Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1993, Page 2
2
LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993
f
Fréttir
Öryggi sjómanna á úthafsveiðum í ólestri:
Þarf að vera hálf dauður
til að verða f luttur í land
- segir Eiríkur Ragnarsson, stýrimaður á Haraldi Kristjánssyni HF
,JVIér leið eins og það ætlaði að fara
að líða yfir mig. Þá fékk ég 2. stýri-
mann til að taka við af mér í brúnni
og fór niður í koju og hallaöi mér
aöeins. Síöan fór ég á salernið en þá
bara sprautaðist niður af'mér blóð-
ið,“ sagði Eiríkur Ragnarsson, 37 ára
1. stýrimaður á togaranum Haraldi
Kristjánssyni, í viðtali við DV en Ei-
ríkur veiktist heiftarlega um borð í
togaranum þegar hann var staddur
um 300 sjómílur suðvestur af land-
inu. Eiríkur var þá afleysingaskip-
stjóri.
Hann missti um mikiö blóð og var
fluttur nær dauða en lífl með þyrlu
Vamarliðsins á Borgarspítalann í
Reykjavík. Hann og skipsfélagar
hans eru ósáttir við hvað leið langur
tími þar til þyrla kom til hjálpar og
hefur útgerðarfélag skipsins, Sjóla-
skip hf„ að höfðu samráði við Eirík
ákveðið aö láta fara fram sjópróf á
mánudag vegna þessa máls.
Eiríkur Ragnarsson, stýrimaóur á Haraldi Kristjánssyni HF, ásamt heimilishundinum Bangsa. Eiríkur er að ná sér
eftir heiftarleg veikindi á hafi úti fyrir tæpum mánuöi. Hann er ósáttur með hvernig öryggismálum sjómanna er
háttað og vill að öll vafaatriði, sem upp kunni aö koma, verði sjómönnum í hag, hvort sem um lífshættu er að
ræða eða ekki. DV-mynd Brynjar Gauti
Hélt ég gæfi upp öndina
Það var síðdegis laugardaginn 8.
maí að Eiríkur fór að kenna verulegs
slappleika sem síðar leiddi til þess
sem áður er lýst; hann fór að missa
mikið blóð. Haft var samband við
lækni í landi sem bað um upplýs-
ingar um blóðþrýsting og púls, sem
hann fékk, og togaranum var snúið
hraðbyri í átt að landi.
„Læknum fannst ástandið nánast
vera eðlilegt og engin hætta á ferö-
um. Svona gekk þetta áfram, ég
missti blóð er ég fór á salernið og
læknar sögðu áfram að púls og blóð-
þrýstingur væru ekki við hættumörk
og sögðu málið geta beðið þar til
morguninn eftir þegar Landhelgis-
gæsluþyrla væri komin út á móti
okkur,“ sagði Eiríkur en flugþol
þyrlu Landhelgisgæslunnar er um
150 sjómílur á einum tanki.
Enn missti Eiríkur meira blóð og
aðfaranótt sunnudagsins 9. maí mat
1. stýrimaður ástandið svo að það
yrði að sækja Eirík hið snarasta og
fór fram á að þyrla Vamarliðsins
yrði kölluð út.
„Hann sagði við læknana að ef þeir
ætluðu að hafa mig lengur þama um
borð þá bæra þeir afla ábyrgð á því,
ég var búinn að missa mikið blóð og
orðinn náfolur. Þegar loksins var
ákveðið að sækja mig um nóttina var
ekkert búið að láta Varnarliðið vita
en það tekur klukkutíma að gera
þyrluna klára. Síðan kom þyrla um
flögurleytið um nóttina. Þá var
ástandiö orðið þannig að bandaríski
læknirinn fann engar æðar á mér til
að gefa mér vökva því þær vora svo
samandregnar. Á leiðinni í land var
læknirinn hræddur um að ég gæfi
upp öndina því honum leist ekkert á
mig, ég var orðinn snjóhvítur og í
hálfgerðu móki. Ég var líka orðinn
mjög hræddur um líf mitt,“ sagði
Eiríkur.
Þriðjungur ristils fjarlægður
Að sögn Eiríks blekkti það lækna
í landi hvað hann hélt lengi eðlileg-
um púls og blóðþrýstingi miöaö við
lítið blóðmagn. Þegar Eiríkur komst
loks undir læknishendur átti hann
aðeins eftir um þriðjung blóðmagns-
ins.
Eiríkur gekkst undir skurðaðgerð
á Borgarspítalanum þar sem þriðj-
ungur ristilsins var flarlægður.
Hann var síðan á gjörgæslu í tvo
daga og eftir það í 10 daga á spítalan-
um.
Eiríkur hefur það eftir sérfræðingi
sínum að sennilega hafi verið um að
ræða sjaldgæfan fæðingargalia sem
skyndilega hafi gert vart við sig og
æðaflækja í ristlinum hreinlega
sprangið.
Eiríkur telur það hafa bjargað lífi
sínu hve vel hann hafi verið á sig
kominn líkamlega því undir venju-
legum kringumstæðum hefði hann
fyrir löngu átt að vera búinn að missa
meðvitund.
Allur vafi verði okkur í hag
Eiríkur segir nauðsynlegt að vekja
athygli fólks á öryggisleysi sjómanna
á úthafsveiðum með hans máli. Tog-
arinn Haraldur Kristjánsson og
margir fleiri era stóran hluta ársins
á veiðum utan við 150 mílur og þar
með utan þess svæðis sem þyrla
Landhelgisgæslunnar nær til.
„Maður þarf að vera hálfdauður til
að verða fluttur í land. Þarna langt
úti eru núna um 200 sjómenn á veiö-
um og þeim á eftir að flölga ef marka
má fyrirhugaða stefnu sflórnvalda
að senda stóra skipin lengra út til
veiða. Það er ekki alltaf um lífshætta
að ræða, ef maður missir t.d. fmgur
eöa framan af fæti, en það má ekki
lengur vera með morfín um borð í
skipum. Viö búum við algjört örygg-
isleysi og númer eitt er að öryggi
okkarié-tryggt af íslenskum stjórn-
völdum þannig að við séum ekki of
háðir Varnarliðinu, þó þaö hafi stað-
ið sig frábærlega. Utkallstími þess
er hins vegar mun lengri en Land-
helgisgæslunnar og það getur munaö
um hverja mínútu. Það þarf að kaupa
nýja og stærri þyrlu til Landhelgis-
gæslunnar.
Fólk sem veikist í landi getur
hringt á sjúkrabíl og hann kemur
nánast undantekningarlaust en við
sjómenn búum ekki við slíkt öryggi.
Aðalatriðið er að öll vafaatriði verði
tekin af, okkur sjómönnum í hag,
hvort sem við eram í lífshættu eða
ekki,“ sagði Eiríkur. -bjb
Dæmdur fyrir kynferðisafbrot gegn 5-8 ára stúlkubami:
Átta mánaða skil-
orðsbundið fangelsi
Stuttar fréttir
FleMferðamenn
ARs hafa 37.414 erlendir ferða-
menn komiö til landsins frá ára-
mótum. Þaö er aukning um tæp
níu prósent frá sama tíma í fýrra.
Skukfe greiddar niður
Sambandið greiddi skuldir sín-
ar niöur um 4,4 milljarða með
sölu eigna á síðasta ári. RÚV
greindi frá þessu.
Tölvusamskipti í USA
Hugbúnaöarfyrirtækiö Tölvu-
samskipti opnar fyrstu söluskrif-
stofu sína í Bandaríkjunum þann
8. júni næstkomandi en markaðs-
setning á forritinu Skjáfaxi er að
heflast þar í landi
Helii skóladagur
Skólamálaráö Reylflavíkur hef-
ur ákveðið aö bjóða upp á heils
dags skóladag gegn allt að 6.500
króna gjaldi frá og með næsta
skólaári. Boöiö veröur upp á að-
stöðu til heimanáms, tómstunda
ogleikjautanskólatíraa. -kaa
Héraðsdómur Vesturlands hefur
dæmt 65 ára karlmann í skilorðs-
bundið fangelsi í 8 mánuði fyrir kyn-
ferðisafbrot gegn stúlkubarni. Af-
brotin áttu sér stað á Vesturlandi á
árunum 1987 til 1990 þegar stúlkan
var 5-8 ára gömul. Engin vitni vora
að meintum afbrotum.
Með hliðsjón af sakarferli manns-
ins, aldri og högum hans að öðra leyti
var kveðinn upp skilorðsbundinn
dómur af Símoni Sigvaldasyni hér-
aðsdómara. Maðurinn var dæmdur
til að greiða 140 þúsund krónur í
málskostnað. Hann neitaði sakargift-
um staðfastlega, bæði hjá lögreglu
og fyrir dómi.
Ákæra var lögð fram á manninn í
janúar sl. fyrir að hafa ítrekað á
tímabilinu frá október 1987 til maí
1990 haft í frammi kynferðislega
áreitni við stúlkuna á skrifstofu
mannsins með því að fara með hönd
sína undir nærbuxur stúlkunnar og
snerta kynfæri hennar. Þegar þetta
átti að hafa gerst var maðurinn
vinnuveitandi móður stúlkunnar.
í dómi segir að stúlkan hafi þagað
yfir reynslu sinni af manninum af
ótta við að hann gerði sér mein ef
hún leysti frá skjóðunni. Þaö var síð-
an sl. haust, er stúlkan var 10 ára,
að hún sagði móður sinni og frænku
frá þessu. Sjónvarpsþáttur um kyn-
ferðisafbrot gegn bömum varð til,
þess að hún rauf þögnina. Stúlkan
mpn hafa komist í mikla geðshrær-
ingu við aö horfa á þáttinn.
Sálfræðingur tók viðtöl við stúlk-
una og fyrir dómi sagði hann frásögn
hennar trúverðuga og framburö
staðfastan þótt henni hefði ekki tek-
ist að tímasefia atburöina nákvæm-
lega. Maðurinn játaði aö stúlkan
hefði komið inn á skrifstofu hans
þegar móðir hennar vann hjá honum
en harðneitaði að hafa áreitt stúlk-
unakynferðislega. -bjb
Stuttar fréttir
Tekjur af ráðstefnum
Áætlaðar tekjur íslendinga af
skipulögðum ráðstefnum útlend-
inga hér á landi eru milli 700 og
800 milljónir króna. Samkvæmt
útreikningum Ferðamálaráðs
jafngilda gjaldeyristekjur af
hverjum ferðamanni þvi sem
fæst fyrir eitt þorsktonn.
Tapaðirfjármunir
Sambandið hefur tapað þeim
tæplega milljarði króna sem það
hefur lagt í Miklagarð og Jötunn.
Þá er fyrirséö að Sambandiö tapi
miklum flármunum vegna tap-
reksturs íslensks skinnaiðnaðar.
Dýrir árekstrar
Um 6.500 bílar skemmdust
meira eða minna í árekstum síö-
ustu 100 dagana. Tjónab’ætur
tryggingafélaganna vegna þessa
era ura 760 milljónir. RUV greindi
fráþessu. -kaa