Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992. 5 Fréttir Réttað í máli annars íslendingsins í Orlando: „Ég er sekur“ - gæti fengið 5 ára fangelsi og 15 milljóna kr. sekt Fangelsið þar sem íslendingarnir tveir dvelja, rétt hjá Orlando í Flórida. DV-mynd Anna Bjarnason Anna Bjamason, DV, nórida; „Ég er sekur," sagöi annar íslensku fanganna sem eru í haldi í Sanford í Flórída er hann var leiddur fyrir dómara í Orlando í fyrradag. íslend- ingamir tveir eru ákærðir fyrir ólög- legan innflutning steralytja sem þeir ætluðu að selja í Bandaríkjunum. Dómarinn spurði sakbominginn ítarlega út í brot hans, leiddi honum rólega fyrir sjónir þá möguleika sem harm hefði. Hlekkjaður og í hvítum sokkum Það var klukkan tvö mánudaginn 28. desember að Baker dómari gekk í réttarsal númer 5 í alríkisdómhús- inu í Orlando. Þar voru þá mættir saksóknarinn í málinu, Randy Gould, réttargæslumaður og ritari, dómtúlkur, Sigrún Guðmundsson, sakborningurinn og veijandi hans, auk fangavarðar - og tveir íslenskir blaðamenn. Fanginn var í ryðrauðu fangaföt- unum sem fyrr og hafði ilskó á fótum en nú var hann í hvítum sokkum. Fanginn var hlekkjaður á höndum og fótum en handjárnin voru tekin af honum er hann hann gekk í sal- inn. Hann var fölur og hár hans úfið en úti var skýjað og hráslagalegt veður og nokkur gola. Sakborningurinn var mættur í réttarsalinn til aö breyta framburði sínum og játa sekt sína í stað þess að halda fram sakleysi eins og hann gerði í síðasta mánuði. Ef sakbom- ingar lýsa sig seka á þennan hátt eru þeir leiddir fyrir dómara án kvið- dóms og ákveður dómarinn þá einn refsinguna. Vingjarnlegur dómari Dómarinn, sem var í svartri skikkju, var afar vingjarnlegur við fangann sem er 31 árs að aldri og talaði mjög lágt - svo lágt að saksókn- arinn varð tvisvar að biðja hann um að tala hærra. Fanginn kvaðst hafa verið sjómaður frá því hann var 19 ára til 26 eða 27 ára aldurs. Eftir-það kvaðst hann hafa unnið við ýmis- legt, m.a. sem ráðgjafi á stofnun fýrir eiturlyíjanotendur sem rekin er af íslendingum í Svíþjóð. Dómarinn spurði næst hvort fang- inn hefði skilið ákærana og kinkaði hann kolli því til samþykkis. Þá spurði dómarinn hvort fanginn væri sáttur við þá meðferð sem hann fengi og játti fanginn því. Dómarinn spurði hvort reynt hefði verið að hafa áhrif á fangann þannig að hann lýsti sig sekan og hvort hann lýsti sig sekan af einhverri annarri ástæðu en þeirri að hann væri sekur. Það var þá sam fanginn sagði stundarhátt: „Ég er sekur." Rannsaka ferilinn á Islandi Loks spurði dómarinn saksóknar- ann fram á hvaða refsingu yrði farið fyrir brot sakbomingsins. Saksókn- arinn kvað hámarksrefsingu vera 5 ára fangelsi og skilorð í 2-5 ár að því loknu og hámarkssekt væri 250 þús- und dahr (rúmlega 15 milljónir kr.). Veijandinn fór fram á mildari dóm. Dómarinn sagði að nú færi fram ítarleg rannsókn á ferli sakbomings- ins á íslandi. Á þessu stigi málsins væri ekki hægt að segja fyrir tun á hvem hátt yrði dæmt í málinu. Það byggðist að verulegu leyti á hvað sú rannsókn leiddi í ljós og fleiri málsat- vikum. En hver sem refsingin yrði þyrfti sakborningurinn að afplána hana alla, eða svo gott sem alla, hér í landi. Dómur í málinu verður kveðinn upp eftir um það bil sextíu daga. OKKAR TILBOÐ PD 101 Gelslaspilari 3ja ára ábyrgð VERÐ AÐEINS 16.900,- HVERFISGÖTU 103; SÍMI25999 Umboðsmenn um land allt. TT MISSIÐ EKKI AF SKATTAFSLÆTTINUM!! OPIÐ Á MORGUN KL 9:00-13:00 Nú eru síðustu forvöð að tryggja sér skatt- afslátt fyrir árið 1992. Hlutabréfasjóðurirm Auðlind er settur saman af traustum skuldabréfum og hlutabréfum í fjölmörgum traustum fyrírtækjum. Slík dreifmg minnkar áhættuna enda hafa hlutabréfasjóðir í vörslu Kaupþings komið best út allra hlutabréfa- sjóða á árinu. Hlutabréfakaup á árinu 1992 geta lækkað tekjuskattstofn hjóna um allt að 200.000 kr. * SPARISJÓÐIRNER BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtœki Kringlunm 5, sítni 689080 í eigu Búnaðarbanka lslanrts og sparisjóðanna 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.