Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Qupperneq 40
52
LAUGARDAGUR 27. MARS1993
Iþróttir
Snorri Amarson í fremstu röð í hnefaleikum í Svíþjóð:
Stefnir á Atlanta og
atvinnumennsku
Snorri Arnarson á æfingu í Helsingborg. Hann hefur vakið mikla athygli
í Svíþjóð og æfir með sænska unglingalandsliðinu.
Sfmamynd HD - Göran Stenberg
„Ég fluttist frá íslandi til Svíþjóðar árið
1980 og byrjaði að æfa hnefaleika þegar ég
var 14 eða 15 ára gamall. Ég fór með vini
mínum á æfingu og það má segja að ég hafi
smitast strax. Síðan hef ég æft af miklum
krafti og ætla að halda því áfram,“ segir
Snorri Arnarson, 17 ára íslendingur sem er
að gera það gott í hnefaleikum í Svíþjóð.
Snorri æfir með sænska
unglingalandsliðinu í
hnefaleikum og hefur
þegar keppt með hðinu,
meðal annars í landskeppni gegn
Noregi. Hann keppir í 60 kg flokki
eða léttvigt.
Langar mikið á
Evrópumótið
í Grikklandi
„Ég er þó ekki fullgildur meðlimur
í sænska liðinu þvi ég er ennþá ís-
lenskur ríkisborgari. Til þess að ég
geti keppt á alvörumótum með
sænska liðinu þarf ég að skipta um
ríkisborgararétt. Ég hef heyrt að
það standi jafnvel til að leyfa hnefa-
leika á íslandi og það finnst mér
góðar fréttir. Ef hnefaleikar verða
leyfðir á íslandi mun ég að sjálf-
sögðu keppa fyrir íslands hönd í
framtíðinni. Ég vil helst keppa fyr-
ir ísland. Ef ekki þá er ég alveg
ákveðinn í að skipta um ríkisborg-
ararétt. Ég æfi sem stendur með
sænska unglingalandsliðinu og
stefni á að komast með liðinu á
Evrópumeistaramótið sem fram fer
í Grikklandi í október. Það er stóra
málið í dag.“
Snorri meistari í
Suður-Svíþjóð
tvö síðustu árin
Snorri hefur tekið ótrúlegum fram-
fórum í hnefaleikunum á þeim
stutta tíma sem hann hefur lagt
stund á íþróttina. Snorri hefur að-
eins æft hnefaleika í tvö til þijú ár
en árangurinn hefur ekki látið á
sér standa.
Hann varð sigurvegari á meist-
aramótinu sænska í Suður-Svíþjóð
og hefur unnið það mót síðustu tvö
árin. í fyrra, þegar Snorri sigraði á
mótinu í Suður-Svíþjóð, sigraði
hann sænskan unglingalandsliðs-
mann í úrslitaviðureigninni. Að
sögn Snorra er þetta hans stærsti
sigur í hnefaleikunum og jafnframt
sá sætasti.
Sá þriðji besti í
sínum aldurs-
flokki í Svíþjóð
Á sænska meistaramótinu, þar sem
saman voru komnir allir bestu
hnefaleikarar Svíþjóðar í unglinga-
flokki, hafnaði Snorri í þriðja sæti,
tapaði í undanúrslitum fyrir strák
sem síðar varð sænskur meistari.
„Viðureign okkar í undanúrslitun-
Framtíðarmarkmið Snorra Arnar-
sonar eru Evrópumótið í haust,
ólympiuleikarnir í Atlanta 1996 og
svo atvinnumennskan.
um var mjög jöfn og honum var
dæmdur sigur á stigum í lokin og
var ég mjög ósáttur við þá niður-
stöðu.“
Æfir fímm til sex
daga í hverri viku
tvo tíma í senn
„Ég er ákveðinn í að halda áfram
á fullu í hnefaleikunum. Ég æfi
fimm til sex daga í hverri viku og
yfirleitt í um tvo klukkutíma á dag.
Það er ekkert launungarmál að ég
stefni að því að ná mjög langt í
þessari íþrótt. Draumurinn er auð-
vitað að komast alla leið í atvinnu-
mennskuna. Það verður auðvitað
mjög erfltt en ég mun gera mitt
besta. Til þess aö komast í atvinnu-
mennsku og beijast við þá bestu í
heiminum þarf ég að gera góða
hluti á stórum mótum. Það sem
truflar mig mest er að hnefaleikar
eru ekki leyfðir á íslandi og ég get
ekki 'gert það upp við mig sem
stendur, hvort ég verð í framtíðinni
íslenskur eða sænskur ríkisborg-
ari. Ef hnefaleikar verða ekki leyfð-
ir á íslandi er ég ákveðinn í að
verða sænskur ríkisborgari. Ég
vona innilega að þessi skemmtilega
íþrótt verði leyfð á íslandi."
Sugar Ray
Leonard helsta
fyrirmyndin
Framtíðaráform Snorra eru Ijós.
Hann stefnir á Evrópumeistara-
mótið í Grikklandi í október. Því
næst eru það ólympíuleikarnir í
Atlanta 1996. Þar á eftir kemur at-
vinnumennska. Helsta fyrirmynd-
in er Sugar Ray Leonard og að sögn
sænskra dagblaða, sem fjallað hafa
mikið um þennan unga íslending,
er hér framtíðarmaður á ferð.
Frammistaða Snorra hefur þegar
vakið mikla athygli í Svíþjóð og
hann æfir undir stjórn eins þekkt-
asta þjálfara Svía í hnefaleikum.
Það verður gaman að fylgjast með
Snorra á komandi árum og ef
marka má áhugann og eljusemina
við strangar æfingar ætti hann aö
geta náð mjög langt í þessari um-
deildu íþróttagrein hér á landi.
-SK
Grethe Iversen fyrir miöri mynd í blárrl peysu. Hún átti ekki sjö dagana sæla á áhorfendapöllunum í Keflavík
á dögunum. DV-mynd Ægir Már Kárason
Auðvitað var ég í
miklum vandræðum
- segir „körfuboltamamman' Grethe Iversen
„Þetta var ekki mjög auðvelt en samt mjög gaman að eiga stráka
í báðum liðunum," sagði Grethe Iversen í samtali við DV en
hún lenti í þeirri skrítnu og sjaldgæfu stöðu í síðasta leik ÍBK
og Skallágríms í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar að synir
hennar léku með báðum liðum, Guðjón Skúlason með ÍBK og Skúli Skúla-
son með SkaUagrími.
„Ég verð að viðurkenna að þótt ég sé Norðmaður í húð og hár þá hef
ég búið mjög lengi í Keflavík og auðvitað voru taugamar meira þeim
megin í þessum leik. En auðvitað hélt ég með htla bróður líka. Ég var
auðvitað í mestu vandræðum á áhorfendabekkjunum og klappaði fyrir
báðum liðunum. Og þegar maður leyfir sér slíkt í Keflavík hggur við að
manni sé bara hent út. En eför að Borgnesingar eru úr leik eftir fræki-
lega frammistöðu klappa ég bara með Keflavík og get verið rólegri á
áhorfendapöhunum. Eg er mjög stolt af strákunum en þykir verst að
geta ekki komið þeim í handboltann," sagði Grethe Iversen sem lengi
lagöi stund á handknattleik og á meðal annars að baki einn landsleik
með íslenska landshðinu þrátt fyrir norskan ríkisborgararétt. Þaö var
leikur gegn Hohandi fyrir einum sautján árum.