Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 7. NÖVEMBERJÍ992. Sérstæð sakamál DV „Ég veit að Danny hefði aldrei farið neitt og ætlað sér að vera , svona lengi í burtu án þess að segja okkur frá því. Nú hringi ég til lög- reglunnar!" Þetta sagði Albert Sands við konu sína, Gwen, um miðjan október 1980. Þá hafði sonur þeirra hjóna, Daniel Sands, fertugur bílasali, ekki sést í hálfan mánuð og ekkert frá honum heyrst. Lögreglan lét málið þegar til sín taka eftir að faðirinn hafði tilkynnt hvarfið. Og þá kom í ljós að ýmis- legt fleira var dularfullt við hvarf Daniels annað en þaö að hann hafði ekki tilkynnt foreldrum sínum að hann ætlaði sér að fara eitthvað eða að hann hafði ekki látið til sín heyra. Rannsóknarlögreglumönnunum, sem rannsökuðu húsið sem Daniel átti, fannst einkennilegt að þar skyldi allt vera í röð og reglu og helst liti út fyrir að hann hefði skroppiö út að versla. í baðher- berginu var snyrtidót hans á sínum stað. Og það voru ferðatöskumar líka sem og allur fatnaður hans. Reyndar var ekki að sjá aö neitt vantaði sem ætla hefði mátt að Daniel notaði daglega. Hafði íhugað viðgerð á húsinu Á skrifborði Daniels fundu rann- sóknarlögreglumennimir nokkur skjöl sem sýndu að hann hafði ver- ið í sambandi við tvo menn sem höfðu gert honum tilboð í viðgerðir á húsinu, en það hét Bamleycom Farm og stóð á Grinshiil skammt fyrir utan Shrewsbury á Englandi. En þessi skjöl sögðu í rauninni enga aðra sögu en þá að húsið þarfnaðist viðgerðar og vörpuðu því engu ljósi á hvarfiö. Nær óhugs- andi var líka að halda að viðgerð á húsi ylii því að menn hyrfu spor- laust. Annað var ekki að finna í húsinu sem sýndi minnsta frávik frá því hversdagslega í lífí horfna bílasalans. Rannsóknarlögreglumennimir reyndu næstu vikur og mánuði að halda uppi spumum um ferðir Daniels Sands en án árangurs. Og ekkert nýtt kom fram sem bent gæti til þess hvað orðið hefði um hann. Hálfu öðra ári eftir hvarfið var það enn óupplýst. Einu sinni í viku gekk Gwen, móðir Daniels, heim til hans til þess að þurrka af og ryksjúga svo vel liti út í húsinu þegar sonur hennar sneri loks heim. En það vonaði móðirinn þá enn aö hann gerði. Garðvmna Þegar kom fram í maí 1982 ákváðu Gwen og Albert að snúa sér að garðinum við hús sonar síns því í honum var þá orðið mikið um Ulgresi og garðurinn aö komast í órækt. Albert byijaði á því að fjarlægja Ulgresið, sem var sums staðar orðið um metri á hæð. En þegar hann var að því sá hann skyndUega að það glitraði á eitthvað í sólskininu. Hann beygði sig tíl að sjá betur hvaö það væri og brá mikið. Það var úr sem hann hafði á árum áður gefiö syni sínum. En úrið lá ekki á jörðinni. Það var fast um úliUið og stóð hluti handleggs upp úr jörð- inni. Albert Sands gerði lögreglunni þegar aðvart. Rannsóknarlögreglu- menn komu á vettvang og þegar þeir höfðu fuUvissað sig um að lík væri grafiö í garðinum vora kállað- ir til tæknimenn og af varkámi hafist handa við uppgröftinn. Er honum var lokið var líkiö sent rétt- arlæknum. Gögn frá tannlækni Daniels Sands vora það sem staðfesti svo aö ekki varð um vUlst að líkið var af horfiia bílasalanum. John Marcus Roberts ásamt unnustu sinni. Richard Charles Evans. Hvarfið Daniel Sands. Vísbendingar koma í ljós en... Ljóst varð við uppgröftinn að Daniel hafði verið skotinn í bakið með haglabyssu. Var nú aUt húsið grandskoðað að innanverðu og kom þá í ljós að högl sátu í veggn- um fyrir ofan eldhúsvaskinn. Benti það til þess aö Daniel hefði verið skotinn í bakið meðan hann stóð við vaskinn, ef til vUl að þvo upp óhreint leirtau. Spumingamar, sem nú þurfli að leita svars við, var hver hefði skot- iö hann og hvers vegna. Það eina sem rannsóknarlögreglumönnun- um kom tíl hugar var að morðið tengdist á einhvem hátt tilboðinu sem Daniel hafði fengið um við- gerðir á húsinu. Sem betur fer höfðu foreldrar hans ekki kastað neinu og fundust því nöfn mann- anna sem gert höfðu tUboðiö. Reyndust það vera Richard Charles Evans, tuttugu og fiögurra ára, og félagi hans, John Marcus Roberts, tvítugur. Er tíl mannanna var leitað mundu þeir báðir eftir því aö hafa gefið Daniel Sands tílboðið en sögðu að hann hefði aldrei gefið þeim neitt svar og hefðu þeir því litíð svo á að hann hefði talið það óhagkvæmt og leitað tíl annarra. Óvænturfundur Rannsóknarlögreglumönnunum var nú ljóst að morögátan var Albert Sands. vandleyst. Morðinginn hafði lagt hart að sér við að þurrka út aUt sem gat bent til hver hann var. Hann hafði gert hreint í eldhúsinu eftir skotárásina því hvergi var þar blóðblett að sjá. Hins vegar var ljóst að honum hafði legið mikið á því hann hafði ekki gefið sér tíma tíl að grafa nægUega djúpa gröf undir líkið í garðinum. Enn var gengið úr skugga um að ekkert hefði horfið úr húsinu. Ekk- ert vantaði, svo séð yrði. Rán gat því vart talist ástæðan. Gat verið að Daniel Sands hefði átt óvini? Eða hafði einhver vina hans komið í heimsókn eftir að þeim hafði skyndUega sinnast heiftarlega? Sá sem stjómaði rannsókn máls- ins, Greeves fuUtrúi, kaUaði sam- starfsmenn sína á sérstakan fund og var hann haldinn á heimili Dani- els Sands. Var þar ákveðið að skoða aUt sem í húsinu væri, bæði stórt og smátt, ef það skyldi geta gefiö bendingu um hver morðinginn væri. Bréfið Það kom í hlut Greeves sjálfs að leita í skrifborði Daniels. Hann las vandlega öU bréf og miða sem þar var að finna og skyndUega kaUaði hann: „Nú veit ég hverjir morðingj- amir era.“ Það sem Greeves fann var afrit af bréfi sem Daniel hafði skrifað Roberts og Evans, viðgerðarmönn- unum tveimur sem sent höfðu til- boðið. Afritíð sýndi að hann hafði tekið tílboðinu. Roberts og Evans höfðu hins vegar sagt að þeir hefðu aldrei fengið neitt svar frá Daniel Sands. Roberts og Evans voru nú teknir tíl yfirheyrslu. í þetta sinn var gengið harðar að þeim en í fyrra sinnið. Evans neitaði sem fyrr að þeir félagar hefðu fengið nokkuð svar viö tilboði þeirra og lét ekki á sig fá þótt honum væri sagt að af- rit hefði fundist af svarbréfi til þeirra. Sagði hann að það hefði aldrei borist. Roberts var hins vegar ekki eins harður af sér og loks fór svo að hann játaði morðið. Forsagan Roberts og Evans höfðu um hríð stundað húsaviðgerðir þegar Dani- el Sands leitaði til þeirra. Fannst þeim gott að vera beðnir um að taka slíkt verk að sér, enda gekk ekki vel hjá þeim. En brátt beindist hugsun þeirra inn á aðrar brautir. Daniel Sands var bUasali, átti hús og vUdi láta gera við það. Hann hlyti því að vera fiáður. Og þegar tvimenningamir höfðu komist að þeirri niðurstöðu ákváðu þeir aö ræna hann. En það eð Daniel þekkti þá fyrir og bæri kennsl á þá yrðu þeir að ráða hann af dögum svo að þeir næðust ekki eftir rán- ið. Húsaviðgerðarmennimir ákváðu að fara heim tU Daniels að kvöldi tíl, eftir vinnutíma. Og þangaö fóra þeir svo kvöld eitt með haglabyssu. Þeir komu að ólæstum dyrum og komust hávaðalaust inn í húsið. Umgang heyrðu þeir frammi í eld- húsinu og þegar þeir höfðu læðst að eldhúsdyrunum sáu þeir mann- inn, sem þeir ætluðu að ræna og myrða, standa við eldhúsvaskinn. Án þess að bíða þess að hann yrði þeirra var og sneri sér við skaut Roberts hann í bakið. Málalok Það var Evans sem fékk hug- myndina að um að gera hreint í húsinu svo að engan granaði hvað þar hefði gerst. Og hana fram- kvæmdu þeir félagar eftir að hafa leitað peninga og verðmæta um aUt húsið en án árangurs. Daniel Sands geymdi engin verðmæti heima hjá sér. Hefðu tvímenningamir ekki flýtt sér jafnmikið og þeir geröu og haft aðeins meira ímyndunarafl bendir margt til að aldrei hefði komist upp um þá. Þannig hefðu þeir getaö tek- ið eitthvað af fótum hins myrta og snyrtidót og sett í ferðatösku, sem þeir hefðu svo tekið með sér, grafið eða kastað. Það hefði bent til ferða- lags. Og hefðu þeir grafið dýpri gröf hefði líkið hugsanlega aldrei fundist. Þeir Roberts og Evans fengu lífs- tíðardóm, en það þýðir að hagi þeir sér vel geta þeir samkvæmt bresk- um lögum fengið reynslulausn eftir sjö til tíu ára fangelsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.