Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1993, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1993, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1993 15 H ver gúmmar á hvern? Ragna Bergmann, formaður Fram- sóknar, var á dögunum á rás tvö að kynna dagskrá sem Bandalag kvenna hélt um atvinnusköpim kvenna. Kristján Þorvaldsson fréttamaður spurði hvort hún viidi gúmma á framtíðina þegar hún ræddi um nauðsyn þess að auka atvinnutækifæri fyrir konur. Fréttamaðurinn spurði hvort hún vildi taka erlend lán til að konur gætu fengið vinnu. í langan tíma hafa ákveðin öíl hér innanlands hamrað á því þegar rætt hefur verið um atvinnuupp- byggingu eða velferðarkerfið að ekki megi ávísa á bömin okkar eða framtíðina með því að taka lán. Slík ummæli virðast mjög ábyrgð- arfull og hinir séu þeir óábyrgu í þjóðfélaginu og vilji bara skrifa innstæðulausa ávísun. En spum- ingin er sú: Hver skrifar ávísun fyrir hvem? Sá sem hefur nóga vinnu og þarf ekki að hafa jafn miklar áhyggjur og sá atvinnulausi af afkomu sinni, á hann einhvem rétt á því að finnast það sjálfsagt að aðrir geti ekki framfleytt sér bara ef hann getur það? Er það okkar vilji að það eigi að vera at- vinnuleysi í þjóðfélaginu? Kúgunartæki atvinnurekenda Atvinnuleysi er höfnun á þeim sem em atvinnulausir í þjóðfélag- inu og ein hin mesta þjóðfélags- meinsemd sem hugsast getur. T.d. hefur komið fram í skýrslu, sem landlæknir hefur kynnt nýverið, að atvinnuleysi leiðir til mikillar vanlíðunar og hefur margs konar slæmar afleiðingar, heilsufarslegar og félagslegar. En jafnframt er at- vinnuleysið kúgunartæki atvinnu- rekenda til að halda launamönnum niðri og hræða fólk. Það er ekki bara sá atvinnulausi sem líður illa, heldur er fullt af fólki sem er hrætt um að missa vinnuna sína og hræðsla leiðir ekki af sér góðan vinnumóral eða nýsköpun. Allir vita að þrælahald er ekki beinlínis til þess fallið að auka á vinnugleði. Sú staða er núna komin upp á mörgum vinnustöðum að upp rísa litlir lénsherrar og nota -völd þau KjaUaiinn Sigríður Kristinsdóttir formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana sem þeir hafa öðlast 1 skjóli at- vinnuleysins til að kúga launa- menn í margvíslegri mynd. T.d. með því segja upp fólki sem skríður ekki fyrir þeim, jafnvel þótt við- komandi maður hafi reynst stofn- uninni vel. Fullorðnu fólki er sagt upp vegna þess að það er orðið lúið og er þá einskis metin sú mikla starfsreynsla og verkþekking sem það hefur. Eitt nýtt dæmi kom fram í Vikublaðinu síðasta, þar sem sagt er frá því að konur sem vinna hjá Álnabæ í Keflavík eru látnar skrifa undir ráðningarsamning þar sem þeim er bannað að vinna hliðstæð störf eða samsvarandi í þijú ár eft- ir að þær láti af störfum. Slíkt ákvæði gerir að verkum aö starfs- fólk Álnabæjar á óhægt um vik að komast í vinnu annars staðar. Hver knýr hvern til erlendrar lántöku? En aftur að gúmminu. Ef ekki má færa til peninga í þjóðfélaginu, eins og verkalýðshreyfingin hefur margbent á (með hátekjusköttum, sköttum á vexti og lækkun vaxta), þá er spumingin sú hver knýr hvem til erlendrar lántöku. Ábyrgðjn liggur ekki hjá þeim atvinnulausa og ekki hjá samtök- um launafólks. Það kann að vera ábyrgðarhluti að taka lán en það er enn meiri ábyrgðarhluti aö standa í vegi fyrir umbótum sem þröngva okkur til slíkrar lántöku. Mesta verðmætið sem við eigum er manneskjan og ef hún er at- vinnulaus og fær ekki að skapa verðmæti þrífst hún ekki. Og að mismuna fólki um vinnu og að sjá ekki um að allir hafi vinnu við sitt hæfi er það sama og að gefa út inn- stæðalausa ávísun. Því að sérhver hönd, sem ekki fær að skapa verð- mæti með vinnu sinni, er í raun tap fyrir þjóðarbúið. Með viðvarandi atvinnuleysi emm við að skrifa innstæðulausa ávísun á framtíð- inna. Og hvers eiga börnin okkar þá að gjalda? Sigríður Kristinsdóttir Atvinnuleysi er ein hin mesta þjóðtélagsmeinsemd sem hugsast getur, segir í texta höfundar. Frá stofnfundi Félags atvinnulausra. „Það kann að vera ábyrgðarhluti að taka lán en það er enn meiri ábyrgðar- hluti að standa í vegi fyrir umbótum sem þröngva okkur til slíkrar lántöku.“ Ofbeldi bama og unglinga: Er sjónvarpið sökudólgurinn? Að undaníomu hefur nokkur um- ræða spunnist um hugsanlegt sam- band milli ofbeldismynda og auk- inna afbrota unglinga. Vissulega gerist það æ tíðara að böm innan lögaldurs em uppvís að því að brjóta lögin, en er hegðun þeirra afleiðing mikils sjónvarpsgláps eða er hún sprottin úr öðrum jarðvegi, t.d. heimilisaðstæðum? Það eru liðin 64 ár frá því að fyrst var farið að rannsaka áhrif kvik- mynda á böm í Bandaríkjunum. Var það gert í svokölluðum Payne Fund Studies. Niðurstöður þeirra rannsókna sýndu aö viðhorf bama breyttist í samræmi við það viðhorf sem sýnt var í kvikmyndunum sem þau horfðu á. Ein kvikmynd hafði engin áhrif en sannað þótti að margar kvikmyndir um eitthvert ákveðið efni höfðu áhrif á börnin. Slík viðhorfsbreyting var þó háð m.a. aldri, kyni og félagslegum að- stæðum bamsins. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sálfræðingurinn Albert Bandura gerði árið 1964 hina frægu Bobo Doll rannsókn sem oft er vitnað til í umræðunni um böm og ofbeldi. Bandura lét ung börn horfa á full- orðna leika sér með leikfóng ann- ars vegar og berja á dúkku hins vegar. Þegar bömin vom reitt til reiði þá voru börnin sem horfðu á „ofbeldið" líklegri til að berja á KjáUaiiim Guðbjörg Hildur Kolbeins M.A. i fjölmiðlafræði dúkkunni en hinn hópurinn. Aðrar rannsóknir hafa sýnt svip- aðar niðurstöður, að böm læra það sem fyrir þeim er haft. Þrátt fyrir þetta hefur ekki enn tekist að sanna hver langtímaáhrif sjónvarps era á böm og unglinga, ef einhver em. Sumir hafa t.d. ekkert samband fundið þarna á milli, en The Amer- ican Psychological Association gaf út þá tilkynningu fyrir nokkrum ámm að ef börn horíðu á ofbeldi í sjónvarpi gæti það leitt til aukinnar árásarhneigðar þeirra. Samkvæmt könnun sem greinar- höfundur gerði meðal 11-14 ára bama og unglinga á höfuðborgar- svæðinu horfa þau á sjónvarp í tæplega 20 tíma á viku og þar að auki horfa þau á myndbönd í um sex tíma á viku. í stuttu máli sagt, þau eyða rúmlega sólarhring á viku fyrir framan sjónvarpsskjá- inn. Hér verður ekki fullyrt að slík notkun sjónvarps hafi ekki áhrif, heldur þykir rétt að benda á að fleiri þættir en sjónvarp hafa áhrif á hegðun barna og unglinga. Samfélagið veitlr ekki aðhald Reykjavík er að verða stórborg, komin yfir 100.000 íbúa markið. Hún er enginn smábær lengur. Af því leiðir að einstaklingurinn sem slíkur verður minni og minni í mannmergðinni, hlutverk hans skiptir ekki jafn miklu máli og í smábæ. Glæpir eru tíðari í stór- borgum en smærri bæjum vegna þess að samfélag stórborga er hætt að veita einstaklingnum aðhald, það þekkja ekki allir alla og það eru meiri líkur á að unglingur í Reykja- vík komist upp með skemmdar- verk heldur en félagi hans í litlu sjávarþorpi úti á landi. Meðal bandariskra félagsfræðinga hafa komið upp þær hugmyndir að borgir mættu aldrei fara upp fyrir ákveðin mörk í íbúafjölda því þá væri voðinn vís. Atvinnuástandið hér á landi hef- ur heldur ekki verið upp á marga fiska að undanfómu og slíkt hefur komið niður á heimilunum, óánægja og spenna eykst hjá fjöl- skyldum. Slíkt hlýtur að bitna á bömunum, þau fá útrás fyrir til- finningar sínar og reiði utan veggja heimilisins. Áðumefnd tvö atriði em bæði talin hafa áhrif á skemmdarfýsn og ofbeldishneigð barna. Guðbjörg Hildur Kolbeins „ ... The AmericanPsychological Association gaf út þá tilkynningri fyrir nokkrum árum að ef börn horfðu á ofbeldi í sjónvarpi gæti það leitt til auk- innar árásarhneigðar þeirra.“ Meginrök mín fyrir því að výja skammtíma- sanming eru þau að í hug- myndum rik- isstjórnarinn- ar fyrir lang- eni nánast engar trygg- íngar fyrir einu eða neinu. Það er rætt um að ríkissjóður leggi á þessu og næsta ári 2 milljarða til atvinnumála. Lækkun matar- skattsins á að kosta ríkissjóð aðra 2 milljarða. Það er hvergi stafur um það hvaðan á að taka þessa peninga utan flármagnsskattur sem á að gefa 350 miUjónir króna. Við fáum ekki að vita hvemig á aö fjármagna þetta. Við viljum ekki binda okkur í samning sem gilda mun í 24 mánuöi á þennan hátt og vera algerlega vamar- lausir gagnvart hvaöa álögum sem rikisstjórninni dettur í hug að leggja á fólk. Hvað þá ef geng- iö verður felit á timabilinu, svo Haltdór Björnsson, varatormaöur Dag»- brúnar. að dæmi séu tekin. Þetta em helstu rökin fyrir því að ég vil ekki langtimasamning. Ég tel því mun vænlegra að semja til skamms tima. Verkalýðsfélögin hafa lagt áherslu á að fá orlofs- uppbætur og láglaunabætur. Viö výjum koma til móts við félaga okkar í þessu máli og semja um þessa hluti til áramóta, jafnvel þótt fæstir Dagsbrúnarmenn fái launabætumar en að sjálfsögðu orlofsuppbótina. En við vijjum ekki binda okkur í 24 mánuði miðað við þær forsendur sem rík- isstjómin leggur upp. Enginn ávinningur Ég er and- vígurskamm- tíma kjara- samningum og ástæðan er qfur einfóld. Ég tel aö sá ávinningur sem kemur út úr tilboði rík- isstjómarinn- ar og miöast við langtimasamning sé meö þeim hætti að við getum ekki hafnað honum. Hugsunin í þessu var sú að við ákváðum að setja ekki fram kröfur um launahækk- un á hendur atvinnurekendum. Þess í staö að þær kjarabætur sem viö gerðum okkur vonir um að fá kæmu í gegnum aðgerðir af hálfu rikisstj ómarinnar, bæði í atvinnumálum og þá ekki síður í verðlagsmálum. Þar er ég aö tala um lækkun matarskattsins. Það liggur alveg ljóst fyrir að meö því að gera skammtíma samning, til að mynda til áramóta, er ekki við því að búast aö ríkisstjórnin standi við sitt tilboð tú svo skamms tíma. Ef við gemm skammtímasamning er alveg ör- uggt mál að lækkun á roatar- skatti verður ekki þar meö. Það myndu heldur ekki fást fram lof- orð frá ríkisstjóminni um aö- geröir í atvinnumálum. Þar fyrir utan fæ ég ekki séð á þessu augnabiiki, meðan við stöndum frammi fyrir svo miklu atvinnu- leysi, sem fer vaxandi, að ástand- ið verði orðið það raikið betra í haust eða næsta vetur að það rétt- læti skammtímasamning. Ég fæ ekki séð að það veröi ávinningur af því að vera meö opna kjara- samninga þá. -S.dór Guðmundur Þ. Jónsson, (ormaöur Sambands iðn- verkafólks.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.