka og meðferð hlutafjár félagsins hafi haft áhrif á ákvarðanir bandarískra stjómvalda vegna vamarfram- kvæmda á íslandi. Sameinaðir verktakar eiga 32 pró- sent í íslenskum aöalverktökum. Ríkið á 52 prósent og Reginn 16 pró- sent. Áður en ríkið jók hlut sinn í íslenskum aðalverktökum áttu Sam- einaöir verktakar 50 prósent í félag- inu og Reginn 25 prósent. -JH Alþjóðlegur leiðangur til Islands næsta ár „Einn athyglisverðasti árangur- inn í vísindaleiðangrinum í ár var aö við gátum tímasett merki um ísöld fyrir 2,6 milljónum ára á norð- urhveli jarðar," segir Gunnar Ól- afsson, doktor og sérfræðingur í steingerðum kalksvifþörungum. Hann tók þátt fyrir íslands hönd í alþjóðlegu samstarfi um hafs- botnaboranir á Kyrrahafi í sumar. „Við vorum mn borð í rannsókn- arskipi í tvo mánuði og sigldum þvert yfir Kyrrahafið frá Japan tfi Kanada," segir Gunnar. Með hon- um um borð í JOIDES Resolution vora 25 sérfræðingar á öllum svið- um jarövísinda. Gimnar er fyrsti íslendingurinn sem tekur þátt í svona leiðangri. „Tilgangurinn með svona leið- öngrum er aö kanna loftslagssögu á norðurhveli jarðar síðustu 65 milljón árin. Rannsóknimar geta hjálpað til að skilja þær breytingar sem eiga sér stað núna og sjá fyrir þær sem verða í framtíðinni. Set- lagasýni era rannsökuð um borð og grófar niðurstöður skráðar. Það þótti sérstaklega merkfiegt í þess- um leiðangri aö við rákumst á hreinan kopar í djúpsjávarsetri.“ Gunnar vinnur nú ásamt frönsk- um vísindamanni að áframhald- andi skýrslugerð um árangur leið- angursins og hefur hann aðstöðu á Hafrannsóknastofnun. Rannsóknaskipið JOIDES Resol- ution er úti á sjó allan ársins hring. í byijun næsta árs siglir skipið um Atlantshaf og verða meðal annars stundaðar rannsóknir norðaustan við ísland. Skipið kemur til Reykja- víkur í september. Næsta haust verður svæðið suöaustur af Græn- landirannsakað. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.