Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Blaðsíða 27
26 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992. LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992. 39 „Ætli við séum ekki fegnir að losna við þetta núna,“ sagði Bessi Bjarna- son leikari, glottandi út í annað, en bætti við að ekki hefði verið laust við söknuð og eftirsjá þegar hann hugsaði til þess að aðrir leikarar færu nú með hin þekktu hlutverk Lilla klifurmúsar og Mikka refs í bamaleikriti Thorbjöms Egner, Dýr- unum í Hálsaskógi. Leikritið verður fmmsýnt í Þjóð- leikhúsinu á morgun, sunnudag, undir leikstjóm Sigrúnar Valbergs- dóttur. 15 ár em síðan Mikki refur og Lilh klifurmús, Ami Tryggvason og Bessi Bjamason, hlupu um sviðið í Þjóöleikhúsinu við feiknavinsældir. Leikritið var reyndar fyrst frumsýnt í nóvember 1962, fyrir 30 árum. Þá um veturinn voru 42 sýningar og 8 til viðbótar haustið eftir. Síðan hðu 14 ár en leikritið var frumsýnt aftur í janúar 1977. 51 sýning var þá um veturinn og 9 sýningar haustið eftir. Þeir sem sáu leikritið á sínum tíma era fullorðnar manneskjur í dag en óhætt er að fullyrða að Lilli klifur- mús, Mikki refur, Bangsapabbi, Hérastubbur bakari og fleiri persón- ur líði seint leikhúsgestum úr minni. Það var ekki síst Arna og Bessa að þakka að Lilli klifurmús og Mikki refur urðu nánast ódauðlegir. í þetta skipti em Árni og Bessi hins vegar fjarri góðu gamni. Öm Ámason fetar í fótspor föður síns og leikur Lilla klifurmús en Sigurður Sigmjónsson leikur Mikka ref. Fann fyrir fiðringi Ámi Tryggvason horfði á æfingu á leikritinu í vikunni og Bessi Bjama- son stakk nefinu einnig inn um stund. Við hittum þá félaga í hléi og ræddum við þá og síðan Om og Sig- urð eftir æfingu. - Hvemig finnst ykkur „gömlu mönnunum" að sjá Dýrin í Hálsa- skógi? ^ „Mér finnst ansi gaman aö þessu. Ég hef aldrei séð þetta leikrit fyrr og það er alveg nýtt fyrir mann að horfa á það. Ég verö að segja það alveg eins og er að ég fékk svolítinn fiðring í mig og það jaðraöi við að mig lang- aði upp á sviö.“ Þaö var annars gmnnt á glensinu í Áma og Bessa. „Það vantar náttúrlega töluvert upp á að þeir séu búnir að ná því sem við vorum aö gera,“ sagði Bessi og glotti stóram „en það kemur fljót- lega.“ - Það má búast við að fólk sem sá sýningarnar forðum fari að bera þessar tvær sýningar saman með ykkur í Huga. „Það verða bara mæðumar og feð- umir sem munu bera okkur saman við strákana. Krakkarnir hafa bara heyrt leikritið á plötum og kassettum og hafa ekki myndað sér neinar skoð- anir,“ segir Bessi. Ámi: „Eg get ekki séð neina ástæðu til að sýningamar séu bomar svona saman. Það em breyttir tímar og búningar og sviðsmynd er öðmvísi en var í okkar daga. En mér finnst reglulega gaman aö þessu.“ Soldiö öðruvísi vaxinn - Finnið þið ekki fyrir þörf til aö grípa fram í og vfija laga eða breyta þegar þið sjáið leikritið nú? „Nei, það held ég ekki. Ég horfi ekki á það með þeim augum," segir Piparkökusöngur Hérastubbs bakara (Flosa Ólafssonar) fór vitlaust í Bakaradrenginn (Hjálmar Hjálmarsson) svo að piparkökurnar urðu heldur sterkar fyrir Mikka ref (Sigurð Sigurjónsson). Hægra megin er sama atriði fyrir 15 árum, með Bessa sem Mikka ref, Gunnar Eyjólfsson sem Hérastubb og Sig- urö Sigurjónsson sem Bakaradrenginn. DV-myndir Brynjar Gauti Lilli klifurmús og Mikki refur við tréð góða, í dag (örn og Sigurður) og fyrir 15 árum (Árni og Bessi). Ami en Bessi bætir kíminn við : „Hann er aö horfa á son sinn þama og því er þetta miklu erfiðara fyrir hann.“ „Ja, hann er náttúrlega soldið öðravísi vaxinn en ég. Það var mikið minni matur þá . . . ,“ segir Ámi og horfir út undan sér. Bessi bætir enn við og horfir niður fyrir sig: „Þessi nýi refur fær greinilega ekki eins mikið að borða og ég gerði.“ Að öllu gríni slepptu vora Ámi og Bessi sammála um að strákamir stæðu sig mjög vel og vora mjög ánægðir með útkomuna. „Ég er ekk- ert hissa á því að leikritiö hafi verið vinsælt á sínum tíma. Það er eigin- lega fyrst núna að ég sé hvað það er skemmtilegt," segir Ámi. 14 ár liðu milli sýninganna hjá Áma og Bessa. Ami sagöi að þegar leikritíð hefði verið sýnt í annað sinn hefði hvarflað að honum að hann væri orðinn of gamall í hlutverkið, þá 53 ára. En það sló í gegn eins og í fyrra skiptið. Fyrsta leikrit Sigurðar eftir skóla Við hittum Öm Ámason og Sigurð Sigurjónsson í hléi frá æfingu daginn eftir. Sigurður segir að fyrsta hlut- verk sitt eftir Leiklistarskólann hafi einmitt verið í Dýrunum í Hálsaskógi 1977 þegar hann lék Bakaradrenginn. Það var Bakaradrengurinn sem mis- skildi söng Hérastubbs bakara, „Þeg- ar piparkökur bakast . . og settí kíló af pipar í deigið. Sigurður segist hafa séð leikritið þegar það var sýnt 1962 og man vel eftir því. . „Það var mjög skemmtilegt að sjá leikritíð sem krakki. En þegar ég lék með 14 árum síðar var ég óharðnaður leikari, nýskriöinn úr skóla. Þá fylgdist ég með meisturumnn brill- era í þessum hlutverkum sem við Öm erum í núna.“ Förum ekki í skóna þeirra - Einhveijir búast við að þið Öm reynið að fara í skóna þeirra Áma og Bessa í hlutverkum Lilla klifur- músar og Mikka refs. „Þáð er alls ekki hægt að ætlast til þess. Ég neita því ekki aö þeir voru aðeins að þvælast fyrir manni þegar við byrjuðum að æfa en það stóö aldrei til að ég færi í skóna hans Bessa, enda er ég alls ekki fær um það. Eg ætlast ekki til að fólk sé að bera okkur fióra saman. Við erum svo ólíkir leikarar. En ef ég næ að fara hálfa þá leið sem Bessi fór verð ég mjög ánægður. Ég fer ekki fram á meira þar sem hann er meistarinn. Ég hef alltaf, allar götur frá því ég lék lærlinginn í bakaríinu hjá Héra- stubbi, litíð á Bessa sem minn læri- fóður í faginu og hann er það enn. ÖmÁmason og Sigiirður Sigurjónsson leika Mikka ref og Iilla klifurmús í Dýrunum í Hálsaskógi: Mannbætandi leikrit í alla staði - Áma Tryggvasyni og Bessa Bjamasyni líst vel á arftaka sína í hlutverkunum öm Arnason og Sigurður Sigurjónsson leika Lilla klifurmús og Mikka ref i leikritinu Dýrunum i Hálsaskógi sem frumsýnt verður um helgina. Árni Tryggvason og Bessi Bjarnason léku þessi hlutverk við feiknavinsældir fyrir 15 og 30 árum. Þeir „gömlu“ hittu arftaka sina á æfingu i vikunni og brugðu þá aðeins á leik. Ekki var laust við að smáfiðringur færi um þá og tilfinning saknaðar og eftirsjár gerði vart við sig. » DV-mynd Brynjar Gauti Ég er ekki útskrifaður frá honum ennþá,“ segir Siguröur. - Hefurðu fengið einkunn frá Bessa fyrir frammistöðu þína sem Mikki refur? „Nei, hann hefur ekki séð þetta al- mennilega ennþá." Öm bætir glott- andi viö: „Ég held hann þori það ekki.“ Sigurður segist skilja að þeir Öm verði bomir saman við Áma og Bessa, hann mundi gera það sjálfur sem áhorfandi, en umfram allt vonar hann að krakkamir og foreldrarhir njóti sýningarinnar og hafi gaman af henni. „Það era nýir tímar og nýir leikarar en þetta er engu að síður sama leikritið." Öm kemur inn á þetta og segir: „Það eina sem ég hef fengið að heyra er að fólki finnst ég ekki eins grannur og faðir minn. En þetta era annars svo gerólíkar upp- setningar. Textinn er sá sami en umbúnaðurinn er allur annar.“ „Það er svipuð leikmynd notuð og síðast en þó með breyttum áherslum. Viö viljum ekki setja leikritið upp sem safn en kappkostum engu að síð- ur að setja það upp 1 anda Thor- bjöms Egner," segir Sigurður. Boðskapur bræðra- lags og sáttfýsi Thorbjöm Egner skrifaði Dýrin í Hálsaskógi á árum kalda stríðsins. Boðskapur hans er einfaldur, fjallar um bræðralag manna og sáttfýsi. Klemenz Jónsson leikstýrði Dýrun- um í Hálsaskógi bæði 1962 og 1977, þegar leikritið var tekiö upp í Sjón- varpinu 1977 og síðan upp á plötu um svipað leyti. „Thorbjöm Egner var mjög imdir áhrifum kalda stríðsins þegar hann skrifaði leikritið og það er að vera- legu leyti póhtískt. Hann undirstrik- ar að við getum ekki lifað í þessum heimi nema koma okkur saman um hlutina. Dýrin í leikritinu eiga að hætta að ræna og éta önnur dýr. Dýrin í Hálsaskógi er eitt hans besta leikrit en boðskapurinn er afdráttar- lausari og opnari en í öðrum leikrit- um hans,“ segir Klemenz. Egner hreifst mjög af uppfærslu Þjóðleikhússins á sínum tíma, gerði Klemenz að fyrsta heiðursborgara Kardemommubæjar og bauð honum tvisvar til Noregs. Mannbætandi í alla staði Boðskapur leikritsins er Sigurði og Emi ofarlega í huga. „Boðskapurinn er aðalatriðið og hann þarf að komast til skila. Þaö má ekki eiga við hann með umbún- aði eða öðra. Þetta er mannbætandi leikrit í alla staði og við vonum að bömin og bömin í fullorðna fólkinu hafi gaman af því,“ segja Öm og Sig- urður og halda áfram: „Það er heil kynslóð sem hefur bara hlustað á plötuna, kann hlutverkin nánast ut- an að en hefur aldrei séð leikritið. Þaö hlýtur að vera tilhlökkun hjá þessum krökkum. Bamaleikrit tengjast oft fyrstu leikhúsreynslu fólks og það era varla til skemmti- legri bamaleikrit en eftir Thorbjöm Egner.“ Skíðitil sölu! Þegar fréttist að Öm og Sigurður mundu taka að sér hlutverk Liha klifurmúsar og Mikka refs veltu margir fyrir sér hvemig þeir mundu skipta hlutverkunum. Sigurður: „Það var tekiö á þessum málum og niðurstaðan varð sú að ég léki Mikka. Ég held að það breyti engu á hvom veginn þetta hefði far- ið. Það stóð einhvem veginn í fólki að refurinn þyrfti að vera stór og mikill um sig en ekki mjór eins og ég. Ég benti hins vegar á að refurinn er afskaplega mjór og lítill í raun- veruleikanum.“ Það gengur mikiö á í Hálsaskógi, Örn og Sigurður hlaupa mikið og hamast. „Þetta er erfitt og við erum löðursveittir en það er þess virði. Ég er þó hræddur um að músin verði orðin ansi grönn í vor og refurinn hreinlega horfinn,“ segir Sigurð- ur. Ef taka á mið af fyrri aðsóknar- tölum má búast við að Dýrin í Hálsa- skógi gangi fram á vorið. Öm og Sig- urður taka því létt á sinn sérstaka hátt. „Ég á skíði sem era til sölu ef ein- hver vill,“ segir Sigurður og Öm bætir strax við í sama dúr: „Ég á fjöl- skyldu. Ef einhver vill lána henni fjölskyldufóður, þá . . .“ -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.