Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992. Skák Helgi Ólafsson atskákmeistaii Reykjavíkur: Mátaði Timman í beinni útsendingu Hannes Hlífar þrettándi á HM unglinga Hollenski stórmeistarinn Jan Timman hefur ekki sótt gull í greipar Helga Ólafssonar er þeir hafa mæst við skákborðið. Timman haíði betur fyrst er þeir tefldu, á Reykjavíkurskákmótinu 1976, en síðan vann Helgi tvisvar í röð - á alþjóðamóti í Lone Pine í Kaiiforn- íu 1978 og á ólympíuskákmótinu á Möltu 1980. Tveimur síðustu skák- um þeirra lauk með jafntefli, á ólympíumótinu í Þessalóniku 1984 og á IBM-mótinu í Reykjavík 1987. Sl. sunnudag mátti Timman aftur þola ósigur gegn Helga er þeir tefldu atskákeinvígi í beinni út- sendingu á Stöð 2. Timman tókst að vinna fyrri skákina en Helgi jafnaði og í 7 mínútna úrslitaskák gerði Helgi sér lítið fyrir og mátaði Timman! Margir hafa htið á Timman sem óopinberan heimsmeistara í atskák eför sigurinn á Immopar-atskák- mótinu mikla í París fyrir réttu ári. Hvort „heimsmeistaratitillinn“ var lagður að veði í upptökusal á sunnudag skal ósagt látið en sigur Helga var afar sannfærandi og raunar htih heimsmeistarabragur á taflmennsku Timmans. Einvígi Helga og Timmans var sýningareinvígi í tilefhi atskák- móts Reykjavíkur en úrshtaeinvígi þess var sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 á laugardag. Þar bar Helgi sigurorð af Friðriki Ólafssyni eftir spennandi skákir. Fyrri skákina vann Helgi sannfærandi en átti tap- að tafl í þeirri seinni þar til honum tókst að snúa á Friðrik í tímahrak- inu. Friörik sýndi á mótinu að hann kann enn sitthvað fyrir sér, þótt lítið hafi farið fyrir tafl- mennsku hans síðustu ár. í undan- rásum hafði Friðrik betur gegn Margeiri Péturssyni en Helgi vann Jóhann Hjartarson. Taflfélag Reykjavíkur stóð fyrir atskákmótinu, eða „Búnaðar- bankamótinu“ eins og þaö var nefnt, en það var jafnframt firma- keppni. Keppendur drógu fyrirtæki og tefldi Helgi fyrir Radíóbúðina, Friðrik fyrir Ohs, Margeir fyrir VISA og Jóhann fyrir Lind. Fyrir sigurinn gegn Timman fékk Helgi hundrað þúsund króna vöruúttekt hjá Radíóbúðinni. Skoðum seinni atskák Helga og Timmans. Timman tefldi byrjun- ina ekki sem nákvæmast og lendir fljótt í miklum erfiðleikum. Hvitt: Helgi Ólafsson Svart: Jan Timman Drottningarindversk vörn. 1. d4 Rf8 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. e3 c5 5. Bd3 cxd4 6. exd4 Bb7 7. Rc3 Be7 8. 0-0 6-0 9. Hel Rc6? Þau mistök urðu síðasta laugardag að röng mynd birtist með skákþættinum. í stað myndar af heimsmeistar- anum fyrrverandi, Alexander Aljekín, að tafli við finnska skákmeistarann Eero Böök, gat að Ifta nokkra kepp- endur á móti I Helsinki um áramótin 1934-35. Hér sitja hins vegar Aljekín og Böök og er myndin tekin á alþjóðamótinu i Margate 1938. Skák Jón L. Arnason Timman freistar þess að flækja máhn í staö þess að leika 9. - d5, eða 9. - d6 með þokkalega traustu tafli. 10. d5 exd5 11. cxd5 Rb4 12. Bc4 Hc8 13. Bb3 Bc5? 14. a3 Rá6 15. Bg5 h6 16. Bh4 Svörtu mennimir eru svo flarri vígvellinum á kóngvæng að 16. Bxh6 með hugmyndinni 16. - gxh6 17. Dd2 væri athugandi, ef svartur ætti ekki svarið 16. - Bxf2+! 17. Kxf2 Rg4+ og næst 18. - Rxh6. 16. - g5 17. Bg3(?) Helgi hafnaði mannsfóminni 17. Rxg5! hxg518. Bxg5 vegna 18. - Kg7 og ef 19. Re4 Rxe4!, eða 19. Df3 Hh8! 20. Re4 Rxe4! 21. Bxd8 Bxf2+ o.s.frv. En leikur Friðriks, 20. He4! er erfiður viðiu-eignar. Timman taldi fómina á g5 ekki standast en hann er frægur fyrir að meta stöð- ur sínar heldur hátt. Eftir textaleikinn er svartur svo sem ekki sloppinn úr vandanum. 17. - Rh5 18. Bc2 Rxg3 19. Dd3 f5 20. hxg3 Df6 21. g4! Rc7 22. gxf5 Ba6 23. Dd2 Rb5 24. Re5 Rd4 25. Rxd7 Dd6 26. Rxc5! ekki 26. Rxf8?? Rf3+! 27. gxf3 Dg3 + 26. - bxc5 I I* A .é. w H! * A A I ■ A th Ai A A 2 & 27. He6! Rxe6 28. fxe6 Hvitur á vinningsstöðu. 28. - Hf4 29. Hel Hd4 30. De3 Df4 31. Dxf4 gxf4 32. Ba4 Bd3 33. e7 Bg6 34. e8=D + Bxe8 35. Bxe8 Hb8 36. He2 Og Helgi vann auðveldlega. í úrshtaskákinni lék Timman sig í mát í leiknum en var þá með tap- að tafl. Eftir 29 leiki var þessi staða á borðinu, Helgi hafði hvítt og átti leik: 1II £ A i£jr II A A i« & A ■ A <±> & X A 2 TIL LEIGU í AUSTURBORGINNI Skrifstofu- og lagerrými í nýju húsi til leigu. Stærð húsnæðisins er 334 m2, þ.e. skrifstofurými 167 m2 og lagerrými 167 m2. Góð aðkoma er að húsinu og er það mjög vel staðsett við eina aðalumferðar- götu borgarinnar. Næg bílastæði. Til afhendingar í desember nk. Samkomulag um leigutíma. Aðeins traustir aðilar koma til greina. Sanngjarnt leigugjald. Upplýsingar veittar í síma 685000 á skrifstofutíma. 30. Hacl! Hxb2 31. Hc7 Bc4? Hugmynd Timmans er að svara 32. Hxa7 með 32. - He8 og verja áttundu reitaröðina. Erfitt er að benda á haldgóða vöm fyrir svart- an í stöðunni. Ef strax 31. - He8 er 32. Dxd5 hagstætt hvítum. 32. Dd8+ Kh7? Engu breytir svo sem 32. - Kg7 33. Hc8 og svartur verður að gefa drottninguna til að afstýra máti. 33. Hxf7 mát! Heimamaður varð heimsmeistari Hannes Hlífar Stefánsson er ný- kominn heim frá Buenos Aires í Argentínu, þar sem fram fór heimsmeistaramót unglinga 20 ára og yngri. Hannesi gekk vel framan af og var efstur við þriðja mann að loknum átta umferðum. En þá fór að halla undan fæti og að lokum hafnaði Hannes í 13. sæti af 54 keppendum. Heimsmeistari unglinga varð Argentínumaöurinn Pablo Zamicki, sem fékk 10 vinninga af 13 mögulegum. ísraelsmaðurinn Vadim Milov varð jafn honum að vinningum en lægri á stigum. Suð- ur-Afrikumaðurinn George Mic- helakis varð síðan óvænt í 3. sæti með 9 vinninga. Hannes hafði sex vinninga að loknum átta umferðum en tókst aðeins að fá hálfan annan vinning úr flmm síðustu skákimum. Hann veröur því að sætta sig við það að tapa u.þ.b. tíu Elo-stigum í kapp- hlaupinu um stórmeistaratitilinn. Hannes þarf að ná 2500 stiga mark- inu til að verða útnefndur stór- meistari og eftir Argentínuferðina hefur hann nálægt 2480 stigum. Aldrei þessu vant sendu Rússar ekki keppanda á mótið og vom aðeins þrír þátttakendur frá fyrr- verandi lýðveldum Sovétríkjanna. Ljóst er að jámaga kommúnismans er ekki lengur til að dreifa. Armen- anum varð það á að mæta ekki í mikilvæga skák í þriðju síöustu umferð gegn Suður-Afrikumannin- um, sem fékk því gefins vinning. Fylgir sögunni aö þegar Armeninn loksins kom á mótsstað hefði hon- um fylgt íðilfogur starfsstúlka mótsins. Hún var rekin. Bestu skákir sínar tefldi Hannes í fyrri hluta mótsins en undir lokin var sem úthaldið brysti. Þetta var langt og strangt mót og útivist þeirra Lárusar Jóhannessonar, sem var Hannesi til aðstoðar, fullar þijár vikur. Hannes tapaði fjórum skákum alls og öhum með hvítu mönnunum! í eftirfarandi skák, sem tefld var í þriðju umferð, samdi honum þó ágætlega við hvítu menn sína. Hannes fer létt með bandaríska keppandann, Vadim Tsemekhman, sem eins og nafnið Helgi Ólafsson, atskákmeistari Reykjavíkur, fór létt með Timman. bendir til er af rússneksu bergi brotinn. Hvitt: Hannes Hlifar Stefánsson Svart: Vadim Tsemekham (Banda- rikin) Kóngsindversk vörn. 1. c4 g6 2. Rc3 Bg7 3. d4 Rf6 4. e4 d6 5. f3 0-0 6. Be3 c6 7. Bd3 e5 8. d5 cxd5 9. cxd5 Rh5 10. Rge2 f5 11. 0-0 Rd712. exf5 gxf513. Hcl Rc514. Bbl Hannes fylgir ekki tískunni en 14. Bc4 var leikið í skákum Timmans við Kasparov á Immopar-atskák- mótinu í París í fyrra og Karpovs við Kasparov í Reggio Emilia um áramótin. 14. - a6 Gætir b5 reitsins en 14. - a5 til að treysta riddarann í sessi er ann- ar kostur. 15. Khl Kh8 16. f4! Dh4 Trúlega er 16. - De8 betra. 17. Bf2 Dg418. fxe5 Bxe519. Rd4 a5? Betra er 19. - Hg8 og ef 20. Dxg4 feg4 21. b4 Rd7 er svartur enn með í leiknum. 20. Rf3 Hg8 21. Hgl Bf6 22. Rb5! Re4 23. Bxe4 fxe4 I £ 1 * & A A Á X 5 f\ w 2 vt^/ ABCDEFGH 24. Rxd6! Bjargar riddaranum á f3 skemmtilega um leið og hann kipp- ir stoðum undan stöðu svarts. Ef nú 24. - exf3 25. RÍ7+ Kg7 26. gxf3 og þótt svartur fái hrók og tvo létta menn fyrir drottninguna er hvíta sóknin of sterk. 24. - Df4 25. Rf7+ Kg7 26. R3e5! e3 Ef 26. - Bxe5 27. Rxe5 Dxe5?? 28. Bd4 og vinnur drottningmia. Eða 26. - Dxf2 27. Dxh5 með vinnings- stöðu. 27. Bel Df5 28. Hc7! Hf8 29. Rd6+ Og svartur gafst upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.