Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1992, Side 43
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992.
63
Ástæður svefnleysis geta verið margar en algengast er að fólki gangi illa að sofna vegna streitu eða kvíða.
Mörg ráð eru til vegna svefnleysis. Affarasælast er þó að forðast svefnlyf i lengstu lög. Helsti ókostur svefn-
lyfja er að mikil ávanahætta fylgir notkun þeirra og oft reynist erfitt aö venja fólk af þeim. Þess í stað ættu
menn að reyna almenn ráð sem reynst hafa mörgum vel.
Svefn og
svefnleysi
Flestir taka svefninum sem sjálf-
sögðum lífsgæðum eða mannrétt-
indum. Gömul trú segir að svefn-
inn bæti allt og talað er um hina
liknandi.hönd svefnsins. Allir vita
að svefn er nauðsynlegur. Enginn
veit þó með vissu af hverju heilinn
er óstarfhæfur nema honum takist
að loka að sér inni í heimi svefns-
ins þriðjung ævinnar.
Fullorðnir sofa 6-9 klukkustund-
ir á hverri nóttu ákaflega misdjúp-
um svefni en börn mun lengur.
Dýpsti svefninn kallast delta-svefn
og er ráðandi fyrri hluta nætur en
nokkrum sinnum á nóttu sofa
menn grunnum draumsvefni sem
einkennist af hrööum augnhreyf-
ingum og draumum. Sá hluti
svefnsins kallast REM (rapid-eye-
movement) svefn. Draumsvefninn
virðist vera hverjum manni nauð-
synlegur svo að sVefninn nýtist til
hvíldar.
Margar ástæður
svefnleysis
Ástæður svefnleysis geta verið
margar. Algengast er að fólki gangi
illa að sofna vegna streitu eða
kvíða. Margir kvíða nóttunni og
þora ekki að reyna að sofna af ótta
við svefnleysi. Þeir Uggja glaðvak-
andi af áhyggjum yfir því að geta
ekki sofið og verða æ áhyggjufyllri
og spenntari eftir því sem tíminn
líður.
Svefnherbergið getur haldið fyrir
fólki vöku, léleg loftræsting, mikill
hiti, dýnan í rúminu léleg.
Kynlíf verkar róandi á suma en
aðrir æsast svo mjög að þeir eiga
erfitt með að sofna að loknum sam-
fórum.
Nikótín, koffin og mikill sykur
getur haldið vöku fyrir fólki. Marg-
ir þunglyndir einstaklingar vakna
snemma að morgni í mikilli vanlíð-
an en aðrir eiga erfitt með að sofna
vegna depurðar og svartsýni sem
sækir á þá þegar þeir taka á sig
náðir.
Ýmsir líkamlegir sjúkdómar geta
haldið fólki vakandi, hjartasjúk-
dómar, skjaldkirtilssjúkdómar,
Á læknavaktiniú
lungnasjúkdómar, nýrnasjúkdóm-
ar. Sama máli gegnir um lyf eins
og prednisolon, astmalyf (Bricanyl,
Ventohn), sum þunglyndislyf, bjúg-
töflur og lyf gegn Parkinsonveiki.
Mikil alkóhóldrykkja er algeng
orsök svefnleysis. Sumir telja að
alkóhól sé ágætt svefnlyf og svo er
ef þess er neytt í hófi en aukist
magnið verða áhrifin öfug. Ein-
stakUngurinn vaknar þá í mikilU
vanlíðan eftir nokkurra stunda
svefn, kaldsveittur og kvíðinn og á
erfitt með að sofna aftur.
Margt eldra fólk á erfitt með að
sofna vegna verkja í mjöðmum,
baki eða víðar sem angra fólk þegar
það snýr sér í rúmi. Aörar algengar
orsakir geta verið vaktavinna,
ferðalög o.fl. Stækkun á blööru-
hálsirtU getur haldið fyrir mönn-
um vöku vegna tíðra ferða á sal-
erni.
Margir sem kvarta undan svefn-
leysi sofa eitthvað á daginn og eiga
í erfiðleikum á nóttunni. Eldra fólk
situr stundum og sefur sig í gegn-
um alla sjónvarpsdagskrána. I slík-
um tilfeUum stafar svefnleysiö oft
af aðgerðaleysi og leiða sem gerir
þaö að verkum að fólk dottar á
þennanhátt.
Ráð við svefnleysi
Mörg ráð eru til vegna svefnleys-
is. Affarasælast er að forðast svefn-
lyf í lengstu lög en reyna þess í stað
almenn ráð sem reynst hafa mörg-
um vel. Þeir sem kvarta undan
svefnleysi eiga ekki að leggja sig
yfir daginn og taka lífinu með ró á
kvöldin áður engengið er til náða.
Best er aö forðast kaffi, sígarettur
kóka-kóla og alkóhól eftir klukkan
18.00. Ákveðinn matur, sem inni-
heldur amínósýrunna L-trypto-
phan, viröist virka á heUann og
framkalla svefn. Mikið er af þessu
efni í mjólk sem skýrir af hverju
heit mjólk er víða talin ágætt ráð
við svefnleysi.
Oft reynist vel að athuga svefn-
herbergið sitt vandlega, bæta loft-
ræstingu, kaupa sér nýja dýnu. Ef
einhver líkamlegur sjúkdómur
veldur svefnleysi þarf að með-
höndlahann.
Svefnlyf eru mikið notuð vegna
svefnleysis og eru margir læknar
aUtof fljótir að ávísa slíkum lyfium.
Best er að ná svefni án lyfia. Lang-
vinsælustu svefnlyfin eru hin svo-
kölluðu benzodiasepin-lyf. Þessi lyf
eru mýmörg en helsti munurinn á
þeim er hversu vel þau frásogast
frá maganum og hversu langvirk
þaueru.
Gamalt fólk getur orðið ruglað
og kvartað undan vöðvaslappleika,
minnistruflunum og jafnvægis-
leysi. Helsti ókostur þessara lyfia
er þó sá að mikU ávanahætta fylgir
notkun þeirra og oft reynist erfitt
að venja fólk af þeim.
Verkjalyf fyrir svefninn reynast
oft vel hjá eldra fólki.
En best reynist að bæta svefninn
með ákveðnum fyrirbyggjandi og
styðjandi aðgerðum.
Góðanótt!
Aukin ökuréttindi
Ökuskólinn í Mjódd, rekinn af Ökukennarafélagi Is-
lands, býður upp á námskeið til aukinna ökurétt-
inda, þ.m.t. próf á vörubíl, rútubíl, leigubíl, og hefj-
ast þau um miðjan janúar.
Upplýsingar í síma 670300.
JÓLATRÉSSKEMMTUN
í 100. SKIPTI
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur eitt hundr-
uðustu jólatrésskemmtunina fyrir börn félagsmanna
sunnudaginn 3. janúar nk. kl. 15.00 í Perlunni, Öskju-
hlíð. Miðaverð er kr. 600 fyrir börn og kr. 200 fyrir
fullorðna. Miðar, eru seldir á skrifstofu VR í Húsi
verslunarinar, 8. hæð. Nánari upplýsingar í síma fé-
lagsins, 687100
Verzfunarmannafélag Reykjavíkur
Styrktarfélag vangefinna
Vinningsnúmer í happdrætti félagsins.
1. vinningur: MMC Pajero, 3ja dyra, V6 ...nr. 91478
2. vinningur: VW Vento G L, 4ra dyra, 5 gíra nr. 30098
3. -12. vinningur: Bifreið að eigin vali á kr. 635.000:
nr. 2281 - 10015 -12597 -19638 - 54065 - 63179
- 64330 - 70768 - 97515 - 99010
Þökkum stuðninginn.
Gleðilegt nýár.
Styrktarfélag vangefinna
fLeikskólar
Reykjavíkurborgar
Breytingar á reglum um innritun í leikskóla Reykja-
víkur sem taka gildi þann 1. janúar 1993.
Heimilt er að sækja um leikskóladvöl þegar barn er
6 mánaða eða þegar fæðingarorlofi lýkur.
Staðfesta þarf umsókn einu sinni á ári, fyrst þegar
liðið er eitt ár frá dagsetningu umsóknar.
Foreldrar fá þá sent eyðublað þar sem þeir skrá breyt-
ingar eða staðfesta umsóknina.
Fjögurra og fimm ára börnum er veittur forgangur á
hálfsdagsleikskóla.
Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að viðkomandi eigi lög-
heimili í Reykjavík.
Nýtt símanúmer innritunardeildar verður 627115.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277.
Uppboð Framhald uppboðs á eftirlöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Gerðavegur 7 (Jónshús), Garði, þingl. eig. Sigvaldi Eiríkur Hólmgrímsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Gjaldheimta Suðumesja og Lífeyrissjóður sjómanna, 6. janúar 1993 kl. 11.35.
Austurvegur 10, Grindavík, þingl. eig. Haukur Pálsson, gerðarbeiðendur Birgir Guðnason og Hörður Jónsson, kt. 1704594669,6. janúar 1993 kl. 14.15. Háeyri Bergi, efri hæð, Keflavík, þingl. eig. Hraíhhildur Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Sparisjóðurinn í Keflavík, 6. janúar 1993 kl. 10.15. *
Fagridalur 10, Vogum, þingl. eig. Frið- finnur Sigíusson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Kaupfélag Suðumesja, Samverk hf. og Ábyrgð hf., 6. janúar 1993 kl. 13.30. Fitjabraut 24, syðri hluti, 0102, Njarð- vík, þingl. eig. Oddgeir Amar Jóns- son, gerðarbeiðandi íslandsbanki hf., 6. janúar 1993 kl. 10.45. Hjallavegur 9B, 1. hæð, Njarðvík, þingl. eig. Brynjar Gunnarsson, gerð- arbeiðandi Lífeyrissjóður verslunar- manna, 6. janúar 1993 kl. 10.30.
Holtsgata 25, Sandgerði, þingl. eig. Laufey Kolbrún Snorradóttir, gerðar- beiðandi Gjaldheimta Suðumesja, op- inber gjöld, 1990, 6. janúar 1993 kl. 11.55.
Framnesvegur 14, neðri hæð, Kefla- vík, þingl. eig. Guðbjartur Kristins- son, gerðarbeiðandi Páll Skaftason, 6. janúar 1993 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í KEFLAVÍK