Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Blaðsíða 32
44 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992. Áhrifarík saga konu sem taldi sig í fullkomnu hjónabandi: Eiginmaðurinn lifði tvöföldu lífi - brot úr köflum bókar um Thelmu Ingvarsdóttur, fyrrum fyrirsætu „Eftir að ég komst að svikum eigin- manns míns var ég lengi eins og rek- ald. Mér fannst ég hafa verið niður- lægð og tilfinningar mínar lítilsvirt- ar. Stundum leið mér eins og mér hefði verið hent út; ekki í öskutunn- una, heldur við hhð hennar,“ svo kemst Thelma Ingvarsdóttir, fyrrum fegurðardrottning og fyrirsæta, að orði í bókinni Thelma sem kemur út á næstu dögum. í bókinni lýsir Thelma viðburðaríkri og oft drama- tískri ævi sinni í spjalli við Rósu Guðbjartsdóttur. Helgarblaðið birtir hér hluta úr tveimur köflum í bók- inni. í þeim fyrri segir Thelma frá ■ þegar hún kynntist eiginmanni sín- um og í hinum síðari frá því þegar hann sagði henni frá annarri konu sem komin var á milli þeirra og leiddi til skilnaðar þeirra hjóna. Hjartað tók kipp Ungu mennimir settust hjá okkur og við vorum kynnt. Hjartað tók að slá ótt og títt. Ég tók strax eftir snyrti- legum höndunum, skjannahvítum tönnunum og fágaðri framkomunni. Eftir þvi sem leið á kvöldið varð ég hrifnari af honum. Mér fannst hann svo heillandi og skemmtilegur og eðlisávísun mín sagði mér aö áhug- inn væri gagnkvæmur. Það var eitt- hvað mikið að gerast þarna í austur- rísku fjöllunum. Ég hefði aldrei getað ímyndaö mér að ég ætti eftir að verða svo hrifm af nokkrum manni á svo skömmum tíma. Ég hélt að ást mín á Ole hefði verið sú eina stóra þótt sambandið gengi ekki upp. Mér varð um og ó við tilhugsunina um að allt í einu væri kominn annar maður inn í líf mitt. Þennan stutta tíma sem viö Ole höfðum verið aðskilin hafði ég notið þess að vera ein og var síður en svo ' á höttunum eftir að kynnast öðrum manni. En örlögin höfðu tekið í taumana. Fredí hafði nýverið lokið doktors- ritgerð 1 hagfræði. Hann virtist ákveðinn ungur maður. Einmitt eins og ég vildi hafa manninn minn. þetta var eins og að stíga inn í ævintýri og sjá draumaprinsinn sinn fyrir framan sig. Þegar við kvöddumst til að ganga til rekkju var ákveðið að við skyldum öll hittast aftur næsta dag þegar skíðaiðkunum væri lokið. Ég gat ekki beðið þeirrar stundar. Undarlegur draumur Það var enn yndislegra að hitta hann öðru sinni. Við sátum í ró og næði og röbbuðum langt fram á kvöld. Mér hafði aldrei hðið betur. Ég naut þess svo að vera í návist hans. Áður en við förum upp á hótel seg- ir hann mér að hann eigi erindi í Leicht daginn eftir og spyr hvort ég vilji koma meö sér því hann langi til að sýna mér svolítið. Já, segi ég, roðna niður í tær og fæ ákafan hjart- slátt. - Æth þetta sé ekki vísbending um að hann sé líka spenntur fyrir mér? • hugsaði ég. Þegar ég var komin upp í rúm gat ég ekki sofnað, ég hlakkaði svo mikið til næsta dags. Þá rifjaðist upp fyrir mér draumur sem mig hafði dreymt í Kaupmannahöfn um áramótin. Ég hafði sagt „mormor“, ömmu Ole, strax frá honum því mér fannst hann svo sérstakur. í draumnum gekk ég ásamt ungum manni upp götu þar sem háreist hús voru til beggja hhða. Ungi maðurinn sem ég leiddi var dökkskolhærður eins og ég. í draumnum sá ég tölima 23. Mikih spjór var og þykkt snjólag á húsþök- unum. Endaði draumurinn á því að við komum að htihi fahegri kirkju. Rómantík í fjöllum Við Fredí hittumst daginn eftir eins og áformað hafði verið og fórum tvö til Leicht. Hann fór þar í verslun þar sem hann var að láta sauma á sig ákveðna tegund af skíðabuxum. Þeg- ar því var lokið sagðist hann vilja sýna mér sérstakan stað. Tók hann í hönd mér og leiddi mig áleiðis upp mjóan veg. Það var komið myrkur. Stjömuskinið hafði aldrei verið fah- egra og máninn brosti sínu breiðasta. Við vorum bæði 23 ára og með sama hárahtinn. Við héldumst í hendur og gengum upp veginn sem mig hafði dreymt. Húsin vom öh eins. Oyenju- mikil fönn lá á þökum þeirra. Ég átti ekki orð. Þetta var eins og að upplifa drauminn upp á nýtt. Við staðnæmdumst fyrir framan htla, gamla kapehu. Það var hún sem hafði dregiö hann th sín, hann lang- aði svo th að sýna mér hana. Þetta var ákaflega rómantísk stund. Ég var agndofa og gagntekin tilfinningu sem erfitt er að lýsa. Nú vissi ég hvað draumurinn minn táknaði. Ég fékk enn sterkar en áður á th- finninguna að þetta hefði aht verið ákveðið fyrirfram. Að foriögin hefðu tekið við stjómtaumunum. Ég gat samt ekkert sagt við unga manninn við hhð mér á þessari stundu. Ég gat ekki útskýrt fyrir honum að mig væri búið að dreyma fyrir þessu. Mér fannst það ekki viðeigandi og vissi heldur ekki hvernig hann myndi taka þeim orðum. Ég gat ekki tekið neina áhættu í því efni. En ég hugs- aði mitt. Undarlegt hvemig svona gerist. Það var eins og draumurinn svipti frá hulu og sýndi mér fram í tímann sem snöggvast, speglaði stund sem ætti eftir að veröa mér óviðjafnanlega dýrmæt. Spáð í spil Ég sveif um á rósrauöu skýi. Ef th- finningar mínar í garð Ole höfðu verið ást, hvaö var þá þetta? Við ákváðum að hittast aftur næsta dag. Á meðan við Nina og Jochan biðum Fredís sátum við í setustofu hótelsins. Ég spáði í sph, en á þessum tíma gerði ég þaö mjög gjaman. Reyndar hafði mér tekist svo vel upp að mamma hafði bannað mér að spá fyrir fólki, því ég hafði stundum séð ýmsa óþægilega atburði í sphunum og spámar höfðu gengið eftir. Ég spáði fyrir Ninu og sagði við hana að bráðum myndi hún veikjast og þurfa að fara á sjúkrahús. Ég sagði henni að vera ekki hrædd því það snerti ekkert bamið sem hún bæri undir belti. Hún myndi skjótt ná bata. Jochan vhdi ólmur láta mig spá fyrir sér og ég lét það eftir honum. í sphunum sá ég að hann myndi lenda í vandræöum með einhverja gamla konu. Jafnframt sagði ég honum að mikið sly s myndi verða áður en langt um hði, en hann þyrfti sjálfur ekkert að óttast. Mánuði síðar fékk Nina botnlanga- kast og var lögð á sjúkrahús. Jochan hugðist kaupa hús í Vín af gamalli konu, en þegar th kastanna kom var hún meö einhverjar mótbárar og hann lenti í vandræðum af þeim sök- um. Og skömmu síðar lést besti vinur hans í bhslysi. Á meðan við sátum þarna og lékum okkur með sphin var ég stöðugt að hta út um gluggann og athuga hvort Fredí væri ekki að koma. Loks birt- ist hann. Þá sagði Jochan: - Mikið er ég feginn að þú skuhr vera kominn. Thelma var alveg við- þolslaus og sífellt að horfa út um gluggann. Ég hefði getað lamið hann. Ástarör til minningar Tíminn leið hratt það sem eftir var ferðarinnar. Ahtof hratt. Við nutum lífsins, skemmtum okkur, röbbuðum um hfið og thverana og kynntumst. Við voram ung og ástfangin og aldrei hður tíminn hraðar en einmitt þá. Svo rann kveðjustundin upp. Ég varð að fara aftur th Parísar, þar sem vinnan beið mín. Og Fredí hélt th heimaborgar sinnar, Graz, þar sem hann starfaði í fyrirtæki fóður síns. Hann fylgdi mér á brautarstöðina, þar sem við kvöddumst. Það var erf- ið stund. En ég trúði því aö við ættum eftir að hittast fljótt aftur. Lífið hafði fengið nýjan thgang þeg- ar ég kom aftur th Parísar. Stjörn- umar á himninum skinu skærar en nokkra sinni og borgin hafði aldrei verið eins faheg. Ég geislaði af ham- ingju. Ninu og Jachani gat ég aldrei fylh- lega þakkað það að taka mig með í þessa ferð. Hún hafði breytt lífi mínu. Þessi óútreiknanlega og ólýsanlega tilfinning sem kahast ást hafði skotið rótum inni í mér. Sú thfinning var mér ekki ókunnug, en var innhegri en hún hafði áður verið. Ég var í algjörri ástarvímu og var fyrst eftir ferðina oft mjög utan við mig. Eitt sinn var ég að ganga yfir götu en tók ekki eftir bíl sem kom aðvífandi. Bílstjóranum tókst að koma í veg fyrir að alvarlegt slys yrði úr. Engu að síður lenti bhlinn á mér og ég er enn með ör á lærinu eftir áreksturinn. Ástarör. Önnur kona Þaö var hádegi fyrsta sunnudags í aðventu. Fjölskyldan hafði rétt lokið við að snæða góðan mat saman. Ég sat úti í vetrargaröinum ásamt Fredí og Antoni og drakk kaffi eftir matinn. Okkur Fredí hafði verið boðið út undanfarin tvö kvöld og við höfðum skemmt okkar mjög vel. Á fostudags- kvöldið höfðum við verið í boði hjá vinum okkar. Fredí hélt í hönd mína aht kvöldið og virtist ekki mega af mér hta. Næsta kvöld fannst mér hann dáhtið spenntur, en ég velti því svo sem ekkert fyrir mér. Við höfðum fyrirhugað ferð th Hamborgar næstu helgi. Fredí átti þangað einhver erindi og ég hafði hugsað mér að hta í búðir. Við drukkum kaffið okkar. Ég fann að einhver ókyrrð var í Fredí. Hann fór að ganga um gólf eins og hann ætti lífið að leysa. - Sestu niður, maður, og slappaðu af, sagði ég. - Þú æðir um eins og ljón í búri. - Ég þarf að tala við þig, sagði hann þá. - Nú, sagði ég, stóð á fætur og gekk upp í svefnherbergi. Eg hélt að hann ætti við að hann vhdi tala einslega við Anton og vhdi ekki trufla þá feðgana. En þegar ég

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.