Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Page 8
8 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1992. Útlönd Milan Panic, forsætisráöherra sambandsríkis Serbiu og Svartfjallalands, var sigurviss þegar kjörstööum var lokað í Belgrad í gær. Flest bendir þó til að kjósa verði aftur vegna þess að hvorki hann né Slobodan Milosevic, núverandi Serbíuforseti, nái hreinum meirihluta. Endanleg úrslit verða ekki kunn fyrr en í kvöld eða á morgun. Simamyndir Reuter Mikil óvissa um úrslit í mikilvægum forsetakosningum í Serbíu: Harðstjórinn í Serbíu náði ekki meirihluta - staðan byggð á könnun meðal kjósenda en margir efast um nákvæmni hennar AUt bendir til að Serbar verði að kjósa öðru sinni um forseta vegna þess að hvorki Slobodan Milosevic né Milan Panic náðu meirihluta í kosningunum um helgina. Enn er talning skammt á veg komin en könnun meðal kjósenda bendir til að hvor fambjóðandi fái 47% atkvæöa. Réttkjörinn forseti þarf hreinan meirihluta. Reynist þetta niöurstað- an verður kosiö aftur eftir hálfan mánuð. Könnunin tók til 1370 kjós- enda í 60 kjördeildum. Hún var gerð af óháðum aðila en Milosevic hefur þegar lýst yfir sigri. Urslit forsetakosninganna ráða miklu um framtíð Serbíu því að al- mennt er talið að Milosevic, sem ver- iö hefur forseti frá árinu 1986, ráði mestu um hemaðinn í Bosníu. Hann er gamall kommúnisti og harðlínu- maður og hefur alla sína tíð á forseta- stóh barist fyrir stofnun Stór-Serbíu. í þeim tilgangi hefur hann staðið fyr- ir víðtækum morðum á saklausu fólki í Bosníu og Króatíu. Panic er forsætisráðherra hinnar nýju Júgóslavíu sem er sambands- ríki Serbíu og Svartfjallalands. Hann er andvígur hemaði á hendur ná- grönnunum og hefur lofað að koma á friði nái hann kjöri. Panic bjó lengi í Bandaríkjunum en sneri heim á síðasta ári. Almennt er tahð að friður komist ekki á í bráð verði Milosevic endur- Slobodan Miiosevic forseti ætlar að halda hernaði áfram. kjörinn. Þjóðarleiðtogar hvarvetna um heim neita að semja viö hann og Bandaríkjastjórn hefur gengið svo langt að lýsa því yfir að forsetinn sé stríðsglæpamaður. George Bush Bandaríkjaforseti og John Major, forsætisráðherra Breta, ályktuðu um helgina að herða bæri á viðskipta- banninu á lýðveldi fyrrum Júgóslav- íu. Lengi vel leit út fyrir að Panic yrði meinað að bjóða sig fram. Hæstirétt- ur úrskurðaði á endanum að hann væri kjörgengur. Hann hefur átt erf- itt uppdráttar í kosningabaráttunni enda ahir helstu fiölmiðlar á bandi Milosevic. Reuter ATTAVITAR I JEPPANN Á SNJÓSLEÐANN SENDUM í PÓSTKRÖFU TITANh TITANhf Lágmúla 7 - 108 Reykjavík Sími 814077 - fax 83977 Jólasveinn í heim- sókntilEistlands Finnski jólasveinninn hefur farið í fyrstu opinberu heimsókn sína til Eistlands. Jólasveinafyrirtækiö Santa Claus Finland Intemational, sem skipulagði heimsóknina í síð- ustu viku, segir að jólasveinninn hafi tekið þátt í lokaathöfn haust- fundar eistneska þingsins og flutt þar stutta ræðu. Lennart Meri forseti tók á móti sveinka og þeir urðu ásáttir um að gera heimsókn sem þessa að árlegum viðburði. Mammaskilineft- irábensínstöð Kona nokkur 1 Ástrahu, sem var á leið heim til sín, varö óvænt stranda- glópur um miðja nótt á bensínstöð í sveitaþorpi. Konan var á ferð með syni sínum og brá hún sér á klóið á meðan hann fékk sér hressingu. Hann ók svo í burtu og skildi mömmu eftir en lögreglan fann hann 50 kílómetra frá og sneri honum við. FNB og Reuter DV Stórreykingar björguðii manni úrsteininum Hálffimmtugur Svii er nú laus úr haldi lögreglunnar í bænum Halden í Noregi eftir að hafa mátt dúsa þar í hálfan mánuð. Þá hefur maðurinn veríö hreins- aður af öllum grun ura að vera bankaræningi. Og alit vegna þess að hann er stórreykingamaöur. Það var kaupmaður í Svina- sundi sem taldi sig þekkja aftur rödd mannsins á hljóðupptöku frá bankaráni i Halden í apríL Svíinn var handtekinn og hnepptur í varðhald. Hann hélt stöðugt fram sakleysi sínu en það stoðaði ekki. Það var ekki fyrr en raddsér- fræöingar frá Þrándheimshá- skóla rannsökuðu upptökuna aö hið sanna kom í ljós. Ræningjnn reykti ekki en Svtinn var stór- reykingamaður. Kýrskotnarút Sveitalöggur i Bandaríkjunum standa ráðþrota frammi fyrir nýrri tegund glæpa: kúadrápi úr bílum á ferö. Tíu kýr hafa verið drepnar und- anfarna viku í Claysýslu, skammt frá Kansasborg i Misso- uri, Þar eru viðurlög við naut- gripaþjófnaði enn henging. Yfir- völd eru þó ekki viss um hvaða refsing gildi fyrir kúadráp af þessu tagi. Kýrnar eru metnar á 40-50 þús- und krónur stykkið og trygginga- félag eitt, þar sem nokkrar hinna drepnu voru tryggðar, hefur heit- ið 120 þúsund króna verðlaunum fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku sökudólganna. Rigoberta Menchu, handhafi friðarverðlauna Nóbels, sneri heim til Gvatemala á laugardag þar sem hún ætlar að eyða fyrstu jólum sinum i áratug. Menchu sagði við heimkomuna að mannréttindabrotum í land- inu yrði að iinna og að hún mundí ekki flytja aftur heim í bráð vegna þessa. Hún sagöist vona að Sameinuðu þjóðimar og ka- þólska kirkjan gætu talað um fyr- ir stjómvöldum. Mannréttindabrot hersins i Gvatemala gagnvart indíánum landsins eru þau svæsnustu á vesturhveli jarðar. Landkönnuöirnir hálfnaðiráSuð- urpólmn Tveir breskir landkömuðir eru komnir rúmlega hálfa leið á Suö- urpólinn á leið sinni yfir Suður- skautslandiö, hinni fyrstu þar sem utanaðkomandi aðstoð er engin. Sir Ranulph Fiennes og feröafé- lagi hans, Michael Stroud, eiga rétt rúma sex hundmð kílómetra ófama til Suðurpólsins og tvö þúsund kílómetra til áfangastað- ar síns í Scott búöunum. Fiennes og Stroud vonast til að safna um tvö hundruð milljónum króna fyrir ensku MS samtökin meö uppátæki sínu, Tvímenning- amir draga 180 kílóa þunga sleða á eftir sér. Norðmaðurinn Erling Kagge er einnig á loið yfir Suðurskauts- landið án utanaðkomandi aðstoö- ar með allar vistir sínar í eftir- dragi. Talsmaður Bretanna neit- sémflli liiiíili

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.