Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1992, Side 34
42 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1992. Af sjónarhóli betri helmingsins Það óhætt að segja að íslenskir bókaútgef- endur leitist á margvíslegan hátt við að koma til móts viö hinn mikla áhuga landsmanna á persónusögunni. Samtalsbækur, sjálsævi- sögur og endurminningar eru til vitnis um það og sú bók sem hér er til umsagnar hefur að geyma enn eina gerð persónusögunnar, sem e.t.v. mætti kalla: „Eiginkonur þjó- kunnra manna segja frá“. Þær konur, sem eru í sviðsljósinu í bókinni „Betri helmingurinn", eiga það nefnilega eitt sameiginlegt að vera giftar þjóðkunnum mönnum. Þannig sýnist ljóst að þær hafa verið valdar með það í huga fyrst og fremst Bókmermtir Gunnlaugur A. Jónsson hverjum þær eru giftar og fyrir útgefanda vaki einkum að sýna nýja hiið á mönnum sem þekktir eru úr fjölmiðlum með því að fá eiginkonur þeirra til að segja frá. En þær konur sem hér segja frá gera það á nyög mismunandi hátt og koma eiginmenn- imir þar mjög misjafnlega mikið við sögu. Þannig bendir Hallveig Thorlacius, eigin- kona Ragnars Arnalds alþingismanns á að þau Ragnar hafi að sumu leyti lifað lífinu hvort fyrir sig eða verið hvort á sinni braut. Frásögn hennar er mest um aðaláhugamál hennar, leikhst, og einkum brúðuleikhús. Sjálfum fannst mér þó minningar Hallveigar frá námsárunum í Sovétríkjunum áhuga- verðastar. Hafi þau Hallveig og Ragnar lifað hvort á sinni braut þá er því þveröfugt farið með hjónin Dóru Þórhallsdóttur og sr. Heimi Steinsson útvarpsstjóra. „í tuttugu ár hef ég verið samverkamaður manns míns,“ segir Dóra. Þann tíma bjuggu þau hjónin, sem kunnugt er, á tveimur mestu sögustöðum þjóðarinnar, í Skálholti og á Þingvöllum, og í ljósi þess að stanslaus straumur af gestum Hallveig Thorlacius, einn af fimm eiginkonum þjóðkunnra manna sem segja frá í Betri helmingurinn. er til þessara sögustaða, skyldi engan undra þótt Dóru finnist nú eftir að þau hjónin flutt- ust til Reykjavíkur sem þau eigi „í fyrsta skipti í tvo tugi ára einkaheimili í stað þess að búa í hálfgerðu torgi eða gestaskála". Tvær kvennanna í þessari bók eiga annað hjónaband að baki, þær Margrét Björgvins- dóttir, eiginkona Haralds Bessasonar, rekt- ors á Akureyri, og Ágústa Ágústsdóttir, eig- inkona séra Gunnar Bjömssonar. Frásagnir þeirra eru hins vegar gjörólíkar. Ágústu verður tíðrætt um Fríkirkjumálið svokallaða sem maki hennar hefur þegar fjallað um í heilli bók og er hætt við að margir lesenda séu búnir að fá sig fullsadda af því dapurlega máh. En ýmislegt annað áhugaveröara kem- ur fram í frásögn Ágústu, t.d. frásagnir frá Weimar í Þýskalandi en þangað hafa þau hjónin farið samtals átta sumur. Margrét Björgvinsdóttir, sem bjó um langt árabil í Kanada, íjallar mjög um málefni Vestur-íslendinga og fannst mér þaö áhuga- verðasta efnið í þessari bók. Hún segist hafa náö að kynnast hinni rammíslensku tilveru Vestur-íslendinganna rétt áður en hún leið undir lok og lýsir þeirri tilveru á áhugaverð- an hátt, bendir meðal annars á að íslendinga- sögumar séu hlutfallslega meira lesnar í Kanada en hér heima. Frásögn Margrétar er öragglega til þess fallin að draga úr því sem hún nefnir kæruleysi okkar íslendinga um það sem er að gerast meðal Vestur-íslend- inga. Frásögn Þórhildar ísberg, eiginkonu Jóns ísberg, sýslumanns á Blönduósi, á það sam- eiginlegt með frásögn Ágústu að þar andar á stundum nokkuð köldu í garð ýmissa sam- ferðamanna á lífsleiðinni. „Sem kona emb- ættismanns hef ég fengið framan í mig eitt og annað sem hefur sært mig,“ segir hún og hefur jafnframt reynt það að konur séu „skrýtnar skepnur að vinna með“. Á alveg sama hátt og ævisögur em misjafn- lega áhugaverðar er þessi bók misjöfn en skrásetjarar viðtaianna finnst mér aÚir hafa komist vel frá sínum þætti. Jón Daníelsson (ritstj.) Betri helmingurinn. Bókaútgáfan Skjaldborg (263 bls.). Reykjavfk 1992. Menning Þar sem f áir íslending- ar haf a ferðast Bókin „Flakkaö um 5 lönd“ fjallar um feröir Kjart- ans Ólafssonar á sjötta áratugnum um íran, Afganist- an; Pakistan, Ceylon (Sri Lanka) og Nepal. Á bókarkápu segir að á síðasta ári hafi komið út bókin „Sól í fullu suðri“ eftir Kjartan og að sú bók hafi fengið góðar viðtökur þrátt fyrir að um endurút- gáfu væri að ræða. Síðan segir að nú komi frá Kjartani í fyrsta sinn frá- sögn af heimsókn hans til þessara fimm landa. Vel hefði mátt geta fleiri bóka Kjartans Ólafssonar. Ekki hefði skaðað að geta bókanna „Eldóradó" og „Undraheimur Indialanda". En Kjartan er einnig kunnur sem þýðandi. Hann þýddi sjálfsævisögu Max- ims Gorkis úr rússnesku. Kjartan Ólafsson er hagfræðingur að mennt og vafa- Bókmeimtir Guðmundur G. Þórarinsson laust einn af allra víðfórlustu íslendingum frá upp- hafi. Ferðasögur hans hafa hlotið góða dóma, besta hygg ég bókina „Sól í fullu suðri“. Bókin „Flakkað um 5 lönd“ er ekki sú besta sem höfundur hefur skrifað. Hann rekur ferðalag sitt dag frá degi, nánast atvik frá atviki og oft em lýsingar eins og ljósmyndavél festi augnablik á filmu. Stundum eins og leiðsögumaður í langferðabíl lýsi um leið og hratt er ekið fram hjá. Reyndar virðist mér stíll höfundar og frásagnarhátt- ur breytast dálítið er líður á bókina. Framan af eru lýsingar svo snöggar að það verkaöi á mig sem hálf- gerður símskeytastíll. Þegar líður á bókina breytist þetta nokkuð og tekur frásagnastíll þá meir að líkjast stíl fyrri bóka sem gert hafa Kjartan frægan. Kjartan hefur lært persnesku og hefur getað bjargað sér á þeirri tungu þótt hann geri lítið úr þeirri kunn- áttu sinni í bókinni. Sem að líkum lætur er á þessum íjarlægu slóðum margt öðruvísi en íslendingar gera sér í hugarlund. í Arak og íran fær höfundur herbergi en uppgötvar síð- an að þetta er þriggja manna herbergi sem hann gist- ir ásamt ókunnum mönnum. Hann ferðast til Kúrdist- an á þaki rútu klukkustundunum saman og sér svið étin í nánd við Teheran 1 fyrsta skipti utan íslands. Pakistan er eitt fimm landa sem Kjartan skrifar um. Hér má sjá flutning á grjóti með gömlu aðferðinni. Hann kemur að leiðum hinna frægu persnesku skálda Hafiz, Saadi og Omars Khayyam. Þannig mætti lengi telja. Víða fræðir Kjartan okkur um lifnaðarhætti og sögu. Eg gríp hér niður í bókina á stöku stað: „Kabúlfljót valt fram kolmórautt. Sums staðar skol- uðu menn grænmeti í lygnum við bakka. Margar brýr lágu yfir. Dúuðu sumar mjög, er menn fetuöu sig eftir þeim enda vantaði þar stundum eina fjölina. Skein þá oft angist úr ásjónum vegfarenda." „Ég ferðaðist þangað í tonga: hestakerru. Vagnar þessir era sumir skrautlegir með stjömum á þaki, en númeriö skráð á hhð. Hestar hafa oft skúf í hnakka en höfuðleður og mél fagurbúin. Farþegar snúa venju- lega baki að ekh og horfa aftur.“ „í einu húsi hafðist fólk að með nokkuð öðram hætti en hinir. Hér fóru á kostum maður og kona í knálegum rekkjubrögðum. Kvinna sú virtist gild og öflug enda tók hún shkan kipp, er hún skynjaöi gláp okkar að knapinn þeyttist af kviði hennar og kom hart í gólf niður, þó varla svo lilla að eigi fengi hann þreytt þann sprett tíl enda.“ Bókin segir frá löndum sem íslendingar hafa fáir ferðast um. Hún lýsir því heimi sem flestum okkar er framandi. Bókaútgáfan Skjaldborg hf. Kjartan Ólafsson. 186 blaðsiöur. Gunnar og Jónas Meðal diska í flóði jólanna er einn þar sem Gunnar Guðbjörnsson tenór- söngvari syngur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara. Efniviðurinn er úrval íslenskra sönglaga eftir ýmsa höfunda. AUs eru tuttugu og sex lög á disk- inum og má þar finna flest þau lög sem hvað mestra vinsælda hafa notið meðal íslenskra einsöngvara á undangengnun áratugum. Söng- lög eru sennilega fiölskrúðugasta grein íslenskrar tónhstar og af ýmsum ástæðum. Ekki eru þar gerðar miklar efnislegar kröfur um hljóðfæri eða fiölda tónlistarmanna. Einn söngvari og gjaman eitt hljóð- færi tíl undirleiks er það sem þarf. Fyrir tónhstarfólk, sem elst upp við íslenskan bókmenntaarf, er það hka eðhlegt og nærtækt að leita tengsla við nægtabrunn íslensks kveðskap- ar. Um hríð dvínaði áhugi á samn- ingu nýrra íslenskra sönglaga. Svo virtist sem sönglagið hefði misst aðdráttarafl sitt gagnvart tónskáld- um. Söngvarar sýndu á tímabih ht- inn áhuga á nýju efni og undu glaðir við það gamla. Nú virðist-þetta vera blessunarlega aö breytast og vonandi mun íslenska sönglagið blómgast og dafna í framtíðinni. Lagavahð á þessrnn diski hefur góða breidd. Bæði er Hljómplötiir Finnur Torfi Stefánsson þar að finna lög eför látin og núlifandi tónskáld. Gefst ekki rúm til að fialla um það nánar hér enda er efnið alkunnugt. Þessi diskur er í alla staði hinn vandaðasti. Ber þar fyrst að telja söng Gunnars Guðbjömssonar. Hann er í einu orði sagt frábær. Röddin er sannkölluð gullrödd svo fagur er hljómur hennar. Ekki skiptir þó minna máli hve túlkun og meðferð Gunnars á öUum þáttum efnisins er smekk- legur og vandaður og gUdir það jafnt hvort sem hann syngur lög eftir Sigvalda eða Atla Heimi. Hvergi bregður fyrir neinum kækjum eða felu- brögðum sem stundum lýta söng manna. Gunnar nálgast verkefnið fuh- komlega heiðarlega, felur ekkert og hefur ekkert að fela. Einlægni hans er hrífandi. Píanóleikur Jónasar fylgir og svipuðum Unum og er fyrsta flokks. Upptakan á diskinum er einnig í þessum dúr en hana annaðist HaUdór Víkingsson. Það er ekki aUtaf sem maður heyrir svo smekklega farið með enduróm eins og er á þessum diski. Venjulega er hann hafður of mikiU. Hér er hann mátulegur. Við þessa frekar hástemmdu en sönnu lofroUu má bæta að útht bækhngsins er nfiög smekklegt. Útgefandi disks- ins er Steinar h/f. Túlkun Gunnars Guðbjörnssonar er smekkleg og vönduð og undir- leikur Jónasar Ingimundarsonar er fyrsta flokks.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.