Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR1993 Útlönd Kimba Wood afþakkar embætti dómsmálaráðherra 1 Bandaríkj unum: Hafði útlenda barn- fóstru fyrir sjö árum Bill Clinton forseti leitar með logandi ljósi að þriðju konunni í embættið „Ég blekkti engan og fór alla tíð eftír bókstaf laganna," sagði Kimba Wood, alríkisdómari í Bandaríkjun- um, í bréfi þar sem hún afþakkaði boð um að verða næstí dómsmála- ráðherra þar vestra. Wood viðurkenndi að hafa fyrir sjö árum haft í sinni þjónustu barnfóstru sem var ólöglegur inn- flytjandi. Hins vegar var á þeim tíma ekki ólöglegt að ráða innflytjendur í vinnu þótt þeir hefðu ekki komið lög- lega inn í landiö. Wood braut því ekki lögin sem giltu á þeim tíma en neyðist engu að síður til að afþakka ráðherraembættíð. Bill Clinton hefur því ekki enn tek- ist að skipa dómsmálaráðherra. Hon- um er mikið í mun að finna konu í embættið en þær tvær sem helst hafa komið til greina til þessa eru báðar úr leik vegna þess að þær fóru ekki að nýgildandi lögum um innflytjend- ur. Tveimur dögum eftir að Chnton kom tíl embættis varð hann að hætta við að ráða Zoe Baird í embættíð vegna þess aö hún hafði ráðið hjón frá Mexíkó tíl að annast húshald hjá sér. Þau höfðu bæði komið ólöglega inn í landið og Baird ekki gefið laun þeirra upp til skatts. A1 Gore varaforsetí kom fram í sjónvarpi um helgina og sagði aö Wood hefði vissulega ekki brotíð lög en ráðning hennar á bamfóstrunni væri ekki i samræmi við kröfur sem gera verði til dómsmálaráðherra. Gore sagði aö Wood hefði ekki greint frá bamfóstrunni þegar hún lagði fram gögn um feril sinn í lok janúar. Gore sagði aö þá hefði hún veriö spurð sérstaklega hvort hún hefði einhver „Zoe Baird-vandamál“ í farteskinu. Því hefði hún neitað. Wood segir að mál sitt sé ekki sam- bærilegt við brot Baird sem hafi brot- ið gildandi lög. Sjálf hafi hún ráðið bamfóstruna átta mánuðum áður en ný lög tóku gildi. Reuter brír lýsisbelgir á dag lækkablöð- fitunaum45% Gizur Helgason, DV, Kaupmannahöfn: Séu teknir inn þrir lýsisbelgir á dag er hægt að minnka fituinni- hald blóðsins um allt að 45%. Það er hópur visindamanna frá Árós- um i Danmörku sem hefur kom- ist að þessari niðurstöðu eftir að hafa haft ellefu Norður-Jóta til meðferðar. Þeir áttu það allir sameiginlegt að fituirmihald blóðsins var yfir hættumörkum. Nú láta Jótarnir öll meöul lönd og leiö og gleypa lýsisbelgi i þeirra stað. Þúsundirhvetja til lýðræðisum- bóta á Haíti Þúsundir manna gengu fylktu liði tun hverfi Haítíbúa í Miami á Flórída í gær til aö mótmæla stefhu bandarískra stjórnvalda í innflytjendamálum og til að hvetja til aö lýðræði verði endur- reist á Haítí. „Haldið áfram að þrýsta á,“ hrópaöi klerkurinn Jesse Jack- son í hvatningarskyni áður en gangan lagði af stað. Svipaðar mótmælaaðgerðir voru fyrirhugaöar í öðrum ríkj- um Bandaríkjanna. Tvö ár eru nú liöin frá þvi Jean-Bertrand Aristide, fyrsti lýðræðislega kjömi forseti Haití, var settur í embættí. Hann var hrakinn frá völdura í blóðugri uppreisn hers- ins í september 1991. Stjórnarf lokkar í Liechtenstein unnu kosningar Stjómarflokkamir tveir sem hafa farið með völd í dvergríkinu Liechtenstein í rúma hálfa öld héldu meirihluta sínum í þing- kosningum sem fóru fram í gær. Vinstrísinnaður umhverfis- vemdarflokkur fékk tvö þingsæti og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist Úrslitin þykja áfall fyrir miðju- flokkinn Föðurlandsfylkinguna sem tapaði tveimur sætum og fékk ellefu þingmenn en hafði verið stærsti fiokkur landsins í fimratán ár. Hinn stjórnarflokk- urinn, hinn hægrisinnaði Fram- sækni borgaraflokkur, fékk tólf þingsæti. Tuttugu og fimm þing- menn sitja á þingi Liechtenstein. Reuter Fjölmargir Ástralir hafa á síðustu dögum gengið hart fram í að fá viöurkenndan rétt sinn til að ganga um án klæða til að hylja nekt sína. Hitabylgja hefur farið um landið og því krefjandi að fækka fötum. Konan á myndinni hefur uppi skilti þar sem þvi er neitað að nekt sé dónaskapur. Simamynd Reuter Sveitarstjómarkosningar í Króatíu: Tudjman forseti sigurvegari AUt bendir til þess að Franjo Tudj- man, forsetí Króatíu, standi uppi sem sigurvegari í sveitarstjómarkosn- ingunum sem fram fóru í landinu um helgina. Samkvæmt bráöa- birgöatölum hefur hægrisinnaður stjómarflokkur hdns forustu í flest- um kjördæmum, að því er útvarpið í Króatíu skýrði frá í morgun. Atkvæðatölur höföu borist frá sextán sýslum af tuttugu og einni og hafði stjómarflokkurinn fengið flest atkvæði í þrettán þeirra. Búist er við að úrslit kosningcmna muni styrkja stöðu Tudjmans í for- setaembættinu en hersveitir hans eiga nú í bardögum við uppreisnar- menn Serba. Franjo Tudjman, forseti Króatíu, og flokkur hans sigruðu i kosningum um helgina. Símamynd Reuter Tuttugu og sjö flokkar buðu fram til nýs héraðsþings og til átta þúsund sveitar- og bæjarstjórna um land aflt. Skoöanakannanir höfðu spáð stjóm- arflokki Tudjmans allt að sextíu pró- sentum atkvæöa. Frjálslyndum miöjumönnum var spáð 25 prósent- um atkvæða en engum öðrum flokki meira en fjórum prósentum. Ný kosningalög í Króatíu kveða á um að flokkar verði að fá minnst fimm prósent atkvæða til að fá sæti. Bardagar héldu áfram í Bosníu og við Adríahafsströnd Króatíu og deiluaöilar voru engu nær sam- komulagi á friðarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna. Reuter DV Klámmyitdasýn- ingíjapönskum grunnskóla Hópi 13-14 ára skólastúlkna í Japan var sýnd klámmynd í heilsuræktartíma í staðinn iyrir kennslumynd um blakíþróttina. Yfirvöld skólans hafa beðið for- eldra nemendanna afsökunar og ekki er búist við frekari eftirmál- um vegna þessa. Kennari stúlkanna, sem var ekki í skólastofunni á meðan á sýningunni stóð, sótti rangt myndband á kennarastofuna og afhenti stúlkunum til skoðunar. Við rannsókn málsins kom í Ijós að klámmyndin haföi verið leigð af einum kennaranna, ónefndum piparsveini sem ætíaði myndina tíl einkasýningar fyrir sig og vin sinn. Páfi hveturtil kynlifsbanns Jóhannes Páll páfi, sem nú er á ferð um Afríku, hvattí ungmenni í Úganda til aö leggja kynlifið á hfilmia og sagði að þaö væri eina leiðin til aö hefta útbreiðslu eyðni. Páfmn beindí orðum sínum til þeirra sem hafa ekki þolinmæöi til aö bíða með slíka iðju áöur en til hjónabands kemur en kaþ- ólska kirkjan er algjörlega á móti bólferðum ógiftra einstaklinga. Kirkjan er ennffemur á móti notkun smokka og annarra getn- aðarvama eins og kunnugt er. Tæplega 40 þúsund ungmenni hlýddu á þennan boðskap páfans en stundarfjórðungshlé varð aö gera á ræðu hans vegna raf- magnsleysis. Kynlífsþrælar viija skadabætur Filippínskir kvenmenn, sem japanskir hermenn misnotuðu í seinni heimsstyijöldinni, hafanú ^tekið sig saman og höfðað mál á hendur japönskum stjómvöldum að þvi er talsmaður kvennaima skýrði frá á laugardaginn. Japanir, sem réöu yfir Filipps- eyjum 1942-45, neyddu allt að 200 þúsund konur í Asíu út í vændis- starfsemi en flestar úr þeim hópi voru frá Kóreu. Þær fihppínsku hafa nú höfðað mál eins og áður segir og verður það tekiö fyrir í Japan í apríl nk. Talið er að Japanir, sem hafa þegar beðist afsökunar á þessu framferði, muni ekki greiða kon- unum peninga í skaðabætur heidur kjósi að vinna að velferð þeirra með öðrum hætti. Tilræðismaður Jeltsíns ergeðklofi Nýjar upplýsingar em komnar fram tun Ivan Kislvo, þann sem hugðist reyna aö svipta Boris Jeltsín lífi. Kislvo, sem er majór í hemum, hefur lengi veriö hald- inn geðklofa að því er yfirmenn hans segja í skýrslu sinni til sak- sóknara og svo mun vera um fleiri í ætt tilræðismannsins. Kislvo, sem ætlaði að ráðast á forsetann með vasahnif, er einnig lýst í skýrslunní sem fyrirmynd- ar eigínmanni sem hvorki reyki né drekki. Albanirreknirúr Grikklandi Liðlega 2000 Albönum hefur veriö vísað úr Grikklandi að und- anfórnu. 1 landinu er u.þ.b. 350 þúsund ólöglegir innflytjendur og nálægt helmingur þeirra eru Al- banir. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.