Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1993, Side 26
38
MÁNUDAGUR 17, MAÍ 1993
mMHLSŒ*
Bíldshöfða 14 - sími 672900
KONI
HÖGGDEYFAR
...þá
velur þú KONI!
Ef þú vilt hafa
besta hugsan-
lega veggrip
á malbiki
sem og
utan
vegar
Viðgerðarþjónusta
fyrir flestar gerðir fólksbíla.
IVIótorstillingar
Pústkerfi
Hj ólastillingar
sérfræðingar á staðnum!
Bíldshöfða 18
© 6739 90
VIÐGERDAR
MðNUSIA
Á VÖKVADÆLUM
OGBÚNAÐI
>
Sérhæft verkstæði - Allar
dælur álagsprófaðar í
nákvæmum prófunarbekk.
Áratuga reynsla starfs-
manna og fullkomnasta
vökvadæluverkstæði
ATa landsins tryggir þér
( O/ góða þjónustu.
ÍÁNDVÉlAfíHF
SMIEUMEGI66. KÓPAVOGI. S. 91-76600
Menning
Bjartur og frú Emilía
er undarlegt nafn á tímariti. En það helgast
af aðstandendum, bókaútgáfu, sem heitir Bjart-
ur, og leikhúsinu frú Emilía. Enda er þetta
„tímarit um bókmenntir og leiklist". Það birtist
reglulega, hér er nú tvöfalt hefti, nr. 8-9. Áskrift-
arverð er lágt og sérkennilegt, jafnmargar krón-
ur árlega og ártalið segir til um.
Efni þessa heftis
er markvisst vahð. Hér er fjallað um tvo
skáldahópa á líku reki, enskan og spænskan,
Sigurður A. Magnússon skrifar um Englending-
ana Louis MacNeice, W.H. Auden, St. Spender
og C.D. Lewis. Þetta voru jafnaldrar, ljóðskáld
og kommúnistar, sem komu fram um 1930 í
Cambridge. Eins og Sigurður rekur mögnuöust
þeir af samstöðu sinni. En hún byggðist ekki
síður á því að þeir voru hommar í skipulegri
uppreisn gegn ríkjandi kvöðum í ástamálum
ekki síður en þjóðfélagsmálum og hefði því ver-
ið rétt að nefna það. Annars eru þetta fróðlegar
smágreinar og prýðisljóö sem Sigurður þýðir
eftir þá félaga. Berglind Gunnarsdóttir á grein
um Federico García Lorca og félaga hans sem
hófust handa nokkrum árum fyrr en Englend-
ingarnir. Þetta er fróðleg grein, vel skrifuð og
myndskreytt. En ég sakna þess að ekki skuli
vísað til þess sem birst hefur á íslensku eftir
skáldin. Það eru a.m.k. þrjár sjálfstæðar bækur
García Lorca, Tataraljóð í þýðingu Þorgeirs
Þorgeirssonar, Skáld í New York í þýðingu Jóns
Halls Stefánssonar og Hús Bemörðu Alba. Auk
þess hefur Yerma nýlega verið ílutt í tveimur
þýðingum, misminni mig ekki, fyrir nú utan
allt sem birst hefur í tímaritum. Þessi grein gat
varla taliö Spænsk ljóð í þýöingu Guðbergs því
sú bók hefur væntanlega birst á eftir þessu
hefti. Hér er talað um „modernismo" í spænsk-
um bókmenntum og hefði þurft að skýra að það
er allt annað fyrirbæri en módemisminn sem
kom einmitt með skáldakynslóð García Lorca.
Hitt var aldamótafyrirbæri í ætt við symbólisma
og nýrómantík.
Viötöl
í þessu hefti eru þrjú viðtöl óg þau er leiklistar-
umfjöllunin. Viðtöl eru auðlesin og því talin
vinsælt lestrarefni. En almennt talað er þetta
Bókmenntir
Örn Ólafsson
ómerkilegasta umfjöllun um listir og bókmennt-
ir sem til er. Það kemur tvennt til. í fyrsta lagi
skapa listamenn með öllum persónuleika sínum
og eru því sjaldnast í andlegum stellingum til
að tjá sig eingöngu vitsmunalega um list sína;
greina hana. I staðinn segja þeir þá gjarnan frá
einhveijum atvikum sem tengjast henni en það
verður yfirleitt ómerkilegt fyrir lesendur. En
blaðamenn virða orö listamannsins of mikils til
að skera niður að gagni, hann á að fá að tjá sig
í eigin orðum. Óljósast og lítilíjörlegast fmnst
mér hér viðtalið við Peter Handke um leikrita-
gerð hans en miklu skorinorðari er Rússinn
Antolí Vassiliev, sem segir alit menningarlíf
Rússlands vera í rjúkandi rústum eftir Per-
estrojku og það sem verra er, að það fái aldrei
risið aftur! Það er erfitt að taka undir slíka svart-
sýni þegar hugsað er til alls þess sem mannkyn-
ið hefur staðið af sér, t.d. að rússneskar bók-
menntir liíðu af ógnaröld Stalíns. Eitt viðtalið
er við Þór Tulinius leikara, þrír spyrjendur og
einn svarar, hefði betur verið á hinn veginn því
þetta hefði mátt vera ítarlegra. Margt er hér
fróðlegt en tilgerðarlegt að hafa viðtalið í formi
leikrits.
Ekki er hér rúm fyrir fleira en m.a. eru ljóð
í heftinu eftir Kristínu Bjarnadóttur, Charles
Bukowski, Ulfhildi Dagsdóttur, Braga Ólafsson
og Maríu Karen Siguröardóttur. Betri yfirlestur
þyrfti, því orðalag er óskiljaniegt, m.a. á bls. 114
(„Oft er betra að skrifa illa en að skrifa vel“, -
væntanlega þýðingarvilla) og 118: „Fílent er
engu að síður heiðarlegur en Alsest" (þar sem
„að“ er ofaukið). Sigurður A. segir um C. Day
Lewis: „Hann hafði ákaflega næmt sjónskyn, en
ljóðeyrað var stundum svolítið sljótt". Ekki er
mér ljóst hvað við er átt, enda hefur Sigurður
væntanlega búið til orðið „ljóðeyra", ég kannast
ekki við það og fmn ekki í neinum orðabókum.
Einar Ben. kallaði það brageyra að stuðla sam-
kvæmt íslenskum reglum og verður ekki ætlast
til þess af Englendingi. Undarlegt er að sjá Piet-
er Bruegel skírðan upp á ensku; Gregory Mart-
in (bls. 49).
Ritstjórn mætti herða á kröfunum en allt um
það er þetta gagnlegt tímarit og tilhlökkun í
næstu heftum, um Kafka, þýsk skáld o.fl.
Bjartur og frú Emilía. Timarit um bókmenntir og leik-
list, 3.-4. hefti 1992, 123 bls.
Gary Sinise og John
í Músum og mönnum.
Háskólabíó - Mýs og menn: ★★★
Þar sem draumar bresta
Kvikmyndir
Guðlaugur
Bergmundsson
Mýs og menn, eftir samnefndri skáldsögu bandaríska nóbelsverðlauna-
hafans Johns Steinbeck, er kærkomin tilbreyting frá því sem okkur berst
í allt of miklum mæli frá Hollywood. Hér er enginn yfirborðshasar eða
billegt oíbeldi að gera manni lífið leitt, heldur er þetta mynd um fólk sem
maður trúir að hafl verið til. ..... 1111
Annaö sem einkennir þessa
mynd er vel skrifað og uppbyggt
handrit, enda varla við öðru að
búast þegar jafn snjall höfundur
og Horton Fpote tók að sér að ann-
ast verkið. Ótal dæmi sanna jú að _____ ____________
hægt er að gera vond handrit og vondar kvikmyndir eftir góðum skáldsög-
um og þurfum við ekki að leita út fyrir landsteinana í þeim efnum.
Mýs og menn segir frá þeim George og Lenny, farandverkamönnum
sem flækjast milh staða í atvinnuleit. George er smávaxinn og góðum
gáfum gæddur en Lenny er bara saklaust barn í ofvöxnum líkama og
alltaf að koma þeim í klandur vegna of mikillar gæsku sinnar.
En George passar upp á hann eins og hann getur, því hann veit að eins
og mýsnar sem Lenny drepur af því hann klappar þeim of harkalega eru
mennirnir líka viðkvæmar verur í harðneskjulegum heimi.
George og Lenny eiga sér draum um betra líf, draum um að verða eig-
in herrar á htlum landskika þar sem þeir ætla að hafa kýr og svín og
kanínur. En sá draumur verður aldrei að veruleika. Þeir þurfa jú alltaf
að flýja vegna einstakra hæfileika Lennys að koma þeim í vandræði.
Mýs og menn er kannski fyrst og fremst mynd leikaranna. Hér líka
valinn maður í hveiju rúmi. Fremstan meðal jafningja skal nefna þann
mikla hæfileikamann John Malkovich í hlutverki hins þroskahefta Lenn-
ys. Hann er ákaflega sannfærandi í túlkun sinni. Gary Sinise, sem leikur
George, jafnframt því sem hann leikstýrir myndinni, er líka mjög fram-
bærilegur í hvoru tveggja hlutverkanna. Af aukaleikurum skal geta Rays
Walstons í hlutverki gamals vinnumanns sem deilir draumum þeirra
félaga um betra líf.
Hér er á ferðinni kvikmynd sem hiklaust er hægt að mæla með fyrir
alla aldurshópa.
MÝS OG MENN (OF MICE AND MEN)
Handrit: Horton Foote, ettir samnefndri sögu Johns Steinbecks.
Leikstjóri: Gary Sinise.
Leikendur: Gary Sinise, John Malkovich, Sherilyn Fenn, Ray Walston, John Terry.
Mjúkmál
lágfiðla
Lágfiðlan, víólan, er fyrir þá sem þykir fiðlan frænka hennar einum
of stríð en sellóið of dapurlegt til lengdar. Lágfiðlan hefur mildan tón,
er mjúkmálli ef svo má að orði komast. Lágfiðluleikarar hafa hins vegar
ekki upp á ýkja mörg tónverk að hlaupa, að minnsta kosti ef miðað er
við fiðlu og selló, þótt auðvitað geti menn útsett fiðlukonserta eða sellókon-
serta fyrir lágfiðlu.
Ástæðan er kannski fyrst og • 1 1
fremst sú að lágfiðlan er yngst
þessara þriggja hljóðfæra; varð
ekki til fyrr en á öndverðri 19. öld.
Þá fann Jóhann Georg Staufer upp
bastarðinn „arpeggione",
Hljómplötur
Aðalsteinn Ingólfsson
sex strengja hljóðfæri með gripmörkum eins og gítar, en leikið var á það
með sellóboga. Þetta hljóðfæri hlaut sannast sagna lítinn hljómgrunn -
Schubert samdi að vísu indæla sónötu fyrir það - en það féll nánast í
gleymsku fram á síðari hluta 19. aldar. Nokkur verk voru samin fyrir
afsprengi þessa „arpeggiones", lágfiðluna, fram eftir 20stu öldinni en það
er í rauninni ekki fyrr en á allra síðustu árum að lágfiðlan hefur fengið
þann sess sem hún verðskuldar sem einleikshljóðfæri. Þá upphefð lágfiðl-
unnar ber ekki síst að þakka Yuri Bashmet, rússneskum lágfiðluleikara
sem vestrænir fiölmiðlar hafa keppst við að mæra - The Times kallaði
hann „einn mikilhæfasta tónhstarmann samtímans". Bashmet var tiltölu-
lega htið þekktur hér á landi þar til fyrir stuttu að fróðleg grein um hann
birtist í Morgunblaðinu.
Agi og ástríða
Bashmet var að sjálfsögöu undrabarn á sínu sviði, varð prófessor við
konservatóríið í Moskvu, einn kröfuharðasta tónlistarskóla heims, rúm-
lega tvítugur og hefur síðan hehlað hljómsveitir og tónlistarunnendur
um allan heim með leik sínum og framkomu. í Bonn er nú haldin reglu-
leg tónlistarhátíð sem ber nafn Bashmets og, það sem meira er um vert,
tónskáld hafa keppst við að semja lágfiðlukonserta og sónötur fyrir þenn-
an snhhng.
Engu er logið um snhligáfu þessa tónlistarmanns, um það sannfærðist
ég við hlustun á nýlegri geislaplötu með verkum eftir Schubert, Schum-
ann, Bruch og Enesco (RCA Victor RD60112). Leikur Bashmets er í einu
orði sagt stórglæsilegur, í senn agaður og ástríðufullur og hæfilega mikið
í rómantíska kantinum eins og tíðkast meðal rússneskra tónhstarmanna.
Yuri Bashmet, lágfiðla - sónötur eftir Schubert, Schumann, Bruch og Enesco Mikha-
il Muntian, píanó.
RCA Victor
Dreifing: Skífan
LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA
VALDA ÞÉR SKAÐA!