Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Page 24
24 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1992. Meiming Heimur íþróttamanna Þrátt fyrir ódrepandi áhuga almennings á íþróttum og íþróttamönnum hafa bókaútgef- endur lítið sinnt þessum efnisflokki í gegnum árin. Eitthvað horíir þó til betri vegar fyrir íþróttaunnendur því nú fyrir jóhn koma út a.m.k. þrjár bækur er tengjast boltaíþróttum. í þeim hópi er viðtalsbókin íþróttastjömur þar sem rætt er við Atla Eðvaldsson knatt- spymumann, Pétur Guðmundsson körfu- knattleiksmann og Sigurð Sveinsson hand- knattleiksmann. Áðumefndir leikmenn era vel þekktir á meðal íþróttaáhugamanna og reyndar hjá þjóðinni allri. Þeir hafa verið í sviðsljósinu í mörg ár, bæði vegna frammistöðu sinnar Bókmenntir Gunnar Sveinbjörnsson heima og heiman. Þeir hafa upplifað ýmis- legt og hafa frá mörgu að segja. í bókinni, sem er rúmar 200 bls., er vitaskuld ekki greint frá því öllu heldur stiklað á stóru. Umfjöllunin verður því aldrei ítarleg en engu að síður tekst höfundi að gefa ágæta innsýn í heim íþróttamanna. Uppvaxtarárum viðmælendanna eru gerð skil en þar koma boltaleikir og ýmis prakk- arastrik auðvitað við sögu. Þátttaka þeirra í keppnisíþróttum fær samt mesta plássið af eðhlegum ástæðum en þremenningamir segja skoðanir sínar umbúðalaust á ýmsum málum þeim tengdum. Á bókarkápu er að vísu sagt að félagarnir segi skoöanir sínar á málum sem era ofarlega í þjóöfélagsumræð- unni en aö Atla undanskildum, sem íjallar um ásakanir á hendur fóður sínum, varð ég ekki var við shkt. Púðrið sem fór í síðast- nefnda atriðiö var reyndar of mikið enda er margoft búið að fjalla um máhð í fjölmiðlum. Það er eðhlegt aö Atli veiji föður sinn en hér fannst mér fuhmikið af því góöa og annar vettvangur heföi verið æskilegri. Öllu meira spennandi var að lesa um áht Atla, Péturs og Siguröar á ýmsu sem viðvík- ur íþróttunum. T.d. er hressilega skotið á Valsara en forráðamönnum knattspyrnu- og handknattleiksdeilda félagsins era ekki vandaðar kveðjumar. Ummæhn vekja líka upp ýmsar spumingar eins og t.d. af hveiju í ósköpunum Ath fór aftur til Valsmanna eftir árin í Þýskalandi? Og eins hvort sami leikmaður hafi virkhega farið í KR vegna félaga sinna en ekki peninga? Pétur er held- ur ekkert að skafa utan af hlutunum þar sem hann deilir hart á Val Ingimundarson, leik- mann Tindastóls. Allt þetta er einkar athygl- isvert og svalar jafnframt forvitni margra um leið og það ætti að kveða niður margar kjaftasögur en þær spretta upp í kringum íþróttamenn eins og aðra. í íþróttastjörnum er m.a. rætt við Atla Eð- valdsson. Peningamáhn í íþróttaheiminum koma til tals og því ber að fagna. Kaup og sölur á íþróttamönnum hafa löngum verið feimnis- mál og enginn hefur verið tilbúinn að segja neitt. Sérstaklega er varðar launakjör leik- manna. Þremenningarnir tjá sig um þessi mál þótt ekki sé hægt að segja að neinn þeirra „tah af sér“. Þó félögunum sé stundum mikiö niðri fyrir er iðulega slegið á létta strengi en allir hafa þeir frá einhveiju spaughegu að segja. Þar ber Sigurður Sveins- son hæst. Húmorinn skín í gegnum frásögn hans en þó aldrei meir er hann segir frá kostulegri eldumennsku bróður síns á aö- fangadagskvöldi fyrir mörgum árum. Margar myndir eru í bókinni og heföi mátt vanda val þeirra betur. Hitt skiptir þó meira máh að höfundur skrifar ágætan texta. Á stöku stað heföi að vísu mátt gera örlítið betur en af frumraun að vera er árangurinn vel viðunandi. Lesendur fá ágæta innsýn í heim íþróttamanna eins og áður sagði og bókin á öragglega eftir að veita íþróttaáhuga- mönnum mikla ánægju. Með íþróttastjöm- um sýnir höfundur að hann hefur aha burði til að fjalla um íþróttamenn og vonandi verð- ur framhald á því. Heimir Karlsson íþróttastjörnur AB 1992 Dé Longhi djúpsteikingarpottarnir með snúningsKÖrfunni eru byltingarkennd tækninýjung Með hallandi körfu sem snýst mefian á steikingunni stendur: • jafnari og fljótari steiking • notar afieins 1,2 itr. af olíu í stað 3ja Itr. (öðrum. > mun stýttri steikingartími > 50% olíu- og orkusparnaður Potturinn er lokaður meðan steikingu stendur. Fitu- og lyktareyfiandi sfur tryggja fullkomið hreinlæti. Sumar gerðir með glugga svo fylgjast megi með steikingunni, sjálf- hreinsandi húfiun og tæm- ingarslöngu til að auðvelda olfuskipti. Hitaval 140-190°C. 20 mín. tímarofi með hljóðmerki. DeLonghi FALLEGUR,FLJÓTUR 0G FYRIRFERÐARLÍTILL Verb aðeins frá kr. 10.990,- stgr. TILVALIN JÓLAGJÖF TIL SÆLKERA iFtlnix HATÚNI 4A SÍMI (91)24420 Bókmenntir Bylting marxista í Eþíópíu 1974 varð fljótlega til þess aö kristniboðum var gert ihmögulegt að starfa í landinu. Það var ástæðan til þess að Sam- band íslenskra kristniboðsfélaga ákvað að hefja starf í Keníu árið 1978. Sá sem reið á vaðið var Skúh Svavarsson, höfundur þessa rits. Hér greinir hann frá starfi sínu í Keníu á árunum 1978-82 en áður hafði Skúh verið við kristniboð í Eþíópíu á árunum 1967-76 ásamt hinni norsku konu sinni, Kjehran Langdal. Höfundur byijar á því að rekja sögu lands og þjóðar, flallar um heföbundin trúarbrögö í Austur-Afríku svo og upp- haf kristniboðs í þessum heimshluta. Það var komið fram undir miðja 19. öld þegar evangelískt kristniboð hófst í Austur-Afríku en lútherskar kirkjur hófu þar starf árið 1948 og vora það Svíar sem þar vora í fararbroddi. íslendingar hafa starfað með- al Pókotþjóðflokksins í V-Keníu. Pókotmenn era um 250 þúsund talsins og fer það orð af þeim að þeir séu mjög herskáir. Lýsir Skúli margháttuð- um erfiðleikum sem mættu kristniboðunum í upphafi starfs síns, en í lokakafla ritsins er gerö grein fyrir því sem áunnist hefur á þeim áram sem höin era síðan íslenskt kristniboð hófst í Keníu. Skúli Svavarsson, formaður Sambands ísl. kristinboðsfélaga, ásamt Ragnheiði Guðmundsdóttur og Karli Gislasyni kristinboðum og séra Sigurði Pálssyni. íslenskt kristniboð í Afríku Gunnlaugur A. Jónsson Lengst af hafa tvær íslenskar kristniboðaflölskyldur starfað í Pókot. Eftir að Skúh Svavarsson fór þaðan hafa kristniboðamir Kjartan Jónsson og Ragnar Gunnarsson lengst af starfað þar ásamt flölskyldum sínum. í ársbyijun 1992 vora safnaðarmeðhmir í Pókot orðnir 2540. Bók þessi hefur þó ekki aö geyma neins konar úttekt á íslenska kristni- boðinu í Keníu og raunar finnst mér sem nokkuð vanti á að ritið veiti nægilega innsýn í starfshætti íslensku kristniboðanna, t.d. þá spumingu að hve miklu leyti þeir tileinka sér lifnaðarhætti og siði heimamanna í starfinu. í þess stað hefur Skúh tekið þann kostinn að draga upp nokkur minningabrot af trúboösakrinum. Meðal þess sem er sérlega minnisstætt er frásagan af því er íslensku kristniboðunum tókst að koma í veg fyrir kviksetningu ungs manns, en „andamir" höföu krafist þess aö honum yröi fómað. Fáar myndir era í ritinu og engar af íslendingunum í Keníu. Slíkar myndir heföi tvímælalaust lífgað upp á ritið. Skúll Svavarsson. Prédikað I Pókot. Samband islenskra kristniboðsfélaga. Reykjavik 1992 (103 bls.) Grænlandsf lug - merkur kaf li í f lug- sögu okkar Grænlandsflug íslensku flugfélaganna fyrr á áram, aðahega Flugfélags íslands, er merkur kafh í flugsögunni. Segja má að flugvélar hafi rofiö einangran Grænlands enda komast menn ógjaman á milh staða í því stóra landi nema loftleiöis. Sveinn Sæmundsson hefur tekið saman þætti úr Grænlandsflugi á áranum 1924-1975. Höfundur þekkir vel th enda var hann blaðafuhtrúi Flug- leiða og fyrirrennara þeirra, Flug- félagsins og Loftleiða í þijátíu ár. Sveinn og Steinar J. Lúðvíksson skrifuðu tveggja binda rit um sögu atvinnuflugs á íslandi í fimmtíu ár. Það kemur fram í eftirmála Sveins aö aðeins var hægt að stikla á stóra um ýmsa þætti flugsögunnar. Með- al þess var Grænlandsflug íslensku flugfélaganna. Sveinn hefur nú bætt úr þessu. Bók Sveins um Grænlandsflugiö er fróðleg og góð viðbót við merki- lega flugsögu íslendinga. Rakið er hvemig Grænland og ísland og stundum Færeyjar vora nauðsynlegir viðkomustaðir í upphafi flugs milh Evrópu og Ameríku. Aht fram yfir miöja öldina urðu flugvélar í flugi milh heimsálfanna að lenda t.d. á íslandi th eldsneytistöku. Grænland gegndi mikhvægu hlutverki fyrir íslenskar flugvélar þegar þær vora keyptar í Ameríku. Fyrstu lendingar íslenskra flugvéla þar vora því tengdar feijuflugferðum. Sveinn velur þá leið í bók sinni að rekja söguna í tímaröð en greinir frá einstökum atburðum með milhfyrirsögnum. Þetta gerir bókina auðlæshega og raunar má segja að hver kafli sé saga út af fyrir sig. Það má því grípa niður í bókina hér og þar og fá hehsteypta frásögn af einstök- um atburðum. Merkasti þáttur Grænlandsflugsins var án efa skíðaflug á DC-3 flugvél- um Flugfélagsins. Þar reyndi á menn og vélar og ófáar svaðilferðimar Sveinn Sæmundsson. Saga Græn- landsflugsins er góö viöbót viö merkilega flugsögu íslendinga. Bókmenntir Jónas Haraldsson famar. Skíðaflugið stóð frá 1963 og fram á áttunda áratuginn og var ómetanlegt fyrir Grænlendinga í farþega-, birgða- og síðast en ekki síst sjúkraflugi. Rauður þráður í bókinni er aðdáun höfundar á stórfenglegu en harð- býlu landi og íbúum þess. Fjöldi mynda er í bókinni. Það veit Sveinn, sem gamall blaðamaður, að hver mynd segir meira en þúsund orð. Því er mikhl fengur að myndunum. Augljóst er að víða hefur verið leitaö fanga við heimhdaöflun. Svelnn Sæmundsson: Fullhugar á fimbulslóöum - þættir úr Grænlandsfluginu 212 bls. Fróöl 1992.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.