Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992. Sérstæð sakamál DV Paul Weniger. Ástarsorg áefriárum „Ég gerði mér enga grein fyrir því að ástarsorg gæti valdið svona mik- illi þjáningu,“ sagði Paul Weniger, sextíu og þriggja ára, þegar hann var spurður spjörunum úr fyrir rétti í Vínarborg. „En hvemig gat ég farið öðruvísi að því allt mitt líf snerist um Ingrid og ekkert ann- að.“ Kviðdómendumir, sem og aðrir viðstaddir, hlustuðu með athygli á Weniger, en mál hans vakti all- mikla athygh, ekki síst af því að viðbrögð hans komu fleiri á óvart en honum sjálfum. Ekkjumaður Ingrid Bartels, konan sem Wenig- er var að tala um, var tuttugu árum yngri en hann. Hún var aðlaðandi kona sem rak hárgreiðslustofu. Weniger, sem hafði verið ekkju- maður í ellefu ár þegar það gerðist sem leiddi til handtöku hans og ákæm á hendur honum, hitti hana kvöld eitt er hann fór á veitinga- húsið „Wiener Tanzclub", en stað- urinn er einkum sóttur af einmana fólki sem er að leita sér að félags- skap. Og Weniger hafði lengi verið einmana. Hann bauð Ingrid upp í dans, og það kom brátt í ljós að vel fór á með þeim. Og skömmu síðar rann það upp fyrir þessum fyrrverandi veitingahúseiganda, sem var nú hættur störfum, að hann var orð- inn ástfanginn. Ástin til Ingrid var heit og hefur verið sagt að hún hafl gripið hann svo skyndilega og óvænt að líkja hafi mátt því við að eldingu hefði slegið niður í hann. Stóra ástin? Næstu vikurnar eftír að fundum þeirra Ingrid Bartels og Pauls Weniger bar saman hittust þau næstum daglega og samband þeirra hafði greinilega mikil áhrif á Weni- ger. Hann dáöi hina dökkhæröu og laglegu vinkonu sína og ekki leiö á löngu þar til hann komst að þeirri niðurstöðu að hann myndi ekki geta séö af henni og því fór hann að hugsa um hjónaband. Og það var ef til vill ekki undar- legt því i raun mátti segja aö Ingrid væri stóra ástin hans. Aö minnsta kosti leit út fyrir að svo væri. Þau dönsuöu vangadans í klúbbnum og héldust í hendur þegar þau gengu um verslunargötur Vínarborgar. Og oft horfðust þau í augu þegar þau snæddu saman við kertaljós á veitingahúsum. „Þessu var helst að líkja við vor og sumar,“ sagöi Weniger dapur- lega í frásögn sinni í réttarsalnum. Bónorðið Hugmyndir Pauls Weniger um hjónaband náðu stöðugt sterkari tökum á honum. Og hann taldi sig ekki hafa neina ástæðu til þess að halda að Ingrid Bartels hefði neitt á móti því að verða konan hans. Hún kom oft heim til hans en heim- ilið var búið mörgum fallegum og dýrum hlutum enda var Weniger vel efnaður maður. ' Ingrid hafði hins vegar alls ekki í huga að giftast þessum tuttugu árum eldri manni, hversu hugsul- samur sem hann var við hana og hversu vel efnaður sem hann kynni aö vera. Hún taldi samband þeirra tímabundiö. Að vísu naut hún þess hve takmarkalausa aðdáun Wenig- er sýndi henni og hún hafði líka ánægju af því að sjá hve stima- mjúkur hann var við hana, en í þeim efnum var hann af gamla skólanum. í raun dekraði Weniger hana og þótt um tuttugu ára alds- ursmun sé að ræða getur slíkt haft mikil áhrif. Það var þetta tímabil sem Paul Weniger taldi síðara voíið í lífi sínu. Breytt afstaða En eins og fyrr segir hafði Ingrid Bartels ekki í huga að giftast Paul Weniger. Hún naut hins vegar að- dáunar hans og umhyggju enn um hríð, en svo fór hún smám saman að verða þreytt á honum og vildi binda enda á samband þeirra. Henni var ljóst að það kynni aö veröa erfitt að segja honum aö nú skildi leiðir, en kvöld eitt tók hún í sig kjark og sagði að nú vildi hún fara sína leið. „Skiljum eins og vinir," sagöi hún. „Við verðum að binda enda á þetta.“ Svo hikaði hún í augnablik en bætti síðan við: „Sannleikurinn er líka sá að ég hef kynnst öðrum rnanni." Paul Weniger virtist nokkra stund að átta sig á því sem konan sem hann dáði og elskaði var að segja við hann. Gat hún í raun ver- ið að lýsa yfir slitum? Yrðu draum- ar hans að engu? Hyrfi hún frá honum þessi kona sem hann hafði talið að stæði við hlið hans það sem eftir væri? Gat verið að allt sem þeim hafði fariö á milli hefði ekki táknaö hina einu sönnu ást sem bindur? Örvænting Weniger var ringlaður. Hann gat ekki skiliö það sem var að gerast. Biði hans nú sama einveran og Ingrid Bartels. undanfarin ellefu ár? Ingrid Bart- els var hins vegar ákveðin og lét hvað eftir annaö í ljós þá afstöðu sína að hún færi nú sína leið. Því vísaði hún á bug öllum tilraunum hans til að koma á sáttum, eins og Saksóknarinn, dr. Herbert Zam- ostny. hann kallaöi það. En það var sem Weniger hvorki vildi né gæti sætt sig við að sjá hana ekki framar. Dagar Wenigers urðu gleðisnauð- ir og hugurinn snerist næstrnn ein- göngu um það eitt að koma aftur á sambandinu við konuna sem hann elskaði. Hann fór á þá staði þar sem hann taldi líklegast að hann hitti hana en þegar hún varð þess vör hætti hún að sækja þá. Þá fór hann að hringja heim til hennar en hún neitaði að ræða við hann í síma. Weniger íhugaði hvaö væri til ráða. En lausnin vafðist fyrir hon- um. Þá varð hann gripinn örvænt- ingu. Fyrirsátin „Hún kastaði mér frá sér,“ sagði Weniger í réttinum þegar hann lýsti þessu erfiða tímabili. „Vorið og sumariö í lífi mínu var liðið og komiö haust á ný.“ Síðar var því lýst sem gerðist næst, og saksóknarinn, dr. Zam- ostny, lýsti í framhaldi af því af- stöðu ákæruvaldsins. Kvöld eitt tók Weniger fram vasa- hníf sem hann geymdi heima hjá sér. Hann stakk honum á sig en hélt síðan fótgangandi að kvöld- skóla þar sem Ingrid lagði stund á ensku. Hann vissi að hún yrði þar þetta kvöld. Hann var ekki í nein- um erfiðleikum með að komast inn í skólahúsið og fela sig þar á gangi sem hann vissi að Ingrid færi um á leið sinni út. Allnokkra stund beið Weniger. Svo sá hann að konan sem hann vissi nú að yrði ekki sín kom fram ganginn. Hann stökk fram úr fylgsni sínu með hnífinn á lofti og stakk Ingrid Bartels hvað eftir ann- að. Hún æpti af skelfingu og hróp- aði á hjálp en hann lét það ekki á sig fá og hélt áfram að reka hnífinn í hana. Handtakan Hrópin í Ingrid heyrðust og brátt var henni komið til hjálpar þar sem hún lá í blóði sínu á gólfinu. Boð voru þegar í stað gerð eftir sjúkra- liðum og lögreglu og ekki leið á löngu þar til búið var að handtaka Paul Weniger. Það tókst að bjarga lífi Ingrid en hún var illa á sig komin andlega er hún var gróin sára sinna. Kom það vel fram í réttarsalnum, en hvaö eftir annað varð að gera hlé á yfirheyrslum yfir henni því hún brast í grát. Skýrslur réttarlækna báru með sér að Weniger hafði stungið hana að minnsta kosti átta sinnum, í bak og brjóst. Þetta sérkennilega og dapurlega mál var leitt til lykta á tveimur dögum. Síðan var dómurinn kveð- inn upp. Kviðdómendur litu árás- ina alvarlegum augum og dæmdu Paul Weniger í tólf ára fangelsi. Var ljóst að þeir tóku lítið mark á þeim yfirlýsingum hans að hann hefði ekki ætlað sér aö myrða Ingrid heldur aðeins að gefa henni aðvörun þar eð hún hefði svikið hann í tryggðum, manninn sem hún hafði á kærleiksríkum stund- um kallað „bangsann sinn“. Loðkápan bjargaði henni Ljóst er að Paul Weniger hafði nokkra samúð vegna þeirrar ástar- sorgar sem hann var í. Hann hafði því verið undir áhrifum sterkra til- finninga. En kviðdómendur litu alvarlegum augum þann hluta skýrslu réttarlæknanna þar sem segir að áverkamir, sem Ingrid hlaut, hafi í raun veriö lífshættu- legir og það megi teljast heppni að hún lét ekki lífið. Sé það ekki síst því að þakka að árásin hafi verið gerð um vetur og því hafi hún ver- ið í þykkri loðkápu. Hnífurinn hafi því ekki gengið eins djúpt og hann hefði annars gert. Paul Weniger hlýddi á dóms- uppkvaðninguna án þess að sýnast daprari en hann hafði verið í rétt- arsalnum. Þeir sem til hans þekktu vora þeirrar skoðunar að líklega fyndist honum hann alveg eins geta verið í fangelsi eins og að lifa án Ingrid.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.