Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1993, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1993, Page 16
16 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1993 VÉLSKÓLI ÍSLANDS Endurmenntunarnámskeið Eftirtalin námskeið verða haldin ef næg þátttaka fæst. Rafteikningar og teikningaiestur. Farið verður í ýmsar gerðir rafmagnsteikninga sam- kvæmt alþjóðastaðli (IEC) og ísl. staðli iST-117. Kennd uppbygging teikninga með segulliðastýring- um. Þjálfun í uppbyggingu og lestri rafmagnsteikn- inga. Tími: 7.-11. júní. Lengd: 40 stundir. Kennari: Einar Ágústsson. Töivur: Stýrikerfi og algeng notendaforrit. Farið verður í Windows-stýrikerfi og algengustu notendaforrit á PC-tölvur, s.s. ritvinnslu, töflureikni og gagnagrunnsforrit. Tími: 31. maí-4. júní. Lengd: 40 stundir. Kennari: Sigurður R. Guðjónsson. Iðntölvur: Farið verður í grundvallar-uppbyggingu iðntölva ásamt inn- og útgangseiningum. Kennd uppbygging stigarits („ladder") og forritun. Kynnt forritun með einkatölvum (PC). Þjálfun í forritun og tengingum iðntölva. Tími: 7.-11. júní. Lengd: 40 stundir. Kennari: Eggert Gautur Gunnarsson. Umsóknir skulu hafa borist Vélskóla islands, Sjó- mannaskólanum v/Háteigsveg, ásamt þátttökugjaldi, kr. 17.000,-, fyrir hvert námskeið, fyrir 25. maí nk. Umsóknareyðublöð ásamt upplýsingablaði verða send þeim sem þess óska. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa skólans í síma 19755. Skólameistari 4 ]öhn Partridge stangveiðikeppni kvenna! Hver veiðir stcersta laxinn og stærsta silunginn 1993? ■ Taktu þátt í keppninni. Þátttökutilkynninqar liggjaframmi t verslun okkar. Verðlaunin í báðum Jlokkum eru John Partridge kvenfatnaður fyrir 30 þúsund króitur. John Partridge er þekktfyrirframleiðslu á sígildum gæðafatnaði bœðifyrir dömur og lierra. Þú finnurgott úrval afjolrn Partridge fatnaði í nýju fatadeildinni okkar, en þargetur þút líka fylgst með árangrinum í keppninni. HAFNARSTRÆTI 5 • REYKJAVÍK • SfMAR 91-16760 & 91-14800 55 Flugvél á flugi vekur vonir þeirra sem lifðu af flugslysið. Háskólabíó - Lifandi: ★ ★ ★ ★ Milli heims og helju Föstudaginn 13. október 1972 fórst flugvél meö 45 mönnum Argentínumegin í miðjum Andes-fjallgarðin- um. Þeirra sem lifðu af hrapið sjálft biðu ómanneskju- legar þrautir sem eru jafn ótrúlegar og þær eru dag- sannar. Dögum saman máttu þau dúsa á jökli í 3800 metra hæð, á berangri þar sem allra veðra var von, án fæðis og húsaskjóls, í von um að þeim yröi bjarg- að. Vikum saman eftir að vonin var brostin héldu þau velli við ómanneskjulegar aðstæður með því aö grípa til örþrifaráðs. Hvemig getur óþjálfaö fólk sigrast á slíkum erfiðleikum og hver verða áhrifín á það? Svar- ið við fyrri spumingunni er efni í dúndursögu en svar- Kvikmyndir Gísli Einarsson ið við þeirri seinni er mun erfiðara í meöfomm og það er til marks um gæði kvikmyndarinnar Alive, hún sýnir að seinna svarið er merkilegra og á endanum mildlvægara fyrir söguna en það fyrra. Öll nútímatækni og milljónakapítal Hollywood er notaö til þess að koma kröfuhörðum nútímaáhorfanda inn í aðstæður sem ekki er hægt að líkja eftir til fulls. Veruleiki myndarinnar er þó slíkur að hann getur skynjað hve aöstaðan var vonlaus og skilið hvað var lagt á fólkið án þess að hafa upplifað neitt svipað. í þessu tilfelli duga orð ekki nema til hálfs, jafnvel þeg- ar þeim er beitt eins vel og í samnefndri bók Piers Paul Read. Venjulegu fólki var ýtt út að ystu mörkum andlegrar og líkamlegrar getu mannsins til að halda sér á lífi. Nærtækar samlíkingar væm stríðshörmungar á borð við útrýmingarbúðir nasista eða fifldirfska á borð við heimskautafarir Scotts og Amundsens þar sem þraut- seigja og innri kraftur gerir yfirleitt gæfumuninn. Það em þvi ekki bara innantóm orð þegar einn eftirlifenda segir aö viðveran á^fjallinu hafi fært skilning þeirra á tilvera sinni yfir á aÚt annað og æðra plan. Hörmung- amar hafi þrátt fyrir allt lokið upp fyrir þeim ein- hverju stórkostlegu. Þökk sé frábærri frásögn þá kemst þessi einstaka lífsreynsla til skila og, það sem meira er um vert, einn- ig sá lærdómur sem vissulega má draga af henni. Það síðamefnda verður aftur á móti meira persónuieg upplifun hvers áhorfanda fyrir sig. Það fá allir plús sem komu nálægt þessari mynd og sérstaklega handritshöfundurinn Shanley fyrir að hafa skorið niður frásögn Reads í bíómyndarlengd án þess að henda neinu mikilvægu og án þess að fóma raunsæi sögunnar. Myndin er 95% byggð á bók Reads Öafnvel samtölin), þannig að nánast allt sem gerist í henni er satt og rétt. Hin 5% eru mest aukinn húmor, sem gerir myndina skemmtilegri. Leikstjórinn Mars- hall segir glæsilega frá (endirinn er sérstaklega áhrifa- mikill), ILM skaffar magnaö flugslys, leikarar standa sig flestir afburðavel og tökustaðimir í Kanada eru örugglega geröir eins hrikalega ógnvekjandi og stór- kostlega fallegir og söguslóðirnar í Andes eru í raun. Alive (Band. 1993) 125 min. Handrit: John Patrick Shanley (Moonstruck, Joe Vs. The Volc- ano) byggt á samnefndri bók Piers Paul Read. Leikstjórn: Frank Marshall (Arachnophobia). Leikarar: Ethan Hawke (Mystery Date), Vincent Spano (After- burn), Josh Hamilton, llleana Douglas (Cape Fear). Stjömubíó - Öll sund lokuð: ★ ★ Harðhaus sækir í sig veðrið Þegar hasarhetjur eins og Van Damme, Seagal og Lundgren fara að sækja í sig veðrið og tekjur af mynd- um þeirra að aukast gera þeir yfirleitt kröfu um að myndir þeirra verði alvarlegri og meira í líkingu við hefðbundnar myndir (í stað slagsmálamynda). Þeir þurfa bara að horfa í áttina til Arnolds og þá sjá þeir hvernig feril þeir vildu gjaman hafa. Van Damme er farinn að geta sagt nei viö harðhausahandritum og því var rykið dustað af tíu ára sögu eftir Basic Inst- inct-höfundinn Joe Ezterhas: Pals. Þetta er einfold formúlusaga, nokkurs konar nútíma Kvikmyndir Gísli Einarsson Jean-Claude Van Damme leikur fanga á flótta sem hjálpar ekkju og tveimur börnum hennar. vestri, um strokufanga sem hjálpar ekkju og tveim bömum hennar að brjóta á bak aftur gráðuga fram- kvæmdamenn sem vilja bóndabæinn hennar. Sem betur fer er strokufanginn þögla, sterka týpan, þannig aö Van Damme hefur vaðið fyrir neðan sig. Það er þó alveg á mörkunum að Van Damme ráði við þetta ein- falda hlutverk. Það þarf afitaf að útskýra belgíska hreiminn og það neistar ekki beint á miíli hans og bombunnar Rósönnu Arquette. Það sem bjargar myndinni er aö framleiðslan á henni er yfir meðal- lagi. Leikstjórinn, Robert Harmon, hefur gaman af smart tökum og flottum khppingum og gefur bardaga- senunum aukinn kraft. Hinir leikararnir eru allir fag- menn og meira að segja Kieran Culkin, hth bróðir Mac, stendur sig vel. Van Damme nær hins vegar engu sambandi við meðleikarana nema með hnefunum. Húmorinn hans fær ekki aö njóta sín. Hann er veiki hlekkurinn í keðju sem er ekkert sérlega sterk fyrir. Þrátt fyrir allt er þetta sennilega besta mynd sem hann hefur leikið í þótt hann hafi sjálfur staðið sig betur í ýktari slags- málamyndum. Nowhere to Run (Band. 1993) 94 min. Handrit: Joe Ezterhas (Jagged Edge, Music Box), Leslie Bo- hem, Randy Feldman. Saga: Ezterhas, Richard Marquand. Leikstjórn: Robert Harmon (The Hitcher). Leikarar: Jean-Claude Van Damme, Rosanna Arquette, Kier- an Culkin, Ted Levine, Joss Ackland.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.