Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Blaðsíða 28
40 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992. Á ferð með stórstj ömum - Sykurmolum vegnar vel í samfloti með U2 Sykurmolarnir eru í góðum félagsskap þessa stundina með stórhljómsveitinni U2 á ferðalagi um Bandaríkin. Það er laugardagur og klukkan farin að nálgast hádegi. Hitastigið er svona svipað og vanalega, þurr 25 gráða molla. Það er ekki laust við að það sé einhver sérstök stemning í loftinu. Léttir tónar líða út um loftin blá úr útvarpstækinu, og þeir eru ansi kunnuglegir. Und- irmeðvitundin fer strax að leita í geymsluhólfum sínum, bíddu nú við... eitthvað kannast ég viö þetta lag. Hljómþýð rödd útvarpssnúðs- ins hjálpar til við að reiða síðasta höggið á minnisnaglann og til- kynnir að þetta séu hinir íslensku Sykurmolar og að þeir komi til með að spila á Sun Devil Stadium, Tempe, Arizona um kvöldið ásamt Puplic Enemy og U2. Það er óhætt að segja aö brosið hafi breikkað þegar kunnuglegir tónar landans hljóma svona á erlendri grund. Þjóðemiskenndin, sem stundum hefur nú verið heldur djúpt á, stíg- ur nú upp á yfirborðið og maður tautar fyrir munni sér: Sykurmol- amir og U2, ekki amaleg blanda það. Fyrirgreiðsla að heiman Það er heldur kaldhæðnislegt að Sykurmolamir hlutu ósköp htla náö fyrir augum stjómenda fyrir- tækja heima á Fróni áður en þeir lögðu upp í þessa tónleikaferð. Þeir standa nú að einni mestu land- kynningu sem ísland hefur fengiö vestanhafs frá upphafi. Það er erf- itt að gera sér grein fyrir þeim óheyrilega kostnaði sem svona tón- leikaferð hefur í för með sér: flutn- ingur á græjum frá íslandi til Bandaríkjanna, laun fyrir aðstoð- armenn og uppihald, svo eitthvað sé nefnt. Þótt eitthvað komi í kass- ann í ferðinni er kostnaðurinn óheyrilegur. Það er vonandi að fyr- irtæki heima sjái sér fært í framtíö- inni að styðja við bakið á lista- mönnum þegar mikið liggur við. Á leið á stefnumót Það var óneitanlega stress og spenna í loftinu í anddyri Shera- ton-hótelsins þegar undirritaðan bar að garði. Aðstoðarmenn hljóm- sveitanna, blaðamenn og aðdáend- ur mynduðu htskrúðugan og fjöl- breyttan hóp sem smitaði út frá sér rafmagnaðri eftirvæntingu. Það tók nú ekki langan tíma að bera kennsl á veðurbarin og kunnugleg andht samlandans. Það var einmitt tilgangur þessarar ferðar að ná tali af meðlimum Sykurmolanna sem um kvöldið áttu að spila fyrir um 40.000 manns. Einar Öm stóð við eitt afgreiðsluborðið, hahaði imdir flatt og fylgdist með í kringum sig. Hann gaf ekki mikið út á stressið sem lá í loftinu: „Það er bara farið að styttast í gigið, þá vih þetta oft verða svona. Eigum við ekki að trítla inn á barinn, það fer betur um okkur þar. Við hittum eflaust Þór og Braga þar einhvers staðar ef ég þekki þá rétt,“ sagði Einar og var þotinn af stað. Mikið rétt, fyrstu mennimir, sem við rákum augun í er við nálguðumst barinn, vom einmitt Þór og Bragi en þeir sátu þar í makindum og töluðu við Sigtrygg trommara sem var á leið á fyxirlestur sem haim ætlaði að halda fyrir tónhstamemendur í Arizona State University. „Þetta verður klíniskur fyrirlestur, ég bara geri eitthvaö sniðugt," vom síðustu orðin sem við heyrðum Sig- trygg segja áður en hann hvarf á braut. „Sestu bara hjá okkur, fé- lagi,“ sagði Þór um leið og hann rétti undirrituðum kassettu með Kind (nafni Ný danskra á enskri tungu). „Þetta er virkilega gott efni, við eram svona að reyna aö kynna það fyrir fólki hér vestanhafs.“ Þegar ahir vom sestir við borðið sagði Einar okkur frá ævintýrum næturinnar en hann var stoppaður af lögreglunni fyrir að fara gang- andi yfir á rauöu ljósi: „Það mun- aði engu að ég yrði handtekinn og settur í steininn, þetta er nú meira lögregluríkið." Ut frá þessu mynd- uðust háværar samræður um æv- intýri næturinnar sem vora víst býsna fjörleg. Þegar þjónustustúlk- an kom að borðinu með veitingam- ar róaðist hópurinn og viðtahð gat hafist. Sundurlaust spjall - Hver er aðalmunurinn að spila í þessari tónleikaferð og þeim sem þið hafið farið í áður? Bragi: „Það er svona ósköp htih munur, þessi túr er auðvitað miklu stærri allur en þeir sem við höfum áður verið með í. Við höfum reynd- ar áður spilað á leikvöngum, það var árið 1990 með P.I.L. 'og New Order." Einar: „Svo við gerum okkur ein- hveija grein fyrir umfangi þessara tónleika þá era það 180 manns sem ferðast með til þess aö setja upp sviðið. Á hveijum stað era ráðnir allavega 250 í viðbót. Þannig að það era um 430 manns sem vinna í tvo daga til þess eins aö setja sviðið upp og hafa allt tilbúið." - Erað þið sátt við það hvemig fólk hefur tekið tónlistinni ykkar? „Við erum fyrsta hljómsveitin sem byijar að spila og það er mis- jafnt hversu mikið af fólki er kom- ið inn á leikvanginn, yfirleitt svona um helmingur. Meginþorri fólksins virðist kannast við lögin og tekur okkur bara mjög vel,“ sagði Bragi, bassaleikari sveitarinnar. - Vitið þið af hveiju U2 fóru þess á leit við ykkur að þið hituðuð upp fyrir þá, hafa þeir hlustað mikið á ykkur? Þór: „Það virðist vera, bassaleik- arinn Adam Clayton er mjög hrif- inn af sveitinni. Hann og trommu- leikarinn Larry Muhen Jr. komu á tónleika með okkur í Hohywood 1988.“ „í fyrsta skipti, sem við hittum Bono, vitnaði hann í texta eftir okkur úr laginu I Came from the East, þannig að hann hefur eitt- hvað hlustað," sagði Bragi sposkur á svip. írsku stórstjömumar - Hvemig virka íjórmenningamir í U2 á ykkur? Bragi: „Við höfiim reyndar ekki hitt þá aha enn sem komið er, eig- um eftir að hitta gítarleikarann The Edge. Hinir virka vel á okkur, þeir era frekar rólegir og algjörlega lausir við alla stórmennskustæla." Einar: „Ég hitti reyndar gítar- leikarann í Denver um daginn og hann lét vel af spilamennsku okkar fyrr um kvöldið, hann virkar ipjög yfirvegaður og að sama skapi róleg- ur.“ Þór: „Þeir félagamir era aö reyna að breyta ímynd sinni, þeir hafa ahtaf haft orð á sér fyrir að vera reiðir ungir menn sem ætti að taka nyög alvarlega en þeir era núna að sýna aðeins léttari hhð á sjálfum sér.“ - Hvemig er tónleikaprógrammið hjá ykkur og hvað er sphað lengi? Einar: „Tónleikaprógrammið er svona sambland eiginlega af báð- um plötunum. Við sphum í rúman hálftíma og náum aö spha svona 10-11 lög. Við reynum bara að nýta tímann vel og spha eins mörg lög og við getum. Það skiptir einnig miklu máh að koma þessu eins vel frá sér og hægt er því við eram aö spha fyrir fuht af fólki sem kannski þekkir okkur ekki svo gjörla." - Hvað verða þetta margir tónleik- ar sem þið komið th með að hita upp fyrir U2? Einar: „Það era 13 tónleikar með U2 og svo sphum við 3-4 sinnum á okkar eigin tónleikum þar sem við komum th með að leika okkur meira, spha auövitað meira af efni og kynna efni nýju plötunnar, It’s It, sem samanstendur af endur- hljóðblönduöum lögum af fyrri plötum. Tónleikaferðin hefur byij- að frekar rólega, svona 2-3 tónleik- ar á viku. Þannig að við höfum haft tíma th að spha í litlum klúbb- um þess á mihi. En í síðari hluta feröarinnar, þegar við erum komin th Kalifomíu, verður sphað mun meira því þá verða fleiri tónleikar á sama staðnum." Að ferðast þvers og kruss - Era ekki ferðalögin erfiðasti og leiðinlegasti hluti svona ferðar? Einar: „Ferðalögin era að mínu áhti einn skemmthegasti hluti þessa ahs, viö kynnumst fullt af nýju fólki, kynnumst ólíkri menn- ingu og sjáum fuht af skemmtheg- um hlutum. Við feröumst í stóram rútum, með svefnplássi, sjónvarpi og þæghegum stólum, þannig að það væsir ekki um okkur." Bragi: „Þetta er óneitanlega gíf- urlegt ferðalag, við förum t.d. th Vancouver í Kanada en sem betur fer fljúgum við þangað. Þar sem þetta er frekar rólegur túr komum við th með að geta skoðað okkur vel um. Við höfum yfirleitt rúmlega sólarhring og stundum meira á hveijum stað. Þannig að það er nógur tími.“ - Ef við vindum okkur í aöra sálma, er það mjög mikhvægt fyrir hljómsveit eins og ykkur að fá spil- un á MTV? ' Bragi: „Það skiptir auðvitað miklu máh og einnig það að spha mikið." Einar: „Þú getur sphað á hveijum degi í mörg ár, fyrir fleiri þúsund manns og aðeins htið brot af fólk- inu hefur séð þig. Þetta er svo ótrú- lega stórt land. Við erum t.d. sér- staklega sterk í Kaliforníu og á vesturströndinni en htið þekkt í Texas og Alabama." - Hvað um framtíðaráform? Einar: „Bara að seipja nýja tón- hst og halda áfram að þróast í rétta átt.“ Þór: „Framtíðin ber þetta allt í skauti sér, hver veit?“ Tónleikamir Um kvöldið stóðu Sykurmolamir sig með miklum sóma. Þeir sphuðu flest sín þekktustu lög: Deus, Birth- day, Cold Sweat og Hit, svo einhver séu nefnd. Bandið var virkilega þétt en þurfti þó að hða fyrir það, eins og oft vih verða hjá upphitun- arhljómsveitum, að hljóðið var misgott. Áhorfendur virtust vera mjög vel með á nótunum, enda Sykurmolamir ein vinsælasta hljómsveitin í Arizona, samkvæmt vinsældahsta útvarpstöðvarinnar KUKQ. Þegar síðasta plata sveitar- innar, Stick around for Joy, kom út áttu þau t.d. tvö mest sphuðu lögin þrjár vikur í röð. Ýmsar get- gátur hafa verið uppi um það að bandið sé í raun hætt starfsemi en hver veit. Það að vera stór hður í einni stærstu hljómleikaferð, sem haldin verður í Bandaríkjunum í ár, er stórkostlegt afrek og vonandi bara byijunin á því sem koma skal í framtíðinni. Klemens Arnarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.