Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1992. Franska sveitin Fréttir af mótmælaaögerðum evrópskra bænda, þó sérstaklega franskra, eru orönar allt að því daglegt brauð. Að margra mati hafa frönsk stjómvöld yfirleitt beygt sig undir vilja bænda. Það hefur verið haft til marks um sterka pólitíska stöðu þeirra. Kenningin er sú að þar sem Vest- urlönd vom áður bændasamfélög hafi orðið e.k. „póhtísk mishröðun" þ.e. pólitísk áhrif bænda hafi ekki dvínað í takt við örar þjóðfélags- breytingar 20. aldar. Þetta er náttúr- lega ekkert annað en hundalógik. Þar sem stjómvöld veija hagsmuni síns landbúnaðar hlýtur eitthvað annað að Uggja að baki en annarleg þjónkun við ofurvald einhverrar landbúnaðarmafiu. Lítum aðeins á stöðu bænda og landbúnaðarins í Frakklandi i þessu samhengi. Nokkrar franskar staðreyndir Til marks um efnahagslegt mikil- vægi frönsku sveitarinnar skulum við líta á nokkrar tölur frá árinu 1991. Heildarútflutningstekjur Frakklands af landbúnaðarafurð- um námu 189 miUjörðum franka (ÍSK 2.192 núlljarðar), þar af var flutt út fyrir 188 miUjarða tU ann- arra EB-landa. Viðskiptajöfnuður Frakklands var 44,4 mUljarðar franka (ÍSK 515 mUljarðar) á sviði landbúnaðarafurða. Hvað iðnaðar- vömr snertir var viðskiptajöfnuð- Kjallaiinn Helga Guðrún Jónasdóttir forstöðumaður Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins urinn hins vegar neikvæður um 46,4 miUjarða franka en var á árinu 1983 jákvæður um 97 miUjarða franka. Franskur iðnaður hefur því átt undir högg að sækja sl. 10 ár meðan útflutningstekjur af land- búnaðarafurðum hafa aukist stöð- ugt. Enda er Frakkland orðið stærsti útflytjandi landbúnaðaraf- urða innan EB með 22% af heUdar- útflutningi, Þýskaland er með 19% og næst kemur ítaUa með um 17%. Bænduraukaatriði Af þessari upptalningu má vera ljóst að stjómvöld 1 Frakklandi standa vörð um hagsmuni land- búnaðarins og matvælaiðnaðarins þar í landi hvort heldrn- bændur em með uppsteyt eður ei. En af hverju þá öll þessi læti? Að mínu mati eru einkum þijár skýringar á því. í fyrsta lagi em sósíaUstar við völd í Frakklandi undir forystu Mitterrandforseta. SósíaUstaflokk- urinn hefur Utið sem ekkert bændafylgi og ekki er laust við að það ríki tortryggni af hálfu bænda í hans garð. I öðm lagi hefur Mit- terrand verið einn ötulasti tals- maður Evrópusammnans ásamt Kohl Þýskalandskanslara. Ma- astricht-samkomulagið mun ger- breyta samkeppnisstöðu franskra landbúnaðarafurða innan EB. í þriðja lagi sýna mótmælaaðgerðir franskra bænda á áþreifanlegan hátt ótta þeirra við eigið póUtískt áhrifaleysi. Þeir stæðu að öðrum kosti varla í þessum hamagangi. Franska sveitin og GATT Það er þó núna fyrst þegar yfir- gnæfandi líkur em á að nýtt GATT-samkomulag sé að nást sem upp úr hefur soðið hjá Evrópu- bændum. Það má heita ljóst að þeir álíta að iðnaðarhagsmunir EB verði látnir ganga fyrir hagsmun- um landbúnaðarins þó svo að frönsk stjómvöld muni að Ukind- um draga lappimar sem mest þau geta í GATT-málinu. Og þá má það að sama skapi vera nokkuð ljóst að póUtísk áhrif bænda, hvort held- ur í Frakklandi eða annars staðar, em ekki mikU þegar á hólminn er komið. GATT-viðræðumar eru áþreifanleg sönnun þess. Hitt er svo annað mál að landbúnaður er víða mikilvægur í efnahagslegu og menningarlegu tilUti. Það má ekki mgla því saman við ímyndað kverkatak bænda á stjómkerfinu. Helga Guðrún Jónasdóttir „Að margra mati hafa frönsk stjómvöld yfirleitt beygt sig undir vilja bænda," segir m.a. í greininni. „Franskur iðnaöur hefur því átt undir högg að sækja sl. 10 ár á meðan útflutn- ingstekjur af landbúnaðarafurðum hafa aukist stöðugt.“ Heimilislæknaskort- ur í Reykjavík? Finnur Ingólfsson, alþingismað- ur Framsóknarflokksins og fyrr- verandi aðstoðarmaður heilbrigð- isráðherra, ritar grein í DV mánu- daginn 14. desember sl. undir heit- inu „Heilsugæslu fyrir aUa Reyk- víldnga". í grein Finns er að finna lýsingu á „valddreifingu“ í heilsugæslunni í Reykjavík og er hún þökkuð fyrr- verandi heUbrigðisráðherra, Guð- mundi Bjamasyni. Greinar um sama efni hafa birst reglulega á síðum DV að undanfómu og hætt er við að lesendur blaðsins fari að trúa margendurteknum lýsingum á afrekum framsóknarmanna í heUsugæslu Reykvíkinga. Hér er ætlunin að varpa nýju ljósi á þessa afrekaskrá þeirra fram- sóknarmanna og leiðrétta nokkrar vUIur í nýjustu DV-grein Finns Ing- ólfssonar. Stefnumótun framsóknarmanna Sem fiUltrúi Reykvíkinga í stjóm heUsugæslu og heUsuvemdar í borginni hef ég kynnst vel stefnu- mótun framsóknarmanna í heUsu- gæslunni í Reykjavík. Fyrrverandi heUbrigðisráðherra kom málum þannig fyrir að fjórir flokksbræður hans em einu pólitísku fuUtrúamir í yfirstjóm heUsugæslimnar í borg- inni, svonefndu samstarfsráði heUsugæslustöðva, þar sem Finnur Ingólfsson er formaður. KjaUaxinn Ólafur F. Magnússon læknir og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þar sem eitt fyrirgreiðsluævintýrið hefur rekið annað. Frægasta verk samstarfsráðsins er tilraun for- manns þess að fá ríkið til að kaupa húsnæði dagblaðsins Tímans að Lynghálsi 9 undir heUsugæslustöð fyrir Árbæjarhverfi. Þannig skyldi fjárhagsvandræðum blaðsins kom- ið yfir á almenning á síðustu valda- dögum framsóknarmanna í heU- brigðisráðuneytinu. TUraunin mis- tókst þar sem hún féU á tíma. Heilsugæsla I Grafarvogshverfi Grafarvogsbúar hafa nú fengið heUsugæsluþjónustu í hverfið sitt eftir langa bið. Því fer fjarri að það sé framsóknarmönnum að þakka að þessi bið er loks á enda. Án fuU- tingis borgarstjómarflokks Sjálf- stæðisflokksins og ötuUar baráttu kjörinna fuUtrúa Reykvíkinga Reykjavíkur 5. desember 1991 var samþykkt tUlaga frá borgaríúlltrú- um Sjálfstæöisflokksins um að skora á ríkisstjórnina að veija fé „tU að koma á fót heilsugæslustöð í Grafarvogshverfi". Um 10.000 án heimilislæknis í grein sinni fuUyrðir Finnur Ing- ólfsson að nú vanti ekki nema 2000 Reykvíkinga aðgang að heimUis- lækni. Finnur tilgreinir núverandi heUbrigðisráðherra sem heinúld- armann fyrir þessu. Þó heUbrigðis- ráðherra sé maður hugrakkur og óragur við að taka óvinsælar ákvarðanir er hann ekki óskeikuU, fremur en Finnur Ingólfsson. FuUyrðing Finns Ingólfssonar um 2000 heimUislæknislausa Reyk- víkinga er röng. Samkvæmt upp- lýsingum Tryggingastofnunar rík- isins vom um 10.000 Reykvíkingar án heimilislæknis þann 15. des. sl. Af margvíslegum ástæðum telur nokkur hluti fólks sig ekki þurfa heimUislækni. Líklega er hér um fáein þúsund manns að ræða. Undanfarin 6 ár hafa Reykvíking- ar getað vaUð sér heimUislækni þannig að við ríkjandi aðstæður er ekki skortur á heimUislæknum í Reykjavík. Þetta getur þó breyst ef heUbrigðisyfirvöld taka aftur upp tUvísanakerfi í fyrri mynd og stór- auka þar með vinnuálag á heimUis- lækna. Ólafur F. Magnússon „Fullyrðing Finns Ingólfssonar um 2000 heimilislæknislausa Reykvíkinga er röng. Samkvæmt upplýsingum Tryggingastofnunar ríkisins voru um 10.000 Reykvíkingar án heimilislæknis þann 15. des. sl.“ Stefna samstarfsráðsins hefur hefði þessi áfangi ekki náðst á veriðsíbreytUegogtUviljanakennd þessu ári. Á fundi borgarstjómar „Ef á að skerða vaxta- bæturnar að einhverju marki er búið að kollvarpa greiðslumat- inu í hús- bréfakerfinu_______________________ sem tekið var Gunnaf S. Bjðrmaon, Upp 1987. bvœtnaamoi^ari f hús- . r. næðlsmálastjóm. Meginfor- sendur lánveitinga í húsbréfa- kerfinu vom að menn færu í greiðslumat. Það á að afinarka hvort viðkomandi einstakhngiir hefur möguleika á aö standa við þau lán sem hann tekur vegna íbúðakaupa. Inn í greiöslumatiö er tekin vaxtaendurgreiðslan og hún raetin í heildardæminu. Hvað varðar þá sem minna mega sín, þá sem minni tekjur hafa, get- ur þetta orsakað það að þeir standi frammi fyrir þvi að lenda í þrot með greiöslur af lánum. Þess vegna höfum við bent á að ef skerða á vaxtaendurgreiðslumar ætti fyrsr og fremst að snúa sér að þeim sem betur mega síní kerfinu, þeim sem hafa hetri tekjur. Einnig er vert að benda á það að veruleg skerðing á vaxtabót- unum getur orsakað þaö að lána- stofnanir almennt í landinu standi frammi fyrir vanskilúm lántakenda. Þær umræður sem farið hafa fram um breytingai' á vöxtum, sérstaklega í húsnæðiskerfinu, hafa gegnum árin að einhverju leyti tekið mið af þeim vaxtabót- um sem hafa verið greiddar sam- kvæmt lögum. Ef þessar bætur verða skertar þarf að endurskoða umræðurnar sem verið hafa í gangi um vexti.“ Óhjákvæmi- „Skerðing vaxtabóta er hluti aðgerða til aö draga úr halla ríkis- sjóðs. Það eru ekki rökfyrir því að taka eriend lón tfl _________________ að greiða nið- SWngrfmur Atí Arason, ur vexti hús- aí“,to*a™i,6ur i4r' byggjenda. -Iar44h4rra- ' Kostnaöur vegna vaxtabótanna hefur aukist mikiö og tniklu meira en gert var ráð fyrir þegar kerfið var sett á laggirnar. Sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir 1993 verða heildargreiðslur vaxta- og húsnæðishóta rúmir 3 milljarðar, þar af eru vaxtabætur um 2,6 miHjarðar. Áformin um skerðingu vaxtabóia miðast viö að þessi tala liækki ekki árið 1994. Þaö er einnig nauðsynlegt að lagfæra sjálft vaxtabótakerfið og það veröur stefnt að því. Meö áðgerðinni verður komið i veg fyrir að raenn geti fengið allan vaxtakostnað bættan 100 prósent. Þaðereittafþví sem í kerfinu í dag. spamaðar. Menn verða að fara betur með fé og taka ekki lán að óþörfu. Það er óhjákvæmilegt að spara í kerfinu og með því að ari staðreynd í tíma. Aögeröin sjálf hefur ektó áhrif fyrr en á árinu 1994. Menn hafa samþykkt aö nota timann og endurskoða vaxtabótakerfiö í heild sinni í byrjunnæstaárs. -IBS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.