Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Qupperneq 20
20
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1992.
Merming
DV
„Karlmenn höggvist
en konur drekkist"
Inga Huld Hákonardóttir hefur skrifað
„öðruvísi íslandssögu", heilmikið sagnfræði-
rit sem nefnist Fjarri hlýju hjónasængur og
segir frá samskiptum kynjanna allt frá upp-
hafi íslandsbyggðar fram til okkar daga. Á
skipulegan og skilmerkilegan hátt greinir
Inga Huld frá þeim breytingum sem verða
frá kátínumenningu miðalda, þegar ekkert
þótti eðlilegra en menn drykkju, dufluöu og
dönsuðu að vild og héldu margra vikna veisl-
ur öðnun þræði til aö gleyma „þæginda-
Bókmenntir
Sigríður Albertsdóttir
snauðu umhverfi, drepsóttum og skammlífi"
(Bls. 31.), fram til þeirra tíma er mönnum
varð óhægt um vik að gleyma sér í amstri
daganna. Þegar kirkja og kóngur tóku sér
það himneska umboð að hlutast til um hvað-
eina sem mannfólkið snerti, ekki síst kynlíf
þeirra sem þótti bæði óhreint og ósæmilegt.
Eftir setningu Stóradóms á Alþingi áriö 1564
varö ástin glæpsamleg sem aldrei fyrr og
miklu þyngri refsingar settar við siðferðis-
brotum en áður var. Samkvæmt Stóradómi
var fjöldi manns sendur utan í fangavist,
beittur líkamlegum refsingum eða látinn
sæta sektargreiðslum. Fyrir verstu brotin
voru menn líflátnir, konum drekkt en karlar
höggnir og er talið aö a.m.k. 40 manns hafi
mátt „gjalda fyrir ólögmæta útrás holdsins
með lífi sínu“ og eflaust fleiri (Bls. 71.) Inga
Huld rekur mörg átakanleg dæmi þess
hvernig menn voru eltir uppi eins og hundar
og teknir af, e.t.v. fyrir þá sök eina að hafa
eignast böm með tveimur systrum (Bls. 194.)
Og óhugnanleg er sagan af stúlkunni sem
var nauðgað af fóður sínum. Hún eignaðist
bam sem faðir hennar deyddi án hennar
vitundar og gróf það. Hann var dæmdur til
dauða og eftir heilmikla rekistefnu urðu ör-
lög hennar þau hin sömu á þeim forsendum
að hún hlyti „að hafa verið með í ráðum um
bamsmorðið. Nauðgunin er ekki nefnd á
nafn og ekkert tillit til hennar tekið." (Bls.
201.) Niðurlæging kvenna var alger. Þær
máttu ekki einungis sæta kynferðislegu of-
beldi frá feðmm, bræðmm og húsbændum
heldur eiga það síðan yfir höfði sér aö vera
drekkt í þokkabót!
Hýðingar og sektir vom daglegt brauð enda
ástir aðeins leyfilegar milli hjóna og þar sem
þeim lægst settu og fátækustu var meinað
að giftast má nærri geta hvort konungsvald-
ið hafi ekki hagnast á öllum þeim sem létu
undan einni af fmmhvötunum og elskuðust
í trássi við öll boðin og bönnin. Enda var
orsök þessara grimmu laga ágimd, segir Inga
Huld: „Það þurfti að auka tekjur dönsku
krúnunnar. Ásthneigð íslendinga, þessi
frumstæöi kraftur sem varð að fá svölun
hvar og hvemig sem á stóð átti að hafa verið
jafn óbrigðul tekjulind og Áfengis- og tóbaks-
verslun ríkisins er í dag.“ (Bls. 82.) Hér bregð-
ur höfundur fyrir sig háði sem víðar skýtur
upp kollinum þegar rætt er um valdsmenn
þá sem allranáðugast töldu sig bera ábyrgð
á þessari lauslátu og léttúðugu þjóð í norður-
Inga Huld Hákonardóttir. Vel skrifuð bók.
höfum. (Bls. 62.) Háðið er þó einungis krydd
í fræðilega og vel skrifaða bók um þetta
dimma og niðurlægjandi skeið í sögunni þeg-
ar mönnum var meinað að elskast nema eft-
ir settum og afar ströngum reglum. Inn í
skilmerkilega frásögn, með ítarlegri og vand-
aðri tilvitnana- og heimildaskrá, fléttar Inga
Huld brotum úr æviminningum, lagasöfn-
um, skáldskap og annálum og fram á sjónar-
sviðið stíga persónur sem flestir þekkja:
Látra-Björg, Natan Ketilsson, Snæfríöur Is-
landssól og Bjami og Steinunn á Sjöundá,
svo aö dæmi séu tekin. Frásagnirnar af örlög-
um þekktra og óþekktra persóna verða skýr-
ar og lifandi í meðförum Ingu Huldar, ekki
síst vegna þeirrar hlýju og samúðar sem hún
umvefur ólánsama forfeður sína og það
hvemig hún reynir stundum að knýja fram
tilfinningar fómarlamba gerir söguna sterk-
ari en ella.
Að segja að bókin sé skemmtileg er kannski
ofsagt, a.m.k. í bókstaflegri merkingu þess
orðs en hún heldur manni viö efnið. Og sú
hugleiðing sem Inga Huld skilur lesendum
eftir í lokaorðum rýrir síst gildi sögunnar:
„Er kynferðislegt ofheldi horfið? Eru sam-
skipti elskenda rómantískari en fyrr? Eru
hjónabönd ástríkari?" Skyldi það kannski
vera að „aldagömul bæhng hafi heppnast svo
vel að hún sé orðin okkur samgróin?" (Bls.
278.) Svari hver fyrir sig! En samkvæmt Ingu
Huld „eru fyrri kynslóðir lifandi í okkur.
Blóð þeirra rennur í æðum okkar, syndir
þeirra, þrár og óskir...“ (279.) Og þeir eru
vissulega margir sem lifna við á síðum þess-
arar bókar.
Fjarri hlýju hjónasængur
Inga Huld Hákonardóttir
Mái og menning 1992
Afmælis minnst
Bók Karls Helgasonar, Við erum heppnir, viö Víðir,
er bók með tilgang. Hún er samin í tengslum við verk-
efnið HeO á húfi sem birtist í bamablaðinu Æskunni
á árinu. Tilgangur verkefnisins var að minna börn á
hve mikið væri hægt aö ráða um heill sína og heil-
brigði með því að gæta sín. Bókin er gefin út í tilefni
95 ára afmæhs Æskunnar og send öllum börnum sem
fæddust árið 1983 að gjöf. Er það vel þegar afmæhs
er minnst á svo höfðinglegan hátt.
Sagan segir frá bræðrunum Víði og Birki sem eru
fæddir á sama árinu og því jafnaldrar. Birkir segir
söguna og það verður ekki annað sagt um þá bræður
en þeir séu uppátektarsamir, þeir víla ekki fyrir sér
að fara út í snarvitlaust veður, ráðast á hrekkjusvín
og skemmdarvarga, stökkva á bak böldnum hesti og
Bókmenntir
Jóhanna Margrét Einarsdóttir
svo framvegis. Heppnin fylgir þeim bræðrum á hverju
sem gengur þangað til annar þeirra verður fyrir alvar-
legu bílslysi og fatlast. Birkir klifar stöðugt á því
hversu mikhr lukkunnar pamfílar þeir bræður séu.
Við erum heppnir, við Víðir og ámóta setningar eru
fleiri en tölu verður komið á í bókinni. Þetta virkar
ákaflega staglkennt og gerir söguna miklu leiðinlegri
aflestrar fyrir vikið.
Við sögu koma svo fleiri persónur, systir þeirra
bræðra, Sóley, foreldrar þeirra, þau Fjóla og Hlynur,
afar þeirra og ömmur, vinkona þeirra hún Finna sem
þeir bræður kaha Ösp, frænka hennar hún Hróðný
og svo ótal böm sem koma mismikið við sögu.
Sagan er kaflaskipt og íjallar hver kafli um einhvern
einn ákveðinn atburð. Bókin fer hægt af staö en batn-
ar þegar á líður. En endirinn er hörmulegur. Það hefði
sem best mátt vinna betur úr frásögninni af slysinu
sem Víöir lendir í og afleiðingum þess. Frásögnin af
því er snubbótt. í raun hefði slysið og afleiðingar þess
verið efni í heila bók en ekki stuttan kafla.
Höfundur tæpir á ýmsum vandamálum í samtíman-
um. Það er meðal annars fjallað um það hvemig það
er að vera af öðrum kynþætti, ellina og hvemig hægt
sé að lifa lífinu lifandi á efri árum og ýmislegt fleira.
Einnig er greint frá huldufólkstrú afa og ömmu í sveit-
inni, nokkuð sem ekki er algengt að finna í bamabók-
um nútímans.
Inntak sögunnar er gleðin og hamingjan, hver og
einn er í raun og vem sinn eigin gæfusmiður.
Karl Helgason. Gott málfar prýðir söguna.
Þaö besta við þessa bók er málfariö á henni. Það er
svo sannarlega tíl þess falliö að bæta málkennd bama
jafnt sem fuhorðinna. Ýmis gömul orðatiltæki og orð
er að finna í bókinni en þau útskýrð vel og svo vand-
lega fehd inn í textann að þau verða aldrei vandræða-
leg eða stinga í augu. Enda notar höfundur þá aðferð
að það er eldra fólkið í sögunni sem notar orð og orða-
thtæki sem ekki era lengur alvanaleg í daglegu tali.
Þeir sem yngri era læra svo málið af þeim eldri. Höf-
undur leggur hverri kynslóð í munn mál sem er trú-
verðugt. Bókin er vel þess viröi að hún sé lesin þó
ekki væri nema vegna textans því aö af honum má
mikið læra. Búi Kristjánsson teiknari myndskreytir
bókina. Myndir hans era nokkuð grófar en fuhar af
glensi og gríni og faha vel að efni bókarinnar.
Við erum heppnlr, við Víðir
Karl Helgason
113 bls. Æskan 1992
Um sólarlag mannsævinnar
Á sínum tíma thgreindi Cicero fjórar ástæður þess að menn telji ehina
ömurlega. Þá fyrstu að ellin svipti menn starfshæfni, í öðra lagi aö hún
veikli likamann, hina þriðju að hún ræni okkur næstum öhum lystisemd-
um og loks þá fjórðu að hún sé fyrirboöi dauðans.
í þessari bók Þóris S. Guðbergs-
sonar sem byggist á samtölum hans
við sjö íslendinga á aldrinum
68-100 ára er ráöist gegn þeirri
skoöun að ehin þurfi að vera ömur-
leg. Þessir einstaklingar lýsa
reynslu sinni af ehinni á jákvæðan
hátt. Sérstaklega kröftugur and-
mælandi þeirrar skoðunar að elhn
þurfi að vera dapurleg er Hrefna
Tynes, skátaforingi og fuhtrúi
æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar, 80
ára. Hún líkir ehiáranum viö sólar-
lag og bætir því við að sér finnist
sólarlagið eitt af því fegursta sem Þórir S. Guðbergsson ræðir við 7
er th frá hendi skaparans. Hrefna íslendinga á aldrinum 68-100 ára.
segir aö hvert æviskeið hafi sína
töfra og ellin sé þar ekki undanskhin. En hún leggur áherslu á að aðgerða-
leysið sé hættulegt og að það sé bráönauðsynlegt að búa sig undir það
að vera gamah. Sjálf hefur Hrefna aldrei sest í helgan stein og er th
dæmis að búa sig undir þaö að fara á skátamót í Noregi næsta sumar.
Fuh ástæða er til að taka undir áskorun Hrefnu th íslenskufræðinga um
Bókmenntir
Gunnlaugur A. Jónsson
að þeir finni betra orð og meira aölaðandi í stað orðsins „ellhífeyris-
þegi“. Hún bendir rétthega á að orðiö hafi neikvæðan blæ: sá sem þiggur
lífeyri vegna ehi.
AJF öðram sögumönnum þessarar bókar má nefna Ingibjörgu Gísladótt-
ur, 100 ára, sem ýmislegt hefur mátt reyna um ævina. Hún flytur þann
boðskap að fáir verði hamingjusamir án átaka og hún hafi aldrei fundið
ghda ástæðu th að kvarta.
Hér tjáir sig einnig Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi, 81 árs, og eins
og að hkum lætur leggur hann áherslu á mikhvægi leikja og hkamsrækt-
ar fyrir aldraða.
Þaö er sannarlega full ástæða th aö gefa út bók sem er helguð gamla
fólkinu í landinu og það fer vel á því að í bókarlok skuli höfundurinn
skrifa kafla þar sem safnað er saman ýmsum hagnýtum upplýsingum
fyrir aldraða, svo sem um lífeyrissjóði, Tryggingastofnun ríkisins, hús-
næðismál, áhugamál, heimahjúkrun o.fl. Þetta er hógvær bók, sem vissu-
lega er ekki meðal þeirra bóka sem mesta athygli vekja fyrir þessi jól,
en hefur engu að síður í mörgum tilfellum að geyma þýðingarmikinn
boðskap og mikhvægari en margt af því sem meiri athygli vekur.
Þórir S. Guðbergsson.
Lífsgleði. Viðtöl og frásagnir um líf og reynslu á efri árum.
Hörpuútgáfan 1992 (143 bls.)