Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992. 59 Afmæli Birgir Ólafsson Birgir Ólafsson lögreglumaður, Háholti 28, Keflavík, verður fimm- tugurámorgun. Starfsferiil Birgir fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann útskrifaðist frá Flens- borgarskólanum í Hafharfirði 1960 og ffá Lögregluskóla ríkisins 1976. Birgir flutti til Keflavíkur 1963. Þar stundaði hann akstur hjá Aðal- stöðinni og við Sérleyfisbifreiðastöö Keflavíkur á árunum 1963-74 er hann hóf störf við lögregluna í Keflavík þar sem hann starfar enn. Fjölskylda Birgir kvæntist 4.2.1967 Stellu Olsen, f. 21.2.1946, aðalfulltrúa við Sjúkrahús Keflavíkur. Hún er dóttir Ole Olsen, sjómanns í Keflavík, sem lést 1979, og Þóru Gísladóttur hús- móður. Böm Birgis og Stellu eru Telma, f. 25.11.1972, nemi í hjúkrunarfræði við HÍ, og Snorri, f. 1.1.1984. Systkini Birgis eru Sigurður Ól- afsson, f. 20.5.1944, brunavörður í Hafnarfirði, kvæntur Ingunni Vikt- orsdóttur sjúkraliða og eiga þau þrjú börn; Guðrún Ólafsdóttir, f. 19.11.1951, hjúkrunarfræðingur í Hafnarfirði, og á hún þijú böm; Einar Ólafsson, f. 6.2.1954, endur- skoðandi í Hafnarfirði, kvæntur Ingibjörgu Magnúsdóttur húsmóð- ur og eiga þau þrjú böm. Foreldrar Birgis voru Ólafur Frí- mannsson, f. 13.5.1921, d. 5.5.1987, vélvirki í Hafnarfirði, og kona hans, Kristín Sigurðardóttir, f. 10.10.1921, d. 6.2.1986, húsmóðir. Ætt Ólafur var sonur Frímanns, verkamanns í Hafnarfirði, Þórðar- sonar, sjómanns í Gerðum, Teits- sonar, b. í Kolsholti og síðar í Vallar- hjáleigu í Flóa, Jónssonar, b. á Hamri í Flóa, Ámasonar, prests í Steinsholti, Högnasonar, prestaföð- ur á Breiðabólstað, Sigurðssonar. Móðir Jóns var Anna Jónsdóttir, b. í Bolholti, Þórarinssonar. Móðir Teits var Helga Ólafsdóttir, hrepp- stjóra á Eystri-Loftsstöðum, Vern- harðssonar. Móöir Helgu var Sess- elja Aradóttir, b. í Götu á Stokks- eyri, Bergssonar, ættfóður Bergs- ættarinnar, Sturlaugssonar. Móðir Þórðar var Sigríður Þórðardóttir, vinnumanns í Núpstúni, Guð- mundssonar og Sigríðar Einarsdótt- ur, b. í Núpstúni, Magnússonar. Móðir Frímanns var Salvör Frí- mannsdóttir, b. í Nýlendu, Gíslason- ar. Móðir Ólafs var Guðrún Ólafs- dóttir, b. í Garðbæ í Höfnum, Ein- arssonar. Kristín var dóttir Sigurðar, húsa- smiðs í Hafnarfirði, Valdimarsson- ar, og Sigríðar, systiu- Þómnnar Reykdal, ömmu Jóhannesar Reydal, tæknistjóra DV, og Ásgeirs Christ- iansen yfirflugstjóra. Onnur systir Sigríðar var Anna, móðir Björgúlfs Bachmann bankabókara. Hálfsystir Sigríðar var Elísabet, móðir Böðv- ars, bóksala í Hafnarfirði, og Sigurð- ar, fyrrv. íþróttafréttamanns, Sig- urðssona en hálfbróðir Sigríðar var Jónas skipstjóri, afi Jónasar Har- aldssonar, fréttastjóra DV. Sigríður var dóttir Böðvars Böðvarssonar, bamakennara í Hafnarfirði, hálf- Birgir Olafsson. bróður Þórarins Böðvarssonar, prests í Görðum. Móðir Sigríðar var Kristín Ólafsdóttir, dómkirjuprests í Reykjavík, Pálssonar, prests í Ás- um, Ólafssonar, prests í Ásum, Páls- sonar, klausturhaldra í Gufunesi og b. á Vatnsenda, Jónssonar. Móðir Páls á Ásum var Helga Jónsdóttir eldprests Steingrímssonar. Tekið verður á móti gestum á Vík- inni, Hafnargötu 80, Keflavík, í dag milhkl 17.00 og 21.00. afmælið 8. nóvember Vilhj álmur Kristjánssón, Sfigahlíð 32, Reykjavík. Stefanía Jónsdóttir, Aðalbraut65, Raufarhöfn. Ólafía K. Guðmundsdóttir, Fannborgl, Kópavogi. Guðmundur Magnús Guðmunds- son, LeynisbrautS, Grindavík. Elías Kárason, Rauðalæk 53, Reykjavik. Gunnvdr Björnsdóttir, Suðurgötu 29, Akranesi. Svanhildur Jónsdóttir, Furugrund 77, Köpavogi. Svanhildur veröur meö heitt á könnunni í Félagsheimili Rafveit- unnar við Elliðaámar eftir kl 16.00 á afmælisdaginn. Gísli Samúel Gunnlaugsson, Gunnarsbraut7, BuðardaL verðuraö heiman áafmælis- daginn. Þórður Björnsson, Aðalgötu 5, Keflavík. Sigríður Jensdóttir, Kalastöðum I, Strandarhreppi. Dýrleif Andrésdóttir, Leirhöfn I, Öxargai’ðarhreppi. Sæmundur Karl Jóhannesson, Langanesvegi 26, Þórshöfn. Ásthildur Simonardóttir, Grettisgötul2, ReyKjavík. Árni Ketill Friðriksson, Kotárgerði 14, Akureyri. Þóra Guðmunda Karlsdóttir, Fjarðarstræti 6, ísafirði. Stjömusteinum 13, Stokkseyri. Ingunn Ásdísardóttir, Þingholtsstræti 23, Reykjavík. Friðrikka Milly Muller Friðrikka Milly Muller, Austur- brún 6, Reykjavík, verður áttatíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Friðrikka fæddist í Skógarkoti í Þingvallasveit en ólst upp í Reykja- vík. Hún starfaði hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur 1930-35, hóf síðan störf hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík er hún var sett áiaggimar 1935. Friðrikka flutti til Svíþjóðar 1936 og starfaði þar í tíu ár. Er hún kom heim 1946 hóf hún aftur störf hjá Mjólkursamsölunni og var for- stöðukona við Mjólkurbúðir MS, lengst af við mjólkurbúðina á Hjarð- arhaganum eða þar til mjólkurbúð- imar vom lagðar niður í Reykjavík 1976. Þá hóf hún störf hjá Hagabúð- inni og starfaði þar til 1982. Fjölskylda Friðrikka átti einn bróður, Viktor Friðrikka Milly Muller. Miiller, f. 14.3.1906, d. 25.4.1920. Foreldrar Friðrikku vom Friðrik Maxmilan, f. 16.10.1874, d. í mars 1907, málarameistari á Akureyri af norskum ættum, og Ragnheiður Ól- afsdóttir, f. 20.2.1868, d. 16.2.1935, húsmóðir. Jóhanna S. Pálsdóttir Jóhanna S. Pálsdóttir, Hringbraut 85, Reykjavík, er fertug í dag. Starfsferill Jóhanna fæddist á Siglufirði og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún lauk gagnfræðaprófi á Siglufirði og stundaði þar ýmis störf á unglings- árunum, vann í frystihúsi, hjá Sigló-síld, við Hótel Höfn og starfaði síðan við Siglufj arðarapótek. Jóhanna flutti til Reykjavíkur 1979 og starfaði þar lengst af í Holtsapó- teki. Þá stundaði hún nám og lauk prófum við Einkaritaraskólann, starfaði um skeið í fjármálaráðu- neytinu en hefur sl. tæp tvö ár unn- ið hjá Þjónustumiðstöð aldraðra að Vesturgötu 7, Reykjavík. Fjölskylda Jóhanna giftist 16.6.1984 Kristjáni B. Sigurgeirssyni, f. 25.4.1942, fram- kvæmdastjóra. Sonur Jóhönnu er Ólafur Ingi, f. 31.12.1972, nemi. Systkini Jóhönnu em Ásmundur, f. 20.8.1943, verksljóri í Vestmanna- eyjum; Jón Hólm, f. 20.6.1946, sjó- maður á Siglufirði; Róbert, f. 2.6. 1947, starfar við Þjónustumiðstöð aldraðra; Anna, f. 5.1.1949, starfs- stúlka við Smiðjukaffi; Birgitta, f. 24.8.1953, verslunarmaður á Siglu- firði; Pálína, f. 1.10.1959, endurskoð- andi á Siglufirði; Hólmfríður, f. 6.12. 1961, einkaritari hjá Eimskip í Reykjavík; Haraldur, f. 30.7.1965, í foreldrahúsum. Foreldrar Jóhönnu em PáU Ágúst Jónsson, f. 9.9.1921, fyrrv. bryti, hótelstjóri og kaupfélagsstjóri á Siglufirði, og kona hans, Una Sigríð- ur Ásmundsdóttir, f. 16.6.1927, Jóhanna S. Pálsdóttir. starfsmaður við KEA á Siglufirði. Jóhanna verður á Kringlukránni íkvöld. Sigrún Einarsdóttir Sigrún Einarsdóttir, húsfreyja að Miðhúsum viö Egilsstaði, verður sjötugámorgun. Fjölskylda Sigrún giftist 16.6.1945 Halldóri Sigurðssyni, f. 24.6.1923, smiði og kennara. Hann er sonur Sigurðar Ólafssonar og Maríu Rebekku Ól- afsdóttur, búenda á Bæjum á Snæ- fjallaströnd. Sigrún og HaUdór sUtu samvistum. Böm Sigrúnar og HaUdórs em Einar Þór, f. 9.1.1945, trésmiður á EgUsstöðum, giftur Gerði Guðrúnu Aradóttur og eru böm þeirra Bjarg- hfidur Margrét, Erla Sigrún og HaU- dór Örvar, auk þriggja bamabama; Hlynur Kristinn, f. 12.1.1950, tré- smiður í Miðhúsum, kvæntur Eddu Kristínu Bjömsdóttur og er sonur þeirra Fjölnir Bjöm; Sigrún, f. 30.12. 1959, húsmóðir á Egilsstöðum, gift ísleifi Helga Guöjónssyni og em böm þeirra Dagný Helga og Bryndís Dögg; SiguröurMar.f. 15.2.1964, ijósmyndari í Miðhúsum, kvæntur ÞórhUdi G. Kristjánsdóttur og era böm þeirra Urður María og Sara Björk. Systkini Sigrúnar: SigurUlja Ingi- björg, f. 8.7.1912, var gift Eyjólfi Þórarinssyni en þau eru bæði látin; Friðberg, f. 31.10.1913, var kvæntur Björgu Magnúsdóttur en þau em bæði látin; Marteinn Baldur, f. 28.11. 1916, sem er látinn, var kvæntur Guðbjörgu Siguijónsdóttur sem býr á Reyðarfirði; Aðalheiður, f. 20.12. 1919, búsett í Kópavogi, var gift Ottó Oddssyni sem er látinn; Hólmfriður, f. 8.3.1924, látin, var gift Ólafi Sig- urðssyni á EgUsstöðum. Foreldrar Sigrúnar voru Einar Sölvason, f. 8.5.1889, d. 16.8.1965, b. aö Bámstöðum og síðar Klypp- Sigrún Einarsdóttir. stað 1 Loðmundarfirði, og Þórey Sig- urðardóttir, f. 27.2.1887, d. 5.9.1953, húsfreyja. Sigrún tekur á móti gestum í Mið- húsum á afmæUsdaginn frá kl 15.00. Ný Qabor sending 20% afsláttur af eldri þessa viku Skóbúðin, Laugavegi 97, sími 624030 Glæsibæ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.