Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992. 13 Karl og Díana: „Þið ættuð að fara í ferðalag, til Austurlanda eða eitthvað svoleiðis," segir drottning við son sinn og hann hlýðir eins og alltaf. „Já, mamma, við skulum fara,“ segir hann. Þannig ímynda menn sér samtal Karls Bretaprins og Elísabetar móð- ur hans áður en bresku ríkiserfingj- amir lögðu upp í for til Suður-Kóreu í vikunni. Að vísu eiga höfðingja- heimsóknir sér lengri aðdraganda en samt er það sannleikskom í sögvmni að drottning sá að ferð til fjarlægs lands gæri orðið til að bæta sambúð Karls og Díönu konu hans. Drottningu varð ekki að þessari ósk sinni fremur en í öðrum fjöl- skyldumálum síöustu misserin. Ferðin til Suður-Kóreu átti aö sanna að Karl og Díana hefðu náð sáttum og gestgjafamir höguðu dagskránni svo að þau gætu verið sem mest sam- an. Bresk blöð segja að það hafi ver- ið gert aö kröfu drottningar. Díana aldrei áður svo raunamædd Aðstæður vora því allar ákjósan- legar til að ríkiserfingjamir gætu sannfært þegna sína og umheiminn um að þau hjónin væra sátt og skiln- aður ekki á næsta leiti. Það eina sem fór úrskeiðis var að þau vora bæði í fýlu alla ferðinna. Það kemur að visu ekki á óvart þegar Karl á í hlut því hann er alltaf eins og í fýlu en Díana er vön að vera brosmild og kát. Nú blasti nístingskuldi við úr svip Díönu þegar Karl var nærri. Allt annað var uppi á teningnum þegar hún var ein með heimafólkinu. Þá glaðnaði yfir henni og í nærvera bama var hún jafn hress og á árum áður. Enginn efast lengur um að hjóna- bandi Karl og Díönu er í raun lokið. Þeim líður illa í návist hvort annars og enginn undrast þótt Díana leiti sér félagsskapar utan hjónabandsins. Það gerir. Karl líka þótt ekki hafi komist í hámæli. Sagan um samband Díönu og öku- þórsins James Gilbey þótti ýkju- kennd. Margir töldu að upptökur af símtölum hennar við James væra falsaðar. Þar grét hún sáran yfir ör- lögum sínum, hallmælti ráðríkri tengdamóður og leiðinlegum eigin- manni. Nú er eins og þessi orð fái staðfestingu í raunalegum svip henn- ar í Kóreuferðinni. Elísabet drottning leitarnýiTaráða Karl og Díana era komin heim og nú bíður það drottningar og ráðgjafa hennar að finna upp ný ráð til að bjarga hjónabandi ríkiserfingjanna. Sjálf hafa þau engan áhuga á því. Skilnaður væri löngu afstaðinn ef ekki vildi svo til að þau eiga að erfa lönd og ríki. Skilnaður ríkiserfingja er reginhneyksli sem drottning getur ekki sætt sig við. Hún óttast að verða síðust ætt- menna sinna á valdaátóli í Buckhing- hamhöll. Það er sótt að konungdæm- inu og eftir síðustu hneykslismál verður hún trúlega að gefa eftir skattfrelsi sitt og fóma opinberam lifeyri til margra í fjölskyldunni. í þessari baráttu skipta tilfinningar Díönu htlu máli að því er virðist. Þó kann það vera aö drottning sé ekki eins harðlynd og af er látiö. Líklegast er að Elísabet verði að bíta í það súra epli að enn eitt af bömum hennar skiiji. Anna er þegar skilin við Mark Phiilips og Sara Ferguson hlaupin frá Andrési þótt hann bíði að sögn enn og voni aö hún komi heim. Og nú er röðin komin að Karh. Eina huggunin er að Játvarður er ókvæntur og skilur því ekki. -GK Karl og Dlana voru allt annað en blið á svip þegar þau komu fram saman f Suður-Kóreu. Dfana vlrti mann sinn ekki viðlits heldur beit saman tönnum og horfðl kuldalega út f fjarskann. Trúlega er þetta með neyðarlegustu oplnberu heimsóknum sem sögur fara af. Slmamynd Reuter V bíður þér í afhnælisvéislu! MWVIKUiraGr FIMMTUDAG/. FOSniDAG^G IAUGARDAG ■SBgEP'ia^RABstj S^ÍGfeí/éh m LSG’O^þESSA DAGA ^ Mikio fmAL vofciM mM )LFTEPPI - GÓLFDREGLAR VEG JdÚKAR 5fcm á KVERKLISTAR 6 serðir T GOLFTEPPI 2m-4m RIMlKGARDlNll)R plast-ál1! LOFTRÓSIR 14 gerðir )HNSparket GÓlFDÚKAR 2m-3m-4m breivðir ROWNEY Listmalaravö GGFODUR VILLEROY OG BOCH gólfflísar MÁLNINGAVÖRUR Grensásveg 11 ■ Sími 813500 AF OLLUM VORUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.