Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992. 45 gekk upp stigana sá ég Fredí koma á eftir mér. - Nú, vildirðu tala við mig? sagði ég alveg hlessa. Við fórum inn í herbergi og lokuð- um að okkur. Ég skildi ekki hvaðaer- indi hann gæti átt við mig og fannst þetta allt í meira lagi undarlegt. Hvað var eiginlega á seyði? - Thelma mín, við höfum verið gift í átján ár, segir hann formálalaust, - og ég verð að segja þér að ég hef átt vinkonu síðustu þijú árin. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum. Það var eins og hugurinn vildi ekki nema orðin. Þau gátu ekki verið sönn. Mig hlaut að vera að dreyma. Samt vissi ég að ég var vakandi. Ég kólnaði upp. Ég varð máttlaus og dofin og maginn herptist saman. - Hver er það, hver er það? spurði ég. Hann nefhdi nafn konunnar. En ég kannaöist þá ekki við það. Á þessu andartaki áttaði ég mig engan veginn á því sem var að ger- ast. Ég var ekki með sjálfri mér. Samt þóttist ég allt í einu verða sterk; eða fann einhvem falskan styrk sem ég átti í rauninni ekki til. - Jæja, þá skulum við bara skilja, sagði ég hljómlausri röddu. Að missa eiginmann Ég vissi hvorki í þennan heim né annan. Það var eins og hyldjúp gjá hefði opnast í gólfinu og ég væri að sogast niöur í hana. Mér fannst sem ég yrði slitin burt úr þessum heimi. Þessari tiifinningu er ekki unnt að lýsa með orðum. Ég var að missa manninn minn, missa hann fyrir fullt og allt, en hann var ekki að hverfa á vit æðri máttarvalda, heldur til annarrar konu. Önnur kona elsk- aði manninn minn og hann hana. Heimur okkar hrundi. Allt lif okk- ar saman varö að engu á augabragði vegna ókunnugrar manneskju. Allt það sem viö höfðum byggt upp á tveimur áratugum hvarf út í veður og vind; hvarf sjónum mínum eins og hendi væri veifað. Þetta var ólýs- anlegt reiöarslag; algjör höfnun og niðurlæging. Ást mín, veröld mín, öli tilvera mín - var þetta allt byggt á sandi? Hver var raimverulega þessi maður sem ég hafði elskað? Hafði ég lifað lífi sem í raun var aldrei til? Eins og gangandi skuggi Ótal spumingar leituðu upp í hugann. Hvemig gat hann gert þetta? Hvað um mig? Hvað um bömin okk- ar fimm? Hvað um allt það sem við höfðum byggt upp og átt saman? Hvemig gat hann vísvitandi eyðilagt það allt á þennan hátt? Mér fannst líkami minn standa í ljósum loga. í Biblíunni er talað um að brenna í logum vítis. Nú veit ég að hægt er að upplifa slíkt hér á jörð- inni. í marga mánuði fann ég stöðugt fyrir bmna í öllum líkamanum. Eg gat ekki fengið mig til að trúa að þetta væri hlutskipti mitt; að eiga mann sem elskaði aðra konu. Samt vissi ég að það var satt. Ég var ekki með sjálftí mér um langt skeið. Mér fannst ég visna og veslast upp eins og blóm sem sölnar og fellir blöð. Hárið hrundi af mér á nokkrum vikum. Ég varð eins og gangandi skuggi. Þjáningin heltók líkama minn og sál. Eftir þessa reynslu held ég að himnaríki og helvíti sé að finna hér í þessum heimi og hvergi annars staðar. Fredí reyndi aldrei að bera af sér sök. Hann sagði strax að hann gæti ekki fundið neitt í fari mínu sem af- sakaði gerðir hans eða hefði leitt til þessa. Sökin væri algjörlega hans. Hann gat ekki með nokkm móti út- skýrt hegðun sína. Sem betur fer fór ég heldur ekki að leita að ástæðum hjá sjálfri mér. Ég veit þó að það er algengt við slíkar aðstæður. Konum finnst oft sjálfum að þær eigi sök á framhjáhaldi eiginmannsins. Héltframhjá alla tíð Þegar á leið rann upp fyrir mér Thelma í upphafi ferils síns í Dan- mörku. Thelma og fyrrverandi eiginmaður hennar, Fredí Herzl, I fríi á suðræn- um slóðum. Thelma nýkomin til Danmerkur frá íslandi. að Fredí hefði verið svona allan tím- ann. Hann hafði alltaf logið. Hann var hættur að gera greinarmun á lyginni og sannleikanum. En að því kom að hann guggnaði og stífian brast. Hann sagðist hafa orðið að gera hreint fyrir sínum dyrum því hann hefði verið hættur að ná andan- um. Lygin var að kæfa hann. Ef svo hefði ekki farið hefði hann örugglega haldiö áfram að lifa þessu lífi, haldið áfram aö blekkja mig. Þegar mér varð Ijós sá lygavefur sem hann hafði ofið um líf okkar sá ég að maðurinn sem ég hafði elskaö og virt var ekki til. Hann var bara ímyndun. Líklega var það mesta áfallið. Sá Fredi sem ég hafði haldið mig þekkja hafði í raun aldrei verið til. Hafði líf- ið sem við áttum saman þá verið blekking frá upphafi til enda? Fredí fór ekki strax frá mér. Hann bjó á heimilinu í átta mánuði í við- bót. Hann vildi síst af öllu yfirgefa okkur og óskaði þess aö ég gæti fyrir- gefið sér. En ég gerði mér alltafbetur og betur grein fyrir því að það var vonlaust. Hann hafði lifað tvöfóldu lífi um langt skeið. Hvernig hefði ég getað treyst því að hann tæki ekki upp á því fljótlega aftur? Raunar kom í ljós að hann vildi helst fá aö halda þessu lífemi áfram; vera gjftur mér og búa á heimilinu, en eiga vinkonu úti í bæ. Hann sá í kringum sig að sum hjón gátu haft þann háttinn á. Eiginkonan sætti sig við fyrirkomulagiö eða samþykkti það með þögninni. Slíkt þurfti hins vegar ekki að ræða við mig. Hjóna- bandinu var lokið. Flutti til vinkonunnar Á þeim mánuðum sem Fredí bjó enn heima var ég að reyna að ná áttum, reyna að fóta mig í tilverunni á ný. Það var sárt að sjá allt sem við áttum saman gufa upp, að slá striki yfir tuttugu ára samband á svip- stundu. En ég fann að ég gæti aldrei treyst honum aftur. Smám saman rann upp fyrir mér að ég vildi ekki koma nálægt honum framar. Hann hafði svikið mig svo hræðilega og ekkert í sambandi okkar gat skýrt ástæðumar. Við hefðum kannski getað unnið öðruvísi úr málum okkar ef einhveij- ar skýringar hefðu fundist, ef ein- hverjar augljósar ástæður hefðu ver- ið fyrir hendi. Eitthvað sem við hefð- um getað ráðið bót á og lagað í hjóna- bandinu. En svo var ekki. Að lokum varð úr að við skildum að borði og sæng. Fredí flutti út. Hans var beðið. Hann hóf þegar sam- búð með vinkonu sinni, konunni sem hann hafði haldiö við, tuttugu og sex ára læknanema. Síðar uppgötvaði ég að hann hafði alltaf haldið framhjá mér í einhveij- um mæli, þótt aldrei hefði verið nein alvara á bak við fyrr en þama. Ef til vill hefði ég átt að sjá þaö fyrir löngu. En ég hafði lokað augunum fyrir öllu slíku; kannski ekki viljað horfast í augu við staðreyndir. Það var eins og ég væri slegin blindu þegar hann var annars vegar. Ástin erblind Þegar ég var að hugleiða þetta rifjuðust upp fyrir mér fyrstu kynni okkar í Ziirs og samræður okkar á lestarstöðinni, þegar ég var að yfir- gefa hann og halda til Parísar. Við ræddum um alla heima og geima og meðal annars hafði ég spurt hann hvort honum fyndist að eiginmaður ætti alltaf aö vera konu sinni trúr. Hann svaraði því neitandi. Mér var bragðið, en þá var ég svo ung og ást- fangin að ég lét svar hans sem vind um eyra þjóta og það gleymdist. Samt hafði ég einu sinni komist að því, nokkrum árum áður en Fredí leysti frá skjóðunni, að hann hafði haldið framhjá mér. Það hafði vissu- lega verið mér áfall og sært mig djúpu sári, en ég hafði þegar í stað ákveðið að fyrirgefa honum og sann- fært sjálfa mig um aö þetta hefði verið einstakt tilvik og ekki annað en slys eða glapræði, atburður sem hefði hent hann í eihverri óráðsvit- leysu. Fredí hafði alltaf verið mér svö einstaklega góður að ég gat ekki feng- iö mig til að trúa neinu öðra. Hann sagði mér þá sjálfur aö þetta væra óskiljanleg heimskupör sem ekki yrðu endurtekin. Ég trúði honum og tók þá ákvörðun að gleyma þessum atburði á stundinni. Ég taldi mig sterka og skilningsríka eiginkonu að geta fyrirgefiö slíkt. Kannski hef ég þó bara lokað augun- um eða ósjálfrátt sett leppa fyrir aug- un. Kannski vissi ég innst inni aö það sem einu sinni er kominn brestur í verður aldrei heilt. En stundum virð- ist ástin geta verið svo blind. Ég hugsaöi hvorki né talaði um þetta atvik framar og lét það ekki breyta neinu okkar í milli. Ef ég hefði sífellt látiö minninguna um það naga mig og gert mér alls konar grilluref hann kom ekki heim á tilsettum tíma hefði þaö eyðilagt hjónaband okkar. Afbrýðisemi er draugur sem spillir öllum samskiptum. Um það þekkti ég mörg dæmi og ég vildi ekki verða til þess aö ijúfa með afbrýðisemi það trúnaöarsamband sem ég hélt að ríkti á milli okkar. Ég hélt líka aö Fredí myndi virða það við mig að ég gat fyrirgefið og gleymt. En það gerði hann ekki meira en raun bar vitni. Aöeins liöu nokkrir mánuðir þar til hann var kominn í alvarlegt ástarsamband við aðra konu, þá sömu og hann flutti síðar til. (Millifyrirsagnir eru blaðsins) Uppboð Uppboð munu byrja á skrífstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, 3. h., sem hér segir á eftirfarandi eignum: Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður hað á þeim sjálf- um sem hér segir Hraunhólar 6, Garðabæ, þingl. eig.* Sigurlinni Sigurlinnason, gerðarbeið- endur Gjaldheimtan í Garðabæ, Landsbanki íslands og Sjóvá-Almenn- ar hf., 11. nóvember 1992 kl. 13.30. Krókamýri 12, 101, Garðabæ, þingl. eig. María Helga Kristjánsdóttir, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Garðabæ, Húsnæðisstofaun rfltisins og Verðbréfamarkaður FFI, 12. nóv- ember 1992 kl. 11.00. Brattakinn 33, 1. hæð, Ha&iarfirði, þingl. eig. ívar Már Kjartansson, geiðarbeiðendur Lífeyrissjóður versl- unarmanna og Sparisjóður Hafaar- fjarðar, 10. nóvember 1992 kl. 14.00. Breiðvangur 12, 102, Hafaarfiiði, þingl. eig. Hafaarflarðarbær, gerðar- beiðandi Húsnæðisstofaun nkisins, 10. nóvember 1992 kl. 14.00. Hjallabraut 92, Hafiiarfiiði, þingl. eig. Bragi Brynjólfsson, gerðarbeiðandi Vátiyggingafélag íslánds, 10. nóvemb- er 1992 kl. 14.00. Suðurgata 85, 201, Hafaarfirði, þingl. eig. Húsnæðisnefad Hafaarfjarðar, gerðarbeiðandi Lífeyrissj. Hlífar og-i Framtíðar, 10. nóvember 1992 kl. 11.00. Smárabaið 2, 2. hæð C, Hafiiarfirði, þingL eig. Svanur Þór Vilhjáknsson, gerðarbeiðendur Hafiiarbakki hf., Lögmenn, Sparisjóðurinn í Keflavík og Verðbréfamarkaður FFI, 10. nóv- ember 1992 kl. 14.00. SÝSLUMAÐUHNN í HAFNARFKffll Álfholt 42,102, Hafaarfirði, þingl. eig. Þorvaiður Krístóferssön, gerðarbeið- endur Bæjarsjóður Hafaarfjarðar, Jó- hannes Pétursson og Loftorka hf., 10. nóvember 1992 kl. 14.00. SÝSLUMAÐUEINN f HAFNAMRÐI ' UPPB0Ð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Auðbrekku 10, Kópavogi, miðvikudaginn 11. nóvember 1992 kl. 16.30, á eftir- farandi eignum: Kjarrhólmi 20, 4. hæð A, þingl. eig. Ingvar Ásgeirsson, gerðarbeiðendur Húsfélagið Kjarrhólma 20 og skatt- heimta rfltissjóðs í Kópavogi. Landspilda úr Smárahvammslandi, nyrðri hluti 101, þingl. eig. Ofaa- smiðja Kópavogs, gerðarbeiðendur Iðnlánasjóður, Iðnþróunarsjóður og Landsbanki íslands. Álfaólsvegur 123, 1. hæð, þingl. eig. Guðmundur Þorkelsson, gerðarbeið- endur Lífeyrissjóður verksmiðjufólks, Sparisjóður Reykjavíkur og nágrenn- is og Islandsbanki hf. Langabrekka 15 A, þingl. eig. Anna Margrét Erlingsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður starfsmanna Reykja- víkurborgar. Lóð í Smárahvammi, þingl. eig. Krist- ján Magnason, gerðarheiðandi Ós Húseiningar hf. Ástún 14, 2-2, þingl. eig. Jón Haukur Eltonsson, gerðarbeiðendur Bæjar- sjóður Kópavogs og skattheimta rfitis- sjóðs í Kópavogi. Lyngheiði 6, þingl. eig. Jörundur Guð- laugsson, geiðarbeiðandi Lífeyrissjóð- ur verslunarmanna. Bjamhólastígur 12, vesturhluti, þingl. eig. AmórSigurðsson, gerðarbeiðend- ur Bæjarsjóður Kópavogs og Hús- bréfadeild Húsnæðisstofaunar rfltis- ins. Nýbýlavegur 46, jarðhæð, þingl. eig. Villy Petersen, gerðarbeiðandi Verð- bréfamarkaður FFI. Borgarholtsbraut' 63 A, þingl. eig. Þórður Ámason, gerðarbeiðandi skattheimta rfltissjóðs í Kópavogi. Daltún 25, þingl. eig. Daðína Friðriks- dóttir Aspelund, gerðarbeiðandi Verð- bréfamarkaður FFÍ. Nýbýlavegur 64, jarðhæð suður, þingl. ' eig. Haraldur Sigurðsson, gerðarbeið- endur Bæjarsjóður Kópavogs og ís- landshanki hf. Skólagerði 63,2. hæð og bflskúr, þingl. eig. Knstín Guðmimdsdóttir, gerðar- beiðandi skattheimta rfltissjóðs í Kópavogi. EngihjaUi 1, 7. hæð A, þingl. eig. Aðalheiður Þorsteinsdóttir og Jón Ragnar Harðarson, gerðarbeiðendur Bæjarsjóður Kópavogs, P. Samúels- son & Co hf. og Ábyrgð hf. Smiðjuvegur 36, efri hæð, þingl. eig. Páll Helgason, gerðarbeiðendur Bæj- arsjóður Kópavogs og Fjárfestingarfé- lagið Skandia hf. EngihjaUi 3, 4. hæð F, þingl. eig. Jó- hann Einarsson og Bára Magnúsdótt- ir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi. Smiðjuvegur 50, þingl. eig. Jón Bald- ursson, gerðarbeiðandi Bifreiðar og landbúnaðarvélar. Vatnsendablettur 44, þingl. eig. Sig- ríður Jóhannsdóttir, gerðarbeiðendur Landsbanki íslands, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Sjóvá-Almennar hf. og Skuldaskil hf. Hamraborg 28, 2. hæð A, þingl. eig. Kristján Heimann Sigurgeirsson, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Garðabæ. Þverbrekka 2, 8. hæð t.h., þingl. eig. Karl Hjartarson, gerðarbeiðandi Bæj- arsjóður Kópavogs. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAV0GI UPPB0Ð Framhald uppboðs á effirtalinni eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: HUðarhjaUi 40, íbúð 0301, þingl. eig. Karel Guðmundur HaUdórsson og HaUdóra M. Matthíasdóttir, gerðar- beiðandi skattheimta rfltissjóðs í Kópavogi. HUðarhjalh 55, íbúð 03Ú2, þingl. eig. Guðrún Lflja Benjamínsdóttir, gerð- arbeiðendur Lögfræðiþjónustan hf. og skattheimta rflussjóðs í KópavogL Holtagerði 12, þingl. eig. Rúnar Sól- berg Þorvaldsson og Helga Karlsdótt- ir, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna og Lífeyrissjóður rafiðnaðaimanna. Brattatunga 9, þingL eig. Sveinhjöm Tiyggvason, gerðarbeiðandi skatt- heimta rfltissjóðs í Kópavogi, 11. nóv- i ember 1992 Ú. 13.00. SÝSLUMAÐURINNIKÓPAV0GI Kársnesbraut 125, þingl. eig. db. Huldu Þorfinnsdóttur, geiðarbeiðandi skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.